Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand LÍSA, ÉG HELD AÐ GRETTIR SÉ AFBRÝÐI- SAMUR ÚT Í ÞIG ÞÚ ERT AÐ TALA VIÐ ÞESSA KONU AFTUR, ER ÞAÐ EKKI? LÍSA, ÉG VEIT AÐ GRETTIR ER AFBRÝÐI- SAMUR ÚT Í ÞIG ÉG ÆTLAÐI AÐ BIÐJA ÞIG UM AÐ LEIKA VIÐ MIG... ER ÞAÐ SATT? ÉG VISSI ÞAÐ! EN SÍÐAN ÁTTAÐI ÉG MIG Á ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER ALÞJÓÐLEG HUNDAVIKA OG ÞÚ VILT KANNSKI EKKI ELTAST VIÐ BOLTA Í DAG... HÆ MAMMA! ÉG OG HOBBES ERUM KOMNIR HEIM! Á ÉG EINHVER HREIN FÖT? ÉG ÞARF HELLING AF ÞEIM! ÉG ÆTLA AÐ FARA INN Í ELDHÚS OG SMYRJA MÉR TUTTUGU SAMLOKUR! ÉG ER MJÖG SVANGUR! ÞÚ ÞARFT EKKERT AÐ KOMA INN Í ELDHÚS! ÞAÐ ER LÍKA ALGJÖR ÓÞARFI AÐ LÍTA ÚT UM GLUGGANN! VERTU BARA ALVEG KYRR NÆSTU TÍU MÍNÚTURNAR EKKERT! AF HVERJU HELDUR ÞÚ ÞAÐ? HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ ÞÉR? ÉG ÆTLA AÐ FÁ GRÆNMETIS- SÚPUNA MÁ BJÓÐA ÞÉR AÐ SLEPPA GRÆNMETINU? ÞAÐ ER ÓTRÚLEGT HVAÐ MAÐUR ÞARF AÐ TAKA MARGAR ERFIÐAR ÁKVARÐANIR NÚ TIL DAGS KRAFT- GANGA MEÐ NAUTUNUM Í PAMPLONA VIÐ ERUM KOMIN JÁ... ÞETTA ER FRÁ- BÆRT! OG VIÐ FÁUM ÞETTA ALLT ÓKEYPIS FYRIR AÐ HLUSTA Á EINA LITLA SÖLURÆÐU VIÐ ERUM SVO KLÁR! EKKI KLAPPA OKKUR Á BAKIÐ FYRR EN VIÐ KOMUMST ÚT HÉÐAN ÁN ÞESS AÐ KAUPA NEITT ENGAR ÁHYGGJUR! ÉG NÁÐI ÞÉR! ÉG VISSI AÐ ÞÚ VÆRIR HÉRNA... ÉG VAR AÐ VONA AÐ ÞÚ KÆMIR Í TÆKA TÍÐ TIL AÐ BJARGA MÉR NÆST ÆTTIR ÞÚ SAMT EKKI AÐ BÍÐA ÞANGAÐ TIL Á SÍÐUSTU STUNDU ÉG SKAL MUNA ÞAÐ dagbók|velvakandi Þakklæti Ég vil koma á framfæri kæru þakk- læti til Rúnars í Hjálparsveit skáta, Smiðshöfða 19 í Reykjavík. Hann var svo elskulegur að gefa barna- börnunum mínum tveimur stóran fjölskyldupakka af flugeldum og bjargaði þar með áramótunum fyrir blessuð börnin, en foreldrar þeirra eru öryrkjar og engir peningar af- gangs fyrir þannig lúxus. Hringdi ég í hann og útskýrði málið og brást hann svo höfðinglega við og er okkur fjölskyldunni ógleymanleg góð- mennska hans og skátanna. Þakklát amma. iPod fannst í Skeifunni Apple iPod fannst á bílastæði við Skeifuna fyrir áramót. Má vitja hans í síma 825 8142. Jón Arnar. Góð þjónusta! Eftir að hafa keypt skáp hjá Tekk company sem reyndist ekki vera al- veg í lagi þá hafa öll samskipti við fyrirtækið verið til fyrirmyndar. Eftir að Tekk company taldi að það þyrfti að skipta um skáp þá gekk það mjög fljótt og vel fyrir sig. Það er bæði ljúft og skylt að láta vita af því þegar maður fær svona úrvalsþjón- ustu. Sigurður. Týnt armband Laugardaginn 15. desember fór ég á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands í Háskólabíói kl. 17. Á leið út eftir tónleikana fann ég armband á gólf- inu rétt við útganginn. Armbandið er úr hvítagulli en aðra lýsingu verð- ur eigandi að gefa til sanna að hann sé réttur eigandi. Upplýsingar í síma 891 6596, Margrét. Týndur GSM-sími NOKIA gsm-sími, svartur að lit með loftneti, samlokusími, tegund 6060, tapaðist sennilega á jólaballi í Öskju- hlíðarskóla 18.-20. desember sl. Finnandi hafi vinsamlega samband við eigandann í síma 698 0253. Oddur. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Þær Viktoría, Guðrún og Diljá notuðu vetrarfríið sitt í að safna saman flugeldarusli á Skeljanesinu Morgunblaðið/Valdís Thor Tekið höndum saman FRÉTTIR FRÁ HAUSTINU 2000 hafa 277 grunnskólanemendur í Kópavogi verið greindir með leshömlun (dys- lexiu) og fengið viðeigandi aðstoð. Þetta er árangurinn af sérstöku verkefni sem felst í að finna nem- endur sem eiga við lestrarörðugleika að stríða, eins snemma á skólagöng- unni og kostur er. Árið 2000 gerði Fræðslusvið Kópavogsbæjar samning við Reyni Guðsteinsson, fyrrverandi skóla- stjóri Snælandsskóla, um greiningu á lestrarerfiðleikum í grunnskólum Kópavogs. Var þá hugað að nýjum vinnubrögðum í þágu skóla og nem- enda og samningurinn einn þáttur í sérfræðiþjónustu við grunnskólana. Reynir lýsir því svo í fréttatil- kynningu að áhersla hafi í fyrstu ver- ið lögð á að greina nemendur í þrem- ur elstu árgöngunum og síðan haldið niður á við í aldri. Nú er svo komið að enginn biðlisti er lengur eftir grein- ingu. Frá því að verkefnið hófst hefur 455 börnum verið vísað til greiningar hjá Reyni úr öllum skólum Kópavogs nema einum, Hjallaskóla, þar sem sérkennarar sjá alfarið um grein- inguna. Einnig hafa sérkennarar Digranesskóla séð um að greina nemendur í þeim skóla í öllum til- vikum nema tveimur. Í 277 tilvikum af fyrrgreindum 455 hefur viðkom- andi barn verið greint með leshöml- un. Almennt eru það umsjónarkenn- arar barnanna eða sérkennarar sem vísa þeim til greiningar með sam- þykki foreldra, skólastjóra eða deild- arstjóra láti framfarir í lestri eða stafsetningu á sér standa. Þótt barn greinist ekki leshamlað er alltaf leit- að lausna á fyrirliggjandi vanda og bent á leiðir til úrbóta. Fræðslusvið Kópavogs hefur jafn- framt í samvinnu við sérkennarana Guðlaugu Snorradóttur og Ólöfu Ástu Guðmundsdóttur kynnt fyrir kennurum á yngsta stigi og miðstigi grunnskóla Kópavogs fyrstu ein- kenni lestrar- og skriftarerfiðleika. Á næstunni verður tekið í notkun nýtt tölvutækt lestrargreiningar- tæki, segir m.a. í fréttatilkynningu. Greining á leshömlun skilar góðum árangri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.