Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING FRANSKI myndlistarmaðurinn Daniel Buren hótar því að eyðileggja útilistaverk sitt í hallargarði kon- ungshallarinnar í París, Palais Royal. Verkið heitir Les Deux Plat- eaux en er betur þekkt í Frakklandi sem Súlur Buren. Ástæðan er, að sögn Buren, sú að súlurnar 260 liggja undir skemmd- um og frönsk stjórnvöld gera ekkert í því, þrátt fyrir fögur fyrirheit. Verkið er frá árinu 1986 og er eitt- hvert það umdeildasta í París. Súl- urnar eru farnar að molna niður, ljósin sem lýsa þær upp brotin mörg hver og gosbrunnur, sem einnig er hluti af verkinu, er vatnslaus. Hótar niðurrifi Daniel Buren ósáttur við ástand listaverks Súlurnar Yfirlitsmynd af verki Buren í hallargarðinum í París. BANDARÍSKI rithöfundurinn Tom Wolfe hefur sagt skilið við út- gáfufyrirtækið Farrar, Straus & Giroux, eftir 42 ára samstarf og gert útgáfusamn- ing við Little, Brown & Comp- any í Miami. Samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins New York Times fær Wolfe tæpar sjö milljónir dollara fyrirfram vegna næstu bókar sinnar, Back to Blood. Seinasta bók Wolfe, I Am Charlotte Simmons, seldist heldur illa. Farrar, Straus & Giroux hefur gefið út 13 bækur Wolfe. Útgáfustjóri Farrar, Straus & Giroux segir að ekki hafi tekist að semja við Wolfe um útgáfu skáldsög- unnar. Back to Blood segir af inn- flytjendum í Miami. Wolfe segir að fyrir tveimur árum eða svo hafi við- mælendum hans ekki þótt það áhugavert umfjöllunarefni og „sofn- að standandi eins og hestar“ en nú sé annað uppi á teningnum. Hið nýja útgáfufyrirtæki reiknar með því að Back to Blood komi í verslanir á næsta ári. Wolfe skipt- ir um forlag Rithöfundurinn Tom Wolfe. ÆFINGAR á leikritinu Sól- arferð eru í fullum gangi í Þjóðleikhúsinu. Verkið er eftir Guðmund Steinsson (1925- 1996), sem er talinn einn af okkar fremstu leikskáldum. Nú gengst Endurmenntun Há- skóla Íslands fyrir námskeiði um Guðmund í samvinnu við Þjóðleikhúsið. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur höfund- arverki leikskáldsins og leikrit- inu Sólarferð sérstaklega. Þátttakendur hlýða á fyrirlestra, koma á æfingu á verkinu, sjá sýn- inguna fullbúna og taka þátt í umræðum ásamt leikurum og listrænum aðstandendum sýning- arinnar. Námskeiðið hefst 29. janúar. Leiklist Námskeið í Sólarferð Guðmundur Steinsson KOMIN er út hjá Bjarti kennslubókin Ítalska fyrir alla eftir Paolo Turchi. Lengi hefur verið þörf á íslenskri kennslu- bók í ítölsku. Ítalska fyrir alla er samin fyrir Íslendinga sem áhuga hafa á að læra ítölsku, jafnt þá sem eru að taka fyrstu skrefin og þá sem eru lengra komnir. Í bókinni er leitast við að þjálfa jafnt lestur, málskiln- ing og málfræði og er í bókinni að finna málfræðiskýringar, æfingar og lestexta af ýmsu tagi. Þá er í bókarlok yfirlit yfir ítalska málfræði og ítalsk-íslenskur orðalisti. Paolo Turchi hefur lengi kennt ítölsku á Íslandi og veit hvað leggja þarf áherslu í ítölskunámi Íslendinga. Tungan Ítölskunámsbók fyrir Íslendinga Ítalska fyrir alla. Á SUNNUDAG kl. 11-13 opn- ar Joris Rademaker sýn- inguna Mannleg tilvist í Kunstraum Wohnraum á Ak- ureyri. Joris er Hollendingur en hefur fengist við myndlist síðan 1983. Hann var útnefnd- ur bæjarlistamaður Akureyr- ar árið 2006. Þetta er ein- hverskonar yfirlitssýning inni á heimili þar sem verkin sam- ræmast alvöru og leik heim- ilisfólksins. Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Halls- sonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýningin er opin eftir samkomulagi. Myndlist Mannleg tilvist á heimili Hlyns Joris Rademaker Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ARNGUNNUR Ýr Gylfadóttir opn- ar bílskúrsdyr í Garðabæ og þar inni hallast nokkur stór lárétt málverk að veggjum og ilmur af olíulitum er í loftinu. Verkin til hægri og innst seg- ir hún tilbúin, til vinstri er eitt sem hún er enn að glíma við. Á litabretti fyrir framan það eru blautir olíulitir, sumir bjartir og slær út í lillablátt, þessir sömu litir mynda uppistöðuna í litbjörtum skýjum og órætt yfirborð verkanna sem eru máluð á sléttar ál- plötur. Stöku fjallstindar stingast upp úr skýjunum. Í stofu hússins eru minni málverk, þar sem himinninn og ský eru í aðal- hlutverki. Arngunnur Ýr er búin að raða þeim upp, eftir nokkra tíma verða flest verkin komin upp á veggi Gallerís Turpentine við Ingólfsstæti, en í dag klukkan 17.30 verður opnuð sýning á þeim undir heitinu Euphora. Arngunnur Ýr býr ásamt fjöl- skyldu sinni í Oakland á vesturströnd Bandaríkjanna og vinnur þar að list sinni, en síðustu átta mánuði hefur fjölskyldan dvalið hér á landi og hún unnið að þremur sýningum. Ein stendur yfir í Hallgrímskirkju, önnur var í galleríi í París og lokahöggið er slegið í dag. Arngunnur horfir á nýjustu mynd- ina í stofu hússins sem hún hefur búið í síðustu vikur, og segist vera að velta fyrir sér hvort hún sé ekki örugglega tilbúin. Er það ekki alltaf lykilspurn- ing í málunarferlinu; hvenær er verk- ið tilbúið? „Einhver náttúrulegur punktur eða orka kemur venjulega í myndina og þá veit maður að hún er tilbúin,“ svarar hún. „Ég hætti ekki fyrr. Þær eru samt búnar að vera svolít- ið óþekkar núna.“ Hún horfir hugsi í kringum sig á myndirnar. „Ég hafði ákveðið að eiga smájólafrí með fjöl- skyldunni en það fór ekki þannig. Ég er búin að vera látlaust að. Sumar myndanna hélt ég að yrðu nokkuð auðveldar, var komin langt með þær og hafði sett þær til hliðar, þar sem þær voru „eiginlega“ tilbúnar – en þetta „eiginlega“ er hættulegt. Þær voru ekki tilbúnar. Þetta allra síðasta atriði getur verið einn pínulítill þátt- ur í myndinni og hann getur farið með þetta allt. Stundum þarf að end- urvinna heildina til að láta verkið ganga upp. Svo kemur allt í einu þægileg friðartilfinning yfir mann, og þá má sleppa hendinni af myndinni. Með fullkomnunaráráttu Gegnum árin hefur stundum einn lítill hluti verið að ergja mig í sumum myndum. Ég hef talið mig hafa betur í glímunni við hann og myndin endar síðan einhvers staðar úti í heimi, en þegar ég sé hana aftur þá fer ég beint aftur í þann stað. Sumir segja að ég sé með full- komnunaráráttu – en er það ekki allt í lagi?“ spyr hún og brosir. „Ég var hér og málaði á að- fangadag, jóladag og gamlársdag, meðan aðrir á heimilinu sváfu og hvíldu sig.“ Hún málar verkin á álplötur, segist vilja hafa slétta áferð. „Ég vinn myndirnar það lengi og það ákveðið, að það myndi ekki þýða að mála á striga. Ég er alltaf þrýst- andi á myndina og vinn hana oft til baka, þannig að ég verð að nota hart efni. Lengi vel málaði ég á panel en álið vindur sig síður. Með álinu myndast ákveðin silkiáferð sem ég er ánægð með.“ – Þetta hefur verið gjöfull tími á Íslandi að þessu sinni. „Mér hefur gengið mjög vel að vinna. Í Bandaríkjunum hef ég verið að sýna svo mikið mörg undanfarin ár að myndirnar eru meira og minna kyrrsettar þar. Einhver samtíningur hefur leitað hingað með mér. En þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem ég hef getað unnið heila nýja myndaröð hér. Ég hef verið í átta mánuði núna – og hefði þegið að hafa aðeins lengri tíma. Ég vissi að þetta yrði knappt, og þess vegna er ég frekar illa sofin núna eftir lokaglím- una við verkin!“ – Er nýr andi í þeim? Breytist eitt- hvað við að vinna þær hér? „Það er meira drama. Ég held það sé allt þetta rok – veðrið hlýtur að hafa áhrif. Eftir þetta fína sólbjarta sumar fannst mér haustlægðirnar fyrst hræðilegar. Þar sem við bjugg- um á Framnesveginum lömdu trjá- greinar látlaust í vegginn, tréð var krafsandi í mig og ég svaf mjög illa. Síðan vandist ég þessu og fór að þykja þetta huggulegt. Við erum líka náttúran Ég vinn sem leiðsögumaður á sumrin og nýt þess að vera úti, og veðrið hefur afgerandi áhrif á það hvernig mér líður. Það skilar sér í myndunum. Ég er með nýja liti, meira af jarðtónum, grænum og gráum, en um leið er dökki liturinn oft falinn undir. Undanfarin ár hefur verið sú tilhneiging í verkum mínum að ég vil að orkan sé að vissu leyti fal- in undir yfirborðinu. Að það þurfi að leita að henni. Þetta eru ekki Cobra- myndir sem áhorfandinn fær í æð við fyrstu sýn. Þær leyna á sér.“ – Svo glittir í mörgum þeirra í tind eða tinda, sem eins og stingast upp úr skýjum. Þar er eitthvað naglfast und- ir draumkenndu yfirborði. „Mér finnst það nauðsynlegt. Stundum sleppi ég fjöllunum alveg en oft líður mér betur við að setja þau inn. Þar er einhver fastur punktur. Vísar í persónu, eða landið. Svo er líka þessi spenna, sem er mikilvæg fyrir mig, milli yfirborðsins og átaka við annan heim sem er að baki. Það vakna ákveðnar spurningar og maður dregur í efa sannleiksgildi þess sem maður sér. Við horfum ekki bara á náttúruna heldur erum náttúran. Við erum líka hluti af þeirri heild.“ Arngunnur segir fólk oft setja sig í stellingar þegar það ræðir um náttúr- una og einangrar sig frá henni. „Við finnum varla fyrir kulda lengur. Allir á jeppum með stórum dekkjum og horfa á náttúruna úr fjarlægð. Að vissu leyti fjalla myndirnar líka um það. Við erum hrædd við náttúruna og hrædd við tilfinningar. Ég skíri sýninguna Euphora, sem vísar í hug- myndina um sæluástand; við erum alltaf að falast eftir slíku ástandi. Við vonumst eftir stórfenglegum upplif- unum. Hvort sem það er djúp ást eða stórkostleg upplifun í náttúrunni. Um leið erum við hrædd við alvöru tilfinningar. Þetta kunna að virðast saklausar myndir en í mínum huga er margt þarna bakvið,“ segir hún og brosir. „Lífið er aldrei einfalt. Þvert á móti er það afar margþætt og ég er að kljást við það en nota landslag sem útgangspunkt.“ Arngunnur Ýr Gylfadóttir opnar sýningu á nýjum verkum í Galleríi Turpentine „Veðrið hlýtur að hafa áhrif“ Morgunblaðið/Einar Falur Skýjamálverk „Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem ég hef getað unnið heila nýja myndaröð hér,“ segir Arn- gunnur Ýr en hún hefur um árabil verið búsett á vesturströnd Bandaríkjanna. Hér er hún við eitt nýju verkanna. Í HNOTSKURN »Sýninguna í Galleríi Turpent-ine kallar Arngunnur Ýr Euphora og vísar í hugmyndir um algleymi eða sæluástand. »Málverkin hefur hún unnið ásíðustu átta mánuðum hér á landi, en annars býr hún vest- anhafs. »Á síðustu árum hefur húnsýnt reglulega í sýning- arsölum á vesturströnd Banda- ríkjanna. »Arngunnur segist í verkunumsækjast eftir því að hafa átök milli friðsæls yfirborðs og annars heims sem er þar að baki. ♦♦♦ BRESKI rithöf- undurinn Cather- ine O’Flynn fékk loks útgáfusamn- ing eftir að hafa verið hafnað af 14 umboðsmönnum rithöfunda í Bret- landi. Þrjóskan borgaði sig sann- arlega því O’Flynn hlaut Costa-bókmennta- verðlaunin (áður Whitbread) fyrir besta byrjendaverkið árið 2007, skáldsöguna What Was Lost. O’Flynn starfaði áður við póstútburð og hefur einnig unnið í einni af fjöl- mörgum verslunum HMV. Dómnefnd Costa-verðlaunanna segir sögu hennar stórkostlega, en sögusviðið er verslunarmiðstöð. O’Flynn þakkar það meðfæddri svartsýni að hún fann sér loks um- boðsmann og náði þessum árangri. Hafnað 14 sinnum Catherine O’Flynn ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.