Morgunblaðið - 04.01.2008, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 13
FRÉTTASKÝRING
Eftir Soffíu Haraldsdóttur
soffia@mbl.is
HEIMSMARKAÐSVERÐ á Tex-
as hráolíufati fór í fyrsta sinn yfir 100
dollara markið á miðvikudag og aftur
í gær. Lokaverð á miðvikudag var ei-
lítið lægra, eða 99,62 dollarar, og
lokaverð á Brent Norðursjávarolíu
var þá 97,84 dollarar.
Hækkun olíuverðs var ævintýra-
lega mikil á síðastliðnu ári. Fyrir ári
kostaði Texas olíufatið um 67 dollara
og þá hefði sá orðið að athlægi sem
hefði dottið í hug að spá verðhækkun
upp í 100 dollara á einu ári.
Þetta er þó orðin raunin og ekkert
í spilunum um að vænta megi lækk-
unar sem nokkru nemur.
Áhrif þessarar miklu hækkunar á
hráolíuverði er þegar farið að gæta í
þjóðarbúskap okkar Íslendinga.
Ekki kannski af þeirri stærðargráðu
sem aðrar þjóðir standa frammi fyr-
ir, sem nota olíu og gas til húshitunar
og framleiðslu, en áhrifin verða engu
að síður margvísleg. Hráolía er notuð
til framleiðslu orkugjafa á borð við
bensín, dísilolíu og gasolíu. Vegna út-
breiddrar notkunar slíkra orkugjafa
við hvers kyns framleiðslu á vörum
og þjónustu í hinum vestræna heimi
er óhjákvæmilegt að verðlag á vörum
og þjónustu fari hækkandi þegar
hráolíuverð helst hátt til lengri tíma.
Fyrir Íslendinginn þýðir þetta
verðhækkun á innfluttum vörum og
vitanlega einnig innlendum vörum
vegna hækkandi hráefnis- og flutn-
ingskostnaðar. Það, auk beinna
áhrifa af hækkandi eldsneytisverði,
sem lýsir sér meðal annars í hækkun
á verði bensíndropans, hefur áhrif á
vísitölu neysluverðs og kemur til með
að ýta undir verðbólgu. Þá eru ótald-
ir þættir eins og hækkun á verði flug-
fargjalda til útlanda.
Áhersla flyst á aðra orkugjafa
Hátt, og að því er virðist enn
hækkandi, hráolíuverð hefur því víð-
tæk áhrif á kaupmátt landans og
þræðir þess liggja víða, bæði inn á
heimilin og í atvinnulífinu.
Hannes G. Sigurðsson, forstöðu-
maður hagdeildar Samtaka atvinnu-
lífsins, segir ljóst að hið háa verð á
hráolíu leiði til þess að afkoma fyr-
irtækja í þeim greinum sem reiða sig
mest á notkun þessa orkugjafa
versni til skamms tíma litið. Hann á
ekki von á að verðið komi til með að
lækka á næstunni. „Til lengri tíma
litið verða aðrir orkugjafar sam-
keppnisfærari og fjárfestingar
aukast í orkusparandi tækni. Þetta
veldur því að áherslan fer á aðra
orkugjafa.“
Hvað varðar þjóðarbúið í heild
sinni segir Hannes: „Þetta virkar
gagnvart þjóðarbúinu sem verri við-
skiptakjör. Í sjálfu sér veldur þetta
skerðingu á lífskjörum okkar.“
Þau fyrirtæki hér á landi sem hvað
mest reiða sig á afurðir hráolíu eru
sjávarútvegsfyrirtæki og flutninga-
fyrirtæki. Gera má því skóna að
flutningafyrirtækin eigi betra með
að velta olíuverðshækkunum út í
verðlag á þjónustu sinni þó svo að
vissulega megi reikna með sam-
drætti í eftirspurninni. Flutninga-
félög víða um heim hafa til dæmis
brugðist við með því að fækka ferð-
um og skipta út gömlum olíuhákum
fyrir nýrri orkusparandi flutninga-
tæki. Hugsanlegt er líka að þegar frá
líður verði meiri samþjöppun til að
mynda í fluginu.
Íþyngir útgerðinni mikið
Sjávarútvegsfyrirtækin í landinu
glíma við heimsmarkaðsverð á sjáv-
arafurðum sem erfitt er að hnika til
og olíuverðhækkanir hafa gríðarmik-
il áhrif á rekstur þeirra. Sveinn
Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur
LÍÚ, segir verð á gasolíutonni komið
yfir 800 dollara og olíukostnaður sé
næsthæsti kostnaðarliður útgerðar-
innar, fyrir utan laun. Sveinn segir
að meðalverð gasolíunnar árið 1997
hafi verið 171 dollari og því sé um
tæplega fimmföldun að ræða á ára-
tug.
„Þetta íþyngir útgerðinni mjög
mikið,“ segir Sveinn og býst við enn
frekari hækkun á gasolíuverði. „Að
vísu hefur verðlag á sjávarafurðum
verið hátt og eftirspurnin mikil og
það hefur hjálpað til. Einnig hefur
gengi dollars verið hagstætt þegar
kemur að kaupum á eldsneyti. En
sjávarútvegurinn hefur auk þess
sýnt gríðarlega aðlögunarhæfni á
síðustu árum sem þetta háa olíuverð
hefur verið við lýði,“ segir Sveinn.
Áhrif hækkandi olíuverðs
á þjóðarbúskapinn víðtæk
#$ % #$& '
(
) )*
!"#$#$ %$ &''#
* "
(
) )+,- "
!"#$#$ %$ &''#
* "
./01 )2 .341 ) ● SAMKVÆMT bráðabirgðatölum frá
Hagstofunni nam útflutningur frá Ís-
landi 18,7 milljörðum króna en inn-
flutningur 34,8 milljörðum, reiknað á
fob-virði. Vöruskiptin í desember
voru því óhagstæð um rúma 16 millj-
arða króna. Til samanburðar nam
vöruskiptahallinn í sama mánuði árið
2006 um 21 milljarði króna. Þá var
flutt út fyrir 20,1 milljarða króna en
inn fyrir nærri 41 milljarð króna. Þá
birti Hagstofan í gær tölur um vísitölu
framleiðsluverðs fyrir nóvember sl.
Hækkaði vísitalan um 1% milli mán-
aða og var 117 stig. Vísitalan fyrir
sjávarútveg hækkaði um 2,7% og
fyrir stóriðju um 2,3%. Vísitalan fyrir
matvæli hækkaði um 1% og fyrir ann-
an iðnað lækkaði vísitalan um 2,4%.
Vöruskiptahallinn 16
milljarðar í desember
ÞAU mistök urðu í Viðskiptablaði
Morgunblaðsins í gær að kort
þriggja úrvalsvísitölufélaga sáust
ekki að fullu með grein um þróunina
á hlutabréfamarkaðnum í íslensku
kauphöllinni árið 2007.
Um leið og beðist er velvirðingar á
mistökunum eru kortin hér endur-
birt. Um er að ræða FL Group, Eim-
skip og Össur. Eins og fram kom í
blaðinu lækkuðu bréf FL Group um
43% á árinu og markaðsvirði bréf-
anna lækkaði um 108 milljarða. Bréf
Eimskips hækkuðu um 7% á árinu
og markaðsvirðið jókst um rúma
fjóra milljarða. Bréf Össurar lækk-
uðu um tæp 13% og markaðsvirðið
fór niður um rúma sex milljarða.
Þrjú kort birtust ekki að fullu
5$'
*6
#
(!7 " 8!
59'
:
( ;
( <
( (
= )(
"* "'
#!#+
,-
(
( > ( +
!!"
8
)? ) 0
"$.# /$"&0 %1
)#..#2$ /$"&0 %1
-3# %1
4 /$"&0 %1
/'$ 5#'. %1
61
-7.0#18#9 :#'!
;<#'!#$ /$"&0 %1
=#&0>'9 )#'. %1
4#'!5#'. :#'! %1
$#&7&$?)&$@#$A B
5
%1
,C7 %1
D&$ %1
: 8
@ 0
%1
1<# %1
#'< $*#C
#'< E$"&7 E
-. )#'.
#9# /$"&0 %1
F$"C# )#'.
;<#'!< /$"&0 %1
#$ %1
G%$B %1
EH
,$C99'9#7@2@' %1
I''&2@' %1
0+ 0
A
J'&$C &7'&7 J"
6) /$#'! %1
6#70@B#' %1
B "
I@.0
!#9'
,5"@ K ". !#9
=#&0 ##
?
?
?
?
?
?
?
L L
L
L L
L L
L ?
?
?
?
L
L L
L
L
L
L ?
?
?
?
L B2!
@.0#
?
?
?
?
?
?
?
#9''9
@.
$@
ÞETTA HELST ...
● EKKI var margt til að gleðjast yfir í
kauphöll OMX á Íslandi á fyrsta við-
skiptadegi ársins. Úrvalsvísitala að-
allista lækkaði um 2,75% og aðeins
þrjú félög hækkuðu í verði í gær.
Mest hækkaði Atlantic Petroleum,
um 3,4% en Föroya banki lækkaði
um 6,6%.
Viðskipti í gær voru mikil, námu
30,6 milljörðum, og þar af var velta
með hlutabréf 14,3 milljarðar króna.
Dauf byrjun
● VÍSITALA neysluverðs mun hækka
um 0,05% í janúar og verður tólf
mánaða verðbólga þá 5,5% ef marka
má nýja spá greiningardeildar Kaup-
þings. Til samanburðar má nefna að
verðbólga í desember var 5,9%.
Í spánni er gert ráð fyrir að útsölur
muni vega upp á móti hækkunum á
matvæla- og olíuverði auk þess sem
gert er ráð fyrir að húsnæðisliður
muni hafa áhrif til hækkunar. Gert er
ráð fyrir að verðbólga muni hjaðna
hratt þegar líður á árið.
Spá 5,5% verðbólgu
● FILIPPSEYSKA orkufyrirtækið First
Gen sem bauð ásamt Geysi Green
Energy og Reykjavík Energy Invest í
hlut filippseyska ríkisins í jarðvarm-
arisanum PNOC-EDC hefur keypt
hlut íslensku fyrirtækjanna í Red
Vulcan, fyrirtækinu sem stofnað var
um tilboð aðilanna í PNOC-EDC. Í til-
kynningu frá First Gen til kauphall-
arinnar í Maníla segir að Spalmare
eigi til 27. febrúar kost á að kaupa
sig aftur inn í félagið.
Í frétt á vef filippseyska blaðsins
Manila Standard Today er haft eftir
Guðmundi Þóroddssyni, forstjóra
REI, að fyrirtækið muni þrátt fyrir
þetta halda áfram verkefnum sínum
á Filippseyjum.
REI og GGE selja hlut
sinn í Red Vulcan