Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Í dag kveðjum við Árna Schev-ing, einn helsta djasslista-mann þjóðarinnar. Árni var músíkalskur með afbrigðum, tón- heyrnin fullkomin og flest hljóð- færi léku í höndum hans. Víbra- fónninn var höfuðhljóðfæri hans og á það lék hann bestu sóló sín, en hann var jafnframt sleipur bassa- leikari og blés meira að segja í óbó í leikhúshljómsveit í Stokkhólmi er hann bjó ytra, en á KK-árunum lærði hann í fjögur ár óbóleik í Tónlistarskólanum í Reykjavík.    Fyrsta hljóðfæri Árna varblokkflauta í fjörutíu barna blokkflautusveit Laugarnesskóla. Fljótt eignaðist hann harmonikku og lærði einn vetur hjá Bjarna Böðvarssyni, þeim mikla foringja íslenskra hljómlistarmanna. Í Aust- urbæjarskólanum kynntist hann Jóni Páli Bjarnasyni og þeir stofn- uðu tríó ásamt Guðmundi Steins- syni trommara, sem var vinsælasta hljómsveitin á skólaböllum þess tíma. Eitt laugardagssíðdegi fengu þeir leyfi til að halda djammsessjón í sal skólans og buðu ýmsum snill- ingum til leiks og mættu ekki minni kallar en Gunnar Ormslev og Bjössi bassi. Það var mikil upp- hefð fyrir peyja í gaggó að leika með slíkum mönnum.    Á þessum árum voru hljóðfæridýr jafnt sem hljómplötur, sem afar erfitt var að nálgast. En þeir þremenningar lögðu í púkkið og eignuðust m.a. JATP-skífur og þá heyrði Árni Oscar Peterson- tríóið spila og hafði það mikil áhrif á hann. Víbrafónninn var vinsælt hljóðfæri í hljómsveitum á þessum árum, hjá Van Damme og Shearing að ógleymdum Goodman, þar sem Lionel Hampton var stjarnan. Árna langaði mikið í víbrafón og Jón Páll hvatti hann til dáða og eftir að hafa þrælað sumarlangt í bygging- arvinnu keypti Árni víbrafón og kenndi Svavar Gests honum und- irstöðuatriðin. Sem víbrafónleikari ræðst hann norður til Akureyrar með Hrafni Pálssyni og sest í tón- listarskólann þar við tónfræði- og píanónám. Um vorið hringir sjálfur KK í hann og sautján ára er hann kominn í vinsælustu hljómsveit landsins, KK-sextettinn, og leikur með KK þar til sextettinn hættir störfum.    Það var ekkert grín fyrir unganóharðnaðan pilt að leysa Gunnar Reyni af hólmi í hljómsveit sem hafði fimm hundruð lög á efn- isskránni. En Árni bjó yfir afburða tónlistarhæfileikum og leysti verk- ið með sóma. Eftir að KK- sextettinn hætti störfum stofnaði Árni eigin hljómsveitir; hann fór til Þýskalands og lék í þýskri hljóm- sveit ásamt Jóni Páli og Kristni Vilhelmssyni og seinna léku þeir þremenningar víða í Danmörku. Svo kom hann heim, lék á bassa með Ragnari Bjarnasyni og oft með þeim erlendu djassleikurum er hér léku á vegum Jazzklúbbs Reykjavíkur. Frægast er þegar hann hljóp í skarð Garys Peacocks bassaleikara í tríói Pauls Bleys í nóvember 1967. Gary hafði forfall- ast og Árni lék bæði á tónleikum og í útvarpi með tríóinu, sem þá var eitt þekktasta framúrstefnut- ríó djassins og tónlist þess gjörólík þeim djassi sem leikinn var á Ís- Árni Scheving AF LISTUM Vernharður Linnet KK-sextettinn árið 1958 Frá vinstri: Guðmundur Steingrímsson, Kristján Magnússon, Ellý Vilhjálms, Kristján Kristjánsson, Ólafur Gaukur, Ragnar Bjarnason, Árni Scheving og Jón Sigurðsson. SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Sími 564 0000Sími 462 3500 Sími 551 9000 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ* Viðskiptavinir, sem greiða með korti frá SPRON, fá 20% afslátt af miðaverði á myndina EITT STÓRFENGLEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA. JÓLAMYNDIN 2007. SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓI eee - V.J.V., TOPP5.IS Magnaður spennutryllir sem gerður er eftir hinum frábæru tölvuleikjum með Timothy Olyphant úr Die Hard 4.0 í fantaformi. VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG SÝND Í REGNBOGANUM - Kauptu bíómiðann á netinu - Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíó, Smárabíó og Regnboganum ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! The Nanny diaries kl. 8 -10 The Golden Compass kl. 8 - 10:10 B.i. 10 ára Alvin og íkornarnirm/ísl. tali kl. 6 Duggholufólkið kl. 6 B.i. 7 ára The Nanny Diaries kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 The Golden Compass kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i.10 ára The Golden Compass kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Alvin og íkornarnir m/ísl. tali kl. 4 - 6 Alvin and the C.. m/ensku tali kl. 8 - 10 Duggholufólkið kl. 4 - 6 B.i. 7 ára Hitman kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára I´m not there ath. ótextuð kl. 6 - 9 The Golden Compass kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 10 ára We own the night kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára Run fat boy run kl. 8 - 10:10 Dan in real life kl. 5:45 SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Bobby Green snéri baki við fjölskyldu sinni, en þarf nú að leggja allt undir til að bjarga henni undan mafíunni. Dagbók fóstrunnar SÝND Í REGNBOGANUM FRUMSÝNING Stórskemmtileg gamanmynd með Scarlett Johansson í aðalhlutverki sem fóstra hjá ríka liðinu í New York og lífið á toppnum því ekki er allt sem sýnist! eee FLAUELSMJÚK OG ÞÆGILEG - DÓRI DNA. D.V. ÁST. SKULDBINDING. ÁBYRGÐ. HANN HLEYPUR FRÁ ÖLLU!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.