Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 12
Reuters Ódýr Ætli þessir miðlarar í New York séu að ræða hlutabréfaverð? VERÐ á hlutabréfum í heiminum hefur ekki verið lægra í ríflega þrjá áratugi miðað við Fed- líkanið svokallaða sem ber ávöxt- un hlutabréfa saman við ávöxtun bandarískra ríkisskuldabréfa til 10 ára. Frá þessu greinir Bloom- berg. Líkanið dregur nafn sitt af því að bandaríski seðlabankinn, sem í daglegu tali er nefndur Fed, notar það til þess að meta aðstæður á hlutabréfamarkaði hverju sinni. Margir hafa gagnrýnt líkanið, segja það gefa of einfaldaða mynd af aðstæðum og þar af leið- andi sé það barnalegt. Gagnrýn- endur þess komast þó ekki hjá því að viðurkenna að það sagði fyrir um að tæknibólan væri að springa um síðustu aldamót og högnuðust margir vel sem tóku mark á því. Samkvæmt útreikningum Bloomberg – þar sem notast er við Fed-líkanið – er hlutabréfa- verð nú, í upphafi árs 2008, mjög lágt í sögulegu samhengi. Í raun hefur það ekki verið lægra síðan 1974. Hlutabréfaverð lágt í sögulegu samhengi 12 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HEILDARAFLI skipa Þorbjarnar hf. á árinu 2007 var rúmlega 26 þús. tonn, að verðmæti 3,6 milljarðar. Það er meiri afli en árið áður, en verðmætin dragast örlítið saman. Við skerðingu á aflaheimildum í þorski s.l. haust um 30% voru gerðar miklar breytingar á útgerðar- mynstri skipa félagsins. Verulega var dregið úr sókn í þorsk en þess í stað sóknin aukin í ýsu og aðrar teg- undir. Þegar borin er saman veiði frá september til desember áranna 2006 og 2007 kemur í ljós að þorskafli hjá vinnsluskipunum dróst saman um 32,2% eða úr 1.269 tonnum í 861 tonn. Veiði á ýsu jókst hjá vinnslu- skipunum um 388,7 % eða úr 203 tonnum í 992 tonn. Sambærilegar tölur fyrir línuskipin eru að þorskafli dróst saman um 29,6 % eða úr 2.863 tonnum í 2.016 tonn en ýsuafli tvö- faldaðist eða úr 764 tonnum í 1.521 tonn. Vinnsluskipið Gnúpur var með mestan afla og aflaverðmæti á árinu, 6.040 tonn að verðmæti 844 milljónir króna. Sturla var með mest af línu- bátunum, 2.543 tonn og 343,6 millj- ónir króna. Meira af ýsu, minna af þorski KRISTINA Lógos hefur verið seld í brotajárn til Danmerkur og verður henni siglt utan nú í byrjun janúar. Kaupandinn er Fornes A/s sem kaupir skip til niðurrifs. Að auki hafa farið eða eru að fara í brota- járn skipin Hegranes SK, Páll á Bakka ÍS, Geysir RE, Jón Stein- grímsson RE, og líklega Siggi Þor- steins ÍS. Með hinum mikla nið- urskurði á þorskkvótanum hlýtur skipunum að fækka um sinn, enda eru mörg þeirra orðin gömul og lú- in. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Selt í brotajárn FISKISTOFA hefur úthlutað 3.064 tonna (miðað við slægt) aflaheimild- um í þorski í norsku lögsögunni á árinu 2008 til skipa á grundvelli afla- hlutdeildar þeirra. Sömuleiðis hefur Fiskistofa úthlutað 2.003 tonna afla- heimildum í þorski í rússneskri lög- sögu. Þar er á þriðja tug skipa, sem fær úthlutað, en í hlut flestra þeirra kemur það lítið að engan veginn borgar sig að nýta heimildirnar. Þess vegna hefur þróunin verið sú að heimildirnar hafa verið millifærðar á tiltölulega fá skip, sem sjá þá alfarið um veiðarnar. Á síðasta ári náðu ís- lenzku skipin að fullnýta heimildir sínar í þorski í Barentshafinu en ekki í svokölluðum aukategundum. Kvóti Íslendinga er tilkominn vegna veiða þeirra á alþjóðlegu en um- deildu hafsvæði í Smugunni svoköll- uðu í Barentshafi undir lok síðustu aldar. Það eru þrjú skip, sem hafa lang- mestar veiðiheimildir í Barentshaf- inu miðað við fyrstu úthlutun. Það eru Guðmundur í Nesi RE, sem er samtals með 833 tonn, Venus HF með 682 og Sigurbjörg ÓF með 575 tonn. Þessar heimildir duga fyrir einum túr á skip eða um það bil, en gera má ráð fyrir að meiri heimildir verði færðar yfir á þau. Minni kolmunnakvóti Þá hefur verið úthlutað heimildum í kolmunna fyrir þetta ár, sem nú er að hefjast. Heildarkvótinn var færð- ur nokkuð niður með samkomulagi þeirra þjóða, sem veiðarnar stunda og því kemur minna í okkar hlut en í fyrra. Hlutur Íslendinga fyrir árið er 203.000 tonn, en að auki flytjast yfir frá árinu 2007 tæplega 29.000 tonn. Með þeim tilfærslum er Börkur NK með mestar heimildir, 34.000 tonn. Næst kemur Margrét EA með 32.300 tonn, þá Jón Kjartansson SU með 25.500 tonn og loks Aðalsteinn Jónsson SU með 19.200 tonn. Alls fær 21 skip úthlutað kvóta. Börkur NK með mest af kolmunna Guðmundur í Nesi RE með mest af þorskinum í Barentshafinu ÚR VERINU KRISTJÁN Einar Kristjánsson, Íslandsmeistari í gokarti, mun um næstu helgi keppa í fyrsta sinn í kapp- akstri á alþjóðavettvangi. Þá tekur hann þátt í móti á Nýja-Sjálandi, en hann hefur að undanförnu verið við æfingar hjá breska meistaraliðinu Calin Motorsport- .Kristján, sem verður 19 ára á þriðjudaginn, hefur síð- ustu daga æft á brautinni á Nýja-Sjálandi þar sem hann býr sig undir keppni í Toyota Racing Series Int- ernational Trophy, eða TRS-mótaröðinni, en hún stendur frá fimmta janúar fram til tuttugasta janúar. Í fyrrinótt bætti hann tíma sinn í Ruapuna-brautinni um tvær sekúndur frá nóttinni áður og árangur hans lofar góðu fyrir keppnina þar um helgina. Besti tími hans var 1.23,3 og var Kristján Einar þokkalega sáttur með hann. „Þetta þykir ágætistími í þessari braut, en ég á samt rúmar tvær sekúndur í bestu menn – og þeir eru nokkuð margir í hópnum! Þetta er öflugur hópur sem keppir hér og má nefna að hér eru til dæmis margfaldir meistarar úr A1GP og Champ Car, eins og Matt Halli- day og Daniel Gaunt. Brautarmetið frá árinu 2005, sem talið var að myndi standa óhaggað, féll strax á fyrstu æfingu í gær,“ sagði Kristján Einar eftir æfingarnar. Hefur æft vel í haust Kristján hefur æft vel hjá Carlin Motorsport-liðinu í haust. Þangað fór hann upphaflega til að keppa í BMW- formúlunni, en hún er oft kölluð byrjunarformúla. Hann þótti hins vegar standa sig það vel á æfingum að hann fékk mun öflugri bíla og mótin á næstunni eru lokaundirbúningur hans fyrir evrópska keppn- istímabilið, en ekki er endanlega ljóst á hvernig bílum hann mun keppa þar. Bíllinn sem hann keppir á um helgina er 480 kíló og er með 200 hestafla vél. Nokkuð hefur verið ritað um þátttöku hans í mótinu enda ekki á hverjum degi sem íslenskur ökumaður keppir í mótum sem þessum auk þess sem þetta er í fyrsta sinn sem Carlin Motorsport sendir mann í TRS- mótaröðina. Bíllinn Kristján Einar Kristjánsson við Toyota-bílinn sem hann keppir á á Nýja-Sjálandi um helgina. Ungur Íslendingur í kappakstri á Nýja-Sjálandi ● BJÖRN Ingi Knútsson, flugvallarstjóri á Keflavík- urflugvelli, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Salt- kaupa hf. í Hafnarfirði. Sagði Björn Ingi starfi sínu á Vell- inum lausu en um áramótin urðu þær breytingar að starfsemi Keflavíkurflugvallar og þjónusta í Leifsstöð rann saman í eitt opinbert félag undir samgönguráðuneytinu. Björn Ingi hefur verið flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli frá árinu 1999. Áður var hann framkvæmdastjóri hjá Sof- riana Unilines í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og þar áður hjá Samskip og Skipadeild Sambandsins. Saltkaup eru með umsvifamestu fyrirtækjum landsins í viðskiptum með salt til framleiðslu sjávarafurða og íseyðingar á götum. Björn Ingi af Keflavíkurvelli til Saltkaupa Björn Ingi Knútsson VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF KÍNVERSKIR og arabískir fjár- festar hafa verið duglegir við að kaupa sig inn í bandaríska stór- banka að undanförnu og nýta sér þar með þá ólgu sem ríkt hefur á fjármálamarkaði heimsins. Þannig fjárfesti China Investment Corpora- tion fyrir 5 milljarða í Morgan Stanley og yfirvöld í Abu Dhabi keyptu breytanlegt skuldabréf af Citigroup fyrir 7,5 milljarða í nóv- ember. Nú hefur olíufurstadæmið Kúveit bæst í hóp þeirra sem vilja eignast hlut í bandarískum stórbanka. Að sögn Financial Times vill KIA, fjár- festingarstofnun hins opinbera í Kúveit, gjarnan kaupa sig inn í banka vestanhafs en sjóðurinn hefur yfir að ráða um 213 milljörðum dala, jafngildi um 13.300 milljarða króna. Blaðið hefur eftir Badr Al-Sa’ad að ekki sé ósennilegt að hlutabréfa- markaðurinn sé að nálgast lágmark- ið. „Við getum ekki séð verð lækka mikið meira,“ segir hann. Vilja kaupa í Bandaríkjunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.