Morgunblaðið - 04.01.2008, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.01.2008, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is 14.500 KAUPSAMNINGUM var þinglýst árið 2007 og námu heild- arviðskipti með fasteignir um 360 milljörðum króna, að því er fram kemur á vef Fasteignamats rík- isins. Þetta er sögð mesta velta á fasteignamarkaðnum á einu ári. Meðalupphæð kaupsamninga var um 25 milljónir króna. Árið 2006 var veltan 269 millj- arðar króna, fjöldi kaupsamninga rúmlega 11.700 og meðalupphæð á hvern kaupsamning um 23 millj- ónir króna. Heildarvelta fast- eignaviðskipta hefur samkvæmt þessu aukist um 30% milli ára og fjöldi kaupsamninga aukist um rúmlega 20%. Þróunin í lok árs var hins vegar nokkuð ólík þeirri mynd sem þess- ar heildartölur gefa. Viðsnúningur í lok árs Tölur sem birtar eru á vef Fast- eignamatsins sýna einnig að í samanburði við sama tímabil á árinu 2006 hófst viðsnúningur í nóvembermánuði síðastliðnum, í virkni á fasteignamarkaði á höf- uðborgarsvæðinu. Kaupsamningar voru 690 í nóvember síðastliðnum en 592 í nóvember 2006. Þeim fór heldur fækkandi í síðustu viku mánaðarins og hélt sú þróun áfram í desember. Svo fór að kaupsamningar urðu um það bil 13,3% færri í desember 2007 en 2006. Þeim fækkaði úr 610 í 529 milli þessara tveggja desem- bermánaða. 2006 afbrigðilegt ár? Ýmislegt bendir til þess að 2006 sé þrátt fyrir allt ekki heppilegt viðmiðunarár þegar fast- eignamarkaðurinn er annars veg- ar, enda sker það sig nokkuð úr í þróun síðustu ára. Í töflu sem Fasteignamatið birtir á vef sínum kemur fram að fjöldi þinglýstra kaupsamninga á landinu var minni á árunum eftir 1990, en fór að aukast hraðar um og eftir 1997. Meðalfjöldi kaupsamninga á ár- unum 1997-2007 er rétt tæplega 11.700. 2006 virðist því vera við meðaltal þess tímabils. Hins vegar var fjöldi kaupsamninga töluvert yfir meðallagi 2004 (14.359) og 2005, sem var metár (15.836), auk þess sem 14.500 kaupsamningum var þinglýst 2007. Vaknar sú spurning hvort samanburður við önnur ár en 2006 geti gefið raun- sannari mynd af framhaldinu. Hæfir 2006 til samanburðar? Samdráttur m.v. sama tímabil á síðasta ári                 !" !                         EFTIR áramótin má víða sjá papparusl á götum úti. Þessar stúlkur léku sér að stóreflis pappakassa í vik- unni. Þessa dagana er unnið að því að fjarlægja flug- eldaleifar en nú styttist í að jólatrén bætist í safnið. Morgunblaðið/Valdís Thor Að leik með leifar áramótanna TÆPLEGA 7.200 manns leituðu til Læknavaktarinnar í Smáralind í Kópavogi í nýliðnum desember og hafa aldrei fleiri sótt þangað í einum mánuði, en fyrra metið var um 6.500 manns, að sögn Atla Árnasonar, læknis og formanns stjórnar Læknavaktarinnar. Auk þess fóru læknar Læknavaktarinnar í um 850 vitjanir í mánuðinum. Læknavaktin er heilsugæslu- þjónusta utan dagvinnutíma. Atli Árnason segir að helsta skýringin á þessum fjölda fólks þar í desember sé mikill fjöldi frídaga í desember að þessu sinni. Heilsugæslur séu lokaðar um helgar og á hátíðisdög- um en þá sé Læknavaktin opin sem og eftir klukkan fimm á virkum dögum. Þá gangi ýmsar pestir. Um 62.000 skjólstæðingar nutu þjónustu Læknavaktarinnar á ný- liðnu ári. „Þetta er langstærsta ein- staka móttakan á höfuðborgar- svæðinu og við erum bara með opið utan dagvinnutíma,“ segir Atli. Læknar á höfuðborgarsvæðinu sjá um þjónustuna á Læknavaktinni og hjúkrunarfræðingar sinna síma- ráðgjöf. Á níunda tug lækna starfar á Læknastöðinni. Met slegið á Lækna- vaktinni Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is STJÓRNVÖLD á Sri Lanka til- kynntu formlega í gær að þau hefðu sagt upp vopnahléssam- komulaginu frá 2002. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráð- herra segir að í kjölfarið verði ís- lensk og norsk stjórnvöld að skoða með hvaða hætti staðið verði að framhaldinu en ljóst sé að eftirlit- inu sé sjálfhætt. Norðmenn og Íslendingar hafa starfrækt samnorrænu eftirlits- sveitirnar, SLMM, frá 2002, en Finnar, Danir og Svíar hættu þátt- töku að kröfu tígranna 2006. Samkvæmt til- kynningu stjórnvalda Sri Lanka er sam- komulaginu rift frá og með 16. janúar nk. Ingi- björg Sólrún segir að ekki sé alveg víst með þá dagsetningu vegna þess að Norðmenn hafi verið í viðræðum við stjórnvöld á Sri Lanka um dag- setningar. Ekki sé aðeins um brott- flutning Íslendinga og Norðmanna að ræða heldur beri einnig að hafa í huga að um 50 heimamenn starfi fyrir eftirlitssveitirnar og öryggis- ástand gagnvart því fólki geti orðið töluvert ótryggt. Íslendingar og Norðmenn beri ákveðna siðferði- lega ábyrgð gagnvart þessu fólki og skoða þurfi með hvaða hætti hægt sé að aðstoða það, en til þess þurfi hugsanlega meira en 14 daga. Utanríkisráðherra segir að ákveðin skylda hvíli á stjórnvöldum Sri Lanka um að tryggja öryggi ís- lensku og norsku eftirlitsmann- anna og ekki sé ástæða til þess að ætla, að þessar friðargæslusveitir verði skotmark deiluaðila, ef átök brjótist út. Hins vegar sé ljóst að ofbeldisverkum stríðandi fylkinga, stjórnarhersins og Tamíl-tígranna, hafi fjölgað og ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að átök og ofbeldi aukist enn frekar í landinu. Menn láti sér ekki nægja hernaðarleg skotmörk heldur fari að beina sjón- um sínum að borgaralegum skot- mörkum. Níu Íslendingar starfa á vegum SLMM á Sri Lanka. Auk þess eru þar þrír Íslendingar á vegum Þró- unarsamvinnustofnunar Íslands og segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að framhald verka þeirra verði metið í ljósi breyttra aðstæðna. Stjórnvöld á Sri Lanka sögðu í gær upp vopnahléssamkomulaginu frá 2002 Eftirlitsstarfi Íslendinga á Sri Lanka er sjálfhætt Ingibjörg Sólrún Gísladóttir KARLMAÐUR fannst látinn í íbúð sinni í Asparfelli á miðvikudagskvöld og er talið að hann hafi verið látinn dögum saman án þess að nokkur hafi vitjað hans. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið til skoðunar og segir að síðast hafi verið vit- að um manninn á lífi á Þorláksmessu þeg- ar vandamenn heimsóttu hann og færðu honum mat og jólagjafir. Nágrönnum hans þótti undarlegt, þegar fram liðu stundir, að ekki sæist til hans og ákváðu að kalla á lögregluna sem fór inn til hans og fann hann látinn. Maðurinn er fæddur árið 1945 og segir lögreglan að andlát hans hafi ekki borið að með refsiverðum hætti. Aðeins örfáir dagar eru síðan roskin kona fannst látin heima hjá sér en hennar hafði þá ekki verið vitjað dögum saman. Fannst látinn heima hjá sér LEIKSKÓLAGJÖLD í Hafnarfirði hækk- uðu um 3,5% um áramótin. Ellý Elíasdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og formaður fræðsluráðs, segir að leikskólagjöldin hafi ekki hækkað í tvö ár. Hækkunin nú sé í takt við verð- lagshækkanir og það sem sé að gerast í nágrenni við Hafnarfjörð. Eftir hækkunina er almennt gjald 2.117 kr. fyrir hverja klukkustund. Leikskólagjöld hækka um 3,5% Morgunblaðið/Ómar ALLT fóður hjá Fóðurblöndunni hækkar um 5-7% á morgun. Hækkunin er til komin vegna mikilla hækkana á innfluttum hráefnum til fóð- urgerðar, samkvæmt frétt á vef Lands- sambands kúabænda. Þar kemur einnig fram að búast megi við að fljótlega verði nauðsynlegt að hækka aftur. Heimsmark- aðsverð á korni hafi hækkað og útlit sé fyrir áframhaldandi hækkanir. Jafnframt segir að hámarks smásölulyf flestra dýra- lyfja hafi hækkað um 3-4% síðan í maí og allt upp í 19%. Fóður hækkar um 5-7% TÍU hjóla vöruflutningabíll með tengi- vagni valt í snarpri vindhviðu undir Hafn- arfjalli um klukkan hálfníu í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var bíl- stjórinn einn í bílnum og sakaði ekki. Reynt verður að reisa bílinn við í dag en hann liggur utan vegar. Valt í snarpri vindhviðu LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu leit- ar fágætra bóka sem stolið var úr einka- safni í Reykjavík á síðari hluta ársins 2006 og fyrrihluta síðasta árs. Frá þessu er sagt á lögregluvefnum og eru þeir sem ein- hverjar upplýsingar geta gefið um málið beðnir um að hafa samband í síma 444- 1000. Fram kemur að gömlum Íslandskortum var stolið úr sama safni og að þeirra sé einnig leitað. Um er að ræða m.a. ýmis ferða- og landafræðirit eftir bæði íslenska og erlenda höfunda sem og útgáfur forn- rita og eru birtir listar yfir bækurnar sem saknað er. Lögreglan leitar fágætra bóka

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.