Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 21 UMRÆÐAN ÓSJALDAN verður okkur starfs- mönnum á ,,gólfinu“ í heilbrigð- isgeiranum orðfall yfir tilskipunum að ofan. Slíkt gerðist hjá undirrit- uðum í tvígang í desember á ný- liðnu ári og er það til- urð þessarar greinar. 11. desember 2007 barst undirrituðum dreifibréf landlæknis, sem sent var á fram- kvæmdastjóra og yf- irlækna heilsugæslu- stöðva um landið, þar sem vitnað er í ný lög um landlækni númer 41 frá 2007. Þar er rætt um slysaskrá Ís- lands sem miðlægan gagnabanka, hvar leit- ast verður við að sam- ræma skráningu slysa, en að áliti þeirra sem semja þessi lög þá séu þau forsenda þess að draga megi úr slysum í framtíðinni eða koma í veg fyrir þau eins og segir í umræddu bréfi landlæknis. Undirritaður er sammála því að forsenda framfara í slysavörnum sé m.a. sú að slys séu skráð á þann hátt að síðar meir séu upplýsingar um þau aðgengilegar. Ár hvert eru tæplega 1.000 slysa- deildarkomur skráðar á Sjúkrahús- inu á Ísafirði en einnig er talsvert um að einstaklingar sem hafa slas- ast við leik eða störf leiti beint á Heilsu- gæsluna þannig að gera má ráð fyrir að slys sem þá ætti að skrá samkvæmt til- mælum landlæknis gætu verið um 1.200 á ári á Sjúkrahúsinu og Heilsugæslustöðinni á Ísafirði. Til glöggv- unar er rétt að geta þess að öll slys eru skráð undir nafni við- komandi einstaklings en ekki í svo kallaðan miðlægan gagnagrunn þannig að hin nýja slysaskráning er viðbót við umönnun hvers slasaðs ein- staklings. Gera má ráð fyrir að skráning í þetta nýja kerfi taki a.m.k. 8 mínútur fyrir hvert slys (sumir segja 15 mín.) og því er um að ræða aukningu á vinnu, sem nemur 9.600 mínútum á árs grund- velli eða 160 vinnustundir. Það þýð- ir að þessi nýja tilskipun eykur vinnuframlag Heilsugæslu og Sjúkrahúss á Ísafirði um 1 mann í mánuð á ári. Undirrituðum er það stórlega til efs að fulltrúar löggjafarsamkund- unnar er samþykkja lög sem þessi geri sér yfir höfuð grein fyrir hvað ýmsar samþykktir þeirra hafi í för með sér. Í nýjum fjárlögum er ekki að sjá merki þess að tekið hafi ver- ið tillit þess kostnaðarauka, sem lög þessi hafa í för með sér. Hitt atriðið sem er tilefni þessara skrifa er svo ný reglugerð heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- isins sem tók gildi 1. janúar 2008. Megin inntak þessarar reglugerðar er það að komur einstaklinga að 18 ára aldri til heilsugæslu, slysadeilda og göngudeilda sjúkrahúsa eru þeim án kostnaðar. Til að mæta tekjuskerðingu eru gjöld einstaklinga eldri en 18 ára og ellilífeyrisþega hins vegar hækkuð. Fullyrða má að þessi breyting á hlutdeild sjúkratryggðra í kostnað vegna heilbrigðisþjónustu mun stórauka álag á starfsfólk heilsu- gæslustöðva og án efa seinka því að veikir einstaklingar fái tíma á heilsugæslustöðvum. Undanfarin ár hefur verið hávær umræða um hversu erfitt sé að fá tíma á heilsu- gæslustöðvum a.m.k. á suðvest- urhorninu og má vænta þess að hin nýja reglugerð geri ástandið verra fremur en að bæta það. Tíminn á eftir að leiða í ljós hvort reglugerð þessi komi til með að skerða sér- tekjur heilsugæslustöðva eða heil- brigðisstofnana, en allar líkur eru á að svo verði. Nær hefði verið að lækka upphæð þá sem veitir ein- staklingum rétt til svo kallaðs af- sláttarkorts heldur en að fara út í endurgjaldslausa þjónustu. Oft má ætla að hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri gjörir. Blómstrandi bákn Þorsteinn Jóhannesson fjallar um tilskipanir að ofan » Slysaskráning í mið-lægan gagnagrunn og ný reglugerð heil- brigðis- og trygginga- málaráðuneytisins. Þorsteinn Jóhannesson Höfundur er skurðlæknir og starfar sem lækningaforstjóri á Ísafirði. ÁRANGUR Kyoto-samkomu- lagsins er sorglega lítill, ef nokk- ur. Stjórnmálamenn hafa litlum sem engum árangri náð eftir þrotlausar ráðstefnur vítt og breitt um heiminn. Það verður að leita nýrra leiða. Í flestum aðild- arlöndum Kyoto mun losun gróðurhúsa- lofttegunda á lokaári samningsins 2012 verða meiri en á við- miðunarári hans, 1990. Þetta á t.d. við um Evrópusam- bandið, ESB, þrátt fyrir fögur fyrirheit. Þriðji heimurinn var undanskilinn í Kyoto, og sú ákvörðun fól í sér hvata til fjárfest- inga, þar sem mengunarvarnir eru minnstar, enda er nú stutt í, að fjölmennasta ríki heims, Kína, verði mesti mengunarvaldur and- rúmsloftsins, og Indónesía og Brasilía verði í 3. og 4. sæti. Viðhorf hérlendis Þrátt fyrir það, að í ESB sé koltvíildislosun álvera ekki talin með, hefur umhverfisráðuneytið hérlendis slengt losunarkvóta koltvíildisígilda á íslenzkan áliðn- að að eigin geðþótta. Þessi gjörn- ingur mun aðeins leiða til auk- innar mengunar á heimsvísu, vegna þess að íslenzk álfram- leiðsla hefur í för með sér minnsta mengun. Engin starfsemi hérlendis hefur náð viðlíka ár- angri í mengunarvörnum og ál- iðnaðurinn. Þrátt fyrir þreföldun álframleiðslu á Íslandi á tíma- bilinu 1990-2005, minnkaði losun gróðurhúsalofttegunda frá áliðn- aðinum um 22%. Skýringanna er að leita í tækniþróun ISAL í Straumsvík, sem var eina álverið hérlendis 1990, en losun sterkra gróðurhúsalofttegunda, svo nefndra flúrkolefnissambanda, er 95% lægri hjá ISAL en að jafnaði við álframleiðslu samkvæmt upp- lýsingum alþjóðlegu áliðn- aðarsamtakanna (IAI). Ef önnur álver á Íslandi ná viðlíka árangri á árinu 2008 varðandi losun gróð- urhúsalofttegunda, sparar það andrúmsloftinu 30 milljónir tonna koltvíildis, eða um sexfalda heild- arlosun Íslands m.v. meðaltal ál- vera erlendis. Ljóst er, að hér er þörf á bættum vinnubrögðum yf- irvalda. Raflínur í jörðu Sumir stjórnmálamenn hér- lendir virðast ekki einvörðungu hafa horn í síðu áliðnaðarins, heldur einnig í síðu orkuiðnaðar- ins. Nýjasta uppátækið er bar- áttan við loftlín- urnar. Þá er ekki fremur en endranær spurt um umhverfis- legar afleiðingar val- kosta. Það mundi losna mikið magn koltvíildis við bruna þess eldsneytis, sem þarf til að grafa nauðsynlega skurði, krækja fyrir mýrar, sprengja klappir og flytja sand og annað í skurðina, leggja strengina og moka ofan í. Ekkert smáræði af gróð- urhúsalofttegundum mundi losna úr læðingi við jarðvegsrof og eft- ir stæði ör í landinu. Jarð- strengir eru einangraðir með plastefnum, unnum úr olíu. Mun meira hráefni og orka, og sumt óendurnýjanlegt, fer til jarð- strengjagerðar en loftlínugerðar. Sem betur fer endurspeglast þessi munur í verðmun jarð- strengja og loftlína. Lausnin felst hér í spennuhækkun flutn- ings- og dreifimannvirkja, sem eykur flutningsgetu og stuðlar þar með að fækkun þeirra. Hér er bezta umhverfisverndin fólgin í að láta arðsemina ráða, að teknu tilliti til afhendingarör- yggis orku. Önnur sjónarmið hafa hæglega sóun í för með sér. Balí Þrettánda loftslagsþing 190 aðildarríkja Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um lofts- lagsbreytingar hófst á Balí í Indónesíu í desember 2007, en ferlinu á að ljúka með bindandi samkomulagi um samdrátt í los- un gróðurhúsalofttegunda árið 2009. Þar kom m.a. fram, að „þróuðu“ ríkin þyrftu að hafa dregið úr losun um 40% árið 2020 miðað við losun sína árið 1990, ef takast á að stöðva meinta hlýnun jarðar af manna völdum. Að þessu sinni tókst að ná „öllum“ með í væntanlegan rammasamning, en það verður hins vegar þrautin þyngri að deila byrðunum á milli ríkra of fátækra. Mikilvæg var samþykkt um að reikna nú með áhrifum af völdum skógareyðingar og land- eyðingar, en talið er, að 20% gróðurhúsalofttegunda verði til af þessum sökum á heimsvísu. Stjórnmálamenn, hallir undir miðstýringu, telja bezta ráðið í baráttunni við hlýnun jarðar vera að draga úr umsvifum mannsins og neyzlu. Þetta er slæmt veganesti. Nú á viðfangs- efni stjórnmálamanna hins vegar að vera að semja reglur um los- unartakmarkanir, sem fela í sér hvata fyrir athafnalífið til að standa sig sem bezt í meng- unarvörnum. Þessir hvatar þurfa einnig að ná til samgöngu- tækjanna, en losun þeirra á landi innan ESB jókst um þriðjung tímabilið 1990-2007 og nemur nú 27% losunar ESB. Á Íslandi er innleiðing rafmagnsbíla nauðsyn- leg af hollustuástæðum í þéttbýli og til að draga úr gjaldeyris- notkun við eldsneytiskaup auk baráttunnar við hlýnun jarðar. Aðferðafræðin Til að ná árangri í baráttunni við hlýnun jarðar verða stjórn- völd hvarvetna að taka höndum saman við atvinnulífið með reglum, sem hvetja til innleið- ingar framleiðsluaðferða, sem leiða til lágmarks mengunar. Miða skal við bezta þekkta ár- angur á hverju sviði, og kröf- urnar smám saman auknar þar til fræðilegri beztun er náð. Þar til fyrirtæki ná þessu marki, þurfa þau að kaupa sér koltvíil- diskvóta, t.d. af skógarbændum. Að skerða samkeppnihæfni allra, án tillits til árangurs þeirra, með spennitreyju losunarkvóta, eins og umhverfisráðherra hefur nú skellt á íslenzkan áliðnað, er að hjakka í gömlu fari öfugsnúinnar umhverfisverndar. Öfugsnúin umhverfisvernd Bjarni Jónsson skrifar um mengun andrúmslofts » Oft leiða aðgerðirhins opinbera í nafni umhverfisverndar til þveröfugrar nið- urstöðu. Stjórnmála- menn verða að vinna með athafnalífinu, en ekki á móti. Bjarni Jónsson Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og starfar í áliðnaði. NÚ hafa verið boðaðar umbætur í skólamálum og virðist tilefni nokkurt. Vönduð umbótastefna ætti að auð- velda gæða- og þróunarstörf í skólum og má ætla að það eitt að skilja á milli mann- legra gilda annars veg- ar og tæknilegra möguleika hins vegar geti auðveldað ákvarð- anir og aðgerðir til um- bóta í uppeldis- og skólamálum. Sígildan vísdóm og speki um eðli og þarfir okkar manna sækjum við allt til elstu sagna og verður helst séð að svo lengi sem sagnir herma hafi manneðlið verið samt við sig. Má því ætla að miklu skipti um farsæld okkar og hamingju að gæta þess að iðja okkar og at- hafnir taki ávallt sem best mið af mannlegu eðli og þörfum. Er þetta einkum mik- ilvægt á uppvaxtar- og þroskaárunum, þar sem ásköpuð mannleg fyrirheit þróast og mótast til atgervis og athafna allt eftir þeirri umhyggju og atlæti er við njótum. Farvegir mannlegs eðlis taka á sig ólíkar myndir; stílbrigði athafna mót- ast og erfast í hefðbundin menning- arkerfi á ólíkum tímum og stöðum – tölum við þá gjarnan um menning- arskeið og menningarsvæði. Síðan kemur til það eðli framþróunar og tækni, sem á hverjum tíma gefur okk- ur betri möguleika en áður á sam- skiptum milli menningarsvæða og á rannsóknum fyrri skeiða. Við eigum því ávallt betri möguleika en nokkru sinni fyrr á því að fegra og göfga mannlíf allt, en festum ekki alltaf sjón- ar á innstu verðmætum. Meðal helstu einkenna hamlandi skammsýni eru á hverjum tíma átök og flokkadrættir hagsmunahópa og síngirni einstaklinga. Verald- arhyggjan og eignarrétturinn blinda þá sýn – yfirráð og völd eru eftirsótt- ust lífsmarkmið og uppeldi og skóla- starf miðar að því að í framtíðinni megi auka þjóðarframleiðsluna, efla samkeppnishæfni atvinnuveganna og vinna nýja markaði. Má þá jafnvel segja að þar víki manngildið fyrir auðgildi og markaðs- hyggju. Hvað umbætur varðar, þá tel ég að greina þurfi á milli mannlegra þátta og tæknilegra atriða. Skólaþróun get- ur annars vegar haft að leiðarljósi það, sem best er vitað um eðli manna og þarfir,– eða snúist um tæknileg mál- efni, skipulagsmál og starfs- mannahald. Hætt er við að tækni- miðuð þróun verði of sjálfhverf og svokölluð kennslufræði geti snúist um það öðru fremur að kennarar nái færni í framsetningu tiltekins náms- efnis með aðstoð flókinnar tækni og búnaðar. Slík þróunarvinna leiðir gjarnan til firringar og jafnvel óör- yggis, sem þá leiðir af sér ný og krefj- andi viðfangsefni er snúa að líðan, samskiptum og samstarfi á vinnustað. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að verklag og skipan mála séu í sífelldri endurskoðun en slík endurskoðun og þróunarvinna má aldrei verða að sjálf- stæðu viðfangsefni skólastarfs á kostnað fræðslu, uppeldis og mann- ræktar. Þvert á móti á öll tækniþróun og breytingar á skipulagi og starfs- háttum að hafa það eitt að leiðarljósi að skólarnir geti æ betur hagnýtt sér sálfræðilega og uppeldisfræðilega þekkingu til árangursríkari mann- ræktar í sem bestu samræmi við mannlegt eðli og þarfir. Enn betri skóla getum við þá aðeins eignast að við töpum aldrei sjónum á mannlegum gildum og verðmætum. Skólar og uppeldisstofnanir þurfa að leggja sérstaka alúð við mannrækt og sammannleg gildi, leggja meg- ináherslu á fræðslu um líffræðilegar forsendur og sérkenni sem og sál- fræðilegar og félagslegar hliðar mannlegs lífs. Umgjörðin eða aðstæð- urnar í tíma og rúmi ákvarða afmörk- un viðfangsefna hverju sinni, handbragð og framvindu og síðan sést árangurinn í persónu- legri útfærslu hvers og eins nemanda svo sem atgervi og metnaður gefa hverjum tilefni til. Einnig má sjá þetta í því ljósi að hlutverk skólans sé á hverjum tíma að undirbúa framtíð á grunni þeirra sanninda sem reynslan hefur gefið varanlegt gildi. En hvert er hlutverk grunnskólans? Hvernig hefur það þróast frá því skólahald var lögfest 1907? Þær þjóðir Norður- Evrópu sem gefa helst fyrirmyndir að skyldu- námi á Íslandi taka upp skólahald í kjölfar iðn- byltingar; feðurnir unnu í námum og mæðurnar í verksmiðjum og börnum þá búið athvarf í skólum allt frá fimm ára aldri og þar til þau gátu orðið að liði í atvinnu- lífinu. Annað meginhlutverk skólans varð síðan að eyða ólæsi og ef litið er vestur um haf til Bandaríkja Norður- Ameríku, þá er þriðja hlutverkið þar áberandi, en það er að sameina ólík þjóðarbrot, menningarhópa og trú- félög í eina þjóð. Þetta verkfæri, evrópska ameríska skólann, flytjum við inn til Íslands og setjum allt í gang jafnvel þótt mæður væru heima, læsi væri landlægt og ein væri þjóðin, tungan og trúin. Skóli er samfélagslegt áhald eða verkfæri. Skólinn, sem við flytjum inn frá öðrum þjóðum, er verkfæri hann- að til þess að útbreiða lestrarkunn- áttu, sameina þjóðarbrot og gæta barna. Sú samfélagsmynd, sem skóp verkfærið, var víðsfjarri íslenskum veruleika og því vandséð að þess væri hér þörf. Við stofnum til skóla að erlendri fyrirmynd með verkfæri til þess ætl- uðu að vinna verk eða leysa vanda sem ekki var til á Íslandi. Umbætur í skólamálum Sturla Kristjánsson skrifar um skólasýn Sturla Kristjánsson »Enn betriskóla getum við þá aðeins eignast að við töpum aldrei sjónum á mann- legum gildum og verðmætum. Höfundur er sálar- og uppeldis- fræðingur og Davis ráðgjafi. Sjá www.les.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.