Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 33 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa, leik- fimi, bingó, söngstund við píanóið. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, morgunkaffi/dagblöð, há- degisverður, handavinna, kaffi. Námskeið félagsstarfsins hefjast aftur 7. jan. Ný námskeið í glerlist verða fyrir og eftir hádegið á miðvi- kud. Skráning í s. 535-2760. Jóga- leikfimistímar verða tvisvar í viku á mánud. og fimmtud. kl. 9-9.45. Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl. 9.30, hádegisverður kl. 11.40. Skráning á námskeið stendur yfir, félagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefnaður kl. 9, jóga kl. 9.15, ganga kl. 10, hádegisverður kl. 11.40. Kynn- ing á starfsemi í Gullsmára jan. - maí kl. 14. Kaffiveitingar. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnu- stofa kl. 9-12, postulínsmálning. Jóga kl. 9-11. Böðun fyrir hádegi, hádegisverður kl. 11.30. Hársnyrt- ing. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega. Skráning í ný nám- skeið á mánudag, hugmyndabank- inn opinn kl. 9-16. Lumar þú á góðri hugmynd? Morgunkaffi, hádeg- isverður og síðdegiskaffi alla virka daga. Uppl. 568-3132. Vesturgata 7 | Börn frá leikskól- anum Skerjagarði syngja og dansa undir stjórn Berglindar Bjargar Úlfsdóttur kl. 15. Sigurgeir Björg- vinsson stjórnar söng og dansi. Veitingar. Kirkjustarf Aðventkirkjan í Reykjavík | Ing- ólfsstræti 19. Biblíurannsókn 5. jan. kl. 11, fyrir börn og fullorðna. Sér- stakur hópur fyrir enskumælandi. Guðsþjónustan hefst kl. 12. dagbók Í dag er föstudagur 4. janúar, 4. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður. (Jh.. 15, 12.) Siðfræðistofnun Háskóla Ís-lands stendur í dag fyrirmálþingi undir yfir-skriftinni Ábyrgð foreldra og fjölskyldu – Hugvekja um stöðu barna í upphafi nýs árs. Málþingið hefst kl. 15 og er er haldið í Nor- ræna húsinu. Vilhjálmur Árnason prófessor er einn fyrirlesara: „Málþingið er hluti af verkefninu Gildismat og velferð barna í neyslusamfélagi nú- tímans sem Siðfræðistofnun hefur staðið að með styrk frá Kristnihá- tíðarsjóði,“ segir Vilhjálmur. „Er bæði brýnt og við hæfi að hefja þetta ár með því að halda stutt hugvekjuþing um stöðu barna, þar sem sjónum verður sérstaklega beint að vegsemd og vanda þess að vera foreldri í nútímasamfélagi.“ Að sögn Vilhjálms hafa hags- munir barna verið töluvert til um- ræðu síðustu misseri, og hyggst ríkisstjórnin setja málefni þeirra í forgang á kjörtímabilinu: „Því er stundum haldið fram að Ísland sé barnvænt samfélag, en ýmsar ástæður eru til að efast um rétt- mæti þeirrar fullyrðingar,“ segir Vilhjálmur. „Íslendingar vinna mjög mikið og hafa því ekki mikinn tíma aflögu til að sinna börnum. Við reiðum okkur því æ meir á stofnanir samfélagsins til að sinna uppeldi og menntun barnanna okk- ar. Á sama tíma virðist sem upp- eldisstéttir búi við þröng starfsskil- yrði og að störf þeirra sem vinna með börnum séu gróflega van- metin.“ Þegar rætt er um aðbúnað barna á Íslandi segir Vilhjálmur mik- ilvægt að horfa ekki aðeins til fé- lagslegra þátta: „Einnig verður að skoða hugsunarhátt, gildismat og ábyrgðarkennd foreldra. Á mál- þinginu beinum við sjónum einkum að foreldraábyrgðinni, og skoðum hana frá þremur hliðum: hug- myndir um uppeldi til frelsis, rann- sóknir á forsendum til að rækja foreldraábyrgð, og hvernig vinna megi að því að framfylgja ákvæð- um Barnasáttmála SÞ hérlendis.“ Auk Vilhjálms flytja erindi Bald- ur Kristjánsson dósent við KHÍ og Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu. Að erindum loknum verða stuttar pallborðs- umræður með þátttöku Margrétar Maríu Sigurðardóttur umboðs- manns barna, Sigrúnar Aðalbjarn- ardóttur prófessors við HÍ og sr. Sigurðar Pálssonar fyrrv. sókn- arprests. Samfélag | Málþing um stöðu barna í dag kl. 15 í Norræna húsinu  Vilhjálmur Árnason fæddist í Neskaupstað 1953. Hann lauk stúdentsprófi frá ML 1973, BA- prófi og kennslurétt- indum í heim- speki og bók- menntum frá HÍ 1978, og doktors- prófi í heimspeki frá Purdue-háskóla í Indiana 1982. Vilhjálmur hefur kennt við HÍ 1983, prófessor frá 1996. Hann hefur verið stjórnarformaður sið- fræðistofnunar frá 1997. Vil- hjálmur er kvæntur Önnu Jónu Briem kennara og eiga þau sam- tals fjögur uppkomin börn. Ábyrgð foreldra og fjölskyldu Dans Iðnó | Tangófélagið fagnar nýju ári með mi- longu kl. 21-1 og kynnir tangóár. Boðið er upp á happdrætti o.fl. DJ Laura sér um tónlistina. Aðgangseyrir 1.000 kr. TVEIR gangandi menn með poka mæta þeim þriðja á hjóli fyrir framan vegg sem umkringir Lama-musterið í Beijing í Kína í gær. Rauður veggur í Kína Á göngu við musterisvegg Reuters Atvinnuauglýsingar Yfirvélstjóri! óskast á ísfisktogara. Stærð aðalvélar er 1691 kw. Upplýsingar í síma 862 0069. Regla - Metnaður - Sköpun Íslenska og danska á unglingastigi Rimaskóla vantar nú þegar tvo kennara til að kenna íslensku og dönsku á unglingastigi. Rimaskóli er einn af stærstu skólum Reykja- víkur með öflugt starfslið og kröftugan starfs- anda. Í hverjum árgangi skólans eru þrjár bekkjardeildir. Önnur staðan er umsjónar- kennarastaða. Umsjónarkennari er tengiliður við sérgreinakennara og foreldra. Góð starfs- aðstaða, mikið samstarf og samfelld stunda- skrá. Laun kennara hækkuðu um 3% þann 1. janúar 2008 og hækka að nýju um 3% þann 1. mars nk. Upplýsingar veitir Helgi Árnason skólastjóri í síma 411 7720 / 664 8320 eða netfang helgi@rimaskoli.is www.rimaskoli.is Málarar Óska eftir að ráða vana málara til framtíðar- starfa. Upplýsingar gefur Alfons í síma 663 5003, eða senda umsókn á netfang alfons@simnet.is ALHLIÐAMÁLUN EHF . FRÉTTIR Ísak Örn og Gunnlaugur efstir á jólamótinu í Firðinum Ísak Örn Sigurðsson og Gunn- laugur Karlsson unnu jólamót Brids- félags Hafnafjarðar en hörkukeppni var um efstu sætin. Lokastaða efstu para: Gunnlaugur - Ísak Örn 60,3% Rúnar Einarss. - Skúli Skúlason 59,4% Gunnl. Sævarss. - Runólfur Jónss. 57,9% Júlíus Sigurjss. - Sveinn R. Eiríkss. 57,9% Alda Guðnad. - Guðrún Jóhannesd. 57,2% Ómar Olgeirsson og Kristján Blöndal unnu Jólamót BR og Spron Ómar Olgeirsson formaður BR og spilafélagi hans, Kristján Blöndal sigruðu með nokkrum yfirburðum í jólamóti BR og Spron sem jafnframt er minningarmót um Hörð Þórðar- son.. Í öðru sæti urðu mæðgurnar úr Hafnafirði Dröfn Guðmundsdóttir og Hrund Einarsdóttir og í þriðja sæti voru stórspilarar að austan, Ágúst Ólason og Guðmundur Snorrason. Kristján - Ómar 62,5% Dröfn - Hrund 57,3% Ágúst - Guðmundur 57,2% Hermann Friðrikss. - Jón Ingþórss. 54,8% Björn Theodórss. - Jón St. Gunnl. 54,5% Páll Valdimarss. - Sverrir Kristinss. 54,5 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is LIÐIN eru nú 10 ár frá því að Pósti og síma var skipt upp í tvö fyrirtæki, Íslandspóst hf. annars vegar og Landssímann hf. hins vegar. Þann 2. janúar 1998 tók Íslands- póstur hf. formlega til starfa eftir skiptingu Pósts og síma í tvö fyr- irtæki. Fyrirtækið hefur tekið mjög miklum breytingum á þessum 10 ár- um, mikil framþróun hefur átt sér stað í starfsemi og starfsumhverfi þess og eru enn frekari breytingar framundan, sem bjóða upp á fjölmörg ný tækifæri, segir í fréttatilkynningu. Starfsemi Íslandspósts er dreifð víðs vegar um land og eru starfs- stöðvar margar, en um 1.300 manns starfa nú hjá fyrirtækinu við ýmis störf, m.a. í Póstmiðstöð, á skrifstofu, pósthúsum og dreifingarstöðvum, við útkeyrslu og dreifingu. Á árinu 2007 var nýtt húsnæði tek- ið í notkun fyrir dreifingarstöð í Reykjavík, tvær póstafgreiðslur voru endurnýjaðar á höfuðborgarsvæðinu og þrjú ný pósthús voru tekin í notk- un á landsbyggðinni, á Reyðarfirði, Húsavík og í Stykkishólmi, en það eru fyrstu pósthúsin sem Íslands- póstur hefur staðið fyrir byggingu á. Áfangi Nýtt pósthús á Húsavík var tekið í notkun á árinu 2007. Íslandspóstur fagnar 10 ára afmæli GUÐJÓN Bergmann verður með opið hús á Grand hótel Reykjavík þriðjudaginn 8. janúar milli kl. 18 og 22 þar sem hann mun kynna vordag- skrá sína fyrir árið 2008 og leitast við að svara spurningum áhuga- samra ásamt starfsfólki sínu. Í fréttatilkynningu segir að þenn- an dag muni Guðjón bjóða 30% af- slátt af öllum námskeiðum fyrir þá sem skrá sig og ganga frá greiðslu. Að auki muni Guðjón halda kynning- arfyrirlestur um námskeið milli kl. 20 og 21 á Grand hótel Reykjavík. Líkt og síðastliðin tvö ár verður helgarnámskeiðið „Þú ert það sem þú hugsar“ kjölfestan í dagskrá Guðjóns. Nánari upplýsingar um nám- skeiðin og aðra starfsemi Guðjóns Bergmann má finna á vefsíðunni www.gbergmann.is. Opið hús með Guðjóni Bergmann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.