Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 36
Þá er komið að hinum árlega stórviðburði og Eiríkur Hauksson frá kl. 23:00 til kl. 03:00 á þrettándagleði Kringlukráarinnar föstudaginn 4. og laugardaginn 5. janúar Hálfsköllóttur, líkamlega vel byggður en labba stundum eins og mörgæs … 43 » reykjavíkreykjavík Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „HÚFF … ég er ótrúlega feginn að hafa leyft fíflinu í sjálfum mér að hlaupa frjálsu í þetta sinnið,“ segir Bubbi blaðamanni. „Ég er orðinn gríðarlega spenntur fyrir þessum tónleikum. En ég viðurkenni fúslega að mér sortnar fyrir augum. Ég fékk kvíðakast núna áðan, hnút í magann og allt, og spurði sjálfan mig hvað ég væri eiginlega búinn að koma mér út í!“ Bubbi segir að brúnin léttist hins vegar töluvert þegar hann fylgist með Stórsveitinni í ham. „Ég er að segja þér það … þetta er algerlega geggjað! Þetta er alger- lega magnað fyrirbæri þessi sveit.“ Bubbi hefur lagt áherslu á að hann feti um margt ókunnar slóðir í lagavali, og þetta verði ekkert „grea- test hits“-sett. „Það verður t.d. lag af plötunni Arfur sem heitir „Ísaðar gellur“. „Jarðarför Bjössa“ af Allar áttir og „Laugardagsmorgunn“ af Sögur af landi. Lög sem fólk þekkir ekkert endilega sem Bubbalög.“ Hann segir að vissulega hafi sum lögin hljómað framandi í meðförum Stórsveitarinnar en svo hafi þetta skýrst fyrir sér með tímanum. Hann hafi komist að því hægt og bítandi í gegnum árin að það er ekkert nýtt undir sólinni og í hefðinni sé falin fegurð. Gestir Bubba verða þeir Raggi Bjarna og Garðar Thór Cortes. „Mér hefur alltaf þótt leiðinlegt að ekki skuli vera til upptökur af þeim skiptum sem ég og Haukur frændi sungum saman. Ég er þess vegna ákaflega stoltur af því að geta sungið með Ragga Bjarna, en hann er sá síðasti af þessum stórsöngvurum okkar sem er enn spriklandi fjör- ugur. Og nú hef ég passað mig á því að hafa upptökugræjurnar í gangi!“ (hlær) Bubbi neitar því ekki að áhugi sinn á tónlist millistríðsáranna hafi haft áhrif á þessa ákvörðun, að lóðsa heila stórsveit inn á svið til sín. „En það er eitt að hafa áhuga og hlusta og annað að framkvæma,“ segir hann og hlær hressilega. „Í gegnum tíðina hef ég prufað allt, leikið mér með alls kyns stíla og form og oftast reynt meðvitað að endurtaka mig ekki. Ég er að sækja á brattann með þessu verkefni, það er alveg á hreinu. Menn kunna að hugsa: „Að sækja á brattann – með þessa snilldarsveit með sér?“ En fyrir mig, gamlan pönkara og frysti- húsagutta, er þetta meira en að segja það. En ég mun leggja mig all- an í þetta, það geturðu bókað.“ Sótt á brattann Morgunblaðið/Kristinn Stórsöngvari Bubbi tjaldar öllu til á tónleikunum í kvöld og á morgun.  Eins og Pétur Gunnarsson á Eyj- unni.is bendir á er í uppsiglingu mik- ið sjónvarpsár þar sem hver stór- viðburðurinn á íþrótta- og menningarsviðinu rekur annan. Má þar nefna EM í handbolta sem hefst nú í janúar en eftir slappt gengi karlalandsliðsins í knatt- spyrnu eru miklar vonir bundnar við Strákana okkar. Evróvisjónkeppn- ina fer svo fram í Belgrad í lok maí en áður verður háð æsispennandi keppni í Sjónvarpssal um það hver fær að keppa fyrir Íslands hönd. Eft- ir Evróvisjón hefst EM í knattspyrnu að þeirri keppni lokinni er röðin komin að Ólympíuleikunum í Peking sem hefjast í lok ágúst. Í nóvember er svo komið að forsetakosning- unum í Bandaríkjunum en það verða án efa afar spennandi kosningar, áhugamönnum um pólitík til mik- illar skemmtunar. Sjónvarpsárið mikla framundan  Vesturport og LR leita að ungum leik- urum á aldrinum 8- 12 ára til að taka þátt í leikverkinu Tillsammans sem sýnt verður í Borg- arleikhúsinu í lok febrúar í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar. Áheyrnarprufurnar fara fram í Borgarleikhúsinu mánudaginn 7. janúar frá kl. 17. Áhugasömum er bent á að sækja umsóknargögn í móttöku Borg- arleikhússins um helgina frá 12 á laugardag og sunnudag og frá 10 á mánudag. Nánari upplýsingar í s. 568-5500 og á www.vesturport- .com. Áheyrnarprufa Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞAÐ eru rúm sex ár síðan við byrjuðum og við höfum alltaf unnið þessa þætti tveir, Stein- grímur Jón Þórðarson og ég,“ segir Jón Ársæll Þórðarson, umsjónarmaður Sjálfstæðs fólks sem hefur göngu sína að nýju á Stöð 2 kl. 19.05 á sunnudagskvöldið. Eins og áður fær Jón Ár- sæll einn viðmælanda í hvern þátt og spyr hann spjörunum úr. „Fyrstu þættirnir bera þess merki að ég hef dvalið í Kaliforníu, og ég not- aði tækifærið og leitaði uppi athyglisverða landa sem búa þar vestra,“ segir Jón Ársæll. „Við byrjum á þætti um einstakan lækni sem er í raun og veru á meðal stjarnanna þar vestra. Hann heitir Kristján Tómas Ragnarsson og er læknir við Sinai-sjúkrahúsið fræga í New York. Hann vinnur við að reisa menn upp úr rúminu, en hann er ef til vill frægastur þar vestra fyrir að reisa eina vinsælustu ruðningshetju þeirra Bandaríkjamanna á fætur, eftir að hann lam- aðist við harkalegan árekstur við andstæðing sinn á vellinum,“ segir Jón Ársæll, en umrædd- ur kappi heitir Dennis Byrd og lék með New York Jets á sínum tíma. Í fyrsta þættinum ræðir Jón Ársæll einnig við eiginkonu Kristjáns, en hún heitir Hrafn- hildur Ágústsdóttir og er glerlistakona. „Þau gengu í gegnum þann dimma dal að missa tengdason sinn í árásinni á Tvíburaturnana. Hann var við vinnu í turninum sem seinni árás- in var gerð á, og það eina sem fannst af honum var giftingarhringur, þannig fengu þau full- vissu um að hann hefði orðið á meðal fórn- arlambanna,“ segir Jón Ársæll, en þau hjónin lýsa þessari hörmulegu lífsreynslu í fyrsta þættinum. Allir hafa sögu að segja Jón Ársæll bjó í borginni Oakland í Kali- forníu í um sex mánuði, og þar kynntist hann þremur Íslendingum sem allir verða gestir í fyrstu þáttunum. „Fyrst og fremst ætlum við Steingrímur hins vegar að stunda rannsóknir hér heima. Við er- um að fara að hitta fyrsta gest okkar á heima- slóð, en það er enginn annar en Gylfi Ægisson sem hefur samið lögin sem við aldrei gleymum, lögin sem fá hjörtun til að slá hraðar,“ segir Jón Ársæll. „Þar að auki erum við líka byrjaðir á þætti um einn þekktasta Íslending samtím- ans, Ólaf Elíasson. Við hittum hann í MOMA safninu í San Francisco þar sem hann er með yfirlitssýningu á verkum sínum.“ Eins og áður segir er þetta sjöunda starfsár Sjálfstæðs fólks, en þátturinn hefur sex sinnum verið tilnefndur til Eddunnar og hlotið verð- launin í þrígang. „Þættirnir eru komnir á annað hundraðið og viðmælendurnir eru jafnmargir,“ segir Jón Ár- sæll og bætir því við að hann sé langt frá því að verða uppiskroppa með viðmælendur. „Því hver maður hefur nefnilega sögu að segja,“ útskýrir hann að lokum. Komiði sæl og blessuð Það kennir ýmissa grasa í Sjálfstæðu fólki sem hefst á Stöð 2 á sunnudagskvöld Sjálfstætt fólk Kristján Tómas Ragnarsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir og Jón Ársæll Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.