Morgunblaðið - 19.01.2008, Qupperneq 22
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
Rokk og ról, erfiðisvinna, framandislóðir og þau klæðahöft sem konurhafa sætt sig við voru meðal þesssem fatahönnuðir á borð við
Miuccia Prada og Alexander McQueen nýttu
sem innblástur fyrir haust- og vetrartísku
karla 2008, sem sýnd var í Mílanó í vikunni.
Hjá Miuccia Prada lofuðu hreinar og ein-
faldar línur ásamt eintóna litapallettu góðu
fyrir tísku komandi vetrar þó hagnýt vetr-
arklæði á borð við frakka, trefla og hatta
væru víðs fjarri. Aðspurð svaraði hönnuður-
inn því hlæjandi að þessi lína væri hennar
hefnd gegn þeim félagslegu og klæðalegu
höftum sem karlar legðu á konur! Hún vísar
þar væntanlega til þess að hugtök á borð við
hagnýtingu og notagildi virðast sjaldnast of-
arlega á blaði þegar fatahönnuðir úr röðum
karla leggja línurnar í kvenfatatískunni.
Notagildi var Thomasi Maier, hjá lúxus-
tískuhússinu Bottega Veneta, hins vegar of-
arlega í huga að þessu sinni, en Maier leitaði
innblásturs hjá hinum vinnandi manni. „Við
vorum að velta notagildinu fyrir okkur og
tengslunum milli þess hvaða starfi maðurinn
gegnir og hverju hann klæðist svo,“ hefur
New York Times eftir Maier. Það má þó gefa
sér að sterkefnaðir viðskiptavinir tískuhúss-
ins búi við veruleika sem er gjörólíkur lífi
verkamannsins sem Maier leitaði í smiðju til
og að verðið sé öllu hærra en verkamaðurinn
ræður við. Efnismiklar buxur hönnuðarins,
þröngir jakkar, þykk gallaefni og svonefndir
hversdagsfrakkar skiluðu hins vegar tísku-
sýningu sem að mati New York Times var
með þeim betri sem fyrir augu bar í Mílanó
að þessu sinni.
Alexander McQueen fékk líka hrós hjá
blaðinu fyrir vel heppnaða línu sem ein-
kenndist af ljóðrænu og flökkustíl. Hönn-
uðurinn ferðaðist um Rajasthan og Kerala á
Indlandi í mánuð í leit að rétta andanum og
er útkoman sterk snið með fínlegum ind-
verskum áhrifum t.d. með notkun víravirkis
og útsaums í hönnuninni.
Páfuglsmunstur og snákaskinn
Rokkið var síðan alls ráðandi hjá Gucci
enda kvaðst hönnuðurinn Frida Giannini
vera í rússneska rokk-gírnum. Og hjá Gucci
var glamúr-rokkið svo sannarlega áberenda,
enda var á sýningarpöllunum að finna trefla
með páfuglsmynstri, óriffluð flauelsefni,
sígaunaleg vafningsbelti, gróf stígvél og svo
fyrirsætur með þykkan, dökkan augnblýant.
Glitkóngurinn Roberto Cavalli var hins
vegar öllu stilltari en venjulega – hér voru
það jakkaföt með sterkum öxlum og þröngu
mitti ásamt víðum buxum sem settu svip sinn
á línuna, þó jakkar úr snákaskinni og notkun
á dýramynstri gætu fullvissað fasta fylgis-
menn hönnuðarins um að Cavalli er og verð-
ur Cavalli.
Fátt kom heldur á óvart hjá Giorgio Arm-
ani – hönnunin öguð og klæðileg og þar af
leiðandi vel við hæfi íhaldssamra viðskipta-
jöfra, sem óneitanlega gæti þó verið einkar
gaman að sjá bregða sér í pínupils af sýning-
arpalli Miuccia Prada.
Lúxus Versace hentar vel
þeim sem vilja láta bera á sér.
Fágun Roberto Cavalli var
venju fremur stilltur.
Ísöld Loðhúfa fyrir komandi vet-
ur frá Alexander McQueen.
Flökkulíf Alexander McQueen
leitaði innblásturs á Indlandi.
Vinnugleði Verkamannastíll
að hætti Bottega Veneta.
Þægindi Notagildi var málið
hjá Bottega Veneta.
Glam-rokk Rússa-rokk var áber-
andi hjá Gucci að þessu sinni.
Smáatriðin Flauelsefni og háls-
klútar prýða Gucci-manninn.
Í sviðsljósinu
Aðsniðnar línur
og eintóna lita-
palletta hjá
Miuccia Prada.
Reuters
Skoskir straumar Köflótt mynstur settu svip sinn á D&G-línu Dolce og Gabbana, sem hér sést að ofan, og eins á sýningarpalla Dsquared2.
Klassískt Einfaldleikinn er
aldrei fjarri hjá Armani.
Rokk, rómantík og notagildi
Hefnd Prada Er pínupils fyrir
karlmenn það sem koma skal?
|laugardagur|19. 1. 2008| mbl.is
daglegtlíf