Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 23
úr bæjarlífinu
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 23
Síldarskipin hafa nú flest hver yf-
irgefið veiðisvæðið á Grundarfirði
en þar voru þó í vikunni fimm
skip, tvö vinnsluskip og þrjú skip
sem sigla með aflann til vinnslu í
aðra landsfjórðunga þegar þau
hafa fyllt sig. Frystitogarinn stóri
Vilhelm Þorsteinsson hefur nú í
nokkur skipti losað sig við fryst
síldarflök í Frystihótelið í Grund-
arfirði sem tekið var í notkun í
nóvember sl. þannig að síld kemur
líka á land í Grundarfirði. Tvö
risaflutningaskip hafa þegar þess-
ar línur eru ritaðar lagst við
Norðurgarðinn hér, til þess að
flytja þessa gesti frystihótelsins til
Póllands og Rússlands. Það má
því með sanni segja að hótelið hafi
komið til á réttum tíma. Hvort
silfur hafsins sé komið til þess að
vera eitthvað um sinn á þessum
verustað í Breiðafirði er ómögu-
legt að segja en líklegra er það þó
segja sjálfskipaðir fræðingar.
Snjórinn þykir oft fallegur einkum
á jólum og ef það er temmilegt af
honum. Eftir allar rigningarnar og
stórviðrin á haustmánuðunum er
sá hvíti farinn að sýna sig og
leggst nú yfir af töluverðum móð.
Vélsleðamenn kætast en smábíla-
eigendur bölva. Skíðaáhugmenn í
Grundarfirði áttu ekki von á því
að neitt myndi snjóa meir vegna
hlýnandi veðurlags svo þeim
fannst ekki taka því að reisa við
miðjumastrið á skíðalyftunni sem
fauk um koll í Þorláksmessuveðr-
inu 2006. Ef hann heldur áfram að
snjóa líkt og að undanförnu, þá
týnist mastrið væntanlega í snjón-
um eins og gerðist áður en skíða-
lyftan var sett upp í fyrsta sinn
1984. Fyrir jólin 1983 ætluðu
miklir eldhugar og skíða-
áhugamenn að nota jólafríið sitt til
að setja upp skíðalyftu í góða
brekku við bæjarmörkin, en um
jólin tók að snjóa svo ríflega að
möstrin týndust í snjónum og
fundust ekki fyrr enn langt var
liðið á vetur. Lyftan komst þó upp
og þótti hið mesta þarfaþing. Var
hún mikið notuð næstu vetur en
síðan fór smám saman að fækka
þeim dögum sem nægur snjór var
í brekkunum. Það þótti hins vegar
einn besti kosturinn við þessa
skíðalyftu hversu nærri byggð hún
var og að geta endað góðan skíða-
dag með því að renna sér heim til
sín.
Söguleg skóflustunga að reiðhöll
var tekin sl. föstudag af bæj-
arstjóranum í Grundarfirði, Guð-
mundi Inga Gunnlaugssyni. Á sín-
um tíma úthlutaði
landbúnaðarráðherra fjár-
upphæðum til hestamannfélaga á
landsbyggðinni til þess að stuðla
að bættri aðstöðu til reiðmennsku
og félagsstarfs. Hestamannfélagið
Snæfellingur fékk í sinn hlut 15
milljónir og eftir allmiklar svipt-
ingar meðal félagsmanna varð úr
að byggð yrði ein stór reiðskemma
í Grundarfirði fyrir alla Snæfell-
inga. Grundarfjarðarbær leggur
16,7 milljónir á móti en auk þess
kemur hlutafé frá Hesteigenda-
félagi Grundarfjarðar og fleiri að-
ilum. Stjórn Snæfellingshall-
arinnar ehf. hefur ákveðið að
húsið verði að lágmarki 25 x 50
metra stórt en síðan mun það ráð-
ast af því fjármagni sem tekst að
fá til verksins hversu vegleg end-
anleg bygging verður. Jafnframt
því að þjóna hestamönnum á fé-
lagssvæði Snæfellings er hús þetta
hugsað sem fjölnota mannvirki
sem nýtast mun á sem fjölbreyti-
legastan máta á sviði íþrótta og
annarra viðburða.
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Silfrið Snjórinn hamlar ekki veiðum síldarskipanna þótt nærri landi séu.
GRUNDARFJÖRÐUR
Gunnar Kristjánsson fréttaritari
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Íbúðir til leigu í miðbæ
Kaupmannahafnar
Verkalýðsfélög, fyrirtæki,
stofnanir og/eða starfsmannafélög
Til leigu eru allt að 6 íbúðir – nýuppteknar af íslenskum
verktökum.
Hver íbúð er 3ja herbergja, fullbúin húsgögnum og búnaði
fyrir allt að 6-8 manns.
Um er að ræða íbúðir til langtímaleigu eða til skemmri tíma.
Hafið samband við Fylkir Ágústsson.
Fylkir.is ferðaskrifstofa ehf
sími 456 3745
netfang; fylkir@fylkir.is
M
bl
9
59
76
7
Nóatúni 4 • Sími 520 3000
www.sminor.is
Snör í snúningum
Þvottavél frá Siemens,
sem lætur blettina hverfa.
Þetta er vél sem hefur algera sérstöðu.
Fjórtán blettakerfi fyrir ólíka bletti, t.d.
vínbletti, blóðbletti og grasgrænku.
Tromlan er óvenjustór, tekur 65 l og hægt er
að þvo í henni allt að 8 kg. Innra byrði
tromlunnar er með droplaga mynstri sem
fer sérlega vel með þvottinn. Vélin er mjög
snör í snúningum: 15 mín. hraðkerfi og 60
mín. kraftþvottakerfi fyrir meðalóhreinan
þvott. Snertihnappar. Stór og öflugur skjár.
Vélin hefur mjög góða hljóðeinangrun og er
í orkuflokki A+.
Bjóðum einnig upp á
margar aðrar vélar.
Þetta er vélin handa þér!
A
T
A
R
N
A
–
K
M
I
/
F
ÍT
8 kg þvottavélar með blettakerfum:
1600 snúninga: 139.800 kr. stgr.
1400 snúninga: 129.800 kr. stgr.
8 kg þvottavélar án blettakerfa:
1600 snúninga: 119.800 kr. stgr.
1400 snúninga: 104.800 kr. stgr.
7 kg þvottavélar:
1400 snúninga: 98.900 kr. stgr.
1200 snúninga: 87.700 kr. stgr.