Morgunblaðið - 19.01.2008, Síða 36

Morgunblaðið - 19.01.2008, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ingibjörg Árna-dóttir fæddist í Reykjavík 2. desem- ber 1951. Hún lést 8. janúar sl. á Land- spítalanum við Hringbraut. Hún var dóttir hjónanna Hallfríðar Bjarna- dóttur, f. 20. apríl 1922 og Árna Valde- marssonar, f. 27. júní 1923, d. 1969. Seinni maður Hall- fríðar er Bárður Óli Pálsson, f. 27. októ- ber 1910, d. 1986. Systkini Ingi- bjargar eru: Þorgeir Logi, f. 17. apríl 1946, d. 1997, kvæntur Ing- unni Ernu Stefánsdóttur, f. 5. ágúst 1947, seinni maður Ingunnar er Erlendur Guðmundsson, f. 12. júlí 1943. Haraldur, f. 18. apríl götunni í Reykjavík. Hún stundaði barnaskólanám í Melaskólanum, gagnfræðanám í Hagaskólanum og hárgreiðslu- og hárskeraiðn í Iðn- skólanum í Reykjavík. Árið 1970 var Ingibjörg í námi við Norræna lýðháskólann í Kungälv, Svíþjóð, þar sem hún kynntist Guðmundi, eftirlifandi eiginmanni sínum. Ingi- björg lauk námi í stjórnsýslu og stjórnun í Endurmenntun Háskóla Íslands. Ingibjörg og Guðmundur bjuggu saman í Reykjavík frá 1971-1978, á Eskifirði frá 1978- 1981 og í Hveragerði frá árinu 1981. Ingibjörg starfaði í víxladeild Landsbankans í Austurstræti frá 1970-1977, sem hárskeri frá 1977- 1978, sem skrifstofustjóri í Prent- smiðju Árna Valdemarssonar frá 1981-1994 og sem skrifstofustjóri hjá Sambandi sunnlenskra sveitar- félaga frá árinu 1994 til dánar- dags. Ingibjörg verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1948, kvæntur Guð- ríði Kristjánsdóttur, f. 17. nóvember 1951. Ingibjörg giftist Guð- mundi F. Baldurs- syni, f. 22. janúar 1952, 27. júní 1971. Foreldrar hans eru Margrét Friðriks- dóttir, f. 14. mars 1920 og Baldur Guð- mundsson, f. 26. apríl 1924, d. 19. mars 1994. Börn Ingibjarg- ar og Guðmundar eru: 1) Rósant, f. 11. júní 1973, kvæntur Eddu Rúnu Kristjánsdóttur, f. 8. október 1972. Dætur þeirra eru Enea, f. 6. júní 2000 og Mía, f. 17. febrúar 2007. 2) Heiða Margrét, f. 7. október 1978. 3) Valdemar Árni, f. 11. ágúst 1991. Ingibjörg ólst upp á Ljósvalla- Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Enea og Mía. Ingibjörg mágkona mín er látin eftir stutta og erfiða baráttu við krabbamein. Hún var 14 ára þegar ég kynntist þessari góðu fjölskyldu á Ljósvalla- götu 8, þá sem unnusta Þorgeirs Loga, eldri bróður hennar, sem lést í flugslysi 1997. Það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég fór að venja komur mínar á heimilið var hversu kærleiksríkt samband var á milli foreldranna, Höllu og Árna. Skilaði það sér ríku- lega til barnanna og búum við öll að því. Ingibjörg var á þessum árum glæsilegur unglingur, há og grönn með þykkt fallegt hár. Hún var hlé- dræg og fremur alvörugefin, hafði ekki mörg orð um hlutina, en vissi alltaf hvað hún vildi. Ingibjörg var 18 ára þegar faðir hennar lést úr sama sjúkdómi og nú leggur hana að velli og var öllum harmdauði því skjótt bar það einnig að. Ingibjörg byrjaði í hárgreiðsl- unámi en þoldi efnin illa en það leiddi til þess að hún fór á lýðhá- skóla í Svíþjóð. Þessi dvöl varð henni örlagarík því þar kynntist hún Guðmundi. Svo stóð hann á stofu- gólfinu hann Gvendur hennar úr Bítlabænum. Það leyndi sér ekki að þar fór efnilegur mannkostamaður. Síðar brostum við Þorgeir oft að minningunni um þau parið, þegar við horfðum á eftir þeim út Ljós- vallagötuna á leið í bíó, hönd í hönd, klædd í „unisex“ rifflaðan flauels- alklæðnað, bæði með ljóst liðað hár niður á herðar, í hælaskóm svo vart var hægt að greina hvort var hvað! En þessi gamla minning er einkenn- andi fyrir alla þeirra samveru: sam- hent, samstiga og samhuga í því sem þau tóku sér fyrir hendur. Ingibjörg vann í mörg ár í Prent- smiðju Árna Valdemarssonar sem foreldrarnir höfðu stofnað og þau ráku nú saman systkinin með Höllu. Þorgeir hafði oft á orði að það væri enginn eins og Ingibjörg litla systir í vinnu, svo rösk og áreiðanleg var hún. Við eigum margar minningar um ánægjulegar stundir með börnin lít- il, skíðaferðir og gönguferðir, sem oft enduðu með veislumat hjá Ingi- björgu. Mest vega þó öll árin, sem við átt- um sumarbústaðinn saman á Gríms- stöðum á Mýrum. Á flugi yfir staðn- um vorum við Þorgeir sammála um að eina fólkið sem við vildum eiga bústað með væri Guðmundur og Ingibjörg. Bróðir minn byggði þar líka og samvinna var á milli fjöl- skyldnanna við byggingu húsanna sem Guðmundur teiknaði. Aldrei kom upp ósætti um Logalund og bar ekki skugga á. Þessu lauk þegar Ingibjörg lét æskudrauminn sinn rætast að eignast hesta og hús í Hveragerði. Þeirra er saknað úr sameigninni en samglaðst með þeim að hafa látið drauminn rætast. Hestamennska var hennar yndi og gaf þeim báðum mikið. Ingibjörg fór í nám í Myndlistarskóla Kópa- vogs og þar nutu listrænir hæfileik- ar hennar sín vel. Eftir standa góðar minningar og þakklæti fyrir að hafa átt með henni samleið. Halla mín, þín byrði er þung en saman eigum við leið um dalinn dimma í átt að ljósinu, við höfum farið hana áður. Elsku Guðmundur, Valdemar, Heiða, Rósant, Edda, ömmubörnin tvö og Haraldur. Við Erlendur, Stefán Árni, Halla Sólveig og Auður Rán og fjölskyldur sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum allar góðar vættir að fylgja ykkur. Ingunn Erna Stefánsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Þær sorgarfréttir bárust að mág- kona mín, Ingibjörg Árnadóttir, væri látin eftir stutta baráttu við hörmulegan og grimman sjúkdóm. Þessi fallega, tígulega kona, sem aldrei haggaðist í neinu sem hún tók að sér er tekin frá okkur í blóma lífsins sem segir manni að það ræð- ur enginn sinni för í þessum heimi. Hún barðist eins og hetja og kvart- aði aldrei. Guðmundur bróðir hitti þessa yndislegu stúlku í Svíþjóð á skóla sem þau bæði sóttu í einn vetur og þar byrjaði ástarævintýri þeirra sem entist í gegnum allt þeirra hjónaband. Guðmundur sá ekki sól- ina fyrir Ingibjörgu sinni. Þau voru samtaka í öllum ákvörðunum sínum, bæði í uppeldi barnanna og við rekstur heimilisins. Hún var fram- kvæmdastjórinn í öllum viðskiptum þeirra, og mikil smekkmanneskja. Heimili þeirra ber merki hennar um allt, með fallegum stíl og myndar- skap. Ég, dóttir mín og hennar fjöl- skylda komu til Íslands sumarið 2006 og fengum að njóta gestrisni og innilegrar móttöku Ingibjargar og Guðmundar. Það var aldrei skortur á neinu. Ingibjörg var lista- kokkur og alltaf spennandi að koma til hennar og fá að prófa nýja rétti sem hún hafði fullkomnað. Hún var líka boðin og búin til að keyra okkur um allar jarðir, sýna okkur helstu staðina til að skoða á Suðurlandinu og stoppa svo á huggulegum stað og fá okkur kaffi og gott með því svo við gætum öll notið okkar. Ég kom svo aftur í heimsókn á síðasta ári og var tekið jafnrausn- arlega á móti mér og áður og fundn- ar nýjar leiðir til að skoða. Ég og fjölskylda mín í Bandríkj- unum erum harmi slegin að hafa misst okkar yndislegu Ingibjörgu. Ég bið góðan Guð að styrkja bróður minn, Guðmund, börn þeirra, Rós- ant, Heiðu og Valdemar, Höllu móð- ur Ingibjargar, Eddu tengdadóttur og barnabörnin Eneu og Míu, sem öll eru harmi lostin. Ég, Lára, Darrick, Payton og Dylan erum svo þakklát fyrir að hafa fengið að njóta samvista með ykkur um árið og lifum ennþá á end- urminningum um þær yndislegu stundir. Elínborg Baldursdóttir. Kær mágkona er fallin frá. Á einu andartaki er allt orðið breytt, eitt andartak sem skilur á milli lífs og dauða. Ingibjörg greindist með ill- vígan sjúkdóm, ljóst var að baráttan yrði erfið en vonir voru þó bundnar við að meðferð myndi að minnsta kosti halda sjúkdómnum í skefjum. En allt kom fyrir ekki, baráttan varð stutt, allt of stutt. Ingibjörg kom inn í fjölskylduna þegar hún giftist Guðmundi bróður mínum. Þau voru afar samrýnd hjónin og samheldin fjölskylda eftir að börnin komu til sögunnar. Ingi- björg var mikil fjölskyldukona og nú leitar hugurinn til þeirra sem syrgja og hafa misst svo mikið. Hún reyndist börnunum hlý og góð, fyr- irmyndarhúsmóðir, fljót að töfra fram veitingar sem voru í senn ríku- legar og vel fram bornar. Þannig var gestrisni hennar í fyrirrúmi og hún sýndi fólki áhuga og hlýju. Ingi- björg var ávallt boðin og búin að veita stuðning og aðstoð ef á þurfti að halda, hrein og bein í samskipt- um, í eðli sínu orðvör en lét verkin tala. Ingibjörg átti mörg áhugamál er hún sinnti af kappi, ekki síst hestamennskunni nú síðustu árin. Nú, þegar komið er að leiðarlok- um, kveð ég Ingibjörgu með sökn- uði en jafnframt þakklæti fyrir ljúf- ar minningar, góða samfylgd og allt það sem hún var mér og mínum. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Megi Guð vaka yfir fjölskyldunni allri, veita henni styrk og leiða í gegnum þessa erfiðu tíma. Hannes. Elsku Ingibjörg frænka og vin- kona. Þú varst alltaf eins og systir mín, ég man þegar við vorum litlar og sögðum vegfarendum á Ljós- vallagötunni að við værum systra- dætur og þá fannst okkur við vera systur. Mér þykir svo sárt að hugsa til þess að fá ekki að sjá þig meir eða að ég geti ekki talað við þig í símann eins og við gerðum oft í viku. Þið Guðmundur voruð einstak- lega samhent hjón og höfðuð t.d. mjög gaman af því að ferðast til Amsderdam og ætluðum við Bjössi að fara með ykkur næst, en nú er allt breytt og ég bið góðan Guð að hjálpa okkur til að takast á við það. Elsku Halla, þér hlýtur að vera ætlað stórt hlutverk í næsta lífi með alla þessa reynslu í sorg og missi ástvina, ég hef alltaf litið upp til þín fyrir dugnað þinn og lífsstíl sem ég hef reynt að taka mér til fyrirmynd- ar. Elsku Guðmundur, Halla, Valdi, Heiða, Rósi og fjölskylda, ég bið Guð að blessa ykkur á þessari sorg- arstund. Ingibjörg var tekin frá okkur allt of fljótt en einhver til- gangur hlýtur að vera með því, hennar bíður annað hlutverk annars staðar þar sem hún er án veikinda og henni líður vel. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð varðveiti þig, elsku Ingi- björg. Alma. Hinn 22. október sl. fórum við vinkonurnar til Ingibjargar í saumaklúbb. Þau hjón tóku á móti okkur opnum örmum brosandi og hlý að vanda. Ingibjörg dró fram af- mælisbók Melaskóla og við skemmt- um okkur við að skoða myndir og rifja upp gamlar minningar. Ekki grunaði okkur að þetta yrði seinasti saumaklúbburinn hjá Ingibjörgu. Nokkrum dögum seinna fengum við þær hörmulegu fréttir að hún hefði greinst með ólæknandi sjúkdóm. Þegar við setjumst niður til að skrifa minningarorð um vinkonu okkar streyma fram minningar, um stelpur, unglinga, mömmur og ömmur, enda höfum við gengið sam- an í gegnum öll þroskaskeiðin og aldrei borið skugga á vináttuna. Ýmislegt hefur verið brallað í gegn- um tíðina og má þar nefna frábæra sumarbústaðaferð þar sem Ingi- björg var gestgjafinn, ferðalag til Washington og Prag að ógleymdum öllum matarveislunum. Við vorum farnar að leggja drög að næstu ut- anlandsferð og þá átti að bjóða eig- inmönnunum með. Ingibjörg var vönduð og glæsileg kona, hörkudugleg og ósérhlífin. Hún var mikill dýravinur og síðustu árin var fjölskyldan komin á kaf í hestamennsku sem veitti þeim ómælda ánægju. Hún bjó yfir list- rænum hæfileikum og ber heimilið hennar þess glöggt vitni. Hún var frábær kokkur og kunnu þau hjón þá list að láta gestum sínum líða vel. Vinátta okkar og væntumþykja óx með árunum og samverustund- irnar urðu dýrmætari. Það er ólýs- anlega sárt að sjá á eftir einni úr hópnum. Minningar um frábæra vinkonu getur enginn tekið frá okk- ur. Hennar verður sárt saknað. Elsku Guðmundur, Valdi, Heiða, Rósi, Halla og aðrir ástvinir, guð gefi ykkur styrk í sorginni. Blessuð sé minning Ingibjargar vinkonu okkar. Elín, Helga, Jóna, Margrét, Sólveig, Þóra, og Ásdís Okkar kæri félagi Ingibjörg Árnadóttir er fallin frá – langt um aldur fram. Mann setur hljóðan. Það er stutt síðan það kom í ljós að hún væri veik af þessum illvíga sjúkdómi sem dró hana til dauða á örskömmum tíma. Það leitar á hug- ann hve allt er í heiminum hverfult og engin veit sína ævidaga. Ingibjörg var virkur félagi í Hestamannafélaginu Ljúfi. Allt sem hún tók að sér var gert af áhuga, al- Ingibjörg Árnadóttir ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR HALLGRÍMSDÓTTIR, Akureyri, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð þriðju- daginn 15. janúar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 23. janúar og hefst athöfnin kl. 13.00. Benedikt Ólafsson, Bergþóra Ingólfsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Brynja Sigurmundsdóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir, Ingvi Jón Einarsson, Margrét Ólafsdóttir, Gunnar Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR GISSURARSON prentari, Hlíðarhúsum 3, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi fimmtu- daginn 18. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðný Helgadóttir, Rannveig Gunnarsdóttir, Björn H. Jóhannesson, Ásta Gunnarsdóttir, Guðmundur R. Bragason, Kristín Gunnarsdóttir, Haraldur Þ. Gunnarsson, barnabörn og langafabarn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞÓRANNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Hásæti 6, Sauðárkrók, sem lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks mánudaginn 14. janúar, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju þriðjudaginn 22. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Guðmundsdóttir, Kjartan Erlendsson, Kolbeinn Erlendsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.