Morgunblaðið - 19.01.2008, Side 37

Morgunblaðið - 19.01.2008, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 37 úð og dugnaði, hvort sem það voru gjaldkerastörf, ferðanefndarstörf eða hvað annað sem hún tók sér fyr- ir hendur. Hún var hestakona af lífi og sál. Það var gaman að sjá hana á hestbaki, þessa glæsilegu konu. Þau voru fallegt par – hún og hesturinn. Hestaferðir voru hennar gleði og þau hjónin hafa verið þeir bestu ferðafélagar sem hugsast getur í svo mörgum og góðum ferðum. Síð- astliðið sumar fór stór flokkur fé- lagsmanna langa ferð um Löngu- fjörur og Dali. Ógleymanleg ferð í endalausu sólskini og sælu dag eftir dag. Við vissum ekki þá að þetta yrði síðasta ferðin hennar. Hvern gat grunað það? Við munum sakna hennar... Við höfum þó líka mikið fyrir að þakka. Við þökkum af heilum hug fyrir þau störf sem hún vann fyrir hestamannafélagið og við þökkum líka fyrir að hafa átt hana að sam- ferðamanni og vini. Guðmundi og fjölskyldunni allri vottum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ingibjargar – hún mun ávallt geymast í hugum okkar. Hestamannafélagið Ljúfur, Hveragerði. Vinkona mín Ingibjörg Árnadótt- ir er fallin frá eftir stutta og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Minningarnar hrannast upp þeg- ar hugsað er aftur í tímann. Ég kynntist þeim hjónum Ingibjörgu og Guðmundi mjög náið þegar ég flutti í Kambahraun 23 fyrir 20 ár- um en þau bjuggu þá í næsta húsi. Á sama tíma vorum við að byggja okk- ur sumarbústaði uppi í Borgarfirði á sama svæði ásamt fjölskyldum okk- ar. Það voru því mikil samskipti, sérstaklega vegna þess að Ingibjörg var mikill gestgjafi og voru það und- antekningarlaust skemmtilegar stundir. Það var einmitt á einu þannig kvöldi sem hún sagði mér að hún hefði áhuga á að komast á hest- bak en ég var þá eins og nú á kafi í hestamennsku. Ég hafði nú efa- semdir um að hún gæti nokkuð á hesti en hún sagði mér að hún hefði verið á námskeiði hjá Rosemary í Geldingaholti þegar hún var 10 eða 11 ára gömul og taldi sig allt geta þó 30 ár væru liðin. Það varð úr að hún fór ríðandi með okkur nokkrum fé- lögum þegar við vorum að fara með hestana vestur að Grímstöðum á Mýrum eitt vorið. Byrjaði hún á að fara með okkur hluta úr leiðinni en var mjög fljótlega farin að vera á hestbaki nánast allan tímann og gekk alltaf mjög vel, eins og hún væri búin að vera í hestum alla tíð. Einnig fór hún að fara í félagsferðir, s.s. kvennareiðtúra og fleira og fékk þá alltaf lánaðan hjá mér einn ákveðinn hest sem hét Tombólu- rauður sem henni líkaði vel við og bar hana hratt áfram. Ingibjörg hafði svo gaman af þessu sporti að það endaði með því að hún keypti sér hesta og hesthús og var komin á fullt skrið í hestamennsku með sín eigin hross og var strax vel útbúin. Hún lét ekki staðar numið þar held- ur þrælaði hún Guðmundi sínum á bak, sem hafði nú reyndar alltaf verið með bæði sem hirðingarmaður og trússari og voru þau strax mjög samhent í þessu öllu saman. Á sl. 2 árum voru þau búin að fara í tvær 10 daga hestaferðir og margar styttri ferðir. Og merkilegt nokk, Guðmundur hafði bara gaman af þessu öllu. Ingibjörg var ekki fyrr gengin í hestamannafélagið en hún var kosin í trúnaðarstörf. Hún var kosin gjaldkeri þar sem hún stóð sig mjög vel, með alla hluti á hreinu. Einnig var hún í útreiðanefnd með undirrit- uðum og var hún þar sannarlega betri en enginn. Þegar við hinir í nefndinni sögðum að hlutirnir myndu reddast sagði hún að allt ætti að vera skipulagt og frágengið áður en lagt væri af stað. En svona var Ingibjörg, enginn hávaði um hlutina, þeir áttu bara að vera í lagi. Ferðalögin í hestamennskunni voru henni mikið hjartans mál. Hún tjáði mér, þá orðin fársjúk, að hún ætlaði að hætta sem gjaldkeri en vildi endilega vera áfram í ferðanefnd og koma að skipulagningu sumarsins þó að hún vissi að hún gæti ekki verið með. Ég veit að ég mæli fyrir hönd allra ferðafélaganna, þegar ég segi að hennar verði sárt saknað og hætt er við að maður fái kökk í háls næst þegar lagt verður upp í ferð því eitt er víst að við munum öll hugsa til hennar. Við Sjöfn sendum þér, Guðmund- ur minn, og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sólmundur Sigurðsson. Mér er tregt tungu að hræra þeg- ar ég kveð Ingibjörgu Árnadóttur, kæran vin og samstarfsmann, hinstu kveðju. Við kynntumst þegar hún réðst til Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga um mitt ár 1995, en ég hafði hafið störf hjá samtökunum hálfu ári fyrr. Óhætt er að fullyrða að það var mikið gæfuspor fyrir samtökin að fá hana til starfa vegna þeirrar miklu uppbyggingar sem var framundan á starfsemi samtak- anna og tengdra stofnana. Sú upp- bygging kallaði á öflugt skrifstofu- hald sem hún skipulagði og stýrði sem skrifstofustjóri til dánardæg- urs. Hún var vakin og sofin yfir hagsmunum samtakanna og bar hag þeirra mjög fyrir brjósti. Hún var ákaflega glögg og vandvirk í störf- um sínum en jafnframt voru afköst hennar oft með ólíkindum og hún gekk ekki frá neinu verki ókláruðu. Síðast en ekki síst var hún góður vinnufélagi, naut virðingar sam- starfsmanna og var lífið og sálin í félagslífi starfsmanna. Mér var hún tryggur vinur sem studdi mig með ráðum og dáð alla tíð. Fyrir þá vináttu þakka ég nú að leiðarlokum. Guðmundi, börnum, tengdadótt- ur, barnabörnum og aldraðri móður sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Skjótt hefur sól brugðið sumri, því séð hef ég fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum til sóllanda fegri. Sofinn er nú söngurinn ljúfi í svölum fjalldölum, grátþögull harmafugl hnípir á húsgafli hverjum. (Jónas Hallgrímsson.) Blessuð sé minning Ingibjargar Árnadóttur. Þorvarður Hjaltason. Handartakið slitnar, sem þakkaði kynni samvistir allar og síðasta fund. Sálirnar tengjast við tillitið hinsta taug, sem að slítur ei fjarlægðin blá. Brenna í hjartnanna helgidóm innsta hugljúfar minningar samverustundunum frá. (Erla) Með fátæklegum orðum kveðjum við nú góða vinkonu og starfsfélaga. Söknuðurinn er þungbærari en tár- um taki. En minning hennar lifir. Minning um glæsilega konu, góðan vin og traustan vinnufélaga. Ingi- björg var kletturinn í vinnunni, grunnurinn sem við öll hin byggðum á í orðsins fyllstu merkingu. Í starfi sínu sinnti hún ólíkum þörfum okk- ar og sameinaði okkur í eina heild. Með gleði yfir lífinu, skapandi hug- arfari og smitandi ákafa skapaði hún andrúmsloft og hefðir sem við hin njótum að henni genginni. Það var Ingibjörg sem festi árshátíðina í sessi og sá til þess að skemmti- nefndin hefði eitthvað að gera. Sama má segja um aðra viðburði. Hún bætti vinnustaðinn með litum, blómum og smáatriðum enda mikil smekkmanneskja og fagurkeri. Haustferð starfsfólks var einnig verk Ingibjargar. Skemmst er að minnast síðustu haustferðar þegar hún tók á móti gönguhópnum renn- andi blautum af sinni einskæru gestrisni og sótti okkur síðasta spöl- inn á hestakerru. Enginn gat rennt í grun að sú lífsglaðasta af okkur yrði ekki með næst. En við getum þó glaðst yfir því sem hún gaf okkur og heldur áfram að gera með þeim hefðum sem hún skapaði. Heimili Ingibjargar og Guðmundar var allt- af opið og þeim gleði að taka á móti fólki. Veitingar Ingibjargar sviku engan og margar uppskriftir henn- ar til á okkar heimilum. Venjuleg uppskrift af spesíum varð betri hjá henni en öðrum og engin aðventa án spesíanna hennar. Ingibjörgu var margt til lista lagt, virk en lét ekki mikið fyrir sér fara. Hún málaði málverk og hélt sýningu á verkum sínum síðastliðinn nóvember mitt í áfalli sjúkdómsins. Hún eignaðist sín fyrstu hross fyrir nokkrum ár- um og hafði mikla ánægju af útreið- um og naut samvistanna við hrossin fram í fingurgóma. Eins og ætíð var áhugi hennar var smitandi, og fór svo að fjölskyldan fylgdi henni í hestamennskuna. Ein hestaferð á sumri að lágmarki var henni alveg nauðsynleg. Ingibjörg var traustur vinnu- félagi, klár í sínu starfi og lagði grunn að góðum starfsanda. Hún var ekki fyrir athyglina en hún fékk hana hvar sem hún fór. Hún var hæglát og frekar feimin en samt sú sem skapaði gleðina allt í kringum sig. Það gerði hún með nærveru sinni og skapandi persónuleika. Hún var falleg að innan sem utan. En umfram allt var hún félagi okkar og vinur. Félagsskapar hennar og vináttu er nú sárt saknað. Að Aust- urvegi 56 verður skarð hennar aldr- ei fyllt og allt um kring eru minn- ingar um frábæra manneskju sem fór alltof fljótt. Við vottum Guðmundi, Rósa, Heiðu, Valda og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Hugur okkar dvelur við ljúfar minningar og einlæga ósk um styrk í þungbærri þraut. Minn- ing Ingibjargar lifir með okkur öll- um. Samstarfsfólk og vinir að Austurvegi 56. Elskuleg vinkona og vinnufélagi, Ingibjörg Árnadóttir, er fallin frá eftir stutt og erfið veikindi. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Innilegar samúðarkveðjur til Guðmundar, barnanna og annarra aðstandenda, þeirra er missirinn mestur. Minning hennar lifir. Alda og Ragnar. Elsku Ingibjörg, ekki datt okkur í hug að tíminn yrði svona stuttur eft- ir að þú varðst veik, aðeins örfáar vikur. Okkur langar að þakka þér fyrir allar samverustundirnar. Hvíl þú í friði, kæra vinkona. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Valdimar Briem.) Elsku Guðmundur, Rósant, Edda og dætur, Heiða, Valdemar og Halla, við sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Helgi, Margrét, Arnar Geir og Sævar Þór.  Fleiri minningargreinar um Ingibjörgu Árnadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur ómetanlegan stuðning og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞRÁINS VALDIMARSSONAR, Álftamýri 56, Reykjavík. Elise Valdimarsson og aðrir aðstandendur. ✝ Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar elskulegu móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRUNNAR SIGURÐARDÓTTUR, fyrrum húsfreyju á Eyri í Fáskrúðsfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Uppsala fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Ingigerður Jónsdóttir, Baldur Guðlaugsson, Sigríður Elísa Jónsdóttir, Hrollaugur Marteinsson, Úlfar Konráð Jónsson, Kristbjörg Halldórsdóttir, Elínbjörg Jónsdóttir, Þóra Jóna Jónsdóttir, Sigfús Harðarson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Við þökkum hlýhug og samúð sem margir sýndu okkur við andlát og útför JÓHANNS RAGNARSSONAR læknis, Laufásvegi 62. Sérstakar þakkir færum við frábæru starfsfólki Borgarspítala og Landspítala sem önnuðust hann í gegnum árin. Hanna Gunnarsdóttir, Anna Jóhannsdóttir, Ástráður Eysteinsson, Heiða Jóhannsdóttir, Björn Þór Vilhjálmsson, Magnús Jóhannsson, María Björg Sigurðardóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur faðir minn, sonur, stjúpsonur, bróðir, barnabarn og mágur, ÞÓRIR ÖRN ÞÓRISSON, lést þriðjudaginn 15. janúar síðastliðinn. Útför verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Hrefna Mjöll Þórisdóttir, Kolbrún Bjarnadóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR GÍSLASONAR frá Seyðisfirði, Fífuhjalla 11, Kópavogi. Einnig viljum við þakka starfsfólki að Roðasölum og hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fyrir góða ummönnun og umhyggju. Jónhildur Friðriksdóttir, Guðrún Valdís Guðmundsdóttir, Valdimar Örn Karlsson, Friðrik Guðmundsson, Guðný Árnadóttir, Valur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓTTIR, Hávarsstöðum, Akranesi, andaðist á dvalarheimilinu Höfða miðvikudaginn 16. janúar. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.