Morgunblaðið - 19.01.2008, Page 52

Morgunblaðið - 19.01.2008, Page 52
52 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ENCHANTED m/ensku tali kl. 5:50 - 8 LEYFÐ BÝFLUGUMYNDIN m/ísl. tali kl. 1 - 2 - 4 LEYFÐ AMERICAN GANGSTER kl. 10:20 Síðustu sýningar B.i.16.ára / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK STÆRSTA OPNUN ALLRA TÍMA Í DESEMBER Í USA. eeee „...FYRIR ALLA ÞÁ SEM ÁNÆGJU HAFA AF GÓÐRI SPENNU“ „...EIN BESTA AFÞREYING ÁRSINS.“ -S.V. MBLSÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI TILNEFND TIL TVEGGJA GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA M.A FYRIR BESTA LEIK, AMY ADAMS. eee - S.V. FRÉTTABLAÐIÐ FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. THE GAMEPLAN kl. 1 - 3:20 - 5:40 -8 - 10:20 LEYFÐ NATIONAL TREASURE 2 kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára NATIONAL TREASURE 2 kl. 3- 5:30 - 8 -10:30 LÚXUS VIP DEATH AT A FUNERAL kl. 2 - 4 - 6 - 8 -10:10 B.i. 7 ára I AM LEGEND kl. 6 - 8 -10:10 B.i.14 ára TÖFRAPRINSESSAN m/ísl. tali kl. 1- 3:20 LEYFÐ THE GAME PLAN kl. 1:20 - 3:40 - 6 - 8 - 10:20 LEYFÐ DEATH AT A FUNERAL kl.6 - 8:20 - 10:20 B.i. 7 ára NATIONAL TREASURE 2 kl. 8 -10:30 B.i.12 ára I AM LEGEND kl. 6 B.i.14 ára TÖFRAPRINSESSAN m/ísl. tali kl. 1:20 - 3:40 LEYFÐ BÝFLUGUMYNDIN kl. 2D - 4D LEYFÐ DIGITAL SPARBÍÓ 450kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMB DWAYNE „THE ROCK“ JOHNSON 2 VIKUR Á TOPPNUM Í BANDARÍKJUNUM ÞRÆLFYNDIN GAMANMYND FRÁ WALT DISNEY VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á ATH. SÝND MEÐ ÍSLENSKU ÚR BÝFLUGNABÚINU Í BULLANDI VANDRÆÐI MYND SEM ENGIN ÆTTI AÐ MISSA AF! SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is NÍU myndir hafa verið valdar í for- val sem besta „erlenda“ (á öðru máli en ensku) myndin á næstu ósk- arsverðlaunahátíð. Tilnefning- arnar koma töluvert á óvart og að myndir á borð við rúmensku Can- nes-verðlaunamyndina 4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar (4 luni, 3 sap- tamani si 2 zile), hina frönsku Persepolis og hina þýsk-tyrknesku Himnabrún (Auf der Anderen Seite) séu úr leik. Þá var mynd Ang Lee ekki lögleg þar sem hún þótti ekki „nógu taívönsk.“ Gamlir kunningjar Nokkrir gamlir kunningjar geta bætt styttu á arinhilluna. Hinn ítalski Guiseppe Tornatore vann fyrir Paradísarbíóið (Cinema Pa- radisso) og á nú góða möguleika á að hala inn fjórðu tilnefninguna með Óþekktu konuna (La Sconos- ciuta), en umrædd kona er úkraínsk og er komin til ítölsku borgarinnar Velarchi en burðast með skelfilega fortíð á bakinu. Hinn hápólitíski Denys Arcand hefur einnig hlotið eina styttu eftir þrjár tilnefningar, sem gerir 75% tilnefninga Kan- adamanna í þessum flokki og það hlutfall fer upp í 80% ef Dagar myrkurs (L’Age des Tenebres) kemst að. Pólski öldungurinn And- rzej Wajda fékk nýlega heið- ursóskar en freistar þess nú að fá keppnisóskar einnig fyrir Katyn, en Katyn er staður þar sem hermenn Stalíns frömdu fjöldamorð á Pól- verjum. Loks ber að nefna rússneska leik- stjórann Nikita Mikhalkov sem vann fyrir Sólbruna (Utomlyonnye solntsem) en mætir nú með 12, laus- lega endurgerð á réttardramaklas- síkinni 12 Angry Men – en þessi gerist í Tsjetsjeníu og fjallar um réttarhöld yfir tjetsenskum pilti sem sakaður er um að hafa myrt rússneskan fósturföður sinn. Meðal kviðdæmenda eru t.d. maður sem lifði af helförina, rasískur leigubíl- stjóri, tónlistarmaður, umsjón- armaður kirkjugarðs bæjarins og sjónvarpsmaður. Frá Reykjavík til Hollywood Tvær myndanna hafa íslenskir bíógestir þegar fengið tækifæri til þess að sjá á kvikmyndahátíðum síðastliðið haust. Austurríska myndin Falsarinn (Die Fälscher) eftir Stefan Ruzowitzky var sýnd á Bíódögum Græna ljóssins og fjallar um peningaþvott nasista í stríðslok. Gildran (Klopka) serbneska var svo sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, þriller um heim- ilisföður í erfiðum aðstæðum sem minnir töluvert á meistara Hitch- cock þótt leikstjórinn heiti Srdan Golubovic. Gagnrýnendur Morg- unblaðsins voru bærilega sáttir við báðar myndirnar en þriggja stjörnu dómar þeirra benda þó til að þeim þætti ofrausn að gefa þeim Óskar. Gengis Khan og brasilískur fótbolti Töluverða athygli vakti þegar Ísraelsmenn skiptu út hinni marg- lofuðu The Band’s Visit þrátt fyrir sigurför um kvikmyndahátíðir, þar sem hlutur ensks texta þótti of mik- ill. En ísraelsk kvikmyndagerð virðist vera við góða heilsu þar sem Beaufort, myndin sem kom í stað- inn, er í hópi þeirra sem komast í þessi undanúslit. Henni er leikstýrt af Joseph Cedar og fjallar um hóp ísraelskra hermanna. Frá Kasakstan kemur Mongol eftir Sergei Bodrov sem fjallar um æskuár frægasta Mongólans af þeim öllum, hershöfðingjans blóð- þyrsta Genghis Khan, en reiknað er með tveimur myndum til viðbótar. Loks er að geta brasilísku mynd- arinnar Árið sem pabbi fór í frí (Ano em Que Meus Pais Saíram de Férias) eftir Cao Hamburger, en hún fjallar um sumar í lífi brasilísks drengs, sumarið 1970 sem í huga margra Brasilíumanna er vafalítið besta sumar allra tíma því þá urðu þeir heimsmeistarar í fótbolta með lið sem iðulega er kallað það besta í sögunni. Óvæntar myndir í erlendum Óskari Falsarinn Fjallar um peningaþvott nasista í stríðslok. Mongol Fjallar um sjálfan Genghis Khan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.