Morgunblaðið - 26.01.2008, Side 1

Morgunblaðið - 26.01.2008, Side 1
STOFNAÐ 1913 25. TBL. 96. ÁRG. LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is Íslenska óperan >> 56 La Traviata í febrúar Leikhúsin í landinu TÆLANDI TÍSKA TÍSKUSÝNINGARNAR Í PARÍS ERU MIKIL VEISLA EN KJÓLARNIR KOSTA SITT >> 24 FRÉTTASKÝRING Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is SKÝRUM stöfum segir í lögum um kosn- ingar til sveitarstjórna að kosningarnar skuli fara fram á fjögurra ára fresti. Í lög- unum er aðeins veitt heimild til undanþágu frá þessu í tveimur til- vikum, að sögn Sesselju Árnadóttur, fyrrverandi skrifstofustjóra í félags- málaráðuneytinu, sem unnið hefur skýringar við núgildandi sveitar- stjórnarlög. Heimilt er að boða til nýrra kosn- inga þótt kjörtímabili sé ekki lokið ef sveitarfélög eru sameinuð á miðju kjörtímabili eða ef kosn- ing hefur verið úrskurðuð eða dæmd ógild. Núgildandi lög um kosningar til sveit- arstjórna eru frá árinu 1998. Áður var fjallað um kosningar í sveitarstjórnarlög- um. Sesselja segir að rétt hafi verið talið að vera með sérlög um hvernig kosningar fara fram og aðskilja þau frá heildarlögunum, sem fjalla um starfsemi sveitarfélaga. Rætt hefur verið undanfarið um fyrir- komulag kosninga í Reykjavík, eftir tvenn meirihlutaskipti á þremur mánuðum. Sess- elja segir að aldrei hafi komið til álita af hálfu stjórnmálamanna að breyta lögunum í þá veru að heimila kosningar með styttra millibili en á fjögurra ára fresti. Menn hafi ekki talið næg rök til þessara breytinga og að betra væri að hafa festu í sveitarstjórn- armálunum. Þá sé haft í huga samræmi í kjörtímabilum milli sveitarfélaga. Sesselja segir að víðast í Evrópu séu í lögum ákvæði um fjögurra ára kjörtímabil í sveitarstjórn- arkosningum. Hún segist ekki hafa rann- sakað hvort þar séu almennt leiðir til þess að halda kosningar inni á milli. Í kosningum til Alþingis er kjörtímabilið fjögur ár, líkt og í sveitarstjórnarkosning- um. Þar er sá möguleiki þó fyrir hendi ef stjórnarkreppa kemur upp, að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga, sem skulu fara fram innan 45 daga frá þingrofi.. Undan- farna hálfa öld hefur slíkt gerst þrisvar sinnum; 1956, 1974 og 1979. Þá hefur það gerst að nýjar ríkisstjórnir hafi verið myndaðar á miðju kjörtímabili án þess að boðað hafi verið til kosninga. Slíkt gerðist síðast árið 1988. Þá féll ríkisstjórn Þor- steins Pálssonar og ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tók við. Kostar rúmar 40 milljónir Ýmiss konar kostnaður fellur til vegna kosninga til sveitarstjórna, ekki síst vegna launa kjörstjórna, kostnaðar við kjördeildir og útgjalda við tölvuvinnslu. Að sögn Gunn- ars Eydal, fyrrverandi skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar, er kostnaður við hverjar kosningar í borginni rúmlega 40 milljónir króna. Áður hafi sveitarstjórnir sjálfar staðið straum af lunganum af kostn- aðinum. Frá og með síðustu kosningum endurgreiðir ríkið hann eftir ákveðnum reglum. Aðeins tvær und- anþágur Ekki rætt að breyta lögum um kosningar Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is „ÞETTA verður sem betur fer gott ár,“ sagði Árni Jóhannsson, tals- maður verktaka hjá Samtökum iðnaðarins, en samtökin stóðu fyrir Útboðsþingi í gær. Hann sagði að þegar árið í ár væri borið saman við árið í fyrra væri ljóst að fram- kvæmdafé opinberra aðila á þessu ári ykist þegar allt er talið um 25 milljarða króna. Þar vegi þungt aukning hjá Vegagerðinni, Fram- kvæmdasýslu ríkisins og Orku- veitu Reykjavíkur. Árni kvaðst telja að þessi innspýting yrði til þess að ekki yrði kollsteypa í mannvirkjagerð og stórfram- kvæmdum þótt ýmsum stórum verkefnum sé nú að ljúka. Í ljósi þess hve þessi atvinnugrein er orð- in stór skipti miklu hvernig henni farnaðist. Miklar framkvæmdir verða hjá sveitarfélögunum og verður árið í ár t.d. mesta framkvæmdaár í 100 ára sögu Hafnarfjarðar. Fram- kvæmt verður í Reykjavík fyrir 16 milljarða, 6,5 milljarða í Kópavogi og svipað í Hafnarfirði. Fram- kvæmdasýslan lét vinna verk fyrir 1,6 milljarða í fyrra, en ráðist verð- ur í fjárfestingar í ár fyrir 11 millj- arða. Gríðarleg aukning verður einnig hjá Vegagerðinni. Fram- kvæmdir hennar fara úr 18 millj- örðum í fyrra í 30,7 milljarða í ár. Þá áformar Orkuveita Reykjavík- ur einnig að auka framkvæmdir verulega. Þær voru 20 milljarðar í fyrra en verða 32,5 milljarðar á þessu ári. Bæði Landsvirkjun og Landsnet ætla að ráðast í minni framkvæmd- ir í ár en í fyrra, en Landsvirkjun ætlar engu að síður að fjárfesta fyrir 14,5 milljarða í ár. | Miðopna „Þetta verður gott ár“ Útlit er fyrir að framkvæmdir opinberra aðila aukist um 25 milljarða á þessu ári og verði í kringum 130 milljarðar þrátt fyrir samdrátt hjá Landsvirkjun Morgunblaðið/RAX Vegir Miklar framkvæmdir verða á vegum opinberra aðila í ár. SAMGÖNGURfóru úr skorðum í gærmorg- un vegna suðvestanhríðar og skafrennings. Tvær þotur í Ameríkuflugi urðu að lenda á Reykjavíkurflugvelli þegar bremsuskilyrði var líka lokuð um tíma en Vegagerðin lagði áherslu á að reyna að halda Þrengslum opn- um. Björgunarsveitir voru kallaðar út til að aðstoða ökumenn sem áttu í vandræðum. |6 og hliðarvindur hindraði lendingu á Kefla- víkurflugvelli. Loka varð Reykjanesbraut um tíma en mjög blint var á brautinni og lentu margir bílar í vandræðum. Hellisheiði Árvakur/Frikki Þoturnar þurftu að lenda í Reykjavík ÓLAFUR F. Magnússon, ný- kjörinn borgar- stjóri, segist hafa litið svo á að per- sónulegt líf og heilsufar sitt væri einkamál. Hann þekki engin önnur dæmi um stjórn- málamann sem hafi nánast verið lagð- ur í einelti vegna veikinda. „Ég lenti í miklu mótlæti og veik- indum á síðastliðnu ári og var frá vinnu um skeið. En hef nú um nokk- urra mánaða tíma sinnt störfum á ný. Ég hef verið niðurdreginn og leitað mér hjálpar við því. En ég vænti þess að ég og fjölskylda mín þurfum ekki að finna meir fyrir þeim rætnu árás- um, lygum og fordómum sem við höf- um setið undir.“ Hann segir að á undanförnum dög- um hafi allt í senn gerst, að vegið hafi verið að heiðri sínum sem einstak- lings, læknis og stjórnmálamanns. „Aðstandendum mínum hefur ekki verið hlíft í þessari aðför. Þeim finnst illskan í þessu máli keyra um þverbak og ótrúleg ósannindi borin á borð fyr- ir fólk. Mér finnst tími til kominn að ég njóti skilnings og fordómaleysis vegna veikinda minna. Læknar og stjórnmálamenn þurfa að vera mann- legir. Aðalatriðið er að ég sinni störf- um mínum af alúð og heilindum og láti hagsmuni almennings ganga fyrir mínum eigin.“ | 28 Aðalatriði að ég starfi af heilindum Ólafur F. Magnússon ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar OMX á Íslandi hækkaði um 4,82% í gær og stendur í 5.451 stigi. Er þetta næst mesta hækkun vísitölunnar á einum degi, en sú mesta var í október 2001, þegar hún hækkaði um 6,11%. Undanfarna tvo daga hefur vísitalan hækkað um 7,93% og hef- ur markaðsvirði félaga í henni aukist um 139 milljarða króna. Hlutabréf Atlantic Petroleum hækkuðu um 17,89% í gær, bréf SPRON um 9,67%, Exista um 7,38% og FL Group um 5,94%. Svo virðist sem fjárfestar hafi haldið að sér höndum undanfarna daga en komið nú inn á markaðinn að nýju þegar útlit var fyrir að botninum hefði verið náð, í bili að minnsta kosti. Norrænar vísitölur hækkuðu einnig í gær, þótt engin hafi náð þeirri íslensku í þeim efnum. Samnorræna vísitalan hækkaði um 1,03%, sú danska um 1,27% og sú norska um 3,7%. Japanska Nikkei-vísitalan hækkaði um 4,1%, en breska FTSE lækkaði um 0,12% og þýska DAX um 0,06%. Bandarískir fjárfestar eru í frétt Wall Street Journal sagðir varkárir ennþá, en búist er við frekari slæmum fréttum af efnahags- málum þar í landi á næstu dögum og vikum. Dow Jones-vísitalan lækk- aði um 1,38% og Nasdaq um 1,47%. Skuldatryggingarálag bankanna lækkaði lítillega í gær. Álag á bréf- um Kaupþings fór úr 590 punktum í 570, Glitnis úr 445 punktum í 415 og Landsbanka úr 320 punktum í 315. | 16 Aukning markaðs- virðis 139 milljarðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.