Morgunblaðið - 26.01.2008, Page 8

Morgunblaðið - 26.01.2008, Page 8
8 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur veitt Rauða krossinum sjö milljónir króna til neyðaraðstoðar í Kenýa. Féð rennur til aðgerða alþjóða- samtaka Rauða krossins og er framlag Íslands þá samtals tíu milljónir en Rauði kross Íslands lagði þrjár milljónir til hjálp- arstarfsins í byrjun janúar. Aðgerðir alþjóðasamtaka Rauða krossins og Rauða krossins í Kenýa felast í því að útvega fórnarlömbum átakanna matvæli og aðrar nauð- synjar eins og teppi, moskítónet, hreinlætisvörur og vatn. Einnig hefur Rauði krossinn í Kenýa komið á fót teymum sjálf- boðaliða sem veita sálrænan stuðn- ing. Reuters Fátækt Mikil neyð ríkir í Kenýa. Sjö milljónir til hjálpar í Kenýa BÆJARMÁLAFÉLAG Seltjarnar- ness fagnar þeim árangri sem bæjarfulltrúar Neslistans og Íbúa- samtök um lágreista byggð við Bygggarða hafa náð í skipulags- málum Seltjarnarnesbæjar upp á síðkastið. Tekist hafi að hindra for- ystu sjálfstæðismanna í að auglýsa framkomna deiliskipulagstillögu á þessu svæði, sem sé algjörlega á skjön við gildandi aðalskipulag bæjarins. Bæjarmálafélagið skorar í tilkynningu á forystu sjálfstæðis- manna að láta af öfgafullri bygg- ingargleði sinni í einni fallegustu útivistarperlu höfuðborgarsvæðis- ins og taka tillit til íbúa með virku samráði. Á móti byggð við Bygggarða OLÍUFÉLÖGIN hafa lækkað elds- neytisverð um krónu á lítrann eftir að hafa hækkað verðið um 2,50 krónur í byrjun vikunnar. Algengt verð í sjálfsafgreiðslu hjá stóru olíufélögunum er 134,90 krónur en dísilolíulítrinn kostar 137,40 krón- ur. Verð hjá Orkunni er 133,20 krónur fyrir bensínlítrann og 135,70 krónur fyrir lítra af dísil- olíu. Bensínið lækkar SEINT í gær var tvö hundraðasta kerið gangsett í álveri Alcoa Fjarða- áls í Reyðarfirði og gekk allt að ósk- um. Búist er við að gangsetningu ljúki um mánaðamótin mars-apríl, en samtals eru 336 ker í tveimur kerskálum álversins. Gangsetningin hefur gengið framar vonum og fyrirtækið hefur á skömmum tíma breyst úr stærsta byggingarstað landsins í eitt stærsta framleiðslufyrirtæki landsins, segir m.a. í fréttatilkynningu. Flutt hafa verið út um 40 þúsund tonn af áli sem fara á markað í Evrópu. Þegar álverið verður komið í fullan gang mun það framleiða um 346.000 tonn af áli á ári og auka vöruflutninga frá landinu um nær fjórðung. Verið er að ljúka ráðningum starfsfólks í álverið en þar munu starfa liðlega 400 manns. Við gang- setninguna sjálfa starfa að auki um 200 manns frá undirverktökum og Alcoa-samsteypunni sem hverfa munu á braut þegar framleiðslan er komin á fullan skrið. 200 ker hafa verið gangsett STUTT ÞORSKSTOFNARNIR við aust- urströnd Kanada hrundu á árun- um í kringum 1990. Nú hefur verið nánast algjört veiðibann í 15 ár. Engu að síður hafa stofnarnir ekki náð sér á strik og það er mat kan- adíska fiskifræðingsins Ghislain A. Chouinard að ekkert bendi til þess að þeir nái sér á strik á næstu ár- um. Þorskmiðin við Nýfundnaland voru lengi þau gjöfulustu í heimi. Nú er veiðin nær engin, þrátt fyrir nær algjöra friðun. Couinard flutti erindi á ráð- stefnu Hafrannsóknastofnunarinn- ar um þorsk á Íslandsmiðum í gær, en þar var fjallað um flesta þá þætti, sem við koma vexti og viðgangi þorsksins. Ráðstefnan er haldin á Hótel Loftleiðum og verð- ur henni fram haldið í dag. Of mikil veiði „Það var fyrst og fremst of mikil veiði sem olli hruni þorskstofn- anna við austurströnd Kanada, auk þess sem framleiðni minnkaði. Þegar þessir tveir þættir fóru saman varð ástandið mun verra en ef til dæmis nýliðun hefði haldizt sú sama, “ segir Couinard í sam- tali við Morgunblaðið. „Leyfilegur heildarafli var of mikill á níunda áratugnum í ljósi þeirra staðreynda að stofnstærðir fóru minnandi og framleiðni sömu- leiðis. Þar voru margir þættir sem réðu því, en líklega hafa veiðarnar sjálfar ráðið mestu þar um. Nátt- úrulegur dauðdagi jókst einnig samfara lakari nýliðun, en auðvit- að er samspil þar á milli. Við slíkar aðstæður verður að takmarka veiðarnar. Sumar þessara breytinga má rekja til breytinga á umhverfinu, á lífríkinu. Þær breytingar liggja ekki að öllu leyti ljósar fyrir, en það eru þó ákveðin tengsl milli stærðar og stöðu þorskstofnanna og selastofnanna. Hve mikil þau tengsl eru liggur ekki ljóst fyrir en við vitum að sel hefur fjölgað og að selurinn étur þorsk. Aukin sela- gengd hefur því orðið til þess að auka náttúruleg afföll í þorsk- stofninum. Hvort hægt er að kenna selnum um hnignunina og að hve miklu leyti er ekki ljóst. Aðrar breytingar í lífríkinu gætu einnig haft mikið að segja.“ Nú eru um 15 ár síðan þorsk- veiðar voru bannaðar og stofn- stærðin er enn í algjöru lágmarki. Hvernig stendur á því? „Þótt stærð hrygningarstofn- anna ætti að vera næg til að skila sæmilegri nýliðun, skilar hún sér ekki vegna mikilla náttúrulegra af- falla. Staðan er eins og að eiga peninga á banka með mjög lágum vöxtum. Stundum gerist það að bankakostnaðurinn eykst og verð- ur meiri en vextirnir. Þá lækkar höfuðstólinn. Þetta er eins með þorskstofninn. Nýliðun er lítil en náttúruleg afföll mikil og þá vex stofninn lítið eða ekkert.“ Verðum að vernda þorskinn Telur þú líklegt að þorskurinn nái sér á strik á ný? „Við vonum það auðvitað, en eins og staðan er í dag bendir ekk- ert til þess að þorskstofnarnir vaxi á ný. Við verðum að vernda þann þorsk sem fyrir er. Stofninn er enn í sögulegu lágmarki og má því ekki við neinum veiðum. Ef hann braggast á hinn bóginn, ef nýliðun og vöxtur eykst á ný, ætti hann að ná sér á strik. En það höfum við ekki séð enn,“ segir Couinard. Fátt bendir til að þorskstofninn við Kanada nái sér á strik á ný Þrátt fyrir veiðibann er nýliðun lítil og vöxtur stofnsins nær enginn Árvakur/Frikki Náttúran Fiskifræðingurinn Ghislain A. Chouinard segir að fátt bendi til þess að þorskstofnarnir við Kanada nái sér á strik þrátt fyrir nær algjöra friðun í fimmtán ár. Ofveiði og minnandi framleiðni stofnanna ollu hruninu. Í HNOTSKURN »Þorskmiðin við Nýfundnalandvoru lengi þau gjöfulustu í heimi. Stofninn hrundi vegna of- veiði og nú er veiðin nær engin, þrátt fyrir nær algjöra friðun »Leyfilegur heildarafli var ofmikill á níunda áratugnum í ljósi þeirra staðreynda að stofn- stærðir fóru minnandi og fram- leiðni sömuleiðis »Staðan er eins og að eiga pen-inga á banka með mjög lágum vöxtum. Stundum gerist það að bankakostnaðurinn eykst og verður meiri en vextirnir. Þá lækkar höfuðstólinn Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.