Morgunblaðið - 26.01.2008, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 13
Í NÝJASTA tölublaði bandaríska
fjármálatímaritsins Forbes er
fjallað um Orra Vigfússon og haldið
til laxveiða með honum í Laxá í Að-
aldal. Í greininni er Orri kynntur
sem helsti bjargvættur laxins, en
hann hlaut á síðasta ári hin virtu
Goldman-umhverfisverðlaun fyrir
baráttu sína með Verndarsjóði
villtra laxastofna. Er Orri sagður
nútíma kaupsýslumaður sem not-
færir sér viðskiptahæfileika til
verndar náttúrulegum gæðum; einn
virtasti stangveiðimaður samtímans
notfærir sér eðli kapítalismans til að
bjarga Atlantshafslaxinum.
„Orri talaði við fiskimennina
sjálfa, ekki við stjórnvöld,“ segir
Arthur Bogason um árangurinn sem
Orri og félagar hans hafa náð í að
stöðva netaveiðar í hafinu.
Dæmi eru tekin um uppbygg-
inguna í Selá í Vopnafirði. Fyrir um
30 árum hafi veiðin verið um 500
laxar á sumri. Með uppkaupum
neta, laxastigum og aðhlynningu ár-
innar skili hún nú um 2.500 löxum á
sumri.
Orri telur Verndarsjóðinn hafa
dregið úr laxveiðum í hafinu um
85%, eða fimm milljónir laxa.
Einkavæða bandarískar ár?
Í fylgigrein í Forbes er spurt að
því hvort Bandaríkjamenn ættu að
fylgja fordæmi Íslendinga hvað
varðar eignar- og nýtingarrétt fall-
vatna. Á meðan laxveiðin hafi ekki
verið betri á Íslandi í 40 ár hafi laxa-
stofnarnir við austurströnd Banda-
ríkjanna hrunið. Á Íslandi eiga land-
eigendur árnar og fara með
veiðiréttinn, fjöldi stanga er tak-
markaður, veiðin skilar góðum
hagnaði og „á hverjum tíma hafa
fimm til tíu veiðimenn leyfi til að
veiða í 20 mílna langri á“. Þá noti
landeigendur hagnaðinn til að
styrkja eignir sínar; kaupa upp net,
byggja laxastiga, ala seiði og lag-
færa veiðistaði.
Samherjar Orra heiðraðir
Greinarhöfundur segir þetta ekki
geta gerst í Bandaríkjunum, með
gildandi lögum. Almenningur hefur
þar rétt til að veiða í ám landsins.
Ríkin geta selt veiðileyfi en verðið á
þeim er lágt. „Stjórnvöld eiga ekki
að standa í því að stjórna eða mark-
aðssetja veiðisvæði,“ er haft eftir
Orra Vigfússyni.
Nýverið afhenti forseti Íslands
tveimur helstu samherjum Orra
Vigfússonar í verndarsjóðnum
fálkaorðuna við hátíðlega athöfn.
Eru það þeir Marc-Adrien Marcel-
lier frá Frakklandi, sem barist hefur
fyrir endurreisn laxins á meginlandi
Evrópu, og Noel Carr, sem situr í
stjórn stærstu samtaka stangveiði-
manna á Írlandi. Hann hefur verið í
fararbroddi í laxavernd í heima-
landinu og starfað náið með Orra.
Ítarleg umfjöllun um Orra Vigfússon og Verndarsjóð villtra laxastofna í tímaritinu Forbes
Bjargar laxastofninum með
tækjum kapítalismans
Árvakur/Einar Falur
Bjargvætturinn Orri Vigfússon við veiðar í Laxá í Kjós. Í samtali við Forb-
es segir hann stjórnvöld ekki eiga að skipta sér af stjórn veiðisvæða.
Dagana 26. og 27. janúar efnum við til sérstakrar Lexus Hybrid Drive – sýningar
í nýjum salarkynnum okkar að Nýbýlavegi 2.
Á sýningunni gefst þér tækifæri til að kynnast einstökum eiginleikum Lexus Hybrid
Drive, nýrrar byltingarkenndrar tækni sem aðgreinir Lexus frá öllum öðrum
lúxusbílaframleiðendum heims.
Sýndir verða allir tvinnbílar í Lexus-línunni og hægt verður að reynsluaka Lexus
RX 400h sem er fyrsti tvinn-lúxussportjeppi heims.
Komdu í heimsókn, gæddu þér á léttum veitingum í glæsilegasta sýningarsal
landsins og skoðaðu í leiðinni lúxusbíla framtíðarinnar.
Opið: Laugardag kl. 12-16 ı Sunnudag kl. 13-16
LEXUS HybRID DRIVE
- sýning 26. og 27. janúar
ÍSLE
N
SK
A
SIA.IS LE
X
40680 01/08