Morgunblaðið - 26.01.2008, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 26.01.2008, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þegar ég hóf störf sem þing-fréttaritari var ég spurð aðþví hvort til stæði að égsinnti borgarpólitíkinni líka. Ég hélt nú ekki, og útskýrði fyrir viðmælanda mínum með við- eigandi lýsingarorðum að í borginni gerðist hreinlega ekki neitt. Ég hefði einu sinni setið borgarstjórn- arfund og þeir væru alveg hræðilega leiðinlegir, þunglamalegir og í allt of stóru rými. Þar væri þrætt fram og aftur um skipulagsmál og hvort mis- læg gatnamót ættu að vera hér eða þar. „Hverjum er ekki sama um mis- læg gatnamót?“ hrópaði ég. „Borg- arstörfin eru engin pólitík, á Alþingi, þar gerast hlutirnir!“ Ég hafði rangt fyrir mér. Þegar meirihlutinn sprakk í októ- ber sl. mátti merkja mikla spennu á göngum Alþingis. Fólk gekk hraðar en venjulega og nefjum var stungið saman í öllum hornum. Við fjöl- miðlafólkið stukkum flest út að Tjörn þar sem „Tjarnarkvartettinn“ skráði nöfn sín á spjöld sögunnar, með eftirminnilegum hætti. Ég breyttist á örskotsstundu úr lífs- leiðum þingfréttaritara í orkumikinn borgarfréttaritara (sem mér fannst reyndar meira viðeigandi að kalla riddara, einmitt þá). Ekkert nema kjaftasaga Nýjasta dramað í borginni átti sér alls ólíkan aðdraganda, a.m.k. í Al- þingishúsinu. Upp úr hádegi átti ég símtal við mann sem spurði mig hvort meirihlutinn væri að falla. Ég hélt hann ætti við þingmeirihlutann, hló og sagði að það væri bölvuð vit- leysa. Gömul og ný kjaftasaga sem ekkert væri hæft í. Ég kvaddi hann og fór stuttu síðar að fylgjast með umræðum í þingsal um ástandið á Gaza-svæðinu. Þegar leið á daginn spurði fjöl- miðlakona mig hvort ég vissi hvar Ólafur F. ætti heima. Ég gróf það samviskusamlega upp en spurði ekki einnar spurningar um hvað hún vildi Ólafi, sem væri svo knýjandi að símtal dygði ekki til. Í stuttu máli, þá tók ég hreinlega ekki eftir neinu þennan örlagaríka vetrardag, heldur sat bara og hringlaði með mínar venjubundnu þingfréttir. Hefði einhver spurt mig hvort Ólafur F. yrði borgarstjóri hefði ég sagt nei. Og haft rangt fyrir mér. Þegar óstaðfestar fregnir um nýja ráðhúsbyltingu loks bárust stökk ég ekki á fætur heldur rölti rólega nið- ur til að athuga stemmninguna á göngum þingsins. Í þingsal var rætt um hvort fyrirtæki sem halda úti sjóstangveiði ættu að gera það innan kvótakerfisins en gangarnir voru mannlausir. Skipt um andlit á Netinu Eftir á að hyggja þá er eins og ég hafi verið í afneitun. Ekki afneitun gagnvart því að einmitt þessi meiri- hluti væri að taka við, heldur því að önnur bylting ætti sér stað í borg- inni. Eins og barn alkóhólista sem neitar að trúa að foreldrið sé drukk- ið, eina ferðina enn. Mér dugði varla að horfa á blaða- mannafundinn í beinni og í staðinn fyrir að umturnast í riddarann sem ég var rúmum hundrað dögum áður kláraði ég mínar þingfréttir og fór svo að sinna áður áætluðum hvers- dagsleikanum. Ég hafði spáð því að pólitísku lífi Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar væri lokið. Líklega hafði ég rangt fyrir mér. Satt best að segja trúði ég því ekki almennilega að nýr meirihluti hefði verið myndaður fyrr en á fimmtudag þegar biðja þurfti fólk að yfirgefa áhorfendapalla ráðhússins vegna mótmæla. Á sama tíma mall- aði þingfundur áfram í rólegheitum. Rætt var um úrvinnslu ónýtra raf- tækja, mögulegt loftslagsráð og til- lögu Frjálslynda flokksins um að starfsemi Hafrannsóknastofnunar færist undir umhverfisráðuneytið. Margir fylgdust þó með beinni út- sendingu frá látunum í Ráðhúsinu og sumir þingmenn hlupu yfir göt- una til að fylgjast með, eða taka þátt. Á vefsíðu Reykjavíkurborgar var skipt um andlit í annað sinn í vetur, og nýtt borgarráð hélt sinn fyrsta fund. Og hver byltir næst? Til þess að fullkomna dramatíkina sagði einn borgarfulltrúi af sér ein- mitt þennan sama dag, án þess þó að það tengdist þessu beint. Ég hafði reyndar spáð því að hann myndi eiga erfitt uppdráttar í pólitík eftir fyrstu byltinguna. Ekki vegna fata- kaupa heldur vegna þess að það er ekkert grín að vera í ónáðinni hjá Sjálfstæðisflokknum. Það vill nefni- lega svo til að sá flokkur nýtur fylgis í kringum 40% landsmanna, sem eru margir óvinir að eiga. Smám saman lægir öldurnar og hver veit nema hinn pólitíski hafsjór verði sléttur um stund. Meðan það ástand varir er lítið annað að gera en að velta því fyrir sér hver gerir næstu byltingu. Ekki ætla ég að spá um það, enda óþægilega sjaldan reynst sannspá þegar kemur að borgarpólitík. Afneitun þingfréttaritarans ÞINGBRÉF Halla Gunnarsdóttir Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is FRAMTÍÐIN í baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma liggur í fyrirbyggjandi aðgerðum. Þetta er mat enska prófessorsins Ro- gers Boyle, sem hélt erindi um blóðfitulækkandi lyf og hlutverk þeirra í nýju átaki breskra stjórnvalda gegn hjartasjúkdómum og heilablóðföllum á Læknadögum. Dr. Boyle starfaði sem hjartasérfræðingur á enskum sjúkrahúsum frá árinu 1972 til 1990, þegar hann tók að starfa fyrir stjórnvöld. Árið 2000 var hann svo skipaður yfirmaður málefna hjartasjúkdóma í breska heilbrigðisráðuneytinu og hefur stýrt landsátaki gegn hjarta- sjúkdómum og heilablóðföllum síðan 2006, sem felst meðal ann- ars í róttækum aðgerðum á sviði fyrirbyggjandi læknisfræði. Erindi hans bar yfirskriftina „statín“ sem er heiti á blóðfitu- lækkandi lyfjum. Allir vilja standa sig vel í heilbrigðismálunum Í samtali við Morgunblaðið segir Roger Boyle að undanfarin ár hafi Englendingar vermt annað sætið á heimsvísu í tíðni dauðsfalla af völdum hjarta- og æðasjúkdóma á eftir Finnum. Slíkir sjúkdómar eru algengasta dánarorsök mannfólks yfirleitt, enda deyr um þriðjungur fólks af völdum þeirra. Það er mun meira en af völdum hvaða tegundar krabbameins sem er, þótt oft sé meiri umræða um alvöru krabbameins. Það er breskum yfirvöldum því hjartans mál að stemma stigu við þessum vá- gesti. „Ég er í raun tengiliður á milli fagfólksins og stjórnvalda. Mitt starf gengur út á að beina hugsjónum stjórnmálamanna og þekkingu fagfólks í sama farveg. Með því að sameina þessa tvo hópa er hægt að skapa öflugt tæki til að bæta lífskjör almenn- ings. Þetta getur verið erfitt hlutverk en við erum þó í sterkri stöðu. Heilbrigðisþjónustan er stórmál í breskum stjórnmálum og allir vilja standa sig vel í þeim málum. Stjórnmálamennirnir eru því mjög móttækilegir fyrir nýjum hugmyndum ef sýnt er fram á að þær séu skilvirkar.“ Læknar, hjúkrunarfræðingar, lyfjafræðingar, þjálfaðir leikmenn og jafnvel fólkið sjálft meti ástandið En út á hvað gengur landsátakið? Í fréttum síðla sumars 2007 bárust fréttir af þessu verkefni sem dr. Boyle segir hafa verið villandi. Þá var gefið í skyn að átakið gengi út á lyfjagjöf til allra karla og kvenna á ákveðnum aldri, aðferð sem líktist teppalagn- ingu, og þótti mörgum nóg um forræðishyggjuna sem í því virt- ist felast. „Þarna var rangt haft eftir. Við erum sannfærð um að Englendingar vilja ekki slíka nálgun. Nei, lausnin felst ekki í því að setja blóðfitulækkandi lyf út í vatnsból höfuðborgarinnar!“ segir hann og hlær. „Þetta er hugsað sem einstaklingsbundið mat sem fjöldi fólks getur framkvæmt. Læknar og hjúkr- unarfólk getur gert það. Lyfjafræðingar geta framkvæmt slíkt mat í apótekum. Við teljum jafnvel að vel þjálfaðir leikmenn geti framkvæmt slíkt mat á fólki. Einnig verður hægt að ná til fólks með sjálfsmati, spurningakönnunum og netkönnunum.“ Vonast er til að hægt verði að ná til milljóna manna sem eru í áhættuhópum án þess að vita af því og gefa þeim kost á fyr- irbyggjandi meðferð, eða aðstoð við að bæta lífsstílinn, sem kemur í veg fyrir alvarleg áföll síðar, eða seinkar þeim um ár eða áratugi. Þannig verði heilsufarsástand fólks greint, það spurt spurninga um mataræði, hreyfingu, reykingar og fleira slíkt. Magn kólesteróls í blóði mælt og svo framvegis. Kostnaðurinn af landsátaki sem þessu verður gríðarlegur, að hans sögn, enda fólksfjöldinn nálægt fimmtíu milljónum. Fara þurfi í umfangsmiklar fjölmiðla- og auglýsingaherferðir til þess að kynna átakið og fræða fólk um sjúkdómana. „Svona aðferðir eru til og eru í notkun á fleiri stöðum, en þetta er róttæk hug- mynd að því leyti að við viljum beita henni kerfisbundið á heila þjóð. Það hefur aldrei verið gert áður. Forsætisráðherrann hef- ur sagt að við getum hafist handa innan nokkurra mánaða og nú er í gangi ítarleg efnahagsleg greining til þess að kveða upp úr um hvaða aðferðir verða notaðar. Þetta er bæði læknisfræðileg, pólitísk og fjárhagsleg ákvörðun.“ Íslendingar í enn betri stöðu fyrir átak en Bretar Árlega eyða Bretar um 550 milljónum punda í statínlyf ein og sér, eða sem nemur 71,5 milljörðum króna. „Þess vegna verðum við að fullvissa okkur um að læknar séu að skrifa út þau lyf sem virka vel fyrir viðkomandi sjúkling en um leið þau ódýrustu sem völ er á. Það er gríðarlegur verðmunur á þessum lyfjum, verð þeirra dýrustu er tífalt hærra en þeirra ódýrustu,“ segir Boyle. Í hans tíð hefur lýðheilsustarf verið eflt mjög, reynt að hvetja al- menning til heilbrigðara lífernis og reynt að bæta meðferð lækna. „Við höfum séð að með þessu úrvali af aðgerðum hefur dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma og heilablóðfalla fækkað um 40% á umliðnum árum. Við fögnum auðvitað þeim árangri en þó að fólk deyi síður vegna einkenna sinna núna fær það þau enn og reyndar fjölgar því. Þess vegna er þróunin sú að á meðan dauðsföllum fækkar rýkur heilbrigðiskostnaður vegna þessara sjúkdóma upp.“ Markmiðið með átakinu er að ná enn frekari seinkun hjarta- og æðasjúkdóma á æviferli fólks. Nú þegar hefur þeim verið seinkað mikið en helst þarf, að mati prófessorsins, að seinka þeim fram í svo háa elli að þörfin fyrir kostnaðarsamar aðgerðir eins og hjáveituaðgerðir og kransæðavíkkun minnki. „Englend- ingar eyða nú þegar meira fé í þessa sjúkdóma en önnur Evr- ópulönd, að Þýskalandi frátöldu.“ Hann nefnir sem dæmi að Finnar eru í sjötta sæti og eyða um 22.000 krónum á hvert mannsbarn á hverju ári, Svíar eru í þriðja sæti og eyða um 30.000 krónum og Englendingar um 33.000 krónum. Og dr. Boyle mælir með svipuðu átaki fyrir Íslendinga. „Ég held að þið séuð í enn betri stöðu en við til að gera þetta. Þið haf- ið fleiri hjartalækna og fleira heilbrigðisstarfsfólk miðað við fólksfjölda og auðvitað mun færra fólk. Ég tók strax eftir því við komuna hingað að hér er mikið af skyndibitastöðum. Við Eng- lendingar höfum fetað þá slóð á undan ykkur og erum nú næst- feitasta þjóð í heimi. Ég mæli ekki með því.“ Helmingur Breta veit ekki muninn á heilablóðfalli og hjartaáfalli. Fæstir þekkja áhrif reykinga á hjartað Aðspurður játar Roger Boyle því að það verði afar erfitt verk- efni að ná til alls þessa fólks en það verði að upplýsa fólk, til dæmis um tengslin milli reykinga og áhættunnar á hjartaáfalli eða heilablóðfalli. Fáfræðina segir hann allsráðandi. Flestir viti að reykingar hafa áhrif á lungun og auka hættu á krabbameini, en ekki að þær valdi hjartasjúkdómum. Næstum helmingur Breta þekkir heldur ekki muninn á hjartaáfalli og heilablóðfalli. „Fólk einfaldlega veit ekki, en samt hefur þetta vandamál lík- lega haft slæm áhrif á hverja einustu fjölskyldu í landinu. Viðkvæðið er líka oft á þá leið að það sé engin ástæða til að fresta hjartveiki fram í háa elli því betra sé að detta niður dauð- ur einn daginn úr hjartaáfalli en að deyja hægum dauðdaga úr krabbameini. En það er ekkert sem styður þessa fullyrðingu! Nú til dags deyr fólk síður úr hjartaáföllum. Miklu frekar eru líkur á því að hjarta fólks skemmist sem skerðir lífsgæði þess og gerir það vansælt. Svo einfalt er það. Þar að auki styður ekkert þá fullyrðingu að fleiri deyi úr krabbameini eftir því sem færri látast fyrir aldur fram af völdum hjartasjúkdóma, ekki ensk gögn í það minnsta. Við viljum sýna að með einföldum aðgerð- um, betra líferni og betri meðferð er hægt að ná fram miklum árangri. Við sem stöndum fyrir þessu landsátaki erum ekki boð- berar válegra tíðinda, heldur þvert á móti.“ Bretar ráðast til atlögu við hjartasjúk- dóma og heilablóðföll með landsátaki Lýðheilsustarf og fyrirbyggj- andi lyfjagjöf beitt vopn gegn algengustu dánarorsök heims Árvakur/Kristinn Átak Ætlunin er að fræða milljónir manna um ástand sitt, enda segir dr. Boyle fáfræði um hjartasjúkdóma gríðarlega mikla.» „Nei, lausnin felst ekki í því að setja blóðfitulækkandi lyf út í vatnsból höf- uðborgarinnar!“ segir hann og hlær. „Þetta er hugsað sem einstaklingsbundið mat sem fjöldi fólks getur framkvæmt.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.