Morgunblaðið - 26.01.2008, Page 16

Morgunblaðið - 26.01.2008, Page 16
16 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF                                                            !" #$% % #&&' !"#$$%   &'   !"#$ %& !"#$ '("#$ ) !"#$ *( (+ ("#$ ,#$(-(!#.*/0*  12 * ( !"#$ 3 !4( / "#$ ) + (0* "#$  *"#$ 56  - 7 89 :9#$+$"#$ ;-("#$ < "#$ ( $) "$*$ & ' =>"#$ *# 2"#$ * (2( ; * (25  * -5? ( ( */ !"#$ @ ;  12 * (2 !"#$ A" :("#$ ;//( /-(8&8( "#$ B( * &8( "#$ !& '$+ ',$*$-  .& C  ;* -( - , ("#$ ,-!(8: "#$ /& &0'  $                                               !" !  "#   !"$ $ $# # "# $$    $ !      " %$    !!   B(8(!( /(  (*+ 8D*  /E 3 !* FG$$= G$>GF$FF $FH$=$G= $FI$IH$> =$HG$F$G>G $$ >$F$=I F$II=$=$=G $FF$HH>$I =$G>$H =$=$H> $HH$H$H== F$F>$>> FG$==$HFF =$F$>G $F=>$  G$>I$ F$>I$=IF G$ =$>I$I>= =$F$F= 7 7 7 IH$=G=$ $ 7 IJ=F J FJ JFF FJ= FHJF FGJ= G=J =JI HIJ >J> =JI JI= H=J JH >JG> G>J $> J JH J =J F=JF 7 7 F$HH 7 7 IJ=> JG FJH JF= FJG FHJ FGJ G=HJ =JI HHJ >J>H =JH JIH H=J> JH >JI GIJ $>H GJ J> J =JF 7 7 7 =$F J >J :&* ( %(8(! F   IH FF = H  >=  F >G I > > = 7   = F = 7 7 7   7 /  ( / %(8$% 8 F$$FI F$$FI F$$FI F$$FI F$$FI F$$FI F$$FI F$$FI F$$FI F$$FI F$$FI F$$FI F$$FI F$$FI F$$FI F$$FI F$$FI F$$FI F$$FI F$$FI F$$FI F$$FI H$$FI >$F$FG FF$I$FG F$$FI F$$FI $$FI Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is HÆKKUN á markaðsverðmæti fé- laga í Úrvalsvísitölu Kauphallar OMX á Íslandi nam rúmum 139 millj- örðum króna í viðskiptum síðustu tveggja daga, en hlutabréf hækkuðu mikið í verði í Kauphöllinni í gær, annan daginn í röð. Lokagildi Úr- valsvísitölunnar var 5.451 stig, sem er 4,82% hækkun frá deginum áður og er þetta næstmesta hækkun vísi- tölunnar á einum degi í sögu kaup- hallarinnar. Mesta hækkun á einum degi var í október 2001, þegar hún nam 6,11%. Bréf SPRON hækkuðu um 9,67% í gær og Exista um 7,38%. Undanfarna tvo daga hefur vísital- an hækkað um 7,93% og hafa bréf SPRON hækkað um 19,0%, FL Group um 14,8% og Exista um 10,7%. Í Hálffimm fréttum greiningar- deildar Kaupþings segir að ætla megi að kaupendur hafi beðið á hlið- arlínunni eftir að óveðrinu slotaði og streymt í stríðum straumum inn á markaðinn í dag eftir að ljóst varð að hann hafði náð til botns í bili á mið- vikudaginn. Þessi atburðarás sverji sig í ætt við þá þróun, sem hafi orðið á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í vikunni. Að hlutabréfavísitölum í Asíu og á Norðurlöndum undanskildum lækk- uðu helstu vísitölur heims í gær, þótt lækkanirnar væru í raun ekki miklar. Samnorræna vísitalan hækkaði um 1,03%, sú sænska um 0,33% og sú danska um 1,27%. Breska FTSE vísi- talan lækkaði um 0,12% og þýska DAX um 0,06%. Japanska Nikkei vísitalan hækkaði um 4,10%. Fjárfestar í Bandaríkjunum voru varkárir í gær og segir í frétt Wall Street Journal að almennt sé búist við fleiri slæmum fréttum af þróun efnahagsmála áður en varanlegur bati hefjist. Dow Jones lækkaði um 1,38% í gær og Nasdaq um 1,47%. Skuldatryggingarálag bankanna lækkaði lítillega í gær. Álag á bréfum Kaupþings fór úr 590 punktum í 570, Glitnis úr 445 punktum í 415 og Landsbanka úr 320 punktum í 315. Viðsnúningur á hlutabréfamarkaði #(-- /  F$: K #& /  F$: K 2   &'$, ') " 3$+#$3$ %          = = F F        ● STJÓRN breska brugghússins Scottish & New- castle hefur sam- þykkt yfirtöku- tilboð frá danska brugghúsinu Carlsberg og hol- lenska brugghús- inu Heineken. Til- boðið hljóðar upp á 800 pens á hlut eða 7,8 milljarða punda fyrir allt fyrir- tækið. Áður hafði stjórn Scottish & New- castle hafnað tveimur tilboðum frá félögum tveimur. Nýr eigandi Scottish & Newcastle verður nýstofnað félagið Sunrise Acquisitions, sem er í eigu Carls- berg og Heineken. Að loknum kaup- unum mun starfsemi Scottish & Newcastle í Frakklandi, Grikklandi, Kína og Víetnam renna til Carslberg, en starfsemi í Bretlandi, Írlandi, Portúgal, Finnlandi, Belgíu, Banda- ríkjunum og Indlandi til Heineken. Carlsberg og Heine- ken kaupa S&N ● BANKASTJÓRN Seðlabanka Ís- lands hefur tekið ákvörðun um að framvegis verði bankinn opinn fyrsta virka dag ársins enda eigi þær sögu- legu skýringar á því að afgreiðslur banka og sparisjóða hafa verið lok- aðar hér á landi fyrsta virka dag árs- ins ekki lengur við. Seðlabankinn hafði fyrr í þessum mánuði kynnt áformin með bréfi til viðskiptabanka og sparisjóða. Í tilkynningu segir að í því felist að unnt verði að eiga þau viðskipti við Seðlabankann sem viðskiptavinir hans jafnan eiga, þ.m.t. að færa færslur um stórgreiðslukerfið og eiga viðskipti með seðla og mynt svo dæmi séu tekin. Bankar og spari- sjóðir eiga þess því kost að hafa af- greiðslur sínar opnar á þessum degi, að því er segir í tilkynningu Seðlabanka Íslands. Ekki lokað fyrsta virka dag ársins ● MOODY’S hef- ur uppfært láns- hæfismat sitt á Norvik banka í Lettlandi, sem er í eigu Straum- borgar, fjárfest- ingafélags Jóns Helga Guð- mundssonar og fjölskyldu. Gefur Moody’s bank- anum einkunnina D- fyrir fjárhags- legan styrkleika, sem samsvarar lánshæfiseinkunninni Ba3. Sam- kvæmt tilkynningu frá Straumborg telur Moody’s horfur í öllum liðum bankans vera stöðugar. Möguleiki sé á að lánshæfiseinkunn bankans verði hækkuð ef félagið haldi áfram að styrkja útibúanet sitt, lausa- fjárstöðu, fjármögnun og áhættustýr- ingu. Í lok árs 2007 nam eigið fé bankans 7,5 milljörðum króna og heildareignir 86 milljörðum króna. Moody’s uppfærir mat sitt á Norvik banka Jón Helgi Guðmundsson VIÐBRÖGÐ franska bankans Société Générale við gríðarlegum fjársvikum miðlara, sem starfaði hjá bankanum, kunna að hafa afvegaleitt stjórnendur bandaríska seðlabank- ans og ýtt undir þá ákvörðun þeirra að lækka stýrivexti óvænt í vikunni, samkvæmt grein í Wall Street Journal. Segir þar að sala Société Générale í byrjun vikunnar á verðbréfum, sem miðlarinn svikuli hafði keypt í nafni bankans, hafi m.a. leitt til þess að stjórnendur seðlabankans tóku ákvörðun um vaxtalækkun. Þegar litið sé til baka varpi verðbréfasala franska bankans nýju ljósi á vaxta- lækkunina. Í greininni segir að með þessu sé ekki sagt, að sala Société Générale hafi valdið þeim umbrot- um, sem urðu á markaði á mánudag og þriðjudag en hún hafi haft tölu- verð áhrif. Á miðvikudag tilkynnti franski bankinn að miðlari á vegum hans hefði tapað um 4,9 milljörðum evra, jafnvirði nærri 480 milljarða króna í afleiðuviðskiptum, en hefði falið tap- ið fyrir eftirlitsaðilum og yfirmönn- um sínum. Bankinn segir að upp hafi komist um svikin um helgina og á mánudag byrjaði bankinn að losa sig út úr þeim stöðum sem miðlarinn, Jerome Kerviel, hafði tekið. Vaxtalækkun vegna fjársvika AVION Aircraft Trading hefur fest kaup á 90% hlut í litháíska flug- félaginu Nordic Solutions Air Services, NSA. Hafþór Hafsteins- son, stjórnarformaður Avion Air- craft Trading, staðfesti þetta í sam- tali við Morgunblaðið og sagði jafnframt að nafni félagsins hefði verið breytt í Avion Express. Félagið er með þrjár fraktvélar á sínum snærum af gerðinni Saab 340A, sem einnig eru í farþega- flugi, og að sögn Hafþórs er ætlun- in að kaupa þrjár Saab-vélar til við- bótar. Félagið hefur aðallega verið í verkefnum fyrir Air Åland í flugi frá Álandseyjum en ætlunin er að fara inn á fleiri styttri flugleiðir innan Evrópu. Höfuðstöðvar flug- félagsins eru í Vilníus en NSA hafði verið í eigu sænskra fjárfesta. Stofna Avion Express í Litháen Ljósmynd/Saab Aircraft ÞETTA HELST ... ● KRÓNAN styrktist í gær um 0,75%. Gengisvísitala krónunnar var 126,85 við upphaf viðskipta í gær- morgun og var 125,90 þegar þeim lauk. Velta á millibankamarkaði var 26,7 milljarðar króna. Gengi Bandaríkjadollars var við lok viðskipta 65,10 krónur, gengi breska pundsins var 128,95 krónur og gengi evru 95,75 krónur. Dollarinn styrktist gagnvart evr- unni í gær, en evran var í lok fimmtu- dags virði 1,467 dala, en í lok gær- dagsins 1,476 dala. Pundið styrktist hins vegar gagnvart dollaranum, fór úr 1,975 dölum í 1,981 dal. Krónan styrkist ALFESCA seldi fiskafurðir fyrir 262 milljónir evra á öðrum ársfjórð- ungi síns rekstrarárs, jafnvirði um 25 milljarða króna á núvirði. Er þetta aukning frá fyrsta ársfjórðungi um 11%. Á samanburðargrunni jókst sala milli ára hjá fjór- um meginstöðum fyrirtækisins um 5%. Í tilkynningu Al- fesca til kauphallar má sjá að sala á hátíðarréttum fyrir jólin eins og reyktum laxi, rækju, skelfiski og smurrétt- um hefur gengið mjög vel. Þá var mjög góð sala í anda- afurðum undir merkjum Labeyrie, eins og t.d. á foie gras. Hins vegar gekk sala á fiski ekki vel vegna erfiðra markaðsaðstæðna en sú starfsemi er ekki sögð vega þungt þegar litið er á heildararðsemi Alfesca. Þetta er mikilvægasti ársfjórðungurinn í rekstri fyrirtækisins enda segist forstjórinn, Xavier Govare, vera ánægður með sölutölur fjórðungsins. Fjórar meginstoðir Alfesca séu að vaxa og gæðavörurnar hafi dregið vagninn í jóla- vertíðinni. Fiskafurðir fyrir 25 milljarða RAGNAR Z. Guðjónsson, spari- sjóðsstjóri Byrs, segir að misskiln- ings hafi gætt í frétt á viðskiptasíð- unni í gær um stofnfé Byrs. Ekki sé um það að ræða að gengi stofnbréfanna hafi verið 3,0 samkvæmt skil- málum nýlegs út- boðs á auknu stofnfé, eins og fram hafi komið í fréttinni. Fyrir það fyrsta megi sparisjóður ekki gefa út stofnfé á hærra verði en sem nemur endur- metnu nafnverði sem samsvarar genginu 1. Í stofnfjárútboðinu sem fram fór í síðasta mánuði var gefið út stofnfé að fjárhæð 23,7 milljarðar króna að endurmetnu nafnverði og seldist allt stofnféð í útboðinu. Ragnar segir það hins vegar rétt að gengi bréfa Byrs hafi lækkað, en sú lækkun sé í takt við lækkanir á verðbréfamörkuðum. Síðustu við- skipti með stofnbréfin hafi verið á genginu 1,9. Þá bendir Ragnar á að Byr hafi aldrei átt hlut í Exista, fyrir utan það sem fari daglega út og inn í veltubók fyrirtækisins og það séu ekki háar fjárhæðir, en í frétt blaðsins stóð að Byr hefði að mestu losað sig við bréf í Exista. Beðist er velvirðingar á þessu ranghermi. Gengið 3 ekki í skil- málum Ragnar Z. Guðjónsson BN Boligkreditt, félag í eigu BN Bank, dótturfélags Glitnis í Noregi, hefur frestað útgáfu sérvarinna skuldabréfa, sem átti að fara fram í vikunni, vegna aðstæðna á markaði, að því er kemur fram á vef Reuters. Útgáfan, sem hefði verið fyrsta út- gáfa sérvarinna skuldabréfa í Nor- egi, átti að nema einum milljarði evra (um 95 milljörðum króna) og áttu bréfin að vera til fimm ára. Haft er eftir talsmanni BN að ekki sé hætt við útgáfuna, heldur muni hún fara fram þegar meira jafnvægi sé komið á markaði og auðveldara sé að sjá fyrir stefnu tryggingaálags á bréfunum. Staðan verði metin dag frá degi. Lánshæfismatsfyrirtækið Moodys hafði veitt skuldabréfunum skilyrta einkunn upp á AAA, sem er hæsta mögulega einkunn. Skilyrt skulda- bréf eru almennt mjög seljanleg. BN Boligkredit frestar útgáfu ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.