Morgunblaðið - 26.01.2008, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 26.01.2008, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 19 ERLENT Kaíró. AFP. | Hávaðamengunin í Kaíró hefur aukist verulega og er komin á hættulegt stig, hefur valdið fólki heyrnarskemmdum og streitu, jafnvel leitt til dauða. Hávaðinn í miðborg Kaíró mælist um 90 desíbel að meðaltali og fer aldrei niður fyrir 70 desíbel, sam- kvæmt könnun Rannsóknamið- stöðvar Egyptalands. Það að búa í miðborginni er eins og að vera allan daginn í verksmiðju. „Það sem er eftirtektarvert við Kaíró er að hávaðinn á mörgum göt- um á ólíkum tímum dagsins er langt yfir þeim mörkum sem umhverf- isverndarstofnun Egyptalands hefur sett,“ sagði Mustafa Ali Shafiye, sér- fræðingur við rannsóknarmiðstöð- ina. „Í miðborginni getur hávaðinn verið um 90 desíbel klukkan hálfátta á morgnana en umhverfisverndar- stofnunin telur viðunandi að hávað- inn sé 35-55 desíbel að meðaltali.“ Á vef umhverfisstofnunar kemur fram að hættumörkin eru talin vera við 80-85 dB jafngildishljóðstig. Tímaritið New Scientist sagði í desember að hávaðamengun gæti valdið dauðsföllum líkt og langvinn streita. Hávaðamengunin gæti vald- ið „samsöfnun streituhormóna, bólg- um og breytingum á efnaskiptum líkamans og á endanum leitt til vandamála á borð við blóðrásartrufl- anir og hjartaáföll“. Mohammed el-Shazly, eyrnasér- fræðingur við Kaíró-háskóla, sagði að hávaðamengunin væri óvenju- mikil í Kaíró, miklu meiri en í öðrum borgum arabalanda. „Það sem er sérstakt við Kaíró er að iðnaðar- svæðin og íbúðarsvæðin eru ekki að- skilin. Fólk á borð við lögreglumenn sem eru alltaf á götunum getur orðið fyrir alvarlegum skaða.“ El-Shazly sagði að fólk, sem byggi á svæðum þar sem hávaðinn væri yfir hættumörkum, byrjaði að missa heyrnina smám saman. Nagat Amer, annar sérfræðingur við rannsóknarmiðstöðina, sagði að hávaðamengunin drægi úr afköstum fólks, ylli fjarvistum frá vinnu og slysum sem gætu valdið fötlun. Kostnaðurinn við að draga úr hljóð- menguninni væri miklu minni en kostnaðurinn af afleiðingunum. Hávaðinn getur verið banvænn Skarkalinn yfir hættumörkum í Kaíró AP Mengun Hávaði er vandamál í Kaíró ekki síður en loftmengunin. Sjálfstæðisflokkurinn Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík sími 515 1700 www.xd.is 13.00 Aðalfundur Varðar – Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Ávarp, Marta Guðjónsdóttir, formaður Varðar – Fulltrúaráðsins. Venjuleg aðalfundarstörf Ræða formanns Sjálfstæðisflokksins, Geirs H. Haarde, forsætisráðherra Þingforseti: Guðfinna S. Bjarnadóttir, alþingismaður 14.00 Opinn fundur – allir velkomnir Framtíðarsýn í borgarmálum Framsöguræður flytja: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður borgarstjórnar- flokks sjálfstæðismanna Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi. Að loknum framsögum sitja auk þeirra í pallborði borgarfulltrúarnir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Jórunn Frímannsdóttir. 20.00 Þorrablót sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í Súlnasal Hótels Sögu. Húsið opnað kl. 19.00 Heiðursgestur: Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Blótsstjóri: Erla Ósk Ásgeirsdóttir, formaður Heimdallar. Öryggi og velferð Framtíðarsýn í borgarmálum Kjördæmisþing reykvískra sjálfstæðismanna í dag laugardaginn 26. janúar 2008 í Sunnusal Hótels Sögu Á kaffihúsinu sem Te & kaffi starfrækir í Saltfélaginu er ilmandi kaffi á boðstólum alla daga. Opið frá kl. 10-18 virka daga og 11-16 um helgar. E N N E M M / S ÍA / N M 3 18 3 1 ÚTSALA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.