Morgunblaðið - 26.01.2008, Síða 21

Morgunblaðið - 26.01.2008, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 21 MENNING Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Rvk. www.lso.is - lso@lso.is SUMARTÓNLEIKAR LISTASAFNS SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR 2008 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar býður tónlistarfólki að sækja um þátttöku í þriðjudagstónleikum sumarið 2008 sem verða haldnir vikulega frá miðjum júlí til ágústloka. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 12. febrúar nk. með drögum að efnisskrá, upplýsingum um flytjendur (CV) og kjörtíma tónleika. Valið verður úr umsóknum og öllum svarað. Eftir Einar Fal Ingólfsson og Helga Snæ Sigurðsson MAGNÚS Geir Þórðarson verður næsti leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur. „Það var einróma nið- urstaða stjórnarinnar að ráða Magn- ús Geir sem næsta leik- hússtjóra,“ segir Inga Jóna Þórð- ardóttir, formað- ur stjórnar Borg- arleikhússins. Hún kynnti ákvörðun stjórn- arinnar fyrir starfsfólki leik- hússins í hádeg- inu í gær og segir fólk hafa tekið tíðindunum vel. Magnús Geir, sem er fráfarandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, mun fljótlega taka til starfa og fara að undirbúa dagskrá næsta leikárs. Starfar hann samhliða Guðjóni Ped- ersen, sem er leikhússtjóri þar til samningur hans rennur út í júlílok. Magnús Geir er ráðinn til fjögurra ára en Guðjón hefur gegnt starfi leikhússtjóra í átta ár. Sjö sóttu um starfið. „Við áttum mjög góðar viðræður við nokkra um- sækjendur,“ segir Inga Jóna og bæt- ir við að stjórnarmönnum hafi litist afar vel á það sem Magnús Geir hafði fram að færa. Magnús hefur gegnt stöðu leik- hússtjóra Leikfélags Akureyrar í fjögur ár og hlakkar til þess að tak- ast á við nýja starfið. Formleg leik- hússtjóraskipti í Leikfélagi Reykja- víkur verða 1. ágúst. Fullt af hugmyndum Magnús segir það verkefni næstu vikna að setja sig inn í málin í Borg- arleikhúsinu, kynnast starfsfólki þar og starfsháttum svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um fram- haldið. Rekstur LA og LR sé að mörgu leyti ólíkur en að sama skapi eigi leikfélögin margt sameiginlegt. „Ég er með fjölda hugmynda og stafla af leikritum sem mig dreymir um að koma á svið. Hins vegar er í rauninni öll vinnan eftir við að máta öll þessi verk við húsið, mannskap- inn og þess háttar,“ segir Magnús. Hann sé með ákveðnar hugmyndir að einhverjum breytingum í starf- semi LR en það séu engar kúvend- ingar eða byltingar framundan. Lít- ið sé þó hægt að tala um þessar hugmyndir á þessu stigi en allt miði að því að láta leikhúsið vaxa og dafna enn frekar. „Ég er með fullt af verkum í poka- horninu og eins og alltaf þegar mað- ur er að raða upp leikári verður maður að skoða hvernig þau passa saman, hvernig þetta passar út frá nýtingunni á hópnum o.s.frv,“ segir Magnús og því ekki tímabært að nefna dæmi um leikrit sem hann sé spenntur fyrir. Stór hluti af starfi leikhússtjóra sé að finna réttu verk- in og fylgjast grannt með leikhúsi í öðrum löndum. „Ég vonast til að þetta verði leik- hús í fremstu röð, muni bjóða upp á fjölbreytt úrval af kraftmikilli og góðri leiklist í hæsta gæðaflokki og það verður bæði innlent og erlent. Að landsmenn allir streymi í Borg- arleikhúsið og séu stoltir af þeirri starfsemi sem þar fer fram. Auðvit- að er það alltaf draumurinn að geta bætt svolítið við í frumflutningi verka og við hljótum að stefna að því.“ Hann hafi sérstakan áhuga á því að hlúa sérstaklega að uppsetn- ingum LR í Borgarleikhúsinu, án þess að það komi niður á öðrum sýn- ingum og uppákomum í húsinu. Skilar góðu búi Aðsókn að leiksýningum LA hefur aukist jafnt og þétt í leikhússtjóratíð Magnúsar, sýningar þess hlotið lof og rekstur félagsins gengið vonum framar. Hann skilar því góðu búi til eftirmanns síns. „Ég er búinn að leggja líf og sál í þetta leikhús í fjögur ár,“ segir Magnús um LA. Hann muni kveðja leikfélagið með sorg í hjarta og hlýj- ar minningar, enda sé starfsfólk LA einvalalið. „Ég veit hins vegar að hann er öf- undsverður sem kemur til með að taka við leikhúsinu á Akureyri, að koma inn í þennan frábæra hóp,“ segir Magnús. Magnús Geir stýrir Borgarleikhúsinu Morgunblaðið/ÞÖK Úr LA í LR Magnús Geir Þórðarson tekur formlega við af Guðjóni Petersen, leikhússtjóra LR, þann 1. ágúst næstkomandi. Inga Jóna Þórðardóttir Spenna lá í hreina fjallaloftinu á Ísa- firði sl. fimmtudag vegna hátíð- artónleika kvöldsins, sem haldnir voru í tilefni 60 ára afmælis Tónlistar- skóla Ísafjarðar. Hundrað manna há- tíðarkór, sem samanstóð af besta söngfólki Vestfjarða skv. upplýs- ingum heimamanna, hafði verið á stíf- um æfingum undanfarnar vikur. Sin- fóníuhljómsveit Íslands var stödd í bænum og hafði leikið á tvennum tón- leikum fyrir yngri kynslóðina daginn áður, en það uppátæki vakti slíka lukku að foreldrar og systkini fjöl- menntu á hátíðartónleikana í fylgd þessara sömu barna. Stúkur Íþróttahússins voru þétt- setnar og mætti gróflega áætla að um 600 manns frá Ísafirði og nágranna- bæjum hafi hlýtt á tónleikana. Um- gjörð var sú besta sem á varð kosið miðað við aðstæður, en eðlilegt er að deiliskipulag tæplega fjögurþúsund manna sveitafélags geri ekki ráð fyrir mörghundruð manna tónleikahöll. Önnur lógík hefur verið ráðandi í höf- uðborginni seinustu áratugi því þrátt fyrir hráa umgjörð sló sjálft Íþrótta- húsið á Torfnesi heimahúsi Sinfóní- unnar við hvað hljómburð varðar. Sjaldan hefur undirrituð heyrt jafn vel í hljómsveitinni og umrætt kvöld Tónleikarnir hófust með viðeigandi hátíðarforleik eftir Sjostakovitsj. Ná- vígi við hljómsveitina magnaði spenn- andi kapphlaupið í fiðlunum og tré- blásurunum þótt hljómburðurinn hafi á stundum verið málmblásurum um of í hag. Hljómsveitin lék af miklum móð og var heildarútkoman í einu orði sagt stórfengleg. Anna Áslaug Ragnarsdóttir steig næst fram og lék með hljómsveitinni píanókonsert nr. 2 eftir Chopin. Anna lék alltaf af mik- illi nærgætni og þokka þótt tempó hefði verið hið rólegasta í jað- arköflum. Í gullfallegum öðrum kafla verksins var allt nákvæmlega eins og það átti að vera og flutningur vægast sagt dásamlegur. Ekkert var út á fín- lega spilamennsku Önnu að setja nema helst í virtúósarununum á loka- sprettinum sem reynst hafa heimsins bestu píanóleikurum hinir mestu fingurbrjótar. Eftir hlé tók við frumflutningur á nýrri sinfóníettu eftir ísfirska tón- skáldið Jónas Tómasson; sú fimmta í stórri tónverkaröð sem tónskáldið til- einkar íslenskri náttúru. Væru tré höfð í huga, eins og titill verksins gef- ur til kynna, þá hefði t. a. m. verið hægt að ímynda sér trjástofn með línulegum strengjafilmum og fín- legum trjágreinum með beislaðri ómstríðu. Í framvindu verksins var margt sem greip athygli, t. d. laglínur í djúpradda fiðlum, andsvar djúpra bassa og blæbrigðaskipti milli blás- ara. Umhyggjusamt strengjalag studdi hógværa flautulaglínu uns verkinu lauk í eintónuðu hvísli. Tón- skáldið hefur gefið verkinu nokkuð lausa byggingu en það kom þó ekki að sök þar sem lengdin var tiltölulega hófstillt. Veglegasta tónveislan var síðast á efnisskránni, Gloria eftir franska tón- skáldið Francis Poulenc, meðlim „hinna 6“ ásamt Milhaud og Honeg- ger. Glæsilegur hátíðarkórinn söng af augljóri einbeitni og ríkri hljómfeg- urð. Allar innkomur voru skýrar sem og skemmtilegar franskar framburð- aráherslur á latneskum textanum. Rödd Ingunnar Óskar Sturludóttur mezzosóprans er hljómrík og af- skaplega þægileg áheyrnar, og ólíkt mörgum söngkonum lét hún ekki þrungið víbratóið eitt og sér sjá um ómun raddarinnar. Sinfónían lék frá- bærlega vel og mætti lýsa heild- arflutningi verksins sem tónlist- arsigri. Sjaldan hefur undirrituð upplifað jafn jákvæðar viðtökur tónleikagesta, og það í jafn fámennu samfélagi. Óhætt er að fullyrða að óvíða ann- arsstaðar á landinu sé hægt að hóa saman jafn stórum og vönduðum kór með jafnmiklum metnaði. Tónlistar- lífið á Ísafirði er hreint með ólík- indum og báru tónleikarnir því glæsi- legt vitni. Undravert tónlistarlíf TÓNLIST Íþróttahúsið á Torfnesi Hátíðarforleikur í A–dúr, op. 96, eftir Dmitri Sjostakovistj, píanókonsert nr. 2 í f–moll, op. 21, eftir F. Chopin, Sinfón- íetta V (Tré – Til Dísu) eftir Jónas Tóm- asson og Gloria eftir Francis Poulenc. Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit Íslands og Hátíðarkór Tónlistarskólans á Ísafirði. Einleikari: Anna Áslaug Ragnarsdóttir, pí- anó. Einsöngvari: Ingunn Ósk Sturludótt- ir, mezzosópran. Kórstjóri: Beáta Joó. Stjórnandi: Bernharður Wilkinson. Fimmtudagur 24. janúar 2008 kl. 20. Hátíðartónleikarbbbbn Alexandra Kjeld ÞAÐ var notalegt að eiga kvöldstund í Langholtskirkju með Kammerkór Langholtskirkju, Jóni Stefánssyni og djassleikurunum Sigurði Flosa- syni, Davíð Þór Jónssyni, Valdimari Kolbeini Sigurjónssyni og Einari Scheving. Yfirskriftin var: Tónleikar með jazzívafi og orð að sönnu. Þarna voru dægurlög, þjóðlög og verk eftir Nils Landgren flutt ýmist af kórn- um, kvartettnum eða hvorutveggja. Fyrst á dagskrá voru lög eftir Jón Múla, Steingrím Sigfússon og Magn- ús Eiríksson. Kórútsetningarnar voru í dæmigerðum Magga Ingi- mars stíl, og trúlega einhverjar eftir hann þó þess væri ekki getið. Kvart- ettinn lék með en því miður naut hann sín ekki einsog kórinn vegna hljómburðar, sérí lagi var bagalegt hversu illa heyrðist í flyglinum. Fjórmenningarnir voru þó í feikna- stuði einsog best mátti heyra í lög- unum er þeir léku einir: Stínu Árn Ísleifs, Frá Vermalandi og These Foolish Things. Það ríkti engin lýrík í Vermalandinu einsog hjá Stan Getz og Ormslev og Davíð Þór hlóð hljóm- unum með vinstri í spennuríkum sóló. Frábært að heyra hann aftur í klassískum píanódjassi. Bítlana og fleira góðgæti söng kórinn einn og var sérdeilis gaman að húmorísku lagi Drake & Oklands: Java Jive. En perlur kvöldsins voru eftir sænska tónskáldið Nils Lindberg. Hann kom hér 1997 er Kór Lang- holtskirkju og Stórsveit Reykjavík- ur fluttu Requiem hans og lék þá á píanóið. Kórinn söng fjögur lög úr svítunni O Mistress mine, þar á með- al Shall I Compare Thee við ljóð Shakespeares. Þetta var firnafallega sungið og ekki var síðri flutningur kórsins og kvartettsins á einu fræg- asta lagi Lindbergs, As You Are, við ljóð djassbassasnillingsins Red Mic- hells. Það hefur löngum verið djass- mönnum erfitt að finna leið til að út- setja fyrir kór á jafn listrænan hátt og stórsveit, meirað segja Ellington átti í basli með kórtónlist, en Lind- berg hefur verið glúrinn við slíkt þó hann sé meiri klassíker en djassisti. Vonandi verður búið að finna betri lausn á hljómblöndun kórs og kvart- etts er næst verður djassað í Lang- holtskirkju. Kammerkór og djasskvartett TÓNLIST Langholtskirkja Sunnudagskvöldið 20.1.2008 Kammerkór Langholtskirkju og djass- kvartett bbbmn Vernharður Linnet AMY RUSH (frá Ástralíu) og Djo- nam Saltani (frá Frakklandi) heita tveir ungir listamenn sem hafa dvalið í gestavinnustofu Gilfélags- ins á Akureyri og sýna nú verk sín í Deiglunni. Rush vinnur hólógrafísk verk, eða svokölluð „Rainbow holograms“ lík þeim sem eru notuð á greiðslu- kortum, og taka þau á sig mynd sem flýtur og færist eftir stöðu áhorfendans. Frásögnin í verk- unum er tvinnuð saman úr frelsi blómabarnsins og barnslegu prins- essuævintýri þar sem áhorfandinn fær að fylla í glompurnar. Djonam Saltani sýnir litla ker- amikskúlptúra af flugvélum, ýmiss konar geimskip, sjóræningja, geim- flaugar og orrustuvélar, sem hanga á víð og dreif um rýmið, líkt og í herbergi unglings sem hefur ein- angrað sig með því að setja saman módel. Jarðefnið og myndefnið skapar viðeigandi spennu sín á milli þar sem formið vísar til flugs en efnið til aðdráttarafls jarðar. Verk Rush og Saltanis eru ólík en vinna saman. Regnboginn sem smitast á veggi vegna kastljósa á hólógrafíur gefur rýminu léttleika, teygir hólógrafíurnar út í rýmið, og vegur skemmtilega á móti þyngd hangandi keramikskúlptúranna. Og yfir Deiglunni svífur lífleg hipp- astemning og æskuljómi. Æskuljómi MYNDLIST Deiglan Opið alla daga nema mánudaga kl. 13- 17. Sýningu lýkur 27. janúar. Aðgangur ókeypis. Amy Rush og Djonam Saltani bbbmn Jón B.K. Ransu Æskuljómi „Djonam Saltani sýnir litla keramikskúlptúra,“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.