Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 26
Gamalt og nýtt saman Nýr sérsmíðaður sófi, forn skápur frá Danmörku, stóll frá ömmu í Færeyjum. Hörður segir að ég sé glas-eygð, vegna þess að éghef mjög gott auga fyrirfallegum litríkum glös- um. En ég verð að hafa liti í kringum mig, hvort sem það er leirtauið sem ég nota, heimilið mitt, fötin mín eða skórnir mínir. Vegna þess að án lita verður allt leiðinlegra og þá hverfur fólk í myrkur,“ segir hin mjög svo litaglaða Marentza Poulsen sem á ótrúlega marga sérstaka og litríka skó, kjóla og glös. „Ef ég sé sérkenni- legan og gleðjandi bolla, glas, skó eða flík í búð, þá stenst ég ekki mátið og verð að kaupa það. Ég hef til dæmis ekki tölu á því hvað ég á marga skó og ég veit að mörgum finnst þeir voða- lega glannalegir og sama er að segja um fötin mín, en ég læt álit annarra ekki stjórna því hvernig ég klæði mig.“ Marentza og Hörður Hilmisson eiginmaður hennar búa í bárujárns- klæddu einbýlishúsi í litla Skerjafirð- inum, og heimili þeirra ber litagleð- inni sannarlega vitni. Þar má til dæmis finna appelsínugulan stól, eld- rauðan sófa og skinn af hollenskri skjöldóttri kú. „Okkur finnst gaman að blanda saman gömlu og nýju og jafnvel breyta gömlu í nýtt. Hér er mikið af gömlum hlutum sem hafa til- finningalegt gildi fyrir okkur, eins og kamínan sem var í húsinu heima í Færeyjum þar sem ég ólst upp. En við viljum líka hafa nýja hluti sem fara vel innan um gamla dótið. Við viljum ekki hafa dökkt og þungt heima hjá okkur, en ekki heldur hvítt og kalt. Við viljum fyrst og fremst hafa þetta manneskjulegt og per- sónulegt.“ Fjörugir Færeyingar í risinu Marentza flutti fyrst í þetta hús þegar hún var fjórtán ára, með for- eldrum sínum, en Einar Þorsteinsson byggði húsið árið 1943. „Við bjuggum í litlu risíbúðinni á loftinu og bræður mínir voru í litlu herbergi í kjall- aranum. Fólk þurfti minna pláss en í dag, fólk var meira upptekið af því að hafa gaman. Þetta var árið 1964 og við ætluðum aðeins að búa hér í eitt ár, en faðir minn var sjómaður og það var algengt á þessum tíma að færeyskir sjómenn kæmu til Íslands til að stunda sjóinn. Ég held að nágrönnum okkar hafi nú stundum þótt nóg um þegar Færeyingarnir voru að syngja, drekka og reykja hjá okkur í risinu, því heimilið okkar var stundum eins og félagsheimili. Færeyingar fengu stundum að búa hjá okkur tímabundið og sjómenn þurftu að sletta úr klaufunum þegar þeir komu í land. Það gat verið mikið líf og fjör í risinu okkar og eitt sinn bankaði leigubílstjóri hér uppá og spurði hvort þetta væri ekki færeyska sjómannaheimilið,“ segir Marentza og hlær að minningunni og bætir við að þau hafi verið sextán sem bjuggu þarna þegar mest var, í sjötíu fermetrum undir súð. „En okkur leið svo vel í þessu húsi að við ílengdumst hér og þótt ég hafi farið að heiman og flutt til Danmerk- ur í nokkur ár þegar ég var ung kona, þá bjuggu foreldrar mínir áfram hér. En skipulag hússins var allt annað á árum áður. Þá voru tvær íbúðir á aðalhæðinni þar sem við Hörður bú- um núna tvö. Við höfum semsagt opn- að og breytt heilmiklu, líka látið stækka gluggana því okkur finnst birta vera lífsnauðsynleg. Við hefðum aldrei getað þetta nema af því að við höfum alltaf leigt út risíbúðina.“ Á neðstu hæðinni útbjuggu þau þriggja herbergja íbúð þar sem dóttir þeirra bjó um tíma. En núna eru ungarnir flognir úr hreiðrinu, ein dóttir og einn sonur og barnabörnin eru orðin tvö og það er ekki amalegt að koma heim til afa og ömmu í Skerjó á sumrin þegar garð- urinn stóri er í blóma. „Það er æð- Eldavél jafngömul húsinu Hún er falleg og hefur þjónað vel í öll þessi ár og margur góður rétturinn á henni fæðst. Vetrarfegurð Garðurinn og húsið njóta sín vel í snjónum. List á baði Marentza sá um að gera spegilrammann silfurlitann. Árvakur/Árni Sæberg Björt borðstofa Hörður var búinn til í húsinu sem er á myndinni sem er vinstri á veggnum og móðir hans málaði. Kristalsljósakrónuna keyptu þau í Prag og hvíta leðrið létu þau setja á gömlu stólana. Án lita hverfur fólk í myrkrið Þau eru frjáls í hugsun og segja það halda sér ungum. Ferðast líka mikið og kunna að njóta lífs- ins. Kristín Heiða Kristinsdóttir fór í hádegismat til litríkra hjóna í litla Skerjafirðinum og þáði dýr- legt gómsæti hjá sjálfri smurbrauðsjómfrúnni. Skógleði Aðeins brot af skrautlegu skónum hennar Marentzu sem koma frá ýmsum heimshornum. Glasadýrð Sýnishorn af litríkum glösum heimilisins. lifun 26 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.