Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
GREININ „Fylgni mjólkurneyslu
og krabbameins í blöðruhálskirtli“
eftir undirritaðan birtist í Mbl. 6. jan.
sl. Þar er bent á að
Norðurlönd eru með
um 13 sinnum meiri
mjólkurneyslu en Aust-
urlöndin Kína, Indland
og Taíland en jafn-
framt um níu sinni
hærri dánartíðni úr
blöðruhálskirt-
ilskrabbameini
(BHKK) og að líklegt
megi teljast að þar sé
orsakasamband á milli.
Magnús Ólafsson, for-
stjóri Mjólkursamsöl-
unnar, skrifar svargrein
12. jan. „Ekkert orsakasamband milli
mjólkurneyslu og blöðruháls-
krabbameins“. Magnús vísar til nýrrar
skýrslu (sem lesa má á vefnum á
www.dietandcancerreport.org) „Food,
Nutrition, Physical Activity and the
Prevention of Cancer: a Global Per-
spective“ sem Alþjóða krabbameins-
sjóðurinn og Bandaríska krabbameins-
rannsóknastofnunin birti í fyrra og var
fimm ár í vinnslu.
Tilgangurinn með útgáfu skýrsl-
unnar er að benda á fyrirbyggjandi
ráðstafanir til að minnka tíðni
krabbameina og jafnframt margra
annarra þrálátra sjúkdóma. Þar seg-
ir: „Ef allt er tekið með í reikninginn
er krabbamein að verulegu leyti
sjúkdómur sem hægt er að koma í
veg fyrir“ og einnig „flest krabba-
mein eru ekki fengin að erfðum“.
Skýrslan hlýtur að teljast veiga-
mikið framlag krabbameinslækna til
málanna. Ályktanir eru byggðar á
samantekt úr niðurstöðum fjölda af
viðurkenndum rannsóknum um heim
allan. Ályktanirnar eru flokkaðar í
fimm flokka eftir sönnunargögn-
unum sem að baki liggja. Flokkarnir
eru þessir: „sannfærandi“ (convinc-
ing), „líklegar“ (pro-
bable), „takmarkaðar
vísbendingar“ (limited
– suggestive), „tak-
markaðar án nið-
urstöðu“ (limited – no
conclusion) og loks
„mikil áhrif á áhættu
ólíkleg“ (substantial ef-
fect on risk unlikely).
Í kafla 7.14 um
BHKK í skýrslunni
segir svo í lauslegri
þýðingu: „Líklegt er að
mataræði sem inniheld-
ur lýkófen og selen
verndi gegn BHKK. Mataræði sem
hefur hátt kalkinnihald er líkleg or-
sök þess krabbameins. Það er ólík-
legt að betakarótín (úr fæðu eða
fæðubótarefnum) hafi markverð
áhrif á þetta krabbamein. Takmark-
aðar sannanir benda til þess að baun-
ir þar með soya og soyaafurðir, fæða
sem inniheldur E-vítamín og alfa-
tókóferól virki verndandi gegn mein-
inu. Á hinn bóginn benda takmark-
aðar sannanir til þess að neysla unn-
ar kjötvöru, mjólkur og
mjólkurafurða teljist orsakir þessa
meins.“ (Soðnir tómatar eru besta
uppspretta lýkófens).
Niðurstaða. Mikil neysla á mjólk
og mjólkurafurðum gefur kalkríkt
mataræði. Kalkríkt mataræði er tal-
in líkleg orsök krabbameins í blöðru-
hálskirtli. Ekki verður því betur séð
en á Norðurlöndum tengist óvenjuhá
tíðni krabbameins í blöðruhálskirtli
óvenjumikilli mjólkurneyslu þar.
Meinið er einn skæðasti sjúkdóm-
urinn sem herjar á karla á Norð-
urlöndum.
Ritnefnd skýrslunnar gefur at-
hyglisverðar almennar ráðleggingar
um lífsstíl og mataræði sem hér
verða raktar í stuttu máli. Ráðlegg-
ingarnar eru taldar forvörn gegn
krabbameini og stuðla að almennu
heilbrigði. Lögð er áhersla á að ekki
sé reykt. Ætla má að leiðbeining-
arnar eigi einkum við dæmigert vest-
rænt kyrrsetufólk.
1. Vertu nálægt kjörþyngd. Við-
halda þarf líkamsþyngd sem er ná-
lægt kjörþyngd allt lífið og er það
eitt veigamesta atriðið til að sporna
gegn krabbameini og ýmsum öðrum
þrálátum sjúkdómum.
2. Ástundaðu „líkamsrækt“ dag-
lega. Margir íbúar í vestrænum ríkj-
um hreyfa sig minna en nauðsyn
krefur.
3. Forðastu orkuríkt fæði og sykr-
aða drykkjarvöru. Þessar fæðuteg-
undir stuðla að offitu.
4. Neyttu aðallega jurtafæðis.
Heildarathuganir sýna að mataræði
sem er að mestu leyti jurtafæði veitir
forvörn gegn krabbameini.
5. Takmarkaðu neyslu á kjöti og
sneiddu hjá unnum kjötvörum.
Heildarathuganir sýna að margar
fæðutegundir úr dýraríkinu hafa
gott næringargildi ef þeirra er neytt
í hófi.
6. Takmarkaðu neyslu alkóhóls.
Til að sporna gegn krabbameini er
ráðlegt að neyta ekki alkóhóls. Á
hinn bóginn eru vísbendingar um að
hófleg áfengisneysla minnki hættu á
hjartasjúkdómum.
7. Takmarkaðu neyslu á salti.
Forðast ber myglaða kornvöru og
belgjurtir. Saltaður matur veldur lík-
lega magakrabbameini. Fæða sem er
menguð af aflatoksín eiturefninu
veldur líklega lifrarkrabbameini.
8. Hafðu að markmiði að fullnægja
næringarþörfinni einvörðungu með
matvælum. Bent er á að ýmis fæðu-
bótarefni sem sögð er vinna gegn
krabbameini geti haft ófyrirséðar
neikvæðar afleiðingar.
9. Nýfædd börn nærist á móð-
urmjólk í sex mánuði. Það stuðlar að
heilbrigði móður og barns.
10. Þeir sem hafa greinst með
krabbamein eiga að fylgja sömu leið-
beiningum og liggja til grundvallar
forvörnum gegn meinunum nema þá
að sérstakar kringumstæður hindri
það.
Umrædd skýrsla höfðar hvort
tveggja til sérfræðinga og hins al-
menna lesanda. Ég undirritaður er
ekki í heilbrigðisstétt og því ber að
lesa ofangreint með þeim fyrirvara
að ég hafi misskilið eitthvað það sem
í skýrslunni stendur.
Enn um mjólk og menn
Oddur Benediktsson fjallar um
kalkríka fæðu og krabbamein »Kalkríkt fæði er lík-leg orsök krabba-
meins í blöðruhálskirtli.
Ætla má að á Norð-
urlöndum tengist
óvenjuhá tíðni meinsins
mikilli mjólkurneyslu.
Oddur benediktsson
Höfundur er formaður
Krabbameinsfélagsins Framfarar.
ÞAÐ er með öllu óþolandi, óvið-
unandi og óásættanlegt fyrir menn
sem flytja hingað til lands að haga
sér með þeim hætti
sem sumir virðast nú
gera. Að fá að koma til
landsins og beita al-
menna borgara sem og
lögreglumenn ofbeldi
er ófyrirgefanlegt. Það
er svo sannarlega rétt
hjá Karli Steinari yf-
irmanni fíkniefnadeild-
ar lögreglunnar að
þeim er enginn greiði
gerður með því að
halda hlífiskildi yfir
þeim. Það þarf að refsa
þeim og senda þá svo
til síns heimalands tafarlaust. Við
viljum sátt, frið og samlyndi milli
innfæddra og innflytjenda á Íslandi.
Það mætti þess vegna gefa lög-
reglumönnum, útlendingaeftirlitinu
og lögembætti landsins yfir höfuð
meira vald til að tækla þess háttar
mál. Sömuleiðis væri það í lagi að
banna þessum glæpamönnum að
koma til landsins alfarið í framtíð-
inni. Best væri að krefjast nauðsyn-
legra upplýsinga um þá áður en
þeim er veitt landvistarleyfi.
Trúarofstækismenn, ofbeld-
ismenn, glæpamenn og slagsmála-
hundar hafa ekkert jákvætt upp á að
bjóða samfélaginu. Þetta fólk gerir
allt mjög erfitt fyrir hina löghlýðnu
sem hér búa. Með hegðun sinni
skapar það vantraust
og óþarfa ótta í sam-
félaginu. Að sama
skapi vinnur það gegn
verkefninu sem vinnur
gegn fordómum, mis-
munun og hatri. Þeir
sem hingað koma og
vilja vera til skemmri
eða lengri tíma eiga að
axla ábyrgðina á gjörð-
um sínum. Það er oft
talað um að sýna um-
burðarlyndi og gagn-
kvæma virðingu en
svona lagað kemur í
veg fyrir að slíkt geti gerst. Innflytj-
endur þurfa einnig að leggja sitt af
mörkum sem einstaklingar til að að-
lagast samfélaginu. Það er ekki ein-
göngu ríkistjórnin sem þarf að vera
með stefnu í þessum málum. Það er
ekki rétt fyrir suma að halda að það
sé á ábyrgð annarra hvað þeirra að-
lögun varðar í samfélaginu. Það er
líka fráleitt og alveg af og frá að ætla
að leggja sitt af mörkum með því að
ógna landsmönnum og halda að
hægt sé að leysa málin með ofbeldis-
fullum hætti í þjóðfélaginu. Atburðir
undanfarnar vikur og daga er varða
suma innflytjendur vekja verulegar
áhyggjur. Þess vegna er vert að
biðja menn að sýna enn meiri þol-
inmæði og aðgát. Við megum ekki
dæma alla sem glæpamenn út frá
nokkrum svörtum sauðum, því lang-
flestir eru aldrei til vandræða. Reið-
ar raddir heyrast frá Reykjanesbæ,
sem eru kannski að fara út í öfgar.
Við skulum eyða orkunni í að taka
þessa einstaklinga úr umferð og
vera með strangara eftirlit, einkum
til að koma í veg fyrir og uppræta
fíkniefnasmygl og framleiðslu þeirra
á Íslandi. Þeir sem stunda þá iðju
eru tilbúnir að nota allar aðferðir til
þess að ná sínu fram. Þeir eru þekkt-
ir fyrir grimmdarhátt í undir-
heimum starfsemi þessarar víða í
Evrópu. Á Írlandi eru yfirvöld líka
að berjast við slíkt lið vegna skipu-
lagðrar glæpastarfsemi. Þar hafa yf-
irvöld verið að vinna hörðum hönd-
um gegn þessu og það gengur mjög
vel.
Það er nauðsynlegt fyrir fólk af
erlendum uppruna sem hér býr að
láta raddir sínar heyrast hvað þetta
mál varðar. Í litlu samfélagi eins og
okkar geta hlutirnir versnað eða
batnað hratt og það þarf ekki mikið
til þess, því að allir þekkjast. Sem
gestir í landinu mega innflytjendur
ekki misnota gestrisni landsmanna
og því er það hið minnsta sem þeir
geta gert að stunda sómasamlegt og
friðsamlegt líferni. Það kostar ekk-
ert að gera það. Annars eigum við á
hættu að upplífa gríðarlegt kyn-
þáttahatur og fordóma á landinu.
Það eru alls konar félög innflytjenda
á landinu sem manni finnst stundum
óþarfi fyrir 300 þúsund manna sam-
félag. Það væri kannski best fyrir
fólk úr þessum félögum að safnast
frekar saman í ein stór regnboga-
samtök. Þannig væri hægt að standa
saman gegn háttsemi af þessu tagi
með krafti. Allt sem gerist í sam-
félaginu getur haft áhrif á okkur á
einn eða annan hátt óháð því hvaðan
eða hverjir við erum. Þetta er mjög
lítið land. Sumir vilja bara vinna og
það er allt í góðu með það. Það þjón-
ar engum tilgangi að vera á Íslandi
fyrir fólk sem sýnir engan áhuga á
því sem þar gerist, gerir engar ráð-
stafanir til þess að kynnast fólkinu
og ber ekki virðingu fyrir siðum, lög-
um og reglum þess. Þá hefur maður
einfaldlega ekkert að gera hérna,
sama hvað sumum finnst. Þegar
maður fær að lifa í friði án þess að
þurfa að hafa áhyggjur af því að fá
vinnu eða að verða fyrir aðkasti af
einhverju tagi, þá á maður að láta
sér nægja að vera alltaf ánægður og
til friðs. Þetta er ástand sem margir
njóta á Íslandi og eru mjög þakklátir
fyrir en þó eru sumir sem vilja
skemma það. Lögreglan má grípa
tækifærið núna og senda skýr skila-
boð til þeirra aðila, með því að taka
harkalega á þessu. Við viljum fólk
sem er tilbúið til að sýna ábyrgð og
vera hérna án vandræða, fólk með
mannasiði og rétt hugarfar sem vill
engum gera mein. Árið 2008 er Evr-
ópuár samskipta menningarheim-
anna, samkvæmt ESB. Menn geta
heitið því að bæta samskiptin milli
sín. Fólk af erlendum uppruna sem
er að berjast gegn eigin fordómum
getur haft þetta í huga. Það kostar
ekkert að temja sig. Gott hjarta og
skynsemi segir manni að það borgar
sig ennfremur. Góðar stundir.
Ábyrgð þeirra sem flytja til Íslands
Við viljum sátt, frið og
samlyndi milli innfæddra og
innflytjenda, segir Akeem
Cujo Oppong
» Þetta er fólk semvekur upp fordóma
gegn útlendingum, það
verður ekki sussað á
umræðu um það. Það á
ekki heima í samfélagi
okkar, burt með það.
Akeem Cujo Oppong
Höfundur er ráðgjafi í málefnum inn-
flytjenda.
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
UM þessar mundir gefst fágætt
tækifæri til að sjá tvo listviðburði,
leiksýningu og kvikmynd.
Sýning Þjóðleikhússins á Ívanov
eftir Anton Tsjekhov er að mínum
dómi heillandi og framúrskarandi á
allan hátt. Kvikmyndin Brúðguminn
þar sem höfundar leika sér með efni
leikritsins á nútímalegan og einlæg-
an hátt er snilld.
Baltasar Kormákur, Grétar
Reynisson, leikararnir og allt sam-
starfsfólk hafa unnið þrekvirki. Á
einu ári hafa þau skapað listaverk
þar sem allir sýna sínar bestu hliðar
og fara í raun stundum fram úr
sjálfum sér.
Það var grátbroslegt að lesa um-
sagnir sumra blaðanna um leiksýn-
inguna þar sem sjálfskipaðir Tsjek-
hov-fræðingar spruttu upp og veltu
vöngum yfir því að svona ætti nú
ekki að fara með skáldið. Og svo
skein í gegn hinn landlægi siður að
nauðsynlegt sé að lækka rostann í
þeim sem vel hefur gengið, enginn
má standa uppúr. En það gerir
Baltasar nú með glæsibrag. Ég gæti
trúað að þetta væru bestu verk hans
bæði á sviði og í kvikmyndum.
Ég skora á alla sem vilja hrífast
að upplifa stemminguna á sýning-
unni í Þjóðleikhúsinu (það eru fáar
sýningar eftir) og undursamlega
ævintýrið í bíó. Það er frábær
skemmtan að hitta leikarana í tví-
gang og fylgjast með þeim við gjör-
ólíkar aðstæður, en samt svo líkar.
Til hamingju.
ÞÓRHALLUR SIGURÐSSON,
leikstjóri.
Afrek
Frá Þórhalli Sigurðssyni
Yfirlýsing frá Félagi
ungra lækna
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist eftirfarandi yfirlýsing frá Félagi
ungra lækna (FUL) varðandi breyt-
ingu í neyðarbíl höfuðborgarsvæð-
isins: „Málefni neyðarbíls höf-
uðborgarsvæðisins hafa verið til
umræðu að undanförnu vegna áætl-
ana sviðsstjóra Slysa- og bráðasviðs
um að taka lækni af bílnum í því
skyni að spara 20 milljónir króna.
Hefur þetta verið gert til að mæta
kröfu hins opinbera um sparnað á
sviði Slysa- og bráðadeildar.
Frá og með 17. janúar starfar
enginn læknir á neyðarbíl höf-
uðborgarsvæðisins. Þegar líf liggur
við er læknir frá Slysa- og bráða-
deild LSH kallaður út og sóttur af
starfsmönnum slökkviliðsins. Mun
þetta án efa lengja þann tíma sem
tekur að fá lækni á vettvang og
setja sjúklinga í aukna hættu.
Sá læknir sem kallaður er til í
þessi útköll sinnir jafnframt sjúk-
lingum á Slysa- og bráðadeild LSH
án þess að til komi sambærileg
aukning á starfsfólki á Slysa- og
bráðadeildinni. Þetta gengur í ber-
högg við yfirlýsingar yfirstjórnar
Landspítalans sem hefur haldið því
fram að verið sé að bæta þjón-
ustuna. Þannig mun ekki einungis
þjónusta við bráðveika sjúklinga ut-
an spítalans skerðast mögulega með
alvarlegum afleiðingum heldur
einnig innan Slysa- og bráðadeildar.
Það er því ljóst að yfirlýsing yf-
irstjórnar frá því fyrir jól stenst
enga skoðun og er í raun dulin
sparnaðaraðgerð sem kostað gæti
mannslíf.
Mikill uggur er í unglæknum
Slysa- og bráðadeildarinnar vegna
þessara breytinga og eru margir að
íhuga eða hafa ákveðið að ráða sig
annað.
Læknir hefur starfað á neyð-
arbílnum frá 1982. Við það jókst lif-
un sjúklinga eftir hjartastopp um
100%. Með núverandi kerfi hefur
lifun eftir hjartastopp verið með því
mesta sem þekkist á Vesturlöndum
og með því að fjarlægja lækni af
neyðarbílnum er verið að taka gríð-
arstórt skref aftur á bak og óttast
ungir læknar að það geti leitt til
dauðsfalla sem hægt hefði verið að
komast hjá. Því vill stjórn Félags
ungra lækna ítreka að hún for-
dæmir þessa ákvörðun og telur
hana aðför að öryggi og velferð
sjúklinga innan sem utan spítalans.“
Sími 551 3010