Morgunblaðið - 26.01.2008, Page 31

Morgunblaðið - 26.01.2008, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 31 - kemur þér við Hvað ætlar þú að lesa í dag? Hvað kostar málefna- samningurinn? Ólafur F. Magnússon leggur mikið undir Grýlugreiðslan er í uppáhaldi hjá Jóhönnu Guðrúnu Matgæðingur kvíðir þorranum Hjálmar Hjálmarsson langar að lesa hugsanir Hálfs árs biðlisti á leyniveitingahúsi Á VETTVANGI stjórnmálanna fjölgar dramatískum sýningum sem bornar eru uppi af einleik. Fyrsta þætti þeirrar nýjustu lauk með áleitnum spurningum um fram- haldið. Nýr borg- arstjóri birtist á sviðinu eftir óvenjulega leik- fléttu: Hann var óháð- ur og þurfti ekki að ræða áform sín við flokkinn, sem stóð að framboði hans. Hann lét hjá líða að hafa aðra á framboðslista sínum með í ráðum. Hann veifaði óvenju dýrum loforðalista sem má ætla að sé líklegur til vinsælda. Eig- um við að fagna? Er ekki ágætt að láta þá sem við höfum kosið til starfa í opinberu stjórnkerfi taka stóru ákvarðanirnar án þess að tefja sig á einhvers konar samráði við kjós- endur? Kannski stöndum við á tímamót- um og vissara að fara að hugsa sinn gang. Fyrr á árum tíðkaðist að leggja ákvarðanir um samstarf flokka í ríkisstjórn eða sveit- arstjórnum undir fjölmenn full- trúaráð þeirra eða miðstjórnir. Nú er öldin önnur. Það þykir ekki lengur nauðsynlegt að bera vandmeðfarin stórmál undir flokksstofnanir. Kjörnir foringjar hefja kapphlaup að valdastólunum strax að loknum kosningum og kjósendur eiga um- ræðulaust að fagna þeim sem verða fyrstir að ná þar sæti. Stofnanir og meðlimir flokkanna hafa smám sam- an horfið í óperusýningum á sviði stjórnmálanna, það þarf engan kór. Kastljósið beinist að stjörnum sem virðast skína. Reykvík- ingar þurfa ekki annað en rifja upp myndun þriggja síðustu meiri- hluta í borginni – og landsmenn síðustu stjórnarmyndun. Fjöl- miðlum er ætlað að magna spennu og veita þjónustu sem lætur við- skiptavininn ekki bíða lengi. Nútíma fjöl- miðlun og tískan í póli- tíkinni er á hraðri leið frá lýðræðislegum vinnubrögðum. Við eig- um að klappa fyrir glæsilegum yf- irlýsingum og sigri þeirra sem standa sig í hraðskák. Samhliða þessari þróun má greina merki þess að einleikur stjórnmála- foringja veki takmarkaða hrifningu og geti komið þeim í koll. Kunnasta dæmi, sem við höfum um það, er lík- lega ákvörðun Davíðs og Halldórs um stuðning við innrás í Írak. Og var það ekki einleikur Vilhjálms borg- arstjóra og skortur á samráði við aðra borgarfulltrúa flokksins um rekstur á vegum Orkuveitu Reykja- víkur sem felldi hann af stalli? Þetta eru vitaskuld ekki dæmi um einleik sem ætlað er að vekja aðdáun og ánægju; heldur dæmi um kæruleysi og vonda siði sem iðulega fylgja setu í valdastól. En mórallinn er eiginlega sá sami í feluleikjum og stórum svið- setningunum: Það er ég sem ræð og ákvörðun mín er rétt. Einn helsti veikleiki lýðræðisins hér á landi er sá hve lög og venjur gera örðugt að leita eftir upplýstu samþykki meirihlutans þegar taka þarf ákvörðun um stórmál. Við höf- um aldrei í sögu lýðveldisins fengið þjóðaratkvæðagreiðslu um meiri háttar átakamál. Stjórnarskrár- nefndin var lögð í dvala við myndun núverandi ríkisstjórnar og engir á Alþingi virðast nú hafa áhuga á opn- ari leiðum að þjóðaratkvæða- greiðslum eða almennum atkvæða- greiðslum í sveitarfélögum. Það er brýnt að láta ekki við svo búið standa. Er ekki nóg komið af einleik á sviði stjórnmálanna? Verður nið- urstaðan af nýjustu uppfærslunni sú að minnihluti borgarbúa, og jafnvel borgarfulltrúa, ræður framtíð flug- vallarins og fleiri úrlausnarefnum í samgöngum og skipulagi í Reykja- vík? Að lokum ætla ég að leyfa mér að minna á að við bíðum enn eftir því að Alþingi geri sitt til að endurvekja traust almennings eftir að eft- irlaunalögin alræmdu voru sam- þykkt í flýti árið 2003. Einleikur stjórnmálamanna – Hvert stefnir? Hörður Bergmann skrifar um borgarstjórnarmál » Það þykir ekki lengur nauðsynlegt að bera vandmeðfarin stórmál undir flokks- stofnanir. Hörður Bergmann Höfundur er kennari og rithöfundur. MENNINGARTENGDRI ferðaþjónustu hefur vaxið fiskur um hrygg víða um landið og sér- þekking manna á þessu sviði fleygt fram á undanförnum árum. Fjölbreytnin í þjónustu, menningar- viðburðir og safn- astarf sem er í boði vottar um að mark- aðurinn er vaxandi og spennandi. Helsti vandinn sem margir glíma við á uppbygg- ingartímanum er að vekja eftirtekt og laða að ferðamenn og því hefur stundum reynst erfitt að láta fjárfest- ingar á þessu sviði standa undir sér. Á Álftanesi er þessu þver- öfugt farið. Ferðamenn streyma inn í sveitarfélagið svo tugþús- undum skiptir, en hverfa jafn- harðan á braut, án þess að sveitar- félagið og íbúar þess fái í nokkru nýtt sér þá margþættu möguleika sem í heimsóknum þeirra felast. Til fjölda ára hafa fáir staðir á höfuðborgarsvæðinu verið jafn- fjölsóttir af ferðamönnum og Bessastaðir á Álftanesi, en þangað koma skv. upplýsingum frá ferða- þjónustuaðilum a.m.k. 60 þúsund erlendir ferðamenn á ári í skipu- lögðum ferðum og eru þá ótaldir innlendir og erlendir ferðamenn sem ferðast á eigin vegum. Fyrir um fimmtán árum síðan fara að koma upp hugmyndir um upp- byggingu á ferðaþjónustu á Álfta- nesi, eins og menningar og ferða- miðstöðin Keilir, gestamiðstöð við Grástein og Óli Skans með ferða- útflutnings- og ráðstefnuskans, en aldrei komst neitt af þessum hug- myndum lengra en á umræðustig. Listafólk og annað áhugafólk um menningarmál innan Dægra- dvalar á Álftanesi tók síðan málið á dagskrá og vorið 2002 er send inn áskorun um efnið til bæj- arstjórnar. Þessi hópur fylgdi svo málinu eftir 2003 og stofnaði öfl- uga grasrótarhreyf- ingu Samtök áhuga- fólks um menningarhús, SÁUM, sem er stað- ráðin í því að hrinda í framkvæmd raunhæf- um og tímabærum breytingum á þessu sviði í sveitarfélaginu. Ári síðar kynntu sam- tökin vandaða við- skipta- og rekstr- aráætlun um menningar- og nátt- úrusetur á Álftanesi fyrir sveitarstjórn og íbúum sveitarfélagsins. KPMG- ráðgjöf annaðist gerð áætlunar- innar, í samvinnu við stjórn SÁUM. Í viðskiptaáætlun SÁUM um menningar og náttúrusetur eru kynntar fjölbreyttar hugmyndir um atvinnusköpun, byggðar á ferðatengdri þjónustu, veitinga- rekstri, upplýsingamiðstöð, sýn- ingum sem kynna sérstaka sögu Bessastaða og þjóðarinnar. Áhersla er lögð á þátt svonefndrar safnakennslu sem nýtir þetta þekkta sögusvið og náttúru Álfta- ness. Safnakennslan, á vettvangi sögu, náttúrufræði og lista er án efa spennandi nýjung fyrir hina fjölmörgu nemendur á öllum skólastigum höfuðborgarsvæðisins. Með aukinni umferð og viðdvöl ferðamanna skapist tækifæri fyrir fjölbreyttan rekstur og þjónustu við gesti á öllum aldri. Þegar hugmyndir Álftnesinga um hvaða atvinnugreinar henti sveitarfélaginu eru skoðaðar, hafa langflestar þeirra tengst menn- ingu, náttúru, listum og ferðaþjón- ustu. Þetta hefur komið fram á öllum íbúaþingum og mörgum fundum sem haldnir hafa verið síðustu ár. Allt eru þetta mjög skapandi og ört vaxandi atvinnu- greinar og gera má ráð fyrir já- kvæðum fjölþættum áhrifum af slíkri starfsemi. Í dag er talið að um fjórðungur af öllum störfum á vinnumarkaðnum í vestrænum löndum sé í skapandi atvinnu- greinum. Nú er nýlokið kynningu nýrri og glæsilegri skipulagstillögu í sveitarfélaginu Álftanesi sem hlot- ið hefur heitið Grænn miðbær, unnin af GASSA arkitektum í Kaupmannahöfn, og þar, sunnan Suðurnesvegar, er gert ráð fyrir náttúru- og menningarsetri ásamt fjölbreyttri ferðaþjónustu og ann- arri menningarstarfsemi. Ég fagna því að nú hillir undir þá atvinnuuppbyggingu sem svo lengi hefur verið beðið eftir, ekki síst í ljósi þess, að áætlað er að fasteignaskattar af atvinnu- húsnæði í nýjum miðbæ muni færa bæjarsjóði hærri upphæð en sam- anlögð núverandi fasteignagjöld. Ég er sannfærð um að uppbygg- ing og atvinna á sviði náttúru, menningar og lista lyftir þeirri sérstöðu sem við höfum, bætir hag sveitarfélagsins og skerpir meðvit- und okkar um gæði samfélagsins sem við byggjum. Menningar- og náttúrusetur á Álftanesi Steinunn Helgadóttir skrifar um menningarmál og ferða- tengda þjónustu »Ég er sannfærð umað uppbygging og atvinna á sviði náttúru, menningar og lista lyftir þeirri sérstöðu sem við höfum og bætir hag sveitarfélagsins. Steinunn Aldís Helgadóttir Höfundur er formaður menningar- og ferðamálanefndar á Álftanesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.