Morgunblaðið - 26.01.2008, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 26.01.2008, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÓSÆMILEG AÐFÖR AÐ BORGARSTJÓRA Forystumenn Samfylkingarinn-ar hafa síðustu daga staðiðfyrir ósæmilegri aðför að nýj- um borgarstjóra, Ólafi F. Magnús- syni. Sú aðför hófst með tilraun þeirra til þess að koma í veg fyrir, að hann tæki sæti í borgarstjórn, sem hann var kjörinn til setu í, með því að krefj- ast heilbrigðisvottorðs, þegar hann sneri til baka úr veikindaleyfi. Það er ekki hægt að krefja kjörinn fulltrúa um slíkt vottorð og sú gjörð var Degi B. Eggertssyni, lækni og fyrrverandi borgarstjóra til skammar. Þessi aðför hélt áfram, þegar í ljós kom, að Ólafur F. Magnússon hafði ákveðið að mynda nýjan meirihluta í borgarstjórn með sjö borgarfulltrú- um Sjálfstæðisflokksins. Með þeirri ákvörðun sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, að lotið hefði verið lægra en áður hefði gerzt í íslenzkum stjórnmálum. Hvað átti formaður Samfylkingar við? Var það Sjálfstæðisflokkurinn, sem var að lúta svona lágt með því að taka upp samstarf við Ólaf F. Magn- ússon eða var það Ólafur F. Magn- ússon, sem var að lúta svo lágt með því að taka upp samstarf við fyrrver- andi flokksbræður sína og flokkssyst- ur? Ingibjörg Sólrún hefur enga frek- ari skýringu gefið á þessum lágkúrulegu ummælum sínum. Dagur B. Eggertsson fylgdi í kjöl- farið og sagði að Ólafur F. Magnússon hefði látið Sjálfstæðismenn blekkja sig. Af hverju telur Dagur B. Egg- ertsson, að Ólafur F. Magnússon láti annað fólk blekkja sig? Hinn nýi borgarstjóri býr yfir mikilli reynslu af störfum í borgarstjórn. Enn hélt Samfylkingin áfram aðför sinni að nýjum borgarstjóra með því að kalla út ungt fólk og hvetja það til þess að sýna óviðunandi framkomu á vettvangi lýðræðislega kjörins stjórnvalds, þegar Ólafur F. Magnús- son var kjörinn borgarstjóri á borg- arstjórnarfundi og verður sú gjörð forystumanna Samfylkingar lengi í minnum höfð enda sýnir hún hroka- fulla afstöðu þessa flokks til lýðræð- isins. Hámarki aðfarar forystumanna Samfylkingarinnar að Ólafi F. Magn- ússyni er svo náð með illu umtali og rógi, sem forystumennirnir sjálfir og aðrir á þeirra vegum breiða út um hinn nýja borgarstjóra. Reykvíkingar eiga að svara þessari aðför forystumanna Samfylkingar- innar að Ólafi F. Magnússyni borg- arstjóra með því að slá skjaldborg um hann í nýju, viðamiklu og erfiðu starfi og veita honum þann stuðning, sem hann þarf til þess að koma þeim um- bótum í framkvæmd, sem hugur hans stendur til. Forystumenn Samfylkingarinnar ættu að sjá sóma sinn í því að hafa hægt um sig á næstunni. Það eru ekki alltaf þeir, sem gala hæst í stjórnmál- um, sem ná mestum árangri. HÖGGVIÐ Á HNÚTINN Það er athyglisvert að sjá hvað ger-ist með Laugavegarhúsin um leið og nýr meirihluti tekur við í borgar- stjórn Reykjavíkur. Dagur B. Egg- ertsson, fyrrverandi borgarstjóri, var búinn að vera tvístígandi í afstöðu til þessara húsa og gat augljóslega ekki tekið ákvörðun. Einn daginn sagði hann að húsin yrðu flutt og sett upp annars staðar, t.d. í Hljómskálagarð- inum, en svo var ekki meira talað um það og aðrar lausnir komnar til um- ræðu. Um leið og Ólafur F. Magnússon er tekinn við embætti borgarstjóra og nýr meirihluti orðinn til að baki hans er höggvið á þennan hnút og ákvörð- un tekin um að kaupa húsin. Með því eru borgaryfirvöld að tryggja að sú menningarlega arfleifð, sem felst í götumynd neðsta hluta Laugavegar sé varðveitt kynslóðum framtíðarinn- ar til ánægju. Það hefur komið skýrt fram síðustu daga, að varðveizla þess- arar götumyndar er eitt af hjartans málum hins nýja borgarstjóra. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði einn af hinum nýju forystu- mönnum Sjálfstæðisflokksins í borg- arstjórn Reykjavíkur, Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður Skipulags- ráðs, um væntanleg kaup á Lauga- vegarhúsunum: „Með þessu erum við að eyða ákveðinni óvissu og taka aftur í okkar hendur það skipulagsvald, sem við teljum, að borgin eigi að hafa á þessu svæði... Við viljum vernda þessa 19. aldar götumynd og byggja þessi hús upp í sem upprunalegastri mynd, þó þannig að það sé hægt að nýta þau fyrir verzlun.“ Það er umhugsunarefni fyrir áhugafólk um húsaverndun hverjir það eru sem sýna sjónarmiðum þeirra skilning í verki. Í þessu tilviki eru það Ólafur F. Magnússon og borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Vinstri flokkarnir hafa gefið sig út fyrir að styðja verndun gamalla húsa, en þegar að því kemur að taka ákvörðun hika þeir en aðrir taka af skarið. Þess er að vænta, að hinn nýi meiri- hluti taki vel í þær hugmyndir, sem fram eru komnar um að finna húsnæði fyrir Leikminjasafnið í því þessara húsa, sem frú Stefanía Guðmunds- dóttir, einn af frumkvöðlum leiklistar, fæddist í og ekki er verra, að það hús er skammt frá Þjóðleikhúsinu. Framtíð Laugavegarhúsanna er komin í ákveðinn farveg, þótt eftir sé að taka ákvarðanir um framtíð þeirra að öðru leyti og útfæra þær hugmynd- ir, sem fyrir liggja. Þetta var fyrsta ákvörðun nýs meirihluta í borgar- stjórn Reykjavíkur og er vonandi til marks um að sá meirihluti eigi sér farsæla framtíð þann hluta kjörtíma- bilsins, sem eftir er. Nú hafa verkin talað í tilviki Lauga- vegarhúsanna og vonandi verður svo á næstu misserum. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is F innst þetta fangelsi góð- ur staður. Miklu frjáls- ari hér. Á meðferð- arheimilum eru svo rosalega miklar tak- markanir. Hér er ég að taka ábyrgð á mínum gerðum, því sem ég hef gert í mínu lífi. Gott að taka út mína refsingu hér inni. Allt í lagi að dæma krakka í fangelsi. Miklu heilbrigðari staður en meðferðarheimilin.“ Þetta viðhorf ungs afbrotamanns, sem afplánar nú dóm í fangelsi, er líklega lýsandi fyrir þann hóp sem hann tilheyrir, fámennum hóp ungra afbrotamanna, sem annaðhvort eru dæmdir til að afplána óskilorðs- bundna dóma í fangelsi eða á með- ferðarheimilum Barnaverndarstofu. Sveinn Allan Morthen, uppeldis- fræðingur, sem starfar á meðferð- arheimilinu Háholti í Skagafirði, segir ungmenni í þessum sporum sem og þau sem augljóslega séu verðandi fangar ekkert hafa að gera á meðferðarheimili séu þau ekki tilbúin að breyta sínum lífsstíl. Hann var meðal fyrirlesara á fundi um börn og refsingar sem samráðsnefnd um málefni fanga stóð fyrir í gær. Gagnslaus meðferð „Það er mitt mat að bjóða eigi þeim ungmennum sem fái óskil- borðsbundna dóma að fara í meðferð á meðferðarheimili, þeim sem það vilja, hin eiga að fara í fangelsi,“ seg- ir Sveinn Allan. „Það er gagnslaust fyrir þau að fara í meðferð vilji þau það ekki og það er skemmandi fyrir aðra sem eru í meðferð sem oft líta upp til þessara krakka. Við verðum að horfast í við það að fyrir þennan glerharða hóp eru meðferðarheimili ekki úrræði.“ En hvaða hópur unglinga er það sem leiðist út í afbrot og endar í fangelsi? „Þetta eru yfirleitt krakkar sem hafa átt í langvarandi erf- iðleikum, yfirleitt búin að missa öll tök á lífi sínu,“ segir Sveinn Allan. Þekkja megi þennan hóp snemma, vandamálin komi oft strax upp í leikskóla. Þau eru hætt í skóla 11-13 ára gömul, komin í neyslu og beita mjög oft ofbeldi og fá oftast dóma fyrir slík afbrot. „Þetta eru ungling- ar sem meðferðarheimilin eiga mjög erfitt með vegna þess að þeir upp- lifa dóma sem jákvætt skref í fer- ilskránni og fyrir marga hverja er Litla-Hraun aðalstaðurinn,“ segir Sveinn Allan. „Það reynist okkur oft gríðarlega erfitt að vinna með þessa unglinga, sem yfirleitt eru strákar, því þeir samsama sig ekki með öðr- um, eru í stöðugum árekstrum við okkur og lenda í átökum inni á með- ferðarheimilunum þar sem beita ofbeldi.“ Þessi ungme lifi að gerðar séu of miklar þeirra á meðferðarheimilum því frekar afplána dóma í fa Grípa þarf fyrr inn í „Við ættum að einbeita o því að koma í veg fyrir að þ krakkar fari svona langt,“ s Sveinn Allan sem bindur vo nýtt meðferðarkerfi, MST, System Teraphy, sem taka notkun hjá barnaverndaryf irvöldum á þessu ári. Kerfi því að unnið er með ungme fjölskyldur þeirra á heimav „Þau eru þá ekki tekin úr sí hverfi heldur er unnið með heima ásamt foreldrum og segir Sveinn Allan. „Ég hel markvissari þjálfun foreldr skólafólks sé hægt að taka á málunum án þess að beita anavistun. Hún er og á að v neyðarúrræði.“ Sveinn Allan er ekki í vaf þessi vandi hafi aukist unda áratugi en hann hefur í ára starfað að barnaverndarmá „Þetta er gjörbreytt,“ segir „Árið 1972, þegar ég var að þessu starfi, veltu menn þv fyrir sér hvort eiturlyf myn hvern tímann verða vandam Eiga ekkert erindi í vilji þau ekki breyta Hvernig viljum við haga málum ungmenna sem hafa leiðst út í afbrot? Svo var spurt á fundi samráðsnefndar um málefni fanga í gær. Var bent á að hópurinn væri lítill og að sárlega vant- aði eftirfylgni að með- ferð lokinni. Meðferðarheimili eða fangelsi Ungmenni á aldrinum 15-18 ára hvort á meðferðarheimilum úti í sveit eða í fangelsum. Sum kjósa Í HNOTSKURN »Á meðferðarheimilinu Há-holti í Skagafirði eru nú að jafnaði vistuð 4 ungmenni í senn. »Heimilið er ætlað fyrir erf-iðasta hópinn þar sem önnur úrræði hafa ekki dugað til. »Meðferðin tekur sex mánuðiog að henni lokinni er ung- mennunum fylgt eftir í þrjá mánuði. „VIÐ reynum að hlúa sérstaklega að þessum ungu afbrotamönnum í fangelsunum,“ segir Jódís Bjarnadóttir, félagsráðgjafi hjá Fangels- ismálastofnun. „Okkur ber að fullnusta þeirra refsingu og gera það með mannúðlegum hætti.“ Jódís fjallaði um ungmenni í fangelsiskerf- inu í erindi sínu á fundi samráðsnefndar um málefni fanga sem haldinn var á Grand hóteli í gær. Fjallaði hún sérstaklega um svonefndar ákærufrestanir og óskilorðsbundna dóma 15- 18 ára unglinga. 1-2 unglingar á þessum aldri afplána á hverju ári dóma í fangelsum. Oft er reynt að koma þeim að hjá meðferðarstofn- unum Barnaverndarstofu samkvæmt samningi þar um en sá möguleiki er ekki alltaf fyrir hendi. Jódís segir að ákveðin úrræði bjóðist ung- mennum innan fangelsa, s.s. nám, og einnig er mögulegt að afplána hluta dóms í vímuefna- meðferð. Tveir félagsráðgjafar og tveir sál- fræðingar starfa hjá Fangelsismálastofnun sem vinna náið með fangavörðum að málum ungra afbrotamanna. Spurð hvort ungir afbrotamenn eigi yfir höf- uð heima í fangelsum svarar Jódís: „Í flestum tilfellum finnst okkur Litla-Hraun ekki staður fyrir börn. Það er almenn skoðun og við reyn- um að senda þau ekki þangað. En stundum er það þannig að vegna plássleysis og annars er það óumflýjanlegt. En við vildum gjarnan sjá önnur úrræði sem hægt væri að beita áður en til þess kemur að þurfa senda börn í fangelsi. En staðan er sú að það er ekki í boði.“ Jódís vonar að í framtíðinni verði hægt að vinna meira og betur með fjölskyldum ungra afbrotamanna en nú er gert. Þá sé verið að ýta úr vör meðferðar- og vistunaráætlun sem gera eigi með öllum föngum landsins. „Mér finnst það forgangsverkefni að gerð sé slík áætlun með ungum föngum,“ segir Jódís. Áætlunin felst í því að gera samning við fangann þar sem hann setur sér ákveðin markmið í afplán- uninni. „Tilgangurinn er að þegar fangelsun lýkur sé viðkomandi betur í stakk búinn að tak- ast á við lífið.“ Jódís fjallaði sérstaklega um skilorðsbundna frestun ákæru sem felur í sér að samið er við ungmennið um að ákæra verði felld niður, brjóti það ekki af sér innan ákveðins tíma. Er h m s s t J u b i a a 3 n u s f m m u b h s á b Sérstaklega hlúð að ungum fö
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.