Morgunblaðið - 26.01.2008, Page 36

Morgunblaðið - 26.01.2008, Page 36
36 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigríður Bein-teinsdóttir fæddist í Grafardal 30. apríl 1912. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Höfða á Akra- nesi 16. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Bein- teinn Einarsson, bóndi í Stóra-Botni, Draghálsi og Graf- ardal og Helga Pétursdóttir hús- freyja. Systkini Sigríðar voru Georg Pétur Beinteinsson, bú- fræðingur og skáld, f. 12. apríl 1906, d. 2. ágúst 1942, Halldóra Beinteinsdóttir Björnsson, ljóð- skáld, rithöfundur, starfsmaður Alþingis og húsfreyja, f. 19. apríl 1907, d. 28. september 1968, Ein- ar Beinteinsson, bóndi og skáld, f. 5. febrúar 1910, d. 18. júlí 1978, Björg Beinteinsdóttir, mat- ráðs- og saumakona, f. 5. maí 1914, d. 9. mars 2004, Guðný Beinteinsdóttir, f. 28. apríl 1915, d. 29. maí 1968. Ingibjörg Bein- teinsdóttir, húsfreyja í Bandaríkj- unum, f. 1. janúar 1920, d. 29. mars 1988, og Sveinbjörn Bein- teinsson, skáld, allsherjargoði og fræðimaður, f. 4. júlí 1924, d. 24. desember 1993. Sigríður giftist 15. maí 1937 Jóni Magnússyni, bónda, kennara, inga- og rúningsmanni, f. í Úrú- gvæ 17. nóvember 1963. Börn þeirra Jórunn Narcisa Gutierrez, f. 23. september 2001 og Emi- liano Elvar Gutierrez, f. 2. febr- úar 2004. 3) Georg Pétur bifreið- arstjóri, f. 31. ágúst 1946, kvæntur Huldu Þórðardóttur, f. 12. ágúst 1942. Búsett í Reykja- vík. Sigríður fór aldrei í skóla en fékk barnafræðslu heima af systkinum sínum og foreldrum. Fór fyrst í vist 9 ára gömul og vann þá hjá Þórði Runólfssyni í Haga í Skorradal og Halldóru Guðjónsdóttur konu hans. Vann í fiskvinnu á yngri árum og ýmis sveitastörf. Giftist Jóni Magn- ússyni og hóf búskap árið 1937 á Brekku á Hvalfjarðarströnd en flutti síðan að Litla-Lambhaga þar sem þau bjuggu í 3 ár. Þaðan fluttu þau að Draghálsi og bjuggu þar í eitt ár en árið 1944 keyptu þau Hávarsstaði í Leir- ársveit þar sem Sigríður bjó uns hún flutti á Dvalarheimilið Höfða á Akranesi í mars 2006. Sigríður gaf út 2 ljóðabækur, Komið af fjöllum og Um fjöll og dali. Einn- ig kom út bókin Raddir dalsins sem hefur að geyma ljóð eftir öll systkinin frá Grafardal. Útför Sigríðar fer fram frá Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. oddvita og hrepp- stjóra, f. 13. apríl 1906, d. 31. ágúst 1998. Foreldrar hans voru Magnús Gísla- son, bóndi á Brekku, og Guðrún Bjarna- dóttir húsfreyja. Synir Sigríðar og Jóns eru: 1) Gunnar Magnús rafmagns- tæknifræðingur, f. 8. september 1938. Bú- settur í Reykjavík. Var kvæntur Anne- Marie Skjoldager f. 12. ágúst 1946 (skildu). Börn: a) Gísli Magnússon doktorsnemi, f. í Kaupmannahöfn 17. mars 1972 , í sambúð og á einn son, Johannes, f. 4. desember 2004. b) Sif Ingi- björg Magnúsdóttir Skjoldager kennari, f. í Kaupmannahöfn 11. ágúst 1973, gift Kristian T. Sø- rensen, cand. mag., sonur þeirra er Magnús Jarl Skjoldager, f. 23. september 2000. 2) Grétar, bú- fræðingur og bóndi á Háv- arsstöðum, f. 8. september 1938. Dóttir hans og Hólmfríðar Gísla- dóttur leiðsögumanns, fyrrver- andi kennara, skólastjóra og deildarstjóra hjá Rauða krossi Ís- lands, f. 3. nóvember 1938, er Lilja búfræðikandidat, ráðgjafi hjá Tölvumiðlun í Reykjavík, f. 5. maí 1970. Býr á Hávarsstöðum. Gift Julio Cesar Gutierrez, tamn- Það er margt sem leitar á hug- ann þegar við stöndum frammi fyr- ir því að kveðja ömmu í hinsta sinn. Ég sé hana ljóslifandi fyrir mér, lágvaxna konu sem var svo snör í snúningum og snögg í hreyf- ingum að maður mátti hafa sig all- an við að hafa við henni. Eftir að við Julio fluttum að Hávarsstöðum voru margar ferðir farnar milli húsanna sem var nú ekki nema nokkur skref og oftar en ekki hélt amma á nokkrum pönnukökum eða öðru bakkelsi á diski sem hún vildi gefa okkur af en hún bakaði allt brauð og kökur til heimilisins fram yfir nírætt. Ógleymanleg er sú hjálp sem hún veitti mér þegar Julio þurfti að fara í mánuð til Úrúgvæ vegna veikinda föður hans þegar Jórunn dóttir okkar var 4 mánaða gömul. Ég þurfti að sinna skepnum, gefa og moka og fleira að brasa utan- húss en amma lét sig ekki muna um að passa stelpuna á meðan ég var úti, söng og las fyrir hana og hafði ofan af fyrir henni eins og hún gat, þá 89 ára gömul. Oft pass- aði hún stelpuna stund og stund eftir þetta og höfðu þær báðar ánægju af enda myndaðist sérstakt samband þeirra á milli. Amma var mun minna með son okkar og sagði hún stundum að hún hefði verið orðin „svoddan ræfill“ þegar hann fæddist. Hún varð náttúru- lega 92 á því ári þannig að til þess ætlast enginn, en henni þótti það miður. Hug ömmu til Jórunnar finnst mér vel lýst í þessari vísu sem hún rétti mér á blaðsnepli einn daginn (2001): Blessuð litla ljúfan mín ef leiðindi að mér steðja björtu hlýju brosin þín bæta hug og gleðja. Oft kom amma yfir í gamla bæ- inn til okkar til þess að sjá börnin aðeins og ekki síður báðu þau um að fá að fara yfir til hennar og höfðu mikla ánægju af því. Eftir að amma flutti á Dval- arheimilið Höfða þar sem henni leið svo vel hlupu börnin ætíð á undan mér að leita að langömmu sinni þegar við fórum við að heim- sækja hana og urðu það ávallt fagnaðarfundir. Þá sjaldan sem ég kom til hennar án þess að hafa börnin með skimaði hún í kringum sig og sagði svo „komstu ein?“ – það voru börnin sem heilluðu hana mest. Þetta sama, „komstu ein?“ var líka það fyrsta sem hún sagði þegar ég kom til hennar um kvöld- ið þegar aðeins örfáar stundir voru eftir af hennar löngu ævi. Afi minn, eiginmaður ömmu í áratugi, bjó til lítið ljóð sem lýsir vel huga hans þegar farið var að líða að lokum (1996) og held ég að amma hefði alveg getað tekið und- ir þetta. Dagar koma, dagar líða, dauðinn engann vekur kvíða hans ég ávallt hugrór bíð. Þetta er minn þankagangur þvílíkt ekki vekur angur hugsa mest um horfna tíð. Eftir situr söknuður að fá ekki að sjá hana elsku ömmu mína oftar en fyrst og fremst upplifi ég þó gleði – gleði yfir að ekki voru lögð á hana löng veikindi, gleði yfir öll- um dásamlegu samverustundunum okkar og gleði yfir að fá að kynn- ast henni. Efst í huga mér er þó þakklæti fyrir að börnin mín fengu að kynn- ast þeim fjársjóði sem er að eiga langömmu, það er ómetanlegt veganesti fyrir þau út í lífið. Takk amma mín, fyrir allt og allt! Lilja og fjölskylda, Hávarsstöðum. Sigríður Beinteinsdóttir er látin á 96. aldursári. Hún var fædd inn milli fjallanna í Grafardal en hann gengur inn af Svínadal í Borg- arfjarðarsýslu. Þar ólst hún upp í hópi átta systkina og var sú fjórða í röðinni. Í foreldrahúsum í þessu umhverfi drukku systkinin í sig góða tilfinningu fyrir íslensku máli og var það háttur margra þeirra að leika sér að orðum og margræði þeirra við eldhúsborðið eða hvar sem var með vinum og vandamönnum. Hrynjandi skáld- skapar og ljóða var þeim í blóð borin og þau systkinin voru öll hagmælt. Sigríður gerði lítið úr sínum hæfileikum og sagði að skáldskapargyðjan hefði vitjað sín seint. Hún sagði að það hefði gerst þegar Halldóra systir henn- ar dó árið 1968, þá hefði hún fengið nokkurs konar áfall. Sig- ríður sofnaði hrygg að kvöldi yfir því að Halldóra væri dáin langt fyrir aldur fram, hún fengi ekki að ljúka verkum sínum og Sigríð- ur nyti nú ekki lengur góðrar nærveru hennar. Næsta morgun vaknaði Sigríður snemma og sett- ist með penna í hönd. Hún skrif- aði þá viðstöðulaust upp kvæðið „Systurkveðja“, sem hún sagði að hefði verið fullgert í huga sínum eftir nætursvefninn. Eftir það orti Sigríður talsvert, gaf út tvær ljóðabækur, „Komið af fjöllum“ og „Um fjöll og dali“, og lagði til ljóð í bók þeirra systkinanna, „Raddir dalsins“. Henni voru hugstæð þau áhrif sem nútíma tæknivæðing hefði á náttúruna og velti fyrir sér græðginni sem gripið hefur okkur Íslendinga eft- ir að við sluppum frá fátækt og örbirgð fyrri tíma. Hún orti líka liprar og hnyttnar ferskeytlur um fólkið í sínu næsta umhverfi, ferðalög sem hún fór með sveit- ungunum og voru henni mikils virði. Ég kynntist Sigríði fyrir tæp- um 40 árum. Saga hennar kom í ljós í samræðum við eldhúsborðið í gamla bænum á Hávarsstöðum. Þar drukkum við Anne-Marie Skoldager, þáverandi tengdadótt- ir hennar, í okkur sögur hennar um lífið fyrr á árum. Hún var kvenréttindakona síns tíma, and- æfði hefðbundinni hlutverkaskip- an á heimilum, gekk stuttklippt þegar konur voru enn með síðar fléttur, kæddi sig í síðbuxur og þráði að fá að ganga menntaveg- inn. Um slíkt var ekki að ræða. Pétur bróðir hennar lauk tveggja vetra búfræðinámi frá Hvanneyri og Halldóra var vetrarlangt á Hvítárbakkaskóla en þar með var formlegri menntun systkinanna lokið. Síðan kynntist Sigríður verðandi eiginmanni sínum, Jóni Magnússyni frá Brekku á Hval- fjarðarströnd, og giftu þau sig 1937. Jón hafði lokið námi frá Hvítárbakka og hefði eflaust geta fengið góða stöðu í Reykjavík, en það gat Sigríður ekki hugsað sér. Hún var meira gefin fyrir úti- vinnu og skepnur heldur en inni- vinnu, harðdugleg til allra verka. Hún var létt í spori, snögg í hreyfingum, félagslynd og skemmtileg. Ég vil þakka Sigríði fyrir allar samverustundir, fyrir aðstoð við dætur mínar fyrr á árum og fyrir elskulegheit og umönnun barna- barna minna sem voru hennar barnabarnabörn. Blessuð sé minning hennar. Hólmfríður Gísladóttir. Þá er hópurinn hennar Helgu ömmu minnar allur horfinn. Þau voru átta systkinin og kennd við Grafardal í Borgarfirði. Þeim var gefin góð málkennd og sumum brageyra af bestu tegund. Þekkt- ust urðu Halldóra og Sveinbjörn af skáldverkum sínum. Ljóðabækur komu út eftir fimm þeirra á ýms- um stigum ævi þeirra og einnig síðar. Öll settu saman vísur á barnsaldri og var tómstundaiðja þeirra að kasta fram vísum og vísuhelmingum til að botna. Þeim þótti í sjálfu sér ekki mikið til þessa koma, allt var þetta leikur, Sigga hafði ort sem barn en stein- hætti því svo og hló oftast ef hún var beðin að yrkja. Hún var sú sem alltaf vildi vera í útiverkunum, elta hross og kindur og fremja ýmiskonar búskaparleg hreystiverk fremur en að sitja við rokkinn eða sinna heimilisstússi. Hún þótti snemma vilja fara sínar eigin leiðir, var til dæmis alltaf með drengjakoll og þegar maður- inn hennar hann Jón færðist und- an að klippa hana þegar þau voru farin að búa og honum fannst að litla konan hans ætti að vera kven- legri til höfuðsins sagði hún bara af sinni ákveðni: Ég fer þá bara á næsta bæ, það fæst áreiðanlega einhver til að klippa mig þar. Það reyndu fáir að ráða yfir Siggu en hún sem hafði viljað vera í útiverkum réð því ekki þegar til stykkisins kom heldur sá hún um eldhúsið og heimilisverkin en fylgdist alltaf með skepnunum og sinnti ýmislegu við búskapinn. Heimilishaldið var með slíkum glæsibrag að allt þar til hún flutt- ist út á Höfða á Akranesi 92 ára gömul bakaði hún allt sem hún bar á borð dags daglega og gerði marmelaði og kæfu til að hafa með brauðinu. Ekki sagðist hún hafa gaman af þessu en þetta væri betra svona. Þau áttu það sameig- inlegt fyrir utan skáldgáfuna, hún og Sveinbjörn bróðir hennar, að baka bestu brauð í heimi. Ekkert vigtað, engin uppskrift fremur en að ljóðunum og útkoman eins og best varð á kosið. En svo kom að því að mikil al- vara barði að dyrum. Dóra, elsta systirin, sem alltaf hafði verið í góðu sambandi við systur sína lá fyrir dauðanum. Það var eins og svipt hefði verið loki ofan af óþekktri lind sem nú tók að streyma. Einn morguninn vaknaði Sigga og svotil alskapað flæddi fram saknaðarljóð til systur henn- ar, mikil perla, sem geymir ýmsa smálega hluti og myndir sem tengja minningabrot og fínlega hluti sem snerta strengi frá bernskunni, ástinni á landinu og þeim tengslum ekki eru alltaf sýni- leg en gefa lífi hvers og eins dýpt og merkingu. Og nú varð hún ekki hamin í þessu fremur en öðru heldur streymdu ljóðin fram: ættjarðar- ljóð, ádeiluvísur, kvenfélagsyrking- ar og margt fleira. Tvær ljóðabæk- ur komu út eftir hana: Komið af fjöllum og Um fjöll og dali auk þess sem hún átti ljóð í safnriti með systkinum sínum, í blöðum, tímaritum og víðar. Sigga móðursystir mín hafði sterkar skoðanir á öllum málum, sama hvort það var landspólitík, heyannir, meðul, neftóbak eða hvaðeina annað sem henni var efst í huga og ef hún vildi láta skoðun sína í ljós var henni alveg sama úr hvaða tröppu mannfélagsstigans viðmælandinn var, sannleikurinn yrði bara sagður upphátt. Þessa hreinskilni og einurð held ég að fæstir hafi erft við hana, sumir urðu hvumsa, aðrir hugsi en henni lá það í léttu rúmi. Langri viðkynningu lýkur hér og er mér ljúft og skylt að þakka fyrir allar góðu stundirnar. Þóra Elfa Björnsson. Sigríður Beinteinsdóttir Elsku pabbi, ég var alls ekki tilbúin þegar þú fórst. En maður er það víst sjaldnast. Þú ætlaðir að vera hjá mér í ellinni. Eins og þú talaðir um foreldra þína þá varstu af- skaplega heppinn með þá. Móðir þín þessi fyrirmyndarhúsmóðir ásamt því að vera stórglæsileg, greind og góð. Það var ekkert lítið sem þér þótti vænt um ömmu. Faðir þinn var nokkru eldri en mamma þín, afskaplega ljúfur og Árni Bergur Eiríksson ✝ Árni Bergur Ei-ríksson fæddist í Reykjavík 26. jan- úar 1945. Hann and- aðist á heimili sínu í Reykjavík 5. nóv- ember 2007 og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 16. nóv- ember. góður maður, sem las fyrir þig langt fram eftir aldri. Þú hafðir svo mikið gaman af 1001 nótt, þú talaðir oft um þær sögur. Það var greinilegt að þú áttir góðar minn- ingar um föður þinn í gegnum þessar sög- ur. Þú varst mjög ánægður með æsku þína, áttir frábæra foreldra, glæsilegt heimili í Sigluvogi 5 sem var draumahús afa og ömmu, sem afi byggði. Þú fékkst að fara til Danmerkur á lýðháskóla til að bæta dönskuna og síðan til Oxford til að læra ennþá betri ensku. Það voru mikl- ar ævintýraferðir að sjálfsögðu. Enda varstu mjög litríkur maður. En þú misstir foreldra þína ungur, móður þína þegar þú varst 20 ára og föður þinn þegar þú varst 24 ára, og systir þín flutti utan á þessu tímabili vegna náms en kom ekki aftur til Íslands þar sem hún fann ástina sína í útlöndum. Þarna kom móðir mín inn í þitt líf og síð- ar ég. Ég hef svo oft heyrt að þið mamma hafið verið stórglæsileg saman. Þú náðir þér á strik eftir foreldramissinn, stóðst þig vel sem faðir, last fyrir mig eins og afi gerði fyrir þig. Þú varst svo virkur í stjórn- málum þegar ég var að vaxa úr grasi. Þú varst t.d. meðstjórnandi í SUS árin 1977 og 1979, tókst þátt í ófáum landsfundum og varst í nefndum á vegum Sjálfstæðis- flokksins, þ.á m. hjá fulltrúaráðinu og hjá Verði, og alltaf var stuð á þér fyrir kosningar. Þú hafðir al- veg óbilandi áhuga á stjórnmálum og þjóðmálum og sjálfstæðismaður varstu alltaf. Þú varst mjög ham- ingjusamur á þessum árum. Árið 1975 keyptirðu verksmiðj- una Vilkó og varst framkvæmda- stjóri hennar næstu 10 árin. Ís- lenskur iðnaður var það sem var málið á þeim tíma hjá þér og neyt- endamálin. Við áttum að kaupa ís- lenskt til að efla íslenskt atvinnulíf og íslenskan iðnað. Þú varst virkur í Neytendasamtökunum. Ég var mikið stolt af honum pabba mín- um. Á þessum árum glumdi alls staðar sem ég fór setningin: „Við viljum Vilkó.“ Síðan kom holskefla í þínu lífi. Þú ákvaðst að selja verksmiðjuna haustið 1985 til Kaupfélags Húnvetninga. Undan- farin ár hefur þú verið mikill hjartasjúklingur. Þú reyndir að stofna fyrirtæki sem átti að vera innkaupasamband öryrkja og elli- lífeyrisþega. Hlutverk fyrirtækis- ins var að pressa niður lyfjaverð fyrir þessa hópa. Þegar þú kvaddir þennan heim varstu að undirbúa fiskútflutning til Frakklands. Það hefði verið frábært hefði þér tekist þetta hvort tveggja. Aðspurður sagðir þú að þrátt fyrir heilsuleysi undanfarin ár værir þú mjög ánægður með líf þitt. Þú hefðir átt gott líf í heildina séð. Það sem skipti þig mestu var að þú kynntist svo mörgu skemmtilegu og áhuga- verðu fólki á lífsleiðinni. Þín elskandi dóttir, Lucinda S. Árnadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.