Morgunblaðið - 26.01.2008, Side 43

Morgunblaðið - 26.01.2008, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 43 Leiðir okkar Þórðar tengdapabba lágu fyrst saman fyrir 39 árum, þegar ég fór að venja komur mínar á Melhaga 5 með Kjartani syni hans. Þórði kynntist ég mjög vel í gegnum öll þessi ár og var ávallt gagnkvæmt traust og mikill kærleikur á milli okkar. Það var fróðlegt að hlusta á hann segja frá námsárum sínum í Danmörku við framhaldsnám í íþróttafræðum og var ekki síður spennandi þegar hann sagði frá fim- leikaævintýrum sínum til Norður- landanna og Englands, með meist- araflokki KR. Það var ekki algengt að fara í svona ferðir árið 1946. Ég dáðist að því hvað hann var stæltur á líkama og sál, þrátt fyrir að hafa unnið mikið á sínum yngri árum, því lengi vel lék hann sér að því að standa á höndum, við mikinn fögnuð yngri kynslóðarinnar. Það var ekki hægt annað en dást að honum þegar hann var kominn í sparifötin með flotta hárið og spengilegur. Hann leit út eins greifi. Þórður kenndi við Austurbæjarskólann í fjörutíu ár. Honum þótti vænt um starfið og öll börnin sem hann kenndi og var ótrú- legt hvað hann mundi eftir mörgum nöfnum á efri árum. Á páskum fékk hann mörg páskaegg frá bekkjunum sem hann kenndi og það þótti honum vænt um. Hann elskaði að borða súkkulaði. Þórður var skógarvörður í Þrasta- skógi, á skógræktarsvæði UMFÍ, í rúm þrjátíu ár. Þar undi hann og fjölskyldan sér vel við skógrækt og veiðar. Þórður og Guðný létu sér ekki nægja að vera í Þrastaskógi heldur ferðuðust þau mikið, sérstak- lega innanlands. Ég held að þau hafi skoðað alla merkilegustu staði á Ís- landi og var gaman að fylgjast með þeim pakka í bílinn fyrir tjaldútil- egur. Þau ferðuðust einnig um Norð- urlöndin og mjög víða um Evrópu og þótti þeim það fróðlegt og skemmti- legt. Guðný tengdamamma andaðist haustið 1997, og var mikill sjúkling- ur í rúmt ár. Mér þótti aðdáunarvert hvað Þórður var duglegur að annast hana og sitja hjá henni tímunum saman á spítalanum. Sumarið 1999 fórum við Kjartan ásamt syni okkar á heimsþing skurðhjúkrunarfræð- inga í Helsinki. Við buðum Þórði að koma með í ferðalagið. Í ferðinni fór- um við einnig til St. Pétursborgar í Rússlandi og til Eistlands. Þetta er alveg ógleymanleg ferð fyrir okkur öll. Bæði var Þórður skemmtilegur ferðafélagi og var gaman að fylgjast með honum og Kjartani Dór syni okkar. Þeir höfðu mikla ánægju hvor af öðrum og spiluðu mikið á spil. Tengdapabbi fór oft með okkur í sumarbústað okkar á Snæfellsnesi, bæði til að veiða silung og eins til að spila. Alltaf var glatt á hjalla þrátt fyrir þrengsli, því oft slógust í för með okkur Gunnar og Palli, synir Þórðar. Síðasta ferð Þórðar á Snæ- fellsnesið var í tjaldútilegu ferða- klúbbs fjölskyldunnar á Melhaga 5, um Jónsmessuna í fyrra. Hann gat ekki farið í gönguferðirnar en vildi ekki missa af neinu. Þannig að ég keyrði hann á eftir göngugörpunum. Síðan var farið að sjá sólarlagið og ekki mátti missa af því þó seint væri að kvöldi. Ég kveð með söknuði tengda- pabba minn sem ég stend í mikilli þakkarskuld við og tel það vera mikla gæfu að hafa verið samferða honum á lífsleiðinni. Helga Kristín Einarsdóttir. Hugurinn fyllist af óteljandi minn- ingum nú þegar þú hverfur á braut. Nálægð og samheldni fjölskyldunn- ar hefur ávallt verið mikil og einstök. Þórður Jón Pálsson ✝ Þórður JónPálsson fæddist á Leifseyri á Eyrar- bakka 1. apríl 1921. Hann lést í Reykja- vík 12. janúar síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Neskirkju 22. jan- úar. Maður leit á Melhaga 5 löngum sem sitt ann- að heimili og alla sem þar áttu heimangengt sem náinn hluta af fjölskyldunni. Það er notaleg til- finning að láta hugann reika til baka, finna til samkenndarinnar og rifja upp alla þá skemmtilegu daga sem við eyddum á Melhaganum, í Þrast- arskógi eða á ferðalagi með þér og ömmu. Væntanlega höfum við bræðurnir ekki verið auðveldir við á eiga á sín- um tíma. En þið höfðuð einstakt lag á að koma okkur í skilning um hvað er rétt og hvað er rangt og við breyttum í samræmi við það. Þið kennduð manni að meta, njóta og bera virðingu fyrir gildi hversdags- ins, hefðarinnar, reglunnar og ag- ans. Þegar litið er til baka áttar maður sig á því hvað samveran hefur haft mikil áhrif á að móta mann sjálfan, gildismat sitt, skoðanir og viðhorf. Lífsgildin sem þú og amma predik- uðuð fyrir okkur rista djúpt. Það er róandi tilhugsun að vita til þess að maður eigi afturkvæmt í hugarheim sem þið sköpuðuð fyrir okkur. Heim þar sem efnishyggjan víkur fyrir manngildinu, ræktinni á sjálfum sér og fjölskyldunni og virðingunni fyrir náttúrunni og umhverfinu. Það er þægilegt að upplifa hvað öll þessi gildi verða ljóslifandi enn í dag þeg- ar stórfjölskyldan kemur saman. Þú gafst mikið frá þér og í dag lítur maður á allar samverustundirnar og lífsspekina sem þú kenndir manni sem fjársjóð sem maður einsetur sér að varðveita um ókomna framtíð. Þórður Bachmann. Elsku afi, minningarnar koma um alla hlýjuna sem þú gafst. Brosið þitt fal- lega og augun þín hlýju. Alltaf sýnd- irðu stuðning og áhuga á því sem við vorum að gera. Þér fannst svo gam- an að tala við okkur, barnabörnin, heyra um framtíðaráform okkar og okkar daglega líf. Það var fastur liður í tilveru minni sem barn að koma til ykkar ömmu og alltaf naut ég þess að vera hjá ykkur. Það var svo gott að sitja í eld- húsinu á Melhaganum og ekki þreyttistu á að spila við okkur eða fara í „Fagur fiskur í sjó …“. Þar fékk ég líka að heyra sögurnar þínar, þegar þú fórst á sjó, þegar þú varst í Þrastaskógi, þegar þú syntir í Sog- inu, um fimleikasýningarnar og hve heillaður þú varðst af ömmu þegar þið hittust fyrst. Það var líka skemmtilegt að heyra hrotusögurn- ar, þegar þið amma voruð að reyna að sannfæra okkur um að hitt hryti meira og að heyra af ferðalögum ykkar ömmu. Oft langaði mig líka til að vera hærri í loftinu til að geta kannað hvort það væri ennþá þannig að gotteríið væri allra efst í skáp- unum. Eins og maður heyrði að það hefði verið þegar frændur mínir voru litlir. Síðustu ár teygðist á tímanum milli samverustunda okkar, en alltaf var jafngott að koma til þín. Ég er svo afskaplega þakklát fyrir þær stundir sem ég átti með þér og fyrir allar minningarnar. Mér finnst svo vænt um að við höfum farið saman í utanlandsferðir, þó ég hafi verið ansi lítil þá. Að ég hafi átt svona margar stundir á Melhaganum, öll gamlárs- kvöldin, allar fjölskyldu-gönguferð- irnar, jólaboðin og heimsóknirnar. Best af öllu er að hafa átt svona ynd- islegan afa eins og þú varst. Þín Guðný B. Afi minn, núna, síðastliðna daga, hef ég verið að hugsa mikið um Þórð afa og það eru nokkrir hlutir sem ég festist alltaf á. Mínar fyrstu minn- ingar af afa eru svarti Pétur og Sí- ríus súkkulaði. Þegar ég var algjör polli kom afi oft í heimsókn og hann kom alltaf með spil með sér. Svarti Pétur var ástæða þess. Alltaf þegar afi kom spiluðum við svarta Pétur og einstaka sinnum þegar mamma og pabbi voru ekki að horfa gaf hann mér súkkulaði. Það var nú þannig að afi var sjúkur í súkkulaði, hann var alltaf með súkkulaði í bílnum sínum þegar ég var lítill. Svo má ekki gleyma Dumle-súkkulaðimolunum sem við hámuðum í okkur öll kvöld á meðan við spiluðum manna á hót- elinu í Rússlandi. Í þeirri ferð kenndi afi mér að spila manna, því miður fyrir mig þá vann ég hann bara einu sinni alla ferðina. Að spila á spil er nú ekki það eina sem ég man. Alltaf þegar ég sit í bíl með vin- um mínum og keyri fram hjá Þrasta- skógi fyllist ég þessu svakalega stolti og byrja alltaf að útskýra hvernig afi minn plantaði öllum trjánum í skóg- inum. Þrátt fyrir að öll trén séu ýkj- ur þá í mínum augum bjó afi minn til Þrastaskóg og þannig mun ég alltaf heimsækja Þrastaskóg. Það er margt annað sem ég get talað um, eins og allar bækurnar sem afi átti. Ég man þegar afi var að hreinsa út úr háaloftinu heima hjá sér og bauð fólki að koma og fá sér bækur. Við komum í heimsókn til að skoða bækurnar og komumst fljótt að því að með bókum meinti afi heilt herbergi troðfult með stöflum af bókum. Á þeim tíma var ég yngri og vitlausari og fannst bækur ógeðsleg- ar en núna væri ég mjög glaður ef ég hefði bara tekið eina bók til að eiga. Að lokum finnst mér rétt að minn- ast á það hvað afi er eftirminnilegur. Ég hef hitt svo margt fólk sem hefur verið nemendur hjá afa eða verið ná- grannar hans eða vinir. Allt þetta fólk talar um hann á sama máta. Tal- ar um hann sem rosalega notalegan mann sem var góður húmoristi og frábær kennari. Ef ég verð svo heppinn að verða afi einhvern tímann þá vona ég að ég verði eins góður afi og Þórður afi. Takk fyrir allt, afi, Kjartan Dór Kjartansson. Skógarvörðurinn, fimleikameist- arinn, fimleikakennarinn, afi minn og nafni minn Þórður Pálsson er látinn. Mikill söknuður sækir að mér! Hjartalag hans var alveg einstakt og var hann elskaður af mörgum. Ég fyllist stolti þegar ég hugsa til hans. Ég man svo vel eftir öllum þeim sög- um sem hann sagði mér. Sérstaklega einni þar sem hann fór í Evrópuferð 1939-1940, með fimleikahóp til að halda sýningar. Mér fannst þetta frekar sérstakt þar sem mikil tog- streita var í gangi í Evrópu á þessum tíma. Ég minnist þess líka sérstak- lega hversu stoltur hann varð alltaf þegar hann sagði mér frá þessari frægu ferð. Ég veit að hann er lagður af stað í nýja ferð sem hann mun segja mér frá einn góðan veðurdag. Ég elska þig, afi minn, og ég vona að þú hafir það gott, hvar sem þú ert. Þórður Aðalsteinsson. Ég naut þeirra forréttinda fram að fermingaraldri að alast upp og vera í skóla nálægt heimili hans, heimsótti ég hann oft á tíðum. Ætíð tóku Þórður og Gauja vel á móti mér á Melhaganum, var mér gefið kakó að drekka ásamt meðlæti, þó að allt- af væri nóg um að vera á þessu stóra heimili. Sér í lagi vegna þess að Þórður var með tímakennslu á heim- ilinu, sem var eins og fyrsti bekkur í dag. Lærði ég að lesa, skrifa og reikna þar. Einnig fékk ég oft að fara með pabba og mömmu í Þrastaskóg. Þar var Þórður skógarvörður, átti hann lítinn sumarbústað, og var oft margt um manninn þar. Eitt sinn vorum við Kjartan, sonur Þórðar, beðin um að fylgjast með hliðinu að skóginum og gæta þess að kindur kæmu ekki inn fyrir það. Við vorum þó ekki búin að passa hliðið lengi þegar við sáum mann á hjóli með farangur, sem við héldum að væri byssa. Urðum við mjög hrædd og tókum til fótanna upp að bústað. Þegar þangað var komið sögðum við að það væri maður með byssu við hliðið. Fór Þórður þá að hliðinu til að athuga hvort svo væri, en þegar hann kemur að hlið- inu þá er enginn maður þar. En nokkrar kindur voru að reyna að komast inn fyrir hliðið. Maðurinn hefur örugglega verið bara með veiðistöng í poka. Samt sem áður vorum við ekki skömmuð fyrir að hlaupa frá hliðinu. Oft hefur verið minnst á þessa sögu, þá að við hefð- um ekki stórt hjarta og kjarkurinn lítill. Margt á ég Þórði að þakka, þ. á m. þegar ég og maður minn vorum að kaupa okkar fyrstu íbúð vantaði okk- ur ábyrgðarmann fyrir láni. Sagði hann þá við mig: „Ég skrifa aldrei upp á lán, en ég skal þó gera það fyr- ir þig, því ég veit að þú stendur í skil- um.“ Létti mér mjög að heyra þetta, en ég gat alltaf treyst á hann. Gleymi ég heldur ekki þegar Þórður kom með fangið fullt af kóki og spurði: „Á ekki að ferma hér?“ Var þetta eins og himnasending, því það voru veikindi á heimilinu og því lítill innkoma. En hann talaði aldrei um það aftur að hann hefði hjálpað til. Ég verð líka að minnast á hlut sem vekur kærar minningar. Sá hlutur voru og eru vöfflurnar hans. Var hann vanur því að gefa börnunum mínum vöfflur þegar þau komu í heimsókn á Melhagann. Höfðu þau aldrei smakkað betri vöfflur, bað eldri sonur minn um uppskriftina. Fékk hann hana og skrifaði hana inn í bók undir fyrirsögninni: „Dodda- Vöfflur; uppskrift eftir hann afa- bróður minn.“ Margar stundir áttum við á Mel- haganum og margs er að minnast. Eitt sinn komu þau Þórður og Gauja með málverk undir hendinni og hann sagði: „Þar sem þú ert komin í ein- býlishús átt þú að eiga þessa mynd sem hann pabbi þinn málaði þegar þú varst lítil stelpa.“ Þessi mynd er af sumarhúsi og er myndin uppi á vegg hjá mér. Er ég honum ævin- lega þakklát honum fyrir það að hafa gefið mér þessa mynd eftir föður minn. Ég og fjölskylda mín sendum börnum hans og fjölskyldum þeirra, ásamt Sigríði vinkonu hans, innileg- ar samúðarkveðjur. Megi guð styrkja ykkur í sorginni. Með þökk- um fyrir samfylgdina, megir þú hvíla í friði. Karitas Erlingsdóttir og fjölskylda. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR SIGURJÓNSDÓTTUR, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi, Hellu (áður til heimilis að Egilsbraut 23, Þorlákshöfn). Sérstakar þakkir til starfsfólks á Lundi fyrir frábæra umönnun. Ragnhildur Ásgeirsdóttir, Ingi Ólafsson, Laufey Ásgeirsdóttir, Heimir Guðmundsson, barnabörn og langömmubörn. Amma Sigga. Að segja þessi orð fyllir mig af gleði og þeim fylgir einhver óútskýranleg mýkt og hlýja. Barnabörn þekkja oft að- eins ákveðinn hluta af persónu ömmu og afa og þekkingin nær vita- skuld ekki langt aftur í tímann. En þegar einhver er manni eins kær og amma Sigga þá er ekki annað hægt en að minnast hennar í örfáum orð- um, þó að fátækleg séu. Amma Sigga virkaði alltaf á mig sem mikill skörungur og ég vissi fljótlega að það var gott að hafa hana í mínu liði því hún hugsaði vel um þá sem hún elskaði. Þegar ég var lítil vísaði hún jafnan til mín sem nöfnu sinnar og í dag eru þau orð mér kærari en nokkru sinni. Minningarnar af heimsóknum mín- um til ömmu og afa í Hveragerði eru fylltar gleði, enda var dekrað við mann og amma alltaf til í að spilla manni smávegis í hverri heimsókn. Amma var alla tíð stór hluti af lífi mínu. Hún gaf mér fyrsta Nýja testamentið mitt og gaf mér Davíðssálm 23 við það tæki- færi, enda var hann alltaf í uppá- haldi hjá henni. Hún var sú sem hvatti mig einna helst þegar ég tók Anna Sigríður Þorsteinsdóttir ✝ Anna SigríðurÞorsteinsdóttir fæddist á Akureyri 4. júlí 1927. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 29. desember síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Hvítasunnukirkj- unni á Akureyri 4. janúar. þá ákvörðun að taka niðurdýfingarskírn. Mér þykir enn gaman að vita að hún hætti að reykja þegar hún vissi að hún hefði eignast nöfnu og það fyllir mig stolti að hafa átt þátt í svo veigamikilli ákvörðun í lífi hennar. Húmor- inn hennar, hnyttin tilsvörin og gaman- sögurnar af henni koma okkur til að hlæja og munu gera það um ókomin ár. Í minningunni var amma alla tíð mikill sælkeri. Í seinni tíð voru kók- osbollur í uppáhaldi og hún missti eina slíka í gólfið við þær fréttir að ég ætti von á barni. Hamingjuósk- irnar byrjuðu vitaskuld með ein- kunnarorðunum hennar „alla malla“! Síðastliðin misseri hef ég fengið að vera meira með ömmu en oft áður og það er mér dýrmætt að hafa fengið að vera með henni síð- ustu dagana þó að það hafi verið af- skaplega erfið lífsreynsla. Það var orðinn vani hjá mér að spyrja „sérðu mig?“ þegar við hittumst og hlýjan og væntumþykjan í röddina í þetta hinsta sinn er greypt í huga minn þegar hún sagði já og lagði áherslu á „Anna Sigga mín“. Það var huggun að sjá friðinn í bláu aug- unum á þeirri stundu. Ég er Guði þakklát fyrir hvern aukamánuð sem við fengum með ömmu Siggu og að hún skuli hafa fengið á þeim tíma að sjá þrjú ný langömmubörn áður en hún kvaddi til að fara heim til Drottins. Mér finnst ég lánsöm að hafa haft hana þessa fyrstu tvo mánuði í lífi sonar míns. Núna gleðst hún á himnum, laus við verki, veikindi og erfiðleika. Ég mun alltaf muna eftir dillandi hlátrinum, ein- stökum húmornum og tærbláu aug- unum sem ljómuðu þegar hún hló. Elsku afi Gísli, amma var lánsöm að eiga þig. Ég bið Guð að gefa þér styrk og huggun. Þín Anna Sigríður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.