Morgunblaðið - 26.01.2008, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 26.01.2008, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 61 KVIKMYNDIN Charlie Wilson’s War verður frumsýnd hér á landi um helgina. Myndin er byggð á bók eftir George Crile og segir frá sannsögu- legum atburðum. Hún fjallar um gerspilltan þingmann frá Texas, Charlie Wilson, sem aðstoðaði músl- ima í Afganistan þegar Sovétríkin réðust inn í landið í lok áttunda ára- tugarins. Charlie stendur ekki einn. CIA-starfsmaðurinn Gust Avr- akotos hefur margt óhreint í poka- horninu og veigrar sér ekki við að taka þátt í hverju því sem Charlie skipuleggur. Joanne Herring á líka stóran þátt í þessu, því það var hún sem fékk Charlie til að taka upp málstað múslima, með persónutöfra sína eina að vopni. Saman spila þau með fólk og peninga til þess að ná mark- miðum sínum. Mike Nichols leikstýrir myndinni. Hún skartar stórstjörnunum Juliu Roberts, Philip Seymour Hoffman, sem er tilnefndur til Óskars- verðlauna sem besti leikari í auka- hlutverki fyrir leik sinn í myndinni, Tom Hanks og Amy Adams. Erlendir dómar Metacritic 69/100 The New York Times 90/100 Variety 80/100 Premiere 75/100 Spilltur þing- maður Stríð Tom Hanks og Julia Roberts í hlutverkum sínum. Kvikmyndar- frumsýning AMY Winehouse skráði sig í meðferð á fimmtudags- kvöldið eftir að útgáfufyr- irtækið hennar setti henni úrslitakosti. Myndband náðist af Winehouse fyrr í þessari viku þar sem sást til hennar reykja krakk. Forstjóri Uni- versal Records, Lucian Gra- inge, sagði henni þá að ann- aðhvort yrði hún að leita sér hjálpar eða fórna frama sín- um í tónlistarbransanum. „Allir hafa verið með meðferðarúrræði í huga fyr- ir hana en voru að bíða eftir því að hún ákvæði sjálf að leita sér hjálpar,“ sagði inn- anbúðarmaður hjá Univer- sal og bætti við: „Grainge sagði að hún færi ekki á Grammy-verðlaunin, BRIT- hátíðina eða gæfi út aðra plötu fyrr en hún rétti úr kútnum.“ Universal sendi frá sér yfirlýsingu í fyrrakvöld þar sem sagði: „Amy ákvað að skrá sig í meðferð í dag eftir að hafa rætt við útgáfufyrirtækið, umboðsmann sinn og lækna. Hún hefur áttað sig á því að hún þurfi hjálp sérfræðinga til að ná sér út úr fíkninni og til undirbúnings fyrir vænt- anlegt atriði á Grammy-verðlaununum.“ Winehouse fór í fylgd föður síns á meðferðarheimili í London. Talið er að hún verði orðin nógu frísk til að koma fram á Grammy-verðlaununum í Los Angeles 10. febrúar. Reuters Þreytt Amy Winehouse var orðin ansi þreytuleg áður en hún fór í meðferð. Farin í meðferð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.