Morgunblaðið - 07.02.2008, Qupperneq 20
- kemur þér við
Hvað ætlar þú
að lesa í dag?
Karlar skráðir fyrir
fleiri og stærri bílum
Röskva ogVaka
segjast ekki í pólitík
Útrásin til Indlands
er hafin
Ert þú tvítryggður
að óþörfu?
SigríðurVíðis skilur
ekki Laugardagslögin
Bannað að klæðast
eins og Pólverjar
neytendur
20 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
V
ið erum flest fyrir margt löngu orðin vön því
að geta keypt bæði bækur og tónlist á net-
inu. Nýjustu tónarnir eru sjaldnast nema
músarsmell í burtu og flestar bækur, inn-
lendar sem erlendar, getum við eignast í
gegnum veraldarvefinn. Jafnvel fatnað, skó og raftæki er
auðvelt að nálgast með aðstoð netsins. En hvað með mat-
væli? Er raunhæft að streituhlaðna heimsóknin í mat-
vöruverslunina á föstudegi eftir vinnu geti brátt heyrt
sögunni til? Að helgarinnkaupin verði einfaldlega gerð
með aðstoð tölvunnar – innkaupakarfan fyllt með örfáum
músasmellum og maturinn sendur heim næsta dag.
Víða í Evrópu eru matarinnkaup á netinu raunhæfur
möguleiki og virðast flestar breskar verslanakeðjur til
dæmis bjóða neytendum upp á þennan kost. Hér heima
er vissulega hægt að kaupa matvæli í einhverju magni á
vefum á borð við nattura.is, en helgarinnkaupin verða þó
tæplega afgreidd þar í einu lagi.
Kostnaðarsamt að koma
upp netverslun
„Það er skrýtið að þú skulir nefna þetta,“ segir Kjart-
an Már Kjartansson forstöðumaður verslunarsviðs hjá
Samkaupum hf. þegar hann er spurður um möguleikann
á vefverslun. „Ég hitti um daginn unga konu á frama-
braut sem var að skammast yfir að þetta væri hvergi
hægt. Hún sagðist ekki nenna að fara út í búð, hún væri
önnum kafin í vinnu og vildi bara geta keypt inn á netinu
og fengið svo einhvern heim með vörurnar.“
Kjartan Már segir Samkaup þó ekki vera með net-
verslun á döfinni. „Við erum meðvitaðir um þennan
möguleika en höldum bara að tíminn sé ekki kominn.“
Gísli Sigurbergsson verðlagsstjóri Fjarðarkaupa tók í
sama streng. „Það er enginn grunnur fyrir netverslun
hjá okkur og þetta er nokkuð sem við höfum mjög lítið
velt fyrir okkur.“
Sömu sögu er að heyra hjá Bjarna Friðrik Jóhanns-
syni rekstrarstjóra Nóatúns, en hjá Nóatúni hefur um
árabil verið rekin heimsendingarþjónusta sem er mikið
notuð af eldra fólki. „Við höfum verið að skoða þessi mál,
en ekki tekið neinar ákvarðanir hvað þetta varðar. Það
er rétt að Bretar standa mjög framarlega á þessu sviði,
en matvara hér á landi hefur hins vegar lítið hreyfst í átt
að netverslun,“ segir Bjarni Friðrik. „Það kann hins veg-
ar vel að vera að ákveðnir hópar hefðu áhuga á slíkri
þjónustu en það er líka ljóst að það er kostnaðarsamt að
koma henni á fót og hvað okkur varðar þá höfum við ekki
tekið neinar ákvarðanir í þessum efnum.“
Stefnum á að verða stærstir
Hjá Hagkaup er þegar hægt að kaupa ýmsa sérvöru á
netinu og segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Hagkaupa raunar ekkert því til fyrirstöðu að fólk
geri líka matarinnkaupin á netinu. „Það er kannski ekki
bein netverslun, þannig að maður velji vörur í körfu og
prenti svo út pöntunina. Það má þó engu að síður senda
póstverslun Hagkaupa lista með matvörunni sem maður
vill kaupa, þeir sjá um að tína hana til og pósturinn keyr-
ir hana heim til manns.“
Þegar Hagkaup gerði tilraun til að reka netverslun
með mat um árið barst þriðjungur pantananna ýmist á
faxi eða í gegnum síma og að sögn Gunnars Inga voru
það ekki eingöngu eldri viðskiptavinir sem höfðu þann
háttinn á. „Bein netverslun með matvöru hefur bara ekk-
ert verið nýtt hér,“ segir hann og bætir við að mikil bíla-
eign okkar Íslendinga eigi eflaust sinn þátt í hve viljug
við erum að skreppa út í búð.
„Við erum samt sem áður að blása til sóknar í net-
versluninni hjá okkur og erum að tengja hana mun meira
daglegum skilaboðum frá Hagkaup, til dæmis við Hag-
kaupsblöðin.“ Þessi þróun er þó að hans sögn enn
skammt á veg komin, en um 2.000 vöruflokkar er nú í
netverslunni. „Við sjáum okkur klárlega á netversl-
unarmarkaði og stefnum á að verða stærsta netverslun á
Íslandi á árinu. Nú þegar bjóðum til dæmis upp á bæði
ítölsku línuna og heilsulínuna okkar á netinu, enda erum
við mjög stoltir af þeim. Það er síðan spurning hvort
mjólk og aðrar matvörur eigi eftir að koma þar inn. Í dag
er þó lítið vit í að bjóða upp á mjólkina á netinu því á
henni er engin álagning. Það er því löng leið eftir en mat-
urinn á eftir að bætast við, það gerist bara hægt og síg-
andi.“
Netverslun með
matvöru ekki í augsýn
Morgunblaðið/ÞÖK
Netverslun Enn er nokkuð í að hægt verði að stinga
mjólk og osti í innkaupakörfu á internetinu.
NÚ er ekki lengur nóg að fara til
sálfræðings einn og sér eða sækja
sér ráðgjöf með makanum, heldur
fara heilu kynslóðirnar saman í
meðferð.
Sambandið við móðursystur,
ömmu eða systkini getur enda
valdið vandamálum í mörgum fjöl-
skyldum. Því bjóða fleiri og fleiri
fjölskylduráðgjafar og sáttamenn í
Danmörku ráðgjöf, sem fleiri kyn-
slóðir úr sömu fjölskyldu geta nýtt
sér saman, að því er fram kemur á
vefsíðu Berlingske Tidende.
„Þetta eru ósköp venjulegar fjöl-
skyldur sem koma til að lagfæra
tengslin sín á milli,“ útskýrir sál-
fræðingurinn Allan Holmgren sem
oft hefur þrjár kynslóðir saman í
fjölskyldumeðferð.
Anne Leonora Blaakilde sem
rannsakað hefur fjölskyldutengsl
þvert á kynslóðir útskýrir áhuga
fólks á fjölskyldumeðferð með
auknum væntingum til fjölskyldu-
lífsins. „Fjölskyldan er orðin að
verkefni sem þarf að heppnast,“
segir hún. „Í raun er það ótrúlega
erfitt því engar fjölskyldur eru
fullkomnar. Þess vegna sækja æ
fleiri sér aðstoð við að láta fjöl-
skyldulífið ganga upp.“
Verði almennara í framtíðinni
Hingað til hefur fjölskyldu-
meðferð verið útbreiddust í fé-
lagslega geiranum sem úrræði
vegna barna og unglinga í „þung-
um“ fjölskyldum. Báðir ofan-
greindir sérfræðingar telja að æ
fleiri „venjulegar“ fjölskyldur
muni sækja sér meðferð til að
leysa ágreining.
„Ég held að það verði algengt í
framtíðinni að fólk fari með fjöl-
skylduna í „eftirlit“ á hálfsársfresti
eða árlega, rétt eins og maður fer í
skoðun til læknis,“ segir Holm-
gren. Blaakilde tekur undir þetta:
„Í dag er viðurkennt að fara með
maka sínum í meðferð til að
byggja upp og bæta sambandið. Ég
er viss um að við eigum eftir að sjá
það sama þvert á kynslóðir, þannig
að mæður og ömmur sæki sér ráð-
gjöf saman.“
Kynslóðir í ráðgjöf saman
TPN
Kynslóðir Það er ekki alltaf vandalaust að vera hluti af fjölskyldu og því
gæti verið ráð að taka mömmu, pabba og ömmu með í ráðgjöf.