Morgunblaðið - 07.02.2008, Side 38

Morgunblaðið - 07.02.2008, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG ÆTLA AÐ FÁ ÞRJÁ MIÐA Í SÆDÝRASAFNIÐ MÉR ÞYKIR ÞAÐ LEITT... EN ÞIÐ VERÐIÐ AÐ SKILJA ÞETTA EFTIR ÚTI LÁTTU SKUTULINN NIÐUR, GRETTIR ÞÚ EYÐILEGGUR ALLT BÖRN ÚT UM ALLT SKRIFA BRÉF TIL GRASKERS- INS MIKLA! MÉR FINNST ÉG HAFA HEYRT ALLT ÞAÐ ER VEGNA ÞESS AÐ Á ÖSKUDAGINN RÍS HANN UPP ÚR AKRINUM OG FLÝGUR UM HEIMINN TIL AÐ GEFA BÖRNUM GJAFIR ÞANNIG AÐ EF ÞÚ ERT ÞÆG STELPA ÞÁ KEMUR HANN TIL ÞÍN OG GEFUR ÞÉR GJÖF PABBI, MAMMA FÓR MEÐ MIG Á BÓKASAFNIÐ OG FANNSTU BÓK TIL AÐ LESA? JÁ! ÉG VISSI EKKI AÐ BÆKUR GÆTU VERIÐ SVONA SKEMMTILEGAR OG ÞÚ GETUR LÍKA LÆRT MARGT GETUM VIÐ EKKI LÁTIÐ HANN HANGA Á EINHVERJU GÖTUHORNI FREKAR? ÞAÐ ERU LÍKA FRÁBÆRAR MYNDIR Í BÓKINNI! JÁ! Í BÓKINNI MINNI STENDUR AÐ ÞAÐ SÉ TIL VESPA SEM VERPIR EGGJUNUM SÍNUM Á KÓNGULÆR. SÍÐAN ÞEGAR EGGIN KLEKJAST ÚT ÞÁ BYRJA LIRFURNAR AÐ ÉTA SIG INN Í KÓNGULÓNA. ÞÆR BORÐA MIKILVÆGUSTU LÍFFÆRIN SÍÐAST, ÞANNIG AÐ HÚN ER ÉTIN LIFANDI! BÓKIN ER ÆÐI! SJÁÐU! ÞAÐ SITUR FUGL Á VAL- SLÖNGVUNNI OKKAR! SUMIR FUGLAR ERU SVO LATIR ÞIÐ HAFIÐ HEPPNINA MEÐ YKKUR. ÞAÐ ER EINMITT ÞRIGGJA MANNA HÓPUR Á LEIÐINNI ÚT ÞÁ ER ÞAÐ KOMIÐ Á HREINT. KENNARARNIR ERU FARNIR Í VERKFALL ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI! HVERNIG GETA ÞAU GERT ÞETTA? VITA ÞAU EKKI HVERSU MIKIÐ ÞAU RASKA LÍFI FÓLKSINS Í KRINGUM SIG? ÞAU GERA ÞAÐ... TIL ÞESS ER LEIKURINN GERÐUR HVENÆR KEMUR RÚTAN? HANN ER ROTAÐUR! NÚNA GET ÉG SLOPPIÐ! Æ, NEI! ÉG GLEYMDI AÐ MYNDAVÉLIN VÆRI HÉR! AAAAA! dagbók|velvakandi Kúamjólk og krabbamein Nokkur umræða hefur farið fram í Morgunblaðinu að undanförnu um mögulegt orsakasamhengi milli neyzlu kúamjólkur og krabbameins, einkum í blöðruhálskirtli. Oddur Benediktsson prófessor hefur bent á að þetta mein sé mjög sjaldgæft í Austurlöndum (t.d. Kína) þar sem neyzla kúamjólkur er mjög lítil, and- stætt því sem gerist á Vesturlöndum en þar eru þessi mein mjög algeng eins og alkunna er. Forstjóri Mjólk- ursamsölunnar hefur andmælt þessu og heldur því fram að ekkert orsakasamband sé hér á milli. Benda má á að framleiðendur tóbaksvara notuðu lengi vel sömu röksemda- færslu um krabbamein og reykingar og skákuðu þá í því skjólinu að við- eigandi rannsóknir vantaði. Það sama á við hér. Hvort sem það stafar af umræddri umræðu eða ekki hefur undanfarið verið gegndarlaus og að mínu mati mjög ósmekkleg auglýsingaherferð frá Mjólkursamsölunni í Sjónvarp- inu um heilsufarslegt ágæti kúa- mjólkur – ágæti sem hefur alls ekki verið vísindalega sannað. Ef litið er á mataræði Austurlandabúa annars vegar og Vesturlandabúa hins vegar er enginn vafi á því að meginmis- munurinn er notkun kúamjólkur og rauðs kjöts. Kúamjólk er sérhönnuð afurð náttúrunnar handa kálfum en ekki mönnum. Hér á landi eru fáanlegar ágætisvörur sem nota má „í stað“ kúamjólkur, þ.e. sojamjólk með og án kalks. Bragð þessara vara gefur kúamjólk ekkert eftir nema síður sé. Reynir Eyjólfsson lyfjafræðingur. Er fólki ekkert heilagt? Nú er sól að rísa og er það vel, því að auðvitað hefur myrkrið áhrif á flesta þótt sumir vilji ekki við það kannast. Þegar litið er í kringum sig er manni í raun brugðið, ekki síst vegna þess að ungliðahreyfing vinstri manna leyfði sér að standa öskrandi og æp- andi, baðandi út öllum öngum, reyn- andi að púa niður þennan yndislega mann sem Ólafur F. Magnússon er, bara af því að hann hefur farið í gegnum tímabundið myrkur sem er afleiðing af erfiðum hjónaskilnaði. Hvað er óeðlilegt við það þegar stór hluti þjóðarinnar þarf á hvers kyns geðlæknishjálp að halda einhvern tímann ævinnar? Við höfðum Dag og hans fólk í 3 mánuði og þar sem hann er sérstakur vinur Ólafs hef ég ekki trú á því að hann beri ábyrgð á þessum skrílslátum og hafna því al- farið. Ef fólk vill ota sínum tota og breiða úr sér eins og þessi ungmenni gerðu ættu þau að hafa vit á því að gera það einhvers staðar annars staðar en á pöllum ráðhússins. Því eitthvað verður að vera heilagt í þessu annars ágæta samfélagi? Svo út í aðra sálma og óskylda. Frá árnu 2005 til dagsins í dag hefur magn svifryks í borginni minnkað. Þetta er af hinu góða því rólega er- um við að þrýsta burt nagladekkj- unum sem valda mestu um þetta hættulega ryk sem eyðilagt getur öndunarfæri fólks. Það er gott að eitthvað er að lagast í þessu þjóð- félagi þó að pólitíkin undanfarið hafi verið til háborinnar skammar. Jóna Rúna Kvaran. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÞETTA fagra glitský sveif yfir Breiðholtinu í kuldakastinu fyrir skömmu. Glitský myndast hátt í heiðhvolfinu. Þau geta verið undurfögur og minnir litadýrðin á litina sem sjá má í perlumóðurskeljum. Árvakur/Árni Sæberg. Litadýrð í háloftunum ÞORGERÐUR Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráð- herra, Peter-Harry Car- stensen, forsætisráðherra þýska sambandslandsins Slés- víkur-Holstein, og Caroline Schwarz, menningar- málaráðherra Slésvíkur- Holstein, héldu síðstliðinn mánudag blaðamannafund í Kiel í tilefni af því að hafinn er undirbúningur að raðtilnefn- ingu menningarminja frá tím- um víkinga á heimsminjaskrá UNESCO. Verkefnið er samstarfs- verkefni margra þjóða en auk Íslands og Slésvíkur-Holstein taka Danmörk og Svíþjóð þátt í verkefninu auk þess sem stjórnvöld í Kanada og Noregi hafa fylgst með framvindu mála og verða hugsanlega aðilar að ferlinu. Vinna að tilnefningu er langt og strangt ferli, sem krefst mikils og náins samstarfs milli þátttökuland- anna. Öll löndin eiga jafnmikið í verkefninu þó svo reglur UNESCO kveði á um að eitt ríki þurfi að bera ábyrgð á verkefninu og afhenda til- nefningarskjölin fyrir hönd allra hinna. Mun Ísland sinna því hlutverki að vera ábyrgðaraðili verkefnisins en frumkvæði að raðtilnefningunni átti Slésvík-Holstein, sem í nokkur ár hefur unnið að undirbúningi þess að tilnefna Heiðabæ og Danavirki á heimsminjaskrána. Heimsminjanefnd Íslands hefur fengið það hlutverk að stýra verk- efninu og vinnur hún nú að und- irbúningi málþings og fundar á Ís- landi í apríl þar sem kallaðir verða til fulltrúar þeirra landa, sem taka þátt í verkefninu. Stefnt er að því að tilnefning vegna víkingaminja verði afhent UNESCO fyrir 1. febrúar 2010. Heiðabær og Danavirki Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Peter-Harry Carstensen forsætisráðherra þýska sambandslandsins Slésvík-Holstein. Undirbúningur að tilnefningu á heimsminjaskrá UNESCO FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.