Morgunblaðið - 09.02.2008, Side 20

Morgunblaðið - 09.02.2008, Side 20
20 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | Skurðstofa sjúkra- húss Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja verður starfrækt allan sólar- hringinn eftir að hún flytur í nýtt húsnæði. Áform- að er að það verði á vormán- uðum. Fengist hefur fjárveiting til þess. Bætt var við fjárveitingar til Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja við þriðju um- ræðu fjárlaga. 46 milljónir ganga til þess að koma á sólarhrings- vöktum á skurðstofunni og 60 millj- ónir til að efla starfsemina almennt til að unnt verði að taka við verk- efnum frá Landspítala samkvæmt samkomulagi sem gert hefur verið. Möguleiki á fjölgun rúma „Sólarhringsopnun skurðstofunn- ar hefur lengi verið baráttumál. Það er loksins gengið í gegn,“ segir Sigríður Snæbjörnsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Skurðstofan mun flytja í nýtt húsnæði á þriðju hæð D-álmu sjúkrahússins á þessu ári. Húsnæð- ið er tilbúið og tækin hafa verið pöntuð. Sigríður segir stefnt að því að tækin komi í apríl. Gangi það eftir muni verða hægt að opna skurðstofuna á nýjum stað á vor- mánuðum og þá jafnframt taka upp fulla vakt. Sigríður tekur fram að ef afhending tækjanna dragist geti komið til þess að sólarhringsvakt- irnar verði ekki hafnar fyrr en í haust. Möguleiki er á því að fjölga að- gerðum á skurðstofunni því þar verða tvær fullbúnar skurðstofur auk minni aðgerðastofu í stað einn- ar skurðstofu og minni aðgerða- stofu. Sigríður tekur þó fram að aukin afköst á skurðstofunni kalli á fleiri legurúm, svo hægt sé að leggja inn fleiri sjúklinga. „Við höf- um nýtt að fullu það pláss sem við höfum,“ segir hún. Verið er að leita leiða til að fjölga rúmum og málið er til athug- unar í heilbrigðisráðuneytinu. Núna eru 72 rúm á sjúkrahúsinu. Að sögn Sigríðar er unnt að fjölga þeim um átta með litlum tilkostn- aði. Þá segir hún að hægt sé að innrétta plássið sem losnar þegar skurðstofurnar flytja og þannig væri hægt að hafa 90 legurúm á sjúkrahúsinu. Hugmyndir um stækkun Sigríður bætir því við að huga þurfi að stækkunarmöguleikum í framtíðinni. „Það hefur orðið mikil fjölgun íbúa á svæðinu sem við sinnum og við finnum fyrir því á öllum deildum, ekki síst í heilsu- gæslunni. Ef þessi þróun heldur áfram er full ástæða til að huga stækkun húsnæðis stofnunarinnar,“ segir Sigríður. Hún segir að athugun á húsnæð- ismálum framtíðarinnar séu á frumstigi og ýmsar hugmyndir hafi komið fram. Nefnir hún möguleika á byggingu álmu við D-álmuna þannig að þær myndi hálfhring um bílastæðin. Þá sé spurning hvort mögulegt sé að bæta einni hæð of- an á D-álmuna. Sú hraða íbúaþróun sem verið hefur um öll Suðurnesin og með- fylgjandi eftirspurn eftir þjónustu heilbrigðisþjónustunnar gerir það erfitt að ná endum saman í rekstr- inum að sögn Sigríðar. Rekstrar- halla síðasta árs var mætt með fjárveitinu á fjáraukalögum í lok ársins. Sólarhringsvakt verður tekin upp á skurðstofunni Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sjúkrahús Hugað er að mögu- leikum til stækkunar sjúkrahússins.Sigríður Snæbjörnsdóttir Grindavík | „Börnin eru upptekin af þessu og fræðslan skilar sér líka inn á heimilin,“ segir Hulda Jóhanns- dóttir, leikskólastjóri á Króki í Grindavík. Leikskólinn fékk afhenta alþjóðlega umhverfisviðurkenningu, grænfánann, á afmælisdegi sínum fyrr í vikunni. Af þessu tilefni var haldin mikil hátíð í skólanum. Sigrún Helgadóttir fulltrúi Landverndar afhenti Huldu grænfánann og Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri dró hann að húni með aðstoð barna af leikskólanum. Leikskólinn Krókur hefur í nokk- ur ár starfað undir merkjum heilsu- leikskólans. Hulda segir að um- hverfismálin tengist mjög heilsu fólks og vellíðan og því hafi það verið rökrétt að taka þetta skref. Jafn- framt hafi það starf sem unnið hefur verið á leikskólanum auðveldað und- irbúninginn. Hulda er ánægð með vinnuna sem felst meðal annars í fræðslu um um- hverfismál til starfsfólks og nem- enda. Nefnir að áður en undirbún- ingurinn hófst hafi verið átta sorptunnur við skólann. Nú séu þar þrjár tunnur, auk ellefu endur- vinnslutunna og þriggja moltutanka. „Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera, bara með flokkun á rusli. Svo nýtum við mikið af umbúðum og öðru við leik og sköpun hér á leik- skólanum,“ segir Hulda. Fræðslan skilar sér líka inn á heimilin Ljósmynd/Þorsteinn G. Gunnarsson Hátíð Börnin í leikskólanum Króki aðstoðuðu við að draga grænfánann að húni. Mikil hátíð var í leikskólanum af þessu tilefni. NÚ STENDUR yfir í forsal og kaffi- stofu Amtsbókasafnsins sýning um leiklist á Akureyri frá upphafi til dagsins í dag. Sýningin er sett upp í tilefni af aldarafmæli Samkomuhúss- ins á Akureyri og níutíu ára afmæli Leikfélags Akureyrar í fyrra. Á sýningunni er gefið yfirlit í máli og myndum yfir leikstarfsemi á Ak- ureyri frá því þar var fyrst leikið árið 1860. Frumkvöðull þeirra sýninga var danskur kaupmaður, B.A. Steincke, sem einnig kenndi Akureyringum dans og kurteisa háttu. Í fyrstu var leikið á dönsku, en Íslendingar létu ekki bjóða sér slíkt til lengdar og næstu áratugi var mikil gróska í leik- starfsemi og leikritagerð jafnt á Ak- ureyri sem í nærsveitum. Með til- komu Samkomuhússins batnaði öll aðstaða til leiksýninga til mikilla muna og smám saman komst aukin festa á leikstarfið, einkum eftir stofn- un Leikfélags Akureyrar árið 1917, en það hefur starfað óslitið síðan. Það er Leikminjasafn Íslands sem stendur fyrir sýningunni. Textahöf- undar eru Sveinn Einarsson, Jón Við- ar Jónsson og Ólafur Engilbertsson, en hönnun sýningarinnar er í höndum Ólafs Engilbertssonar, Björns G. Björnssonar og Jóns Þórissonar. Sér- stakur ráðgjafi vegna sýningarinnar er Haraldur Sigurðsson. Leiklist í 100 ár Sýning í Amtsbóka- safninu á Akureyri GUÐJÓN Davíð Karlsson leikur tvífarana Jóhannes Ringsted forstjóra og Klemma, dyravörð og fjölvirkja, í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á farsanum Fló á skinni sem frumsýndur var í gærkvöldi við góðar undir- tektir. Harpa Birgisdóttir hefur hér hendur í hári leikarans. Árvakur/Skapti Hallgrímsson Hló á skinni TÓNVERK eftir Önnu Þorvalds- dóttur við Alman- aksljóð séra Bolla Gústavssonar, fyrrverandi vígslubiskups, verður frumflutt í Laugarborg í dag. Meðal flytj- enda er sópran- söngkonan Gerð- ur, dóttir séra Bolla. Tónleikarnir eru hluti Myrkra músíkdaga og hefj- ast kl. 15. Í Almanaksljóðum stiklar séra Bolli á helstu messudögum árs- ins að fornu, með stuttum ljóðræn- um lýsingum á náttúru, veðri og bú- störfum – oft með trúarlegri vísun. Á tónleikunum slást fjögur önnur skáld í för með Bolla, öll samferða- menn hans og vinir og dvöldust sam- tíða á Akureyri: Davíð Stefánsson, Heiðrekur Guðmundsson, Hjörtur Pálsson og Kristján frá Djúpalæk. Tónverkin við ljóð þeirra eru öll samin af núlifandi tónskáldum: Önnu Þorvaldsdóttur, Ingibjörgu Þor- bergs, Atla Heimi Sveinssyni, Jóni Hlöðveri Áskelssyni, Tryggva M. Baldvinssyni og Hreiðari Inga Þor- steinssyni. Á afmælisdegi séra Bolla, 17. nóv- ember sl., kom út bókin Lífið sækir fram, með völdum predikunum hans og ljóðum. Í fyrsta lagi eru þar pre- dikanir frá þeim tíma sem séra Bolli þjónaði í Laufási við Eyjafjörð, ann- ar kafli frá árum hans sem vígslu- biskup á Hólum í Hjaltadal og í þeim þriðja eru predikanir tengdar pásk- um og hvítasunnu. Inn á milli eru svo valin ljóð úr bókinni Borðnautar, en Almanaksljóð eru einmitt í henni. Hjörtur Pálsson góðvinur sr. Bolla skrifaði grein um listamanninn og rithöfundinn Bolla í bókina, en þess má geta að lög Ingibjargar Þorbergs á tónleikunum í dag eru við ljóð Hjartar. Frumflytja verk við ljóð séra Bolla Í HNOTSKURN »Séra Bolli Gústavsson varðsjötugur 17. nóvember 2005. Bókin Lífið sækir fram er síðbúin afmælisgjöf, segir Bolli Pétur, sonur hans, sem ritstýrði bókinni. Séra Bolli Gústavsson RES Orkuskólinn á Akureyri verður settur í fyrsta sinn í dag og kennsla hefst á mánudaginn. Nemendur eru 31, frá 10 löndum og búa á stúd- entagarði í Skjaldarvík. Þar var áður dvalarheim- ili aldraðra en húsnæðið hefur verið tekið í gegn. Forstöðumaður RES er dr. Björn Gunnarsson. RES er alþjóðleg einkarekin mennta- og vís- indastofnun sem rekin er í samstarfi Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands. Nemendur, sem að- allega eru verkfræðingar, koma flestir frá Mið- og Austur-Evrópu, og frá Bandaríkjunum. Lang- flestir eru frá Póllandi, alls 16 manns. Skólinn tók formlega til starfa með opnunar- hátíð síðastliðið vor en nú er löng bið á enda þegar kennsla hefst. Skólinn, sem á ensku nefnist The School for Renewable Energy Science, er afrakst- ur nokkurra ára undirbúningsferlis og verður al- þjóðleg einkarekin mennta- og vísindastofnun á sviði endurnýjanlegra orkugjafa og verður megin- verkefni skólans að bjóða eins árs alþjóðlegt meistaranám í vistvænni orkunýtingu. Áætlað er að nemendur verði 50-80 þegar skólinn er kominn í fulla starfsemi. Háskólinn á Akureyri mun skv. þjónustusamningi annast og veita formlega M.Sc.-gráðu. Komið hefur fram að gert er ráð fyr- ir 150 milljóna króna framlagi frá Þróunarsjóði EFTA vegna umsóknar fimm tækniháskóla í Pól- landi um menntun pólskra verkfræðinga við RES á næstu tveimur árum. Þess má geta að í dag stendur til að mennta- málaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, taki fyrstu skóflustunguna að fjórða áfanga Há- skólans á Akureyri við Sólborg. Í byggingunni verða hátíðarsalur og fyrirlestrasalur auk smærri kennslurýma og háskólatorgs. Verkinu á að vera lokið um mitt næsta ár. RES Orkuskóli settur í dag Nemendur búa í Skjaldarvík þar sem innréttaður hefur verið stúdentagarður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.