Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | Skurðstofa sjúkra- húss Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja verður starfrækt allan sólar- hringinn eftir að hún flytur í nýtt húsnæði. Áform- að er að það verði á vormán- uðum. Fengist hefur fjárveiting til þess. Bætt var við fjárveitingar til Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja við þriðju um- ræðu fjárlaga. 46 milljónir ganga til þess að koma á sólarhrings- vöktum á skurðstofunni og 60 millj- ónir til að efla starfsemina almennt til að unnt verði að taka við verk- efnum frá Landspítala samkvæmt samkomulagi sem gert hefur verið. Möguleiki á fjölgun rúma „Sólarhringsopnun skurðstofunn- ar hefur lengi verið baráttumál. Það er loksins gengið í gegn,“ segir Sigríður Snæbjörnsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Skurðstofan mun flytja í nýtt húsnæði á þriðju hæð D-álmu sjúkrahússins á þessu ári. Húsnæð- ið er tilbúið og tækin hafa verið pöntuð. Sigríður segir stefnt að því að tækin komi í apríl. Gangi það eftir muni verða hægt að opna skurðstofuna á nýjum stað á vor- mánuðum og þá jafnframt taka upp fulla vakt. Sigríður tekur fram að ef afhending tækjanna dragist geti komið til þess að sólarhringsvakt- irnar verði ekki hafnar fyrr en í haust. Möguleiki er á því að fjölga að- gerðum á skurðstofunni því þar verða tvær fullbúnar skurðstofur auk minni aðgerðastofu í stað einn- ar skurðstofu og minni aðgerða- stofu. Sigríður tekur þó fram að aukin afköst á skurðstofunni kalli á fleiri legurúm, svo hægt sé að leggja inn fleiri sjúklinga. „Við höf- um nýtt að fullu það pláss sem við höfum,“ segir hún. Verið er að leita leiða til að fjölga rúmum og málið er til athug- unar í heilbrigðisráðuneytinu. Núna eru 72 rúm á sjúkrahúsinu. Að sögn Sigríðar er unnt að fjölga þeim um átta með litlum tilkostn- aði. Þá segir hún að hægt sé að innrétta plássið sem losnar þegar skurðstofurnar flytja og þannig væri hægt að hafa 90 legurúm á sjúkrahúsinu. Hugmyndir um stækkun Sigríður bætir því við að huga þurfi að stækkunarmöguleikum í framtíðinni. „Það hefur orðið mikil fjölgun íbúa á svæðinu sem við sinnum og við finnum fyrir því á öllum deildum, ekki síst í heilsu- gæslunni. Ef þessi þróun heldur áfram er full ástæða til að huga stækkun húsnæðis stofnunarinnar,“ segir Sigríður. Hún segir að athugun á húsnæð- ismálum framtíðarinnar séu á frumstigi og ýmsar hugmyndir hafi komið fram. Nefnir hún möguleika á byggingu álmu við D-álmuna þannig að þær myndi hálfhring um bílastæðin. Þá sé spurning hvort mögulegt sé að bæta einni hæð of- an á D-álmuna. Sú hraða íbúaþróun sem verið hefur um öll Suðurnesin og með- fylgjandi eftirspurn eftir þjónustu heilbrigðisþjónustunnar gerir það erfitt að ná endum saman í rekstr- inum að sögn Sigríðar. Rekstrar- halla síðasta árs var mætt með fjárveitinu á fjáraukalögum í lok ársins. Sólarhringsvakt verður tekin upp á skurðstofunni Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sjúkrahús Hugað er að mögu- leikum til stækkunar sjúkrahússins.Sigríður Snæbjörnsdóttir Grindavík | „Börnin eru upptekin af þessu og fræðslan skilar sér líka inn á heimilin,“ segir Hulda Jóhanns- dóttir, leikskólastjóri á Króki í Grindavík. Leikskólinn fékk afhenta alþjóðlega umhverfisviðurkenningu, grænfánann, á afmælisdegi sínum fyrr í vikunni. Af þessu tilefni var haldin mikil hátíð í skólanum. Sigrún Helgadóttir fulltrúi Landverndar afhenti Huldu grænfánann og Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri dró hann að húni með aðstoð barna af leikskólanum. Leikskólinn Krókur hefur í nokk- ur ár starfað undir merkjum heilsu- leikskólans. Hulda segir að um- hverfismálin tengist mjög heilsu fólks og vellíðan og því hafi það verið rökrétt að taka þetta skref. Jafn- framt hafi það starf sem unnið hefur verið á leikskólanum auðveldað und- irbúninginn. Hulda er ánægð með vinnuna sem felst meðal annars í fræðslu um um- hverfismál til starfsfólks og nem- enda. Nefnir að áður en undirbún- ingurinn hófst hafi verið átta sorptunnur við skólann. Nú séu þar þrjár tunnur, auk ellefu endur- vinnslutunna og þriggja moltutanka. „Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera, bara með flokkun á rusli. Svo nýtum við mikið af umbúðum og öðru við leik og sköpun hér á leik- skólanum,“ segir Hulda. Fræðslan skilar sér líka inn á heimilin Ljósmynd/Þorsteinn G. Gunnarsson Hátíð Börnin í leikskólanum Króki aðstoðuðu við að draga grænfánann að húni. Mikil hátíð var í leikskólanum af þessu tilefni. NÚ STENDUR yfir í forsal og kaffi- stofu Amtsbókasafnsins sýning um leiklist á Akureyri frá upphafi til dagsins í dag. Sýningin er sett upp í tilefni af aldarafmæli Samkomuhúss- ins á Akureyri og níutíu ára afmæli Leikfélags Akureyrar í fyrra. Á sýningunni er gefið yfirlit í máli og myndum yfir leikstarfsemi á Ak- ureyri frá því þar var fyrst leikið árið 1860. Frumkvöðull þeirra sýninga var danskur kaupmaður, B.A. Steincke, sem einnig kenndi Akureyringum dans og kurteisa háttu. Í fyrstu var leikið á dönsku, en Íslendingar létu ekki bjóða sér slíkt til lengdar og næstu áratugi var mikil gróska í leik- starfsemi og leikritagerð jafnt á Ak- ureyri sem í nærsveitum. Með til- komu Samkomuhússins batnaði öll aðstaða til leiksýninga til mikilla muna og smám saman komst aukin festa á leikstarfið, einkum eftir stofn- un Leikfélags Akureyrar árið 1917, en það hefur starfað óslitið síðan. Það er Leikminjasafn Íslands sem stendur fyrir sýningunni. Textahöf- undar eru Sveinn Einarsson, Jón Við- ar Jónsson og Ólafur Engilbertsson, en hönnun sýningarinnar er í höndum Ólafs Engilbertssonar, Björns G. Björnssonar og Jóns Þórissonar. Sér- stakur ráðgjafi vegna sýningarinnar er Haraldur Sigurðsson. Leiklist í 100 ár Sýning í Amtsbóka- safninu á Akureyri GUÐJÓN Davíð Karlsson leikur tvífarana Jóhannes Ringsted forstjóra og Klemma, dyravörð og fjölvirkja, í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á farsanum Fló á skinni sem frumsýndur var í gærkvöldi við góðar undir- tektir. Harpa Birgisdóttir hefur hér hendur í hári leikarans. Árvakur/Skapti Hallgrímsson Hló á skinni TÓNVERK eftir Önnu Þorvalds- dóttur við Alman- aksljóð séra Bolla Gústavssonar, fyrrverandi vígslubiskups, verður frumflutt í Laugarborg í dag. Meðal flytj- enda er sópran- söngkonan Gerð- ur, dóttir séra Bolla. Tónleikarnir eru hluti Myrkra músíkdaga og hefj- ast kl. 15. Í Almanaksljóðum stiklar séra Bolli á helstu messudögum árs- ins að fornu, með stuttum ljóðræn- um lýsingum á náttúru, veðri og bú- störfum – oft með trúarlegri vísun. Á tónleikunum slást fjögur önnur skáld í för með Bolla, öll samferða- menn hans og vinir og dvöldust sam- tíða á Akureyri: Davíð Stefánsson, Heiðrekur Guðmundsson, Hjörtur Pálsson og Kristján frá Djúpalæk. Tónverkin við ljóð þeirra eru öll samin af núlifandi tónskáldum: Önnu Þorvaldsdóttur, Ingibjörgu Þor- bergs, Atla Heimi Sveinssyni, Jóni Hlöðveri Áskelssyni, Tryggva M. Baldvinssyni og Hreiðari Inga Þor- steinssyni. Á afmælisdegi séra Bolla, 17. nóv- ember sl., kom út bókin Lífið sækir fram, með völdum predikunum hans og ljóðum. Í fyrsta lagi eru þar pre- dikanir frá þeim tíma sem séra Bolli þjónaði í Laufási við Eyjafjörð, ann- ar kafli frá árum hans sem vígslu- biskup á Hólum í Hjaltadal og í þeim þriðja eru predikanir tengdar pásk- um og hvítasunnu. Inn á milli eru svo valin ljóð úr bókinni Borðnautar, en Almanaksljóð eru einmitt í henni. Hjörtur Pálsson góðvinur sr. Bolla skrifaði grein um listamanninn og rithöfundinn Bolla í bókina, en þess má geta að lög Ingibjargar Þorbergs á tónleikunum í dag eru við ljóð Hjartar. Frumflytja verk við ljóð séra Bolla Í HNOTSKURN »Séra Bolli Gústavsson varðsjötugur 17. nóvember 2005. Bókin Lífið sækir fram er síðbúin afmælisgjöf, segir Bolli Pétur, sonur hans, sem ritstýrði bókinni. Séra Bolli Gústavsson RES Orkuskólinn á Akureyri verður settur í fyrsta sinn í dag og kennsla hefst á mánudaginn. Nemendur eru 31, frá 10 löndum og búa á stúd- entagarði í Skjaldarvík. Þar var áður dvalarheim- ili aldraðra en húsnæðið hefur verið tekið í gegn. Forstöðumaður RES er dr. Björn Gunnarsson. RES er alþjóðleg einkarekin mennta- og vís- indastofnun sem rekin er í samstarfi Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands. Nemendur, sem að- allega eru verkfræðingar, koma flestir frá Mið- og Austur-Evrópu, og frá Bandaríkjunum. Lang- flestir eru frá Póllandi, alls 16 manns. Skólinn tók formlega til starfa með opnunar- hátíð síðastliðið vor en nú er löng bið á enda þegar kennsla hefst. Skólinn, sem á ensku nefnist The School for Renewable Energy Science, er afrakst- ur nokkurra ára undirbúningsferlis og verður al- þjóðleg einkarekin mennta- og vísindastofnun á sviði endurnýjanlegra orkugjafa og verður megin- verkefni skólans að bjóða eins árs alþjóðlegt meistaranám í vistvænni orkunýtingu. Áætlað er að nemendur verði 50-80 þegar skólinn er kominn í fulla starfsemi. Háskólinn á Akureyri mun skv. þjónustusamningi annast og veita formlega M.Sc.-gráðu. Komið hefur fram að gert er ráð fyr- ir 150 milljóna króna framlagi frá Þróunarsjóði EFTA vegna umsóknar fimm tækniháskóla í Pól- landi um menntun pólskra verkfræðinga við RES á næstu tveimur árum. Þess má geta að í dag stendur til að mennta- málaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, taki fyrstu skóflustunguna að fjórða áfanga Há- skólans á Akureyri við Sólborg. Í byggingunni verða hátíðarsalur og fyrirlestrasalur auk smærri kennslurýma og háskólatorgs. Verkinu á að vera lokið um mitt næsta ár. RES Orkuskóli settur í dag Nemendur búa í Skjaldarvík þar sem innréttaður hefur verið stúdentagarður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.