Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 4 Þ að getur komið fyrir, að maður verði allur ein spurning. Þá varðar mann ekkert um mörgu svörin við alls kyns úr- lausnarefnum, jafnvel við stórum, almennum vandamálum. Þá lifir maður sjálfan sig sem eina spurn- ingu, eina opna, leitandi hlust, eitt skimandi auga, jafnvel eitt nístandi ákall: Svar! Hvar er svar? Hvert er svarið? Fæ ég svar? Er til svar? Þú skilur, hvað ég er að fara, ef þú hefur einhvern tíma beðið milli vonar og ótta eftir úrskurði læknis um það, hvort þú sért kom- inn með banvænt mein. Eða ef þú hefur beðið eftir svari við því, hvort von sé um að bjarga nánasta ástvini úr óvæntum helgreipum. Þá varstu allur ein spurning. Eða segjum, að þú bíðir eftir að fá að vita, hvort barnið þitt sé meðal þeirra, sem kom- ust af, þegar slysið varð, þegar skipið sökk, flugvélin hrapaði, húsið brann. Hvað ertu þá? Hvernig? Þá má hugsa sér, hvernig það sé að bíða eftir úrskurði dómstóls um það, hvort maður sé dæmdur sekur um glæp eða fundinn sýkn. Hvað rúmast þá í huganum? Það getur gerst, að þú verðir ekkert nema spurning. Ekkert nema djúp, spyrjandi, leit- andi þögn. Þá skiptir ekkert neinu máli, þá er í bili ekkert til nema ein spurning, eitt svar. Margvísleg atvik og aðstæður geta valdið því, að allt hverfur fyrir einu. Það hafa margir reynt einhverntíma, ef ekki flestir. En líka getur það gerst, án þess að það verði rakið til sérstakra ytri tilefna, að lífs- gátan leiti á og lífsvandinn með þeim þunga, að aðrar spurningar verði léttvægar. Hvar er það svar, sem leysir úr því, sem allt veltur á, alveg allt um mig og mitt. Og alla tilveru? Hvað er á bak við þá hulu, það djúp, sem blasir við mér í hverju auga, sem ég mæti? Og líka þegar ég horfi inn í sjálfan mig. Eða út í geiminn, sem umlykur mig? Hver svarar því? Hver getur svarað, þegar spurningin er ekki aðeins sú, hvort einhver kemst af eða bjargast úr einhverjum sviplegum háska, hvort ég eða einhverjir mér nákomnir kom- ist lífs af undan einstöku reiðarslagi, heldur hvort nokkur von sé um, að neinn eða neitt komist af í raun og veru yfirleitt, endanlega? Er einhver, sem veit um og ræður yfir úr- ræðum til björgunar, þegar allt brestur og bregst? Eða er allt sagt með orðum skáldsins: Það bjargast ekki neitt, það ferst, það ferst (Steinn Steinarr). HUGVEKJA Sigurbjörn Einarsson Leit og svör Hvað rúmast þá í huganum? Það getur gerst, að þú verðir ekk- ert nema spurning. Ekkert nema djúp, spyrjandi, leitandi þögn. Þá skiptir ekkert neinu máli, þá er í bili ekkert til nema ein spurning, eitt svar. » Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is ÞAÐ þarf anzi margar loðnur til að framleiða þau um það bil 10.000 tonn af hrognum sem líklega verða unnin á vertíðinni. Alls þarf 80.000 tonn upp úr sjó til að ná þessu magni miðað við jafnt hlutfall hrygnu og hængs. Hrygnan er um 20 grömm að þyngd og hrognafyll- ing þegar mest er 25%. Því gefur hver hrygna að meðaltali um 5 grömm af hrognum. Það er því stjarnfræðilegur fjöldi fiska sem þarf til að ná 10.000 tonnum af hrognum en þau gefa mest af sér. Japanir greiða stórfé fyrir hrognin og á veitingastöðum í Tókýó eru þau afar eftirsótt. Vinnslan er á fullu á Austfjörðum, í Vestmannaeyjum og á Akranesi. Unnið er á vöktum allan sólarhring- inn og hvergi slegið af. Morgunblað- ið skrapp upp á Skaga á föstudaginn til að kynna sér gang mála hjá HB Granda. Þar var fyrir svörum Gunnar Hermannsson sem sér um hrogna- vinnsluna fyrir fyrirtækið. En hvernig fer þessi vinnsla fram, hvernig er hrognunum náð úr hrygnunni og að því loknu, hvað tek- ur við? Dælt, flokkað, dælt, hreinsað og pakkað „Loðnunni er dælt beint frá skipi upp í tank fyrir utan hús. Þaðan dælum við henni inn á flokkara og skiljum í sundur kvensíli og karl- síli,“ segir Gunnar. „Karlsílinu er síðan dælt beint yfir í fiskimjöls- verksmiðjuna og fer þar í mjöl- vinnslu. Kvensílið fer svo í sérstakar skurðarvélar þar sem það er skorið í litla bita til að ná úr því hrognunum og þau eru síðan skilin frá í troml- um. Afgangurinn af kvenloðnunni fer síðan út í fiskimjölsverksmiðju í mjölið. Hrognin fara svo í hreinsun og þvott. Þau fara í gegnum fleyti- kör, skilvindur, ormatínsluvélar, fleytipotta með lofti og sjó undir til að lyfta upp léttum efnum eins og dauðum hrognum sem er svo fleytt ofan af. Undir eru svo sandskiljur til að taka á móti þyngri efnum. Þaðan fara hrognin svo í fínflokkun í troml- ur og síðan í kör þar sem þau eru látin þorna, vökvinn látinn renna af þeim. Þaðan fara hrognin svo í pökkun og frystingu. Þau fara í átta kílóa poka og eru þrír slíkir eða 24 kíló í hverjum kassa. Hreinsa 180 tonn af hrognum á sólarhring Við erum með vinnslugetu til að hreinsa 180 tonn af hrognum á sól- arhring, en frystigetu upp á 100 tonn á sólarhring. Það er því mikið af hrognum flutt austur á Vopna- fjörð til frystingar þar. Það er unnið á vöktum við þetta allan sólarhring- inn, flestir vinna átta tíma og hvílast í aðra átta en sumir taka 16 tíma og hvílast í átta. Það er helzt hjá verk- tökum sem við erum með í þessari vinnu. Þetta eru 40 störf allan sólar- hringinn en ætli það séu ekki í kringum 70 manns í allt við hrogna- vinnsluna. Þetta er mikil törn meðan hún stendur yfir og vinnudagurinn langur en þetta eru ekki nema í kringum þrjár vikur.“ Í samvinnu við bændur í Dölunum „Við mönnum þetta að stærstum hluta til með verktökum. Við erum í mjög góðri samvinnu við bændur vestur í Dölum og skólakrakka hérna líka. Þetta eru menn sem eru búnir að vera í þessu hjá okkur í mörg ár. Við tökum svo úr bolfisk- vinnslunni kjarna fólks sem sér um pökkunina. Það eru um 20 manns. Starfsfólkið er mjög ánægt með að vera komið í þessa törn og við erum með alveg úrvalsfólk í vinnu. Valinn maður í hverju rúmi. Þetta er vertíð og heilmikill slag- ur meðan á þessu stendur en það er gaman að takast á við hann. Menn eru ánægðir en þreyttir þegar þetta er búið,“ segir Gunnar. Já, það var ekki annað á fólkinu að heyra en að það væri ánægt með hrognavertíðina. Hrognin eru misjöfn að gæðum og þroska og þar til á fimmtudag var verið að vinna svokölluð iðnaðar- hrogn en þau fara í frekari vinnslu í Rússlandi, Kóreu og víðar. Þá tók við vinnsla á hrognum fyrir mark- aðinn í Japan sem gefur mest af sér. Nýtingin er misjöfn í förmunum eftir því hve hátt hlutfall af hrygnu er í þeim. „Í byrjun fengum við mjög góðan farm með um 75% kvensíli og 25% af karli. Þá náðum við yfir 15% nýtingu sem gerir 150 tonn úr þús- und tonnum. Algengast er að skipt- ingin sé „fifty fifty“. Miðað við 25% hrognafyllingu náum við 12 til 13% út úr farminum. Það gefur þá 120 til 130 tonn úr hverjum þúsund tonn- um. Við vonumst þá til að ná allt að 1.200 til 1.400 tonnum hér og eitt- hvað svipuðu austur á Vopnafirði. Núna erum við búnir að frysta hérna á Akranesi 680 tonn og keyra mikið austur. En það er svolítil óvissa í þessu en nú eru óveidd um 9.000 tonn af kvótanum. Gera mikið úr litlu Það er mjög gott fyrir þjóðarbúið að fá þessa loðnuveiði nú og vinnsl- una sem henni fylgir. Vonandi verð- ur leyft að veiða meira næstu árin en þetta er mjög lítið núna. Aðal- málið er að menn nýti þennan fisk til manneldis, í heilfrystingu og hrognatöku. Það er verðmætið sem skiptir mestu máli, ekki endilega magnið, að gera mikið úr litlu,“ segir Gunnar Hermannsson. Flokkun Eftir að loðnunni hefur verið dælt inn í hús, er hrygnan flokkuð frá og fer í hrognavinnslu, en hængurinn fer beint í mjölvinnslu. Vinnslan Gunnar Hermannsson sér um hrognavinnsluna á Skaganum. Pökkun Tvær pökkunarstöðvar eru í pökkunarlínunni. Þar fara hrognin í 8 kílóa poka, svo á pönnur og í frystingu og loks í kassa sem í eru 24 kíló. Ánægðir en þreyttir þegar allt er búið Loðnuhrognin eru nú fryst á vöktum allan sólarhringinn Lostæti Hrognin eru fagurgul og girnileg. Þau geta vart verið ferskari og bragðið er svolítið salt og vel þroskuð hrognin springa uppi í munninum. Þurrkun Eftir að hrognin hafa verið hreinsuð eru þau sett í kör og vökvinn látinn síga af. Að því loknu fara hrognin í pökkun og frystingu. Morgunblaðið/Frikki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.