Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 53
Kirkjustarf
Breiðholtskirkja | Prestar Breiðholts-
kirkju og Skaftfellingafélagið standa
fyrir guðsþjónustu kl. 14. Núverandi
og fyrrverandi sóknarprestar frá Vík
og Kirkjubæjarklaustri ásamt prest-
um Breiðholtskirkju, þeim sr. Gísla
Jónassyni og Bryndísi Möllu Elídóttur.
Bústaðakirkja | Starf eldri borgara er
á miðvikudögum kl. 13-16.30. Spilað,
föndrað og handavinna. Hafið sam-
band við kirkjuvörð í síma 553-8500
ef bílaþjónustu er óskað.
Fríkirkjan Kefas | Sunnudagaskóli kl.
11. Almenn samkoma kl. 14, Sigrún
Einarsdóttir prédikar, lofgjörð, barna-
starf og fyrirbænir. Að samkomu lok-
inni verður kaffi og samfélag. Einnig
er verslun kirkjunnar opin.
Hallgrímskirkja | Söngvahátíð kl. 20
með Sindre Eide. Ungir söngvarar og
hljóðfæraleikarar flytja sálma frá öll-
um heimshornum undir forystu
norska söngprestsins Sindre Eide.
Tónlistarstjóri Tómas G. Eggertsson.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Engl-
ish service at 12.30. Almenn sam-
koma kl. 16.30. Ræðumenn Alyn og
A.J. Jones frá Toronto. Gospelkór
Fíladelfíu leiðir söng. Aldursskipt
barnakirkja, öll börn 1–13 ára velkom-
in.
Kristniboðssambandið | Síðasta
samkoma kristniboðsviku er kl. 17 í
Kristniboðssalnum á Háaleitisbraut
58-60. Anna Lilja Einarsdóttir sýnir
myndir frá Eþíópíu og Helga Magn-
úsdóttir syngur einsöng. Ræðu flytur
Haraldur Jóhannsson, varaformaður
Kristniboðssambandsins.
Laugarneskirkja | Harðjaxlar – full-
frísk og fötluð börn saman í leik og
vináttu kl. 13. Kvöldmessa kl. 20.
Óháði söfnuðurinn | Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 14 og verður séra Pétur
með galdra, já, galdramessa. Eftir
messu verður kvenfélagið með Bjarg-
arkaffið.
Vídalínskirkja Garðasókn | Messa
eldri borgara kl. 11. Lilja Hallgríms-
dóttir predikar, eldri borgarar aðstoða
við lestra. Súpa í umsjá Lionsklúbb-
anna eftir messu. Aðalsafn-
aðarfundur Garðasóknar í beinu
framh. Rúta sækir fólk í Hleinar kl.
10.30 og í Jónshús kl. 10.40, til baka
um kl. 12.30-13.
Félagsstarf
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Dansleikur kl. 20, Caprí tríó leikur fyr-
ir dansi. Leikhópurinn Snúður og
Snælda sýna í Iðnó Flutningana eftir
Bjarna Ingvarsson og inn í sýninguna
er fléttað atriðum úr Skugga-Sveini
eftir Matthías Jochumsson. Síðasta
sýning er í dag kl. 14. Sími 562-9700.
Félagsheimilið Gjábakki | Ingibjörg
Harðardóttir dósent við læknadeild HÍ
flytur fyrirlestur 11. mars kl. 20 um
mismundandi fæðufitu. Fræðslu-
erindið er á vegum íþróttafélagsins
Glóðar.
Félagsstarf eldri borgara í Mos-
fellsbæ | Leikhúsferð í Þjóðleikhúsið á
leikritið Sólarferð, 18. mars kl. 14. Lagt
af stað kl. 13.30 frá Hlaðhömrum.
Miðasala á skrifstofu félagsstarfsins á
Hlaðhömrum kl. 13-16, til 12. mars.
Sími 586-8014.
Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka
daga er fjölbreytt dagskrá kl. 9-16. 30.
Sund og leikfimiæfingar í Breiðholts-
laug á mánud. og miðvikud. kl. 9.50.
Þriðjud. 18. mars er leikhúsferð í Þjóð-
leikhúsið á Sólarferð, sýning hefst kl.
14 (breyttur tími), skráning hafin á
staðnum og í s. 575-7720.
Hæðargarður 31 | Tölvukennsla, Ís-
landssöguspjall, myndlist, bókmenntir,
framsögn og framkoma, Bör Börson,
söngur, páfagaukar, hláturhópur,
Skapandi skrif, postulín, Þegar amma
var ung, hugmyndabanki, Müllersæf-
ingar, nýstárleg hönnun ferming-
arkorta, Vorferð á vit skálda o.fl. S.
568-3132.
Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthús-
inu á mánu- og miðvikud. kl. 9.30,
hringdansar í Kópavogsskóla á
þriðjud. kl. 14.20, ringó í Smáranum á
miðvikud. kl. 12 og í Snælandsskóla á
laugard. kl. 9.30. Línudans í Húnabúð,
Skeifunni á miðvikud. kl. 17. Uppl. í
síma 564-1490.
Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun er
ganga frá Egilshöll kl. 10.
Kvenfélag Kópavogs | Aðalfundur
verður 12. mars kl. 20 í sal félagsins í
Hamraborg 10, 2. hæð.
Vesturgata 7 | Þriðjudaginn 18. mars
verður farið í Þjóðleikhúsið að sjá leik-
ritið Sólarferð kl. 14. Lagt af stað frá
Vesturgötu 7, kl. 13.15. Uppl. og skrán-
ing í síma 535-2740.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 53
dagbók
Í dag er sunnudagur 9. mars, 69. dagur ársins 2008
Orð dagsins: En hann frelsar hinn bágstadda með bágindum hans og opnar eyru þeirra með þrengingunni. (Jb. 36, 15.)
Rannsóknasetur í barna- ogfjölskylduvernd við HáskólaÍslands efnir til málstofunæstkomandi þriðjudag.
Hjördís Árnadóttir mun flytja erindið
„Forvarnir í Reykjanesbæ: Tími til að
lifa og njóta“ í stofu 101 í Odda frá kl.
12 til 13.
„Í erindinu fer ég í gegnum víðtækt
forvarnastarf í Reykjanesbæ, og fjalla
um þá framtíðarsýn sem bæjarfélagið
hefur mótað í forvarnamálum,“ segir
Hjördís, en hún er félagsmálastjóri
bæjarins.
Reykjanesbær réði til starfa fyrir
hálfu öðru ári sérstakan verkefnastjóra
í forvörnum: „Eitt af hans fyrstu verk-
efnum var að kortleggja það mikla for-
varnastarf sem unnið er í bæjarfélag-
inu af sveitarfélaginu sjálfu og
stofnunum þess, samstarfsaðilum, s.s.
heilbrigðisstofnun, kirkjunni og ýms-
um félagasamtökum,“ útskýrir Hjör-
dís. „Með því vildum við fá skýrari
mynd af starfinu, ekki síst til að sjá
hvar skórinn kreppir. Þeirri vinnu lauk
með viðamikilli skýrslu sem við höfum
nú til hliðsjónar við mótun nýrrar for-
varnastefnu með skýrari forgangs-
röðun og skilvirkni. Betri yfirsýn og
bætt skipulag forvarnastarfs í bæj-
arfélaginu gefur svo kost á markvissari
árangursmælingum.“
Hjördís nefnir að Reykjanesbær hafi
síðustu ár hleypt af stokkunum ýmsum
nýstárlegum forvarnaverkefnum sem
reynst hafi vel: „Allir foreldrar tveggja
ára barna í bæjarfélaginu fá boð frá
bænum um að sækja ókeypis námskeið
sem veitir þeim stuðning í uppeldinu.
Einnig aðstoðar fulltrúi frá bæjarfélag-
inu fjölskyldur í erfiðri aðstöðu við að
innleiða á heimilinu þau ráð sem kennd
eru á því námskeiði,“ segir Hjördís.
„Nú undirbúum við verkefni í samstarfi
við kirkjuna, fyrir börn foreldra sem
hafa skilið. Erlendar rannsóknir sýna
að þessi börn þurfa oft að vinna úr sín-
um málum, jafnvel mörgum árum eftir
skilnað, en skv. sömu rannsóknum er
það einkum um 12 ára aldurinn að erf-
iðleikar þessu tengdir geta komið upp á
yfirborðið.“
Heimasíða Rannsóknaseturs í
barna- og fjölskylduvernd er á slóðinni
www.rbf.is og má þar finna nánari upp-
lýsingar um viðburði á vegum þess.
Fundurinn á þriðjudag er öllum opinn
og aðgangur er ókeypis.
Samfélag | Fyrirlestur um forvarnastarf í Reykjanesbæ á þriðjudag
Skilvirkni í forvarnastarfi
Hjördís Árna-
dóttir fæddist í
Reykjavík 1952 en
ólst upp í Keflavík.
Hún lauk dipló-
magráðu í op-
inberri stjórnsýslu
og stjórnun frá
Endurmennt-
unarstofnun HÍ.
Hjördís hefur starfað við stjórnun hjá
sveitarfélögum og stofnunum á vegum
hins opinbera í um þrjá áratugi. Hún
er nú félagsmálastjóri í Reykjanesbæ.
Hjördís á þrjú börn og eitt barnabarn.
Kvikmyndir
MÍR-salurinn | Kvikmyndin Boris Godúnov
verður sýnd kl. 15. Þetta er sýning Bolshoj-
leikhússins í Moskvu á óperu Mússorgskís
og er myndin tekin á sviði leikhússins
1987. Allir fremstu listamenn Bolshoj á
þessum tíma taka þátt í sýningunni. Ensk-
ur texti. Aðgangur ókeypis.
Fyrirlestrar og fundir
Styrkur | Samtök krabbameinssjúklinga
og aðstandenda þeirra verða með fræðslu-
fund í húsi Krabbameinsfélagsins í Skóg-
arhlíð 8 í Reykjavík 11. mars kl. 20. Sr. Bragi
Skúlason sjúkrahúsprestur fjallar um karl-
menn og krabbamein. Kaffiveitingar.
Tónlist
Dómkirkjan | Kennaratónleikar Suzuki-
tónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir
kl. 15. Frumflutt verður verkið Sjóræn-
ingjapolki fyrir fjórhent píanó eftir Hildi-
gunni Rúnarsdóttur.
Hallgrímskirkja | Kvöldmessa með sveiflu.
Ungt söngfólk og Kristinn Smári Kristinss.
gítar, Áskell Harðars. bassi, Gylfi Sigurðss.
slagverk, Tómas Guðni Eggertss. píanó og
Sindre Eide frá Noregi, trompet. Sr. Birgir
Ásgeirsson. Áhugafólk um lifandi kirkju-
söng er hvatt til að koma og kynnast nýj-
um söngvum og sömbutakti.
Kristskirkja Landakoti | Vox feminae
heldur tónleika í Kristskirkju 12. mars kl.
20.30. Tónleikarnir bera yfirskriftina Sta-
bat Mater, en þar flytur kórinn kirkjuleg
verk auk verksins Stabat Mater eftir John
A. Speight, sem hann stjórnar sjálfur. List-
rænn stjórnandi tónleikanna er Margrét J.
Pálmadóttir. Miðaverð er 2.500 kr. við inn-
ganginn, 2.000 kr. í forsölu kórfélaga.
Langholtskirkja | Sálmaspuni kl. 20.
Gunnar Gunnarsson og Sigurður Flosason
spinna á Noakorgel Langholtskirkju og
saxófón.
Salurinn, Kópavogi | Helga Rós Indr-
iðadóttir og Guðrún Dalía Salómonsdóttir
halda síðdegistónleika til heiðurs tónskáld-
inu Jórunni Viðar. Jórunn verður 90 ára á
þessu ári. Tónleikarnir eru á morgun, 9.
mars, og hefjast kl. 16. Miðasala og nánari
upplýsingar á www.salurinn.is.
Fréttir og tilkynningar
Tungumálamiðstöð HÍ | Alþjóðlega þýsku-
prófið TestDaF verður haldið í Tungumála-
miðstöð Háskóla Íslands 22. apríl nk. Próf-
ið er ætlað þeim sem stefna á háskólanám
í Þýskalandi. Skráning fer fram í Tungu-
málamiðst., Nýja Garði, til 25. mars. Próf-
gjald er 14.500 kr. Nánari uppl. í s. 525-
4593, ems@hi.is.
Fríkirkjan Kefas.
FRÉTTIR
LISTMUNAUPPBOÐ
verður haldið sunnudagskvöldið 9. mars,
kl. 19 á Hótel Sögu, Súlnasal
Á uppboðinu verður að venju gott úrval verka,
meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna.
Boðin verða upp um það bil 110 listaverk.
Öll verkin eru sýnd í Galleríi Fold við Rauðarárstíg
föstudag 10–18, laugardag 11–17 og sunnudag 12–17.
Hægt er að skoða uppboðsskrána
með myndum á vefslóðinni myndlist.is.
Rau›arárstíg 14, sími 5510400 · www.myndlist.is
Jóhannes S. Kjarval
SÍÐDEGISMÁLÞING verður
haldið í Háskóla Íslands á mið-
vikudag undir yfirskriftinni:
Fjölbreytni, tækifæri fyrir ís-
lensk fyrirtæki, stofnanir og
starfsfólk – reynsla kanadískra
fyrirtækja; fjárhagslegur ávinn-
ingur, nýsköpunarhæfni, árang-
ursrík vinnubrögð. Málþingið
fer fram milli klukkan 15.15 og
17, en kanadíska sendiráðið á Ís-
landi í samstarfi við félags- og
tryggingamálaráðuneytið, Há-
skóla Íslands – Stofnun stjórn-
sýslufræða, Samtök atvinnulífs-
ins, Alþýðusamband Íslands og
Alþjóðahúsið býður til mál-
þingsins.
Þykir Kanada standa fram-
arlega á þessu sviði og er m.a.
með sérstakt ráðuneyti um fjöl-
breytni og fjölmenningu. Enn-
fremur verða stutt ávörp um
reynsluna hérlendis. Málþingið
fer að mestu fram á ensku og
verður á Háskólatorgi, neðri
hæð, stofu 104. Aðgangur er
ókeypis. Nauðsynlegt er þó að
skrá þátttöku á hlekknum;
www.stjornsyslustofnun.hi.is/
Aðalfyrirlesarar verða tvær
kanadískar konur, þær Yasmin
Meralli, aðstoðarforstöðumaður
hjá elsta og stærsta banka Kan-
ada, Bank of Montreal, Diver-
sity and Workplace Equity Unit,
og Cindy Chan, forstjóri Info
Spec Systems Inc., hugbún-
aðarfyrirtækis sem hún stofnaði
og náð hefur mjög góðum ár-
angri bæði í Kanada, Bandaríkj-
unum og Asíu. Í tilkynningu
vegna málþingsins segir að báð-
ar séu mjög vel þekktar fyrir
störf sín í Kanada, séu afburða-
fyrirlesarar og hafi Cindy hlotið
margháttaðar viðurkenningar
fyrir störf sín.
Ávörp flytja sendiherra Kan-
ada á Íslandi, Anna Blauveldt,
Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðu-
neytisstjóri, Svali Björgvinsson,
Kaupþingi banka, Tatiana K.
Dimitrova leikskólastjóri, Ólaf-
ur Ólafsson, AstraZeneca og
lokaorð flytur Hannes G. Sig-
urðsson, Samtökum atvinnulífs-
ins. Hægt er að sjá dagskrána
og efni fyrirlestra á:
www.stjornmalogstjornsysla.is
Málþinginu stýrir Tatjana Lat-
inovic, stjórnandi í þróunardeild
Össurar hf., en markmið þess er
að greina hvernig fjölbreytni
starfsfólks, getur verið ávinn-
ingur fyrirtækja. Fjölbreytni
sem er sýnileg eða ósýnileg og
getur verið vegna kyns, aldurs,
forsögu, kynþáttar, fötlunar,
persónu og vinnulags.
Málþing um fjölbreytni
og fjölmenningu