Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 39 ,,VAKNAÐI í morgun, klár og hress,“ segir í dægurlagatext- anum. Það var öðruvísi hjá mér því ég vaknaði nokkru eftir mið- nætti eftir stuttan svefn með bull- andi þungan brjóst- verk. Þóttist vita nógu mikið til að gruna að hér gæti verið hjartakveisa á ferðinni. Þetta var sem sagt aðfaranótt miðvikudags 27. febr- úar. Ekkert breyttist þótt ég færi fram úr, stæði eða settist og fékk því karl föður minn, lækni á eft- irlaunum í næsta húsi, til að koma yfir og kanna málið. (Konan norður í Hjaltadal og engin ástæða til að trufla hana strax). Eftir stutta yf- irheyrslu taldi hann málið alvar- legt og hringdi í sjúkrabíl. Ekki dugði minna en tveir og stofan fylltist af fílefldum bráðatæknum – og lærlingi frá Ameríku. (Hann verður áreiðanlega í næstu syrpu af Bráðavaktinni.) Karlarnir gengu fumlaust til verka undir stjórn eins þeirra, smelltu á mig blóðþrýstingsmæli, tóku hjartalínurit, gáfu mér mag- nýl og sprengiúða undir tunguna. Þetta breytti engu um verkinn og næsta skref var Landspítalinn. Þar tóku við svipaðar aðgerðir lækna og hjúkrunarfólks með sömu fumlausu handbrögðunum til að kanna hvort nokkuð hefði breyst. Fleiri útprent úr hjarta- línuritinu voru skoðuð og þau gátu lesið út úr upplýsingunum stíflu í einni æð sem virtist opnast og lokast á víxl. Þriðja skrefið var þá að ræsa út hjartaþræðingarteymi á bakvakt. Þau hljóta öll að eiga heima í næsta húsi því eftir ör- skamma stund var búið að rúlla mér inn á þeirra svæði og und- irbúningur á fullu. Galdraverk Síðan hófst galdraverkið. Slanga þrædd í slagæð í nára og um hana er hægt að renna hinum og þess- um græjum alveg upp í hjartað. Til dæmis pumpu til að þrýsta út æðaveggjunum og ef þeir leka saman aftur er hægt að skutla þangað upp stoðneti (sem svipar til gorms í kúlupennum) til að æð- in haldist víð. Um leið er hægt að sannreyna ástandið í öðrum æðum og ferðast þannig um æðakerfi hjartans og horfa á allt í beinni út- sendingu á skjá ofan við rúmið. Það er hins vegar óskiljanlegt hvernig hægt er að stýra tækinu um þetta vegakerfi. Í ljós kemur hjá mér að fleira þarf að laga sem látið verður bíða um sinn. Þegar það verður búið verða afköstin eins og á 2+2 þjóðvegi. Og þar sem ekki þarf að svæfa er bara fróðlegt að fylgjast með framvindu mála og rabba við fólkið um leið og það rannsakar í manni pump- una. Þarna eru sem sagt tvær stofur með hjartaþræðingarbúnaði. Þær eru fullnýttar á daginn og fyrir fáum árum var komið á bakvakt til að geta tekið strax á bráðavanda utan dagvaktar. Það kerfi hefur sannað sig fyrir löngu og það eru ekki mörg ríki sem bjóða borg- urum sínum upp á þessi gæði. Það er kannski ekki útkall á hverri nóttu en nokkur í viku samt. Að loknu verki renndu þau mér upp á hjartadeildina og þar tók enn nýtt sett af glaðvakandi fólki við sjúklingnum. Þar vissu líka allir hvað þeir áttu að gera. Þá voru aðeins liðnir þrír og hálfur tími frá ég vaknaði við verkinn og búið að leysa bráð- asta vandann og koma honum í farveg. Meðan þessu fór fram var gamli maðurinn í sambandi við fjölskyld- una, konan ók í bæinn og stálpuð börnin litu á föður sinn og fullviss- uðu sig um að allt væri í sóma. Þegar leið á morguninn var konan komin líka og smám saman fór landið að rísa. Stálpuðu börnin komu aftur daginn eftir og nú með ungana sína sem sungu afmæl- issöng fyrir afann með súkku- laðikökunni. Við tók rúmlega þriggja daga lega á spítalanum þar sem áfram héldu stöðugar mælingar. Öllu er skilmerkilega safnað í möppu sem þykknaði með hverjum deginum. Einnig hófst lyfjameðferð og um leið gönguferðir um gangana undir stjórn sjúkraþjálfara. Annars leið tíminn fljótt við lestur, gesta- móttöku, spjall við aðra sjúklinga, hafragrautsát á morgnana (og lyf- in með) og tvær heitar máltíðir á dag. Uppbygging framundan Að öllu þessu loknu er síðasta skrefið framundan og kannski ekki það ómerkilegasta: Að ná bata með endurhæfingu og tilhlýði- legum hegðunarbreytingum. Þegar leið að brottför voru lagðar lífs- reglur og kynnt endurhæfing og fræðsla sem er nauðsynlegur hlekkur í þessari keðju. Við vitum ýmislegt þegar hjarta- sjúkdómar eru annars vegar. Ekki reykja, ekki borða feitt, ekki liggja í leti, passa þrýstinginn og forðast streitu og andlegt álag. Spurning er hins vegar hvernig gengur að fara eftir þessum góðu ráðum sem öllum er ætlað að draga úr hættu á að fá hjarta- og æðasjúkdóma. Í lokin þetta: Á Landspítala vinnur hæft starfsfólk sem kann sín fræði og getur beitt þeim til hins ýtrasta. Þar vinna allir verð- mætt starf við þröngan kost og gera sér far um að láta sjúklingum líða vel. Þessi mannauður hefur í áraraðir verið lykillinn að árangri í meðhöndlun okkar sem þangað leitum. Þannig verður það vonandi á nýjum spítala. Eins eða tveggja manna stofur eru hins vegar auka- atriði. Vinna verðmætt starf við þröngan kost Jóhannes Tómasson skrifar sjúkrasögu » Þessi mannauður hefur í áraraðir ver- ið lykillinn að árangri í meðhöndlun okkar sem þangað leitum. Jóhannes Tómasson Höfundur er upplýsingafulltrúi sam- gönguráðuneytis. AÐALFUNDUR Aðalfundur HF. Eimskipafélags Íslands 2008 verður haldinn þriðjudaginn 18. mars á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, og hefst kl. 17.00. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi þurfa að berast stjórn eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Framboðsfrestur til stjórnar rennur út 13. mars kl. 17.00. Framboðum skal skila skriflega til stjórnar HF. Eimskipafélags Íslands, á skrifstofu forstjóra, Sundakletti, Korngörðum 2–4, 104 Reykjavík. Dagskrá fundarins, endanlegar tillögur svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, 7 dögum fyrir aðalfund. Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhent hluthöfum á aðalfundardaginn frá kl. 16.00 á fundarstað. Stjórn HF. Eimskipafélags Íslands. HF. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS DAGSKRÁ: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári 2. Ársreikningur félagsins lagður fram til staðfestingar 3. Ákvörðun um meðferð taps félagsins á reikningsárinu 4. Ákveðin þóknun til stjórnarmanna fyrir næsta starfsár 5. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins a. Breyting á 19. gr. Nýr 1. ml. „Stjórn félagsins skipa 5 menn sem kosnir skulu árlega á aðalfundi en auk þess skulu 2 varamenn vera kjörnir árlega á aðalfundi.“ b. Breyting á 21. gr. Í stað „tveggja stjórnarmanna“ komi „meirihluti stjórnarmanna“. c. Breyting á 4. gr. Nýr málsliður í 1. mgr. „Stjórn félagsins hefur heimild til að ákveða að hlutafé félagsins verði gefið út í erlendum gjaldmiðli í stað íslenskra króna, telji stjórnin slíkt fýsilegt, sbr. heimild í 1. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995. Skal við umreiknun hlutafjárins fara að ákvæðum laga um ársreikninga nr. 3/2006, sbr. 5. mgr. 1. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995. Skal stjórn jafnframt heimilt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum félagsins sem leiða af útgáfunni, þ.á m. breyta fjárhæðum þeim sem fram koma í 1. mgr. 3. gr. samþykkta félagsins og varða breytinguna.“ 6. Stjórnarkjör 7. Kjör endurskoðenda 8. Tillögur um kaup á eigin hlutum 9. Önnur mál löglega fram borin Loksins - Loksins Íbúasamtök í Miðborginni Langþráður stofnfundur Íbúasamtaka Miðborgar Iðnó, þriðjudaginn 11.mars kl. 20:30. Hvers vegna er Miðborgin eini borgarhlutinn sem ekki á íbúasamtök, hverfisblað og markvissan þrýstihóp? Einn milljarður er nú til ráðstöfunar í margvísleg þörf verk- efni í öllum borgarhlutum Reykjavíkur í krafti átaksins 1, 2 og Reykjavík. Ein forsenda þess að Miðborgin fái sinn sjálfsagða skerf af þessu fé er að íbúarnir taki sig saman, skipuleggi sig og leggi á ráðin með aðkallandi þarfir sem krefjast fjárstuðnings. Þingholt, Skuggahverfi og Grjótaþorp eru mestu þéttbýlissvæði höfuðborgarinnar. Mörg aðkallandi verkefni bíða úrlausnar. Fjölmennum. Aðgangur er ókeypis. Hlýðum á skeleggan frummælanda og hressilegt söngatriði. Kjósum bráðabirgðastjórn og njótum síðan léttra veitinga. Brettum upp ermar og mætum galvösk okkur sjálfum til hagsbóta. Undirbúningshópurinn. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.