Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 68
SUNNUDAGUR 9. MARS 69. DAGUR ÁRSINS 2008 Heitast 2° C | Kaldast -4°C  Norðaustan 8-13 m/s og dálítil snjókoma á Vestfjörðum en annars hægviðri og stöku él. Hiti um frostmark. » 8 ÞETTA HELST» Hefur enn hug á að kaupa símafélagið  Skipti hafa enn hug á að kaupa slóvenska símafélagið Telekom Slovenije þótt fyrsta tilboði fyr- irtækisins hafi verið hafnað á dög- unum, að sögn Brynjólfs Bjarnason- ar, forstjóra Skipta. Hann segir að símafélagið sé góður fjárfesting- arkostur. „Fyrirtækið hefur verið að þreifa fyrir sér erlendis og fjárfest í Suðaustur-Evrópu þannig að við sáum fyrir okkur mjög farsælt hjónaband, ef svo má að orði kom- ast.“ » Forsíða, 22 Á sér ekki stoð í lögum  Jóhannes Karl Sveinsson hrl. seg- ir að ákvörðun borgarráðs Reykja- víkur um stjórnsýsluúttekt á Orku- veitu Reykjavíkur stríði gegn stjórnskipulagi hennar og meg- inreglum um stjórnskipan félaga. Þetta kemur fram í álitsgerð sem Jóhannes Karl vann að beiðni bæj- aryfirvalda á Akranesi. » 2 Skáksetur verði stofnað  Guðni Ágústsson alþingismaður hyggst leggja fram þingsályktun- artillögu um stofnun skákseturs. Það verði helgað skákafrekum stór- meistaranna Bobby Fischers og Friðriks Ólafssonar. Hann bendir á sterk tengsl Fischers við Ísland um árabil og að Friðrik sé búinn að vera þjóðhetja frá unga aldri. » 2 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Stórkostleg nýjung yrir nátthrafna Staksteinar: Til framdráttar eða ...? Forystugrein: Stefnumarkandi um- ræður UMRÆÐAN» Gistinóttum á hótelum fjölgaði Ferilskrá er alltaf mikilvæg Ný bók um evruna | Fundur um evrubókina Borg í Vatnsmýri Umboðsmaður barna á hálum ís Árni Johnsen rassskellir ríkisstjórnina ATVINNA» TÓNLIST» Sigur Rós í sviðsljósinu á YouTube. » 65 Heiða Jóhannsdóttir gefur Fiðrildinu og köfunarbjöllunni eft- ir Julian Schnabel fimm stjörnur. » 59 KVIKMYNDIR» Einstök kvikmynd FÓLK» Fær aðeins eitt tækifæri til viðbótar. » 61 TÓNLIST» Draumkennt nýbylgju- popp Beach House. » 64 Einkaspæjari fræga fólksins í Los Angel- es fyrir rétti. 127 vitni og þar á meðal margir leikarar. » 60 Drama í Hollywood FÓLK» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Vill nefna soninn eftir bjórnum 2. Lá við stórslysi undir Hafnarfjalli 3. Næsta mark Torres verður dýrt 4. Leyndardómur fegurðar Á MORGUN verða tuttugu ár liðin frá því ein ástsælasta hljómsveit Íslands, Sálin hans Jóns míns, hélt sína fyrstu tónleika. Sveitin ætlar að fagna tímamótunum með stórtónleikum í Laug- ardalshöll á föstudaginn, en nánast uppselt er á herlegheitin. „Ég held að það sé á engan hallað þegar ég segi að við eigum sterkasta hóp dyggra aðdáenda af öllum íslenskum hljómsveitum,“ segir Stefán Hilmarsson, söngvari sveitarinnar, í ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu í dag. Þrátt fyr- ir þessar gríðarlegu vinsældir telja þeir Stefán og Guðmundur Jónsson, gítarleikari og laga- smiður Sálarinnar, að sveitin hafi oftar en ekki mætt töluverðu fálæti íslenskra fjölmiðla í gegn- um tíðina. „En ég get sagt það fullum fetum að það er ekkert sem við missum svefn yfir. Það verður þó ekki annað sagt en að maður furði sig stundum á þessu fálæti, sér í lagi ef litið er til þess að við höfum afrekað ýmislegt, eftir okkur liggur mikið magn vinsælla laga og við eigum stóran aðdáendahóp,“ segir Stefán. | 26 Sálin hans Jóns míns fagnar tuttugu ára afmæli sínu á morgun Fálæti fjölmiðla og fádæma vinsældir Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson SALA á skíðabúnaði hefur verið mjög góð undanfarið, samkvæmt upplýsingum hjá skíðadeildum verslananna Intersports og Útilífs í Reykjavík. Sumar gerðir skíða, bretta og tilheyrandi búnaðar eru þegar uppseldar. Deildarstjóri skíðadeildar Útilífs sagði að þar væri úrvalið farið að þynnast verulega í skíðum og snjó- brettum. Barnaskíði seljast um leið og kemur snjór og sumar stærðir eru uppseldar í þeim. Hann sagði að undanfarin snjóleysisár hefðu skíðaferðir Íslendinga til útlanda bjargað skíðasölunni hér á landi. Það var því hrein viðbót að fá snjó- inn sunnan heiða sem hefur gert kleift að hafa skíðasvæðin þar opin. Erfitt mun vera að útvega skíða- búnað frá erlendum framleiðendum með skömmum fyrirvara og úrvalið hjá þeim einnig vera farið að þynn- ast. Skíðabúnaður að seljast upp ÞEGAR Ellen Johnson-Sirleaf varð forseti Líberíu árið 2006 hafði borg- arastyrjöld geisað í landinu í meira en 15 ár og á þeim tíma höfðu stríð- andi fylkingar kerfisbundið beitt konur kynferðislegu ofbeldi og skipti þá litlu máli hvort um barn- ungar stúlkur var að ræða eða eldri. Þetta hafði það í för með sér að mörg stúlkubörn urðu barnshafandi. Þetta kom fram í máli Olubanke King-Akerele, utanríkisráðherra Líberíu, á blaðamannfundi UNI- FEM á Íslandi í gær. Þrátt fyrir gíf- urlegt ofbeldi gegn konum stóðu líb- erískar konur samt með forsetaefni sínu og sýndu mikla þrautseigju í mótmælum sínum gegn nauðgunum. Eitt fyrsta verk hins nýja Líb- eríuforseta var að stefna að því að virkja mátt kvenna og nú er svo komið að fimm konur gegna ráð- herraembætti í ríkisstjórn landsins. Auk þess gegnir fjöldi kvenna mik- ilvægum embættum í stjórnsýsl- unni. „Yfirmaður lögreglunnar er kona og margar konur eru lögregluþjón- ar,“ benti King-Akerele á. Ríkisstjórn Líberíu undir stjórn Johnson hefur einnig beitt sér mikið í þágu kvenna á öðrum sviðum þjóð- lífsins. Ofbeldi gegn konum í Líberíu er þó enn eitt stærsta vandamál landsins, sem og í öðrum Afr- íkuríkjum, s.s. Súdan og Lýðveldinu Kongó. „Barátta gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum er eitt af höfuðverk- efnum ríkisstjórnar okkar,“ sagði ráðherra. „Ef við tökum á vandanum geta konur orðið mikilvæg stoð í að byggja landið upp á ný.“ Joanna Sandler, starfandi aðal- framkvæmdastýra UNIFEM í New York, sagði einstakt framlag Íslend- inga til styrktar réttindabaráttu kvenna hafa sett algerlega ný viðmið í baráttunni. Virkja mátt kvenna Morgunblaðið/Ómar Máttur Joanna Sandler, Guðrún Guðmundsdóttir og Olubanke King-Akerele. Hlutur kvenna í stjórnsýslu Líberíu hefur stóraukist í tíð Johnson-Sirleaf, nýs forseta landsins, en hún tók við 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.