Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Hillary Clinton sigraði í for-kosningum demó-krata í Texas og Ohio í þriðjudag. Bar-áttunni um út-nefningu Demókrata-flokksins fyrir forseta-kosningarnar er því ekki lokið enn. Hins vegar hefur John McCain tryggt sér út-nefningu Repúblika-flokksins. Stórir sigrar hans urðu til þess að Mike Huckabee dró fram-boð sitt til baka. Obama vann góðan sigur í Vermont og lætur það ekki mikið á sig fá að hann hafi beðið lægri hlut í Texas og Ohio heldur segist verða forseta-efni demó-krata. Þann 22. apríl verður kosið í Pennsylvaníu, og getur sá dagur ráðið úr-slitum. George W. Bush Bandaríkja-forseti hefur lýst yfir stuðn-ingi við McCain. Sam -kvæmt könn-unum hefur McCain minna fylgi en Barack Obama og Hillary Clinton. Obama er með 12% meira fylgi en McCain, 52% á móti 40%. Clinton er með 6% meira fylgi en McCain, 50% á móti 44%. Hillary ekki af baki dottin Reuters Hillary Clinton talar til stuðnings-manna eftir sigurinn í Ohio og Texas. Borgar-- fulltrúar benda nú á hvorn annan eftir að eftir-lit með bygginga-- fram- kvæmdum á Laugardals-velli brást. Haustið 2005 var byrjað að byggja þar stúku og höfuð-stöðvar KSÍ. Í samningi við verk-taka að loknu út-boði var heildar-kostnaður fram-kvæmdanna áætlaður 968 milljónir króna, en loka-kostnaður verksins er 1.613 milljónir króna. Dagur B. Eggertsson borgar-fulltrúi Samfylkingarinnar sat í byggingar-nefnd og segir að honum hafi verið sagt að verkið væri á áætlun, og að hann hafi treyst því. Eftir valda-skiptin í borginni tók Björn Ingi Hrafnsson við sæti hans, en eftir það var enginn fundur haldinn. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrr-verandi borgar-stjóri segir að allar ákvarðanir hafi verið teknar áður en nýr meiri-hluti tók við, og vill að Dagur gefi skýringar á því hvers vegna kostn-aður fór úr böndum. 600 milljónir um-fram Clapton rýkur út Gítar-leikarinn Eric Claptons heldur tón-leika í Egils-höll í ágúst. Miða-salan á tón-leikana fór heldur betur vel af stað í vikunni. Um 8.000 miðar seldust á tón-leikana fyrsta hálf-tímann eftir að miða-sala hófst kl. 10. Fjórum tímum síðar höfðu 9.500 manns tryggt sér miða. Viggó tekur við Fram Viggó Sigurðsson, fyrr-verandi landsliðs-þjálfari í handknatt-leik, tekur við karla-liði Fram í handknatt-leik eftir þetta keppnis-tímabil. Viggó tekur við starfi Ungverjans Ferenc Buday er samningur hans rennur út í sumar. Viggó hefur skrifað undir 2 ára samning, til sumarsins 2010. „Það er fram-undan spenn-andi verk-efni hjá mér. Framarar eru með góðan leik manna-hóp og handknattleiks-deildin hjá Fram er vel stjórnað,“ sagði Viggó. Stutt Bill Gates er ekki lengur ríkasti maður heims. Banda-ríski fjár-festirinn Warren Buffet hefur velt honum úr sessi, að því er fram kemur í banda-ríska viðskipta-tímaritinu Forbes. Björgólfur Guðmundsson og sonur hans Björgólfur Thor Björgólfsson eru einu Íslendingarnir sem komast á listann. Björgólfur yngri er í 307. sæti og Björgólfur eldri í sæti 1.014. Auð-æfi Björgólfs Thors eru metin á 3,5 milljarða bandaríkja-dala, sem svarar til 232 milljarða króna. Auð-æfi Björgólfs Guðmundssonar eru metin á 1,1 milljarð bandaríkja-dala, sem svarar til 73 milljarða króna. Warren Buffet ríkastur Dmítrí Medvedev var á sunnu-dag kosinn for-seti Rúss-lands. Medvedev sem er fyrsti aðstoðar-forsætis-ráðherra, var með 70,2% fylgi, Gennadí Zjúganov, leið-togi kommúnista-flokksins fékk 17,8% at-kvæðanna, og Vladímír Zhírínovskí, leið-togi þjóðernis-öfgamanna, fékk um 9%. Ráða-menn á Vestur-löndum óskuðu Medvedev til ham-ingju, en nokkrir þeirra tóku fram að ekki hefði alltaf verið farið eftir lýðræðis-legum reglum í kosn-ingunum. Medvedev, sem er 42 ára, tekur við forseta-embættinu 7. maí og verður þá yngsti leið-toginn í Kreml frá Nikulási 2., síðasta keisara Rúss-lands. Gert er ráð fyrir því að Medvedev skipi Pútín forsætis-ráðherra en mikil óvissa er um hvernig þeir skipti með sér völdunum. Margir álíta að Medvedev verði aðeins þjóð-höfðingi að nafninu til, en Pútín raunveru-legur stjórn-andi landsins sem forsætis-ráðherra. Medvedev nýr for-seti Rússlands Reuters Á sunnu-daginn hélt Björk Guðmundsdóttir tón-leika í Sjanghæ í Kína. Þar til-einkaði hún Tíbetum lagið Declare Independence, eða "Lýstu yfir sjálf-stæði". Kín-verska sendi-ráðið á Íslandi segir að um-mæli Bjarkar hafi valdið mikilli gremju í Kína. Í yfir-lýsingu sem Björk sendi frá sér vegna málsins segir hún meðal annars að sér beri skylda sem tónlistar-manni til þess að tjá allar mann-legar tilfinningar og að þörfin til að lýsa yfir sjálf-stæði sé ein þeirra. Björk veldur gremju Morgunblaðið/Ómar Björk Guðmundsdóttir Á mánudaginn var sett 23. Alþjóð-lega Reykjavíkur-mótið í skák í skák-höllinni við Faxafen. Margir ungir og efni-legir er-lendir skák-menn taka þátt í mótinu, en undrabörn og konur hafa hlotið sérstaka athygli á mótinu. Þar á meðal er hinn 11 ára Illya Nyzhnyk, hugsan-lega yngsti stór-meistari sögunnar. Hann er með 2.406 Elóstig og á góðri leið með að verða alþjóð-legur meistari. Einnig banda-ríski snillingurinn Ray Robson, sem er 13 ára og margir telja arft-aka Bobby Fishers. „Hann er talinn vera eitt mesta efni Banda-ríkjanna sem sést hefur um ára-bil,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, for-seti Skák-sambands Íslands. Upp-rennandi skák-stjörnur Morgunblaðið/Ómar Illya Nyzhnyk Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.