Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 44
Um er að ræða tvær fasteignir, Breiðahvamm og Árhvamm sem
standa á 15.000 fm lóð á einstökum stað í um 30 mín. fjarlægð
frá Reykjavík. Húsin standa í skógi vaxinni fjallshlíð á bökkum
Varmár og eru í útjaðri byggðar Hveragerðis, innst í botnlanga
og lóðin og umhverfi hennar er einstök náttúruperla. Mjög stór
lóð sem býður upp í mikla möguleika.
Breiðahvammur er byggður árið 1952 og stendur í nokkurra metra fjarlægð frá árbakkanum.
Húsið er um 255 fm á tveimur hæðum og því fylgir 102 fm bílskúr og geymsluhúsnæði. Lítil
sundlaug stendur á árbakkanum.
Nýrra húsið Árhvammur er byggt á árunum 2003-2006 á glæsilegan og vandaðan hátt. Húsið
er 195 fm. Mikil lofthæð er í húsinu (að hluta til um 4 metrar) sem gerir húsið sérstaklega
bjart og skemmtilegt. Einstakt útsýni frá húsinu.
Nánari upplýsingar veitir Kjartan Hallgeirsson fasteignasali, sími 824-9093.
Skeifan - fjárfestingarkostur
Náttúruperla í nágrenni Hveragerðis
ÁRBORG - LAND VIÐ SELFOSS
44 ha land við núverandi íbúðabyggð á Selfossi. Landið liggur að Björk, sem
er í eigu Árborgar og er framtíðar byggingarland Selfoss. Þetta land er í land-
búnaðarnotkun og er hægt að sækja um lögbýlisrétt eða skipuleggja hluta eða
allt til íbúðabyggðar. Land sem eykur verðgildi sitt. Allar nánari upplýsingar
gefur Andri Sig., sölustjóri DP FASTEIGNA í síma 561 7765 eða
andri@dp.is. ATH. Grunnskóli og leikskóli innan um 1 km fjarlægðar.
Flugvöllur er í um 1,5 km fjarlægð.
Allar frekari uppl. um eignirnar veitir
Heiðar Friðjónsson Lögg.fast í s:693-3356
Til Leigu / Sölu
Suðurlandsbraut
Höfum til leigu eða sölu 106fm bil á ann-
ari hæð. Parket á gólfum, opið eldhús,
gott útsýni yfir lLaugardalinn.
Norðurhella
Til sölu eða leigu nýtt atvinnuhúsnæði við
Norðurhellu í Hafnarfirði, 817fm þar af 314fm
á millilofti. Um er að ræða forsteypt eininga-
hús sem verður tilbúið í apríl/ maí 2008. Hús-
næðinu er skilað fullbúnu, með malbikuðu
bílaplani. Lofthæð neðri hæðar er um 3,6 m.
Stórar innkeyrsluhurðir á báðum hliðum.
Krókháls
Höfum til leigu 300 fm glæsilegt bil við
Krókháls, Bilið skiptist í lager með inn-
keyrsluhurð, úr því er opið inn í sal með
steinteppi á gólfi. Tvær stórar skrifstofur
með gler skilveggjum og eldhús með inn-
réttingu.
Lóðir:
Tvær 10.000fm lóðir í Helluhverfi í
Hafnarfirði.
Faxafen
Höfum til leigu eða sölu 468 fm vöru-
geymslu í kjallara miðsvæðis í Faxafeni.
Innkeyrsluhurð er inn í bilið, sem annars
er einn geymur með súlum.
Laxalind, Kópavogi 190,6fm parhús á tveimur hæðum. Verð 69,8 milj. Skipti á
minni eign uppl.veitir Heiðar í s:693-3356
Laugarásvegur, Reykjavík 160,2fm hæð á glæsilegum stað. Verð 46,5 milj.
Skipti á minni eign, uppl veitir Ellert í s:893-4477
Friggjarbrunnur Reykjavík, 200fm fokhelt parhús á tveimur hæðum,tilbúið að
utan Verð 36,5 milj, möguleg skipti á minni eign, uppl veitir Heiðar í s:693-3356
Lækjarbraut Kjós, 347,2 fm þar af 55,2 fm hesthús. Húsið stendur á 2,3 hekt.
eignarlandi. Ásett verð 72 milj. Öll skipti skoðuð. Uppl. veitir Ellert í s:893-4477.
Baughús Reykjavík, 180fm parhús á tveimur hæðum á góðum útsýnisstað. Verð
51 milj, skipti á ódýrari eign. Uppl. veitir Ingólfur í s:896-5222.
Búðavað Reykjavík, 188 fm parhús á tveimur hæðum, tilbúið að utan og
fokhelt að innan. Skipti möguleg, uppl. Veitir Heiðar í s:693-3356
Þingvað Reykjavík, 207,8 fm raðhús á tveimur hæðum, þar af 28fm bílskúr,
skilast tilbúið að utan, og tilbúið til innréttinga að innan, skipti á ódýrari eign, uppl.
veitir Heiðar í s:693-3356.
Ásholt Reykjavík, 155,8 fm raðhús á tveimur hæðum, þar af 26,8 fm stæði í
bílageymslu.Verð 37,5 milj, skipti möguleg á ódýrari eign.
Uppl. Veitir Ellert í s:893-4477.
Vesturfold Reykjavík, 241fm einbýlishús á glæsilegum stað í Grafarholti. Verð
64,9 milj. Skipti á minni eign, uppl. Veitir Ellert í s:893-4477.
Freyjustígur Ásgarði, 150fm glæsihús, tilbúið að utan og tilbúið til innréttinga
að innan. Verð 31,9 milj. Öll skipti skoðuð uppl. Veitir Heiðar í s:693-3356.
Músaslóð Arnarstapa, 100fm hús á góðum stað á Stapanum. Verð 29 milj,
öll skipti skoðuð, uppl. Veitir Bárður í s:896-5221
Nánari uppl. Er að finna á valholl.is
Vantar þig fasteign – Villtu skipta?
Eftirtaldar eignir eru mögulegar í makaskiptum.
44 SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞAÐ má Árni Johnsen að eiga að
hann þorir og lætur ekki flokk sinn
stöðva sig ef mikið liggur við. Hann
hefur það fram yfir flesta þingmenn
sína að hann er á ferð-
inni og heyrir byggð-
anna bænir.
Við framsókn-
armenn lögðum mikla
vinnu í að greina afleið-
ingar þess á sjávar-
byggðirnar að skera
niður þorskveiðiheim-
ildirnar. Við gerðum
okkur grein fyrir því að
mikill niðurskurður
var óhjákvæmilegur.
Við studdum okkur þó
við ICES, Norður-
Atlantshafsfisk-
veiðiráðið, sem ráðlagði að heildar-
aflamark þorsk fyrir almanaksárið
2008 skyldi vera 152 þúsund tonn en
sú ráðgjöf byggir á þeirri veiðireglu
sem innleidd var árið 1995. Við vor-
um og erum þeirrar skoðunar að
Hafrannsóknastofnun hafi með til-
lögum sínum gengið lengra en
hyggilegt væri af mörgum ástæðum.
Þetta mátum við framsóknarmenn
heppilegra en 130 þúsund tonna
ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem við
töldum vera rothögg á stöðu margra
sjávarútvegsfyrirtækja og sjávar-
þorpa um allt land. LÍÚ lagði svo til
160-165 þúsund tonna þorskkvóta og
rökstuddi það með efnahagslegum
og vísindalegum sjónarmiðum.
Ein rök gegn svo hörðum niður-
skurði sem raunin varð voru þau að
erfitt yrði að ná meðafla. Önnur rök
voru þau að brottkast á fiski myndi
aukast á ný og þriðju rökin sem vógu
þungt voru þau að það væri alveg
eins hægt að byggja upp sterkan
stofn og veiða 150 þús-
und tonn á ári eins og
130 þúsund tonn. Það
eru fleiri í sjónum sem
ganga á þorskstofninn
en veiðimennirnir.
Við fullunnum síðan
tillögur um markvissar
mótvægisaðgerðir og
lögðum þær fram.
Sannleikurinn er sá að
mótvægisaðgerðir rík-
isstjórnarinnar voru og
eru móðgun við fólkið
sem vinnur í sjávar-
útvegi. Að taka á einu
bretti 20 milljarða út úr atvinnuveg-
inum og tala síðan eins og flýting á
vegaframkvæmdum eða það að mála
hús og flytja fáein störf til leysi
þennan vanda er óskiljanlegt. Ekki
síst í ljósi þess að stjórnarflokkarnir
eiga tugi þingmanna, vel hæft fólk
um allt land, og mjög reynda ráð-
herra, þar af tvo sjávarútvegs-
ráðherra, núverandi og fyrrverandi.
Þetta fólk á að vita betur.
Nei, það er svo Árni Johnsen sem
tekur á sig rögg og talar við 27 sveit-
arstjóra og/eða bæjarstjóra og
kemst að sömu niðurstöðu og við
framsóknarmenn um að niður-
skurður þorsksins og háðulegar
mótvægisaðgerðir séu rothögg. Við
framsóknarmenn sögðum strax að
þetta myndi þýða það að nokkur
hundruð sjómenn myndu ganga í
land og skip verða seld burtu. Fyr-
irtækjum mun í kjölfarið fækka og
veiðiheimildir færast á færri hendur.
Fiskverkafólk mun tapa vinnu sinni
og sveitarfélög missa af miklum
tekjum.
Það var dapur dagur í haust þegar
ríkisstjórnin kynnti mótvægis-
aðgerðirnar hinn 12. september, að
sjávarútvegsráðherra fjarverandi.
Það hefur alltaf verið mér umhugs-
unarefni hvar hann var þann dag.
Ætli hann hafi skammast sín?
Viðbrögð fjármálaráðherra voru
þó enn daprari eftir að samþing-
maður hans hafði lesið Sjálfstæð-
isflokknum pistil sinn og kallað mót-
vægisaðgerðirnar smáskammta-
lækningar. Líklega er svo til of
mikils ætlast að kalla eftir ábyrgum
ræðum frá Samfylkingunni um þessi
mál. Það sýndi alla vega málflutn-
ingur þeirra og viðbrögð við ræðu
þessa samstarfsmanns þeirra í
stjórnarsamstarfi að þeir kunna ekki
að skammast sín.
Árni Johnsen rass-
skellir ríkisstjórnina
Guðni Ágústsson skrifar um
niðurskurð þorskveiðiheimilda » ...mótvægisaðgerðir
ríkisstjórnarinnar
voru og eru móðgun við
fólkið sem vinnur í sjáv-
arútvegi.
Guðni Ágústsson
Höfundur er formaður Framsókn-
arflokksins.