Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Sorglegt eins og framhliðin leit reisulega út.
VEÐUR
Það er til gagns að Ingibjörg Sól-rún Gísladóttir utanrík-
isráðherra útskýrði frekar en fram
hefur komið ferð ráðuneytisstjórans
í utanríkisráðuneytinu til Teheran í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Ráðherrann upplýsir að megintil-gangur ferðarinnar hafi verið
að veita Actavis stuðning vegna fyr-
irhugaðrar fram-
leiðslu á krabba-
meinslyfjum í
samstarfi við að-
ila í Íran og allt
gott um það að
segja.
Jafnframt upp-lýsir ráð-
herrann að yf-
irlýsingar Írana
um samstarf um bílaframleiðslu séu
út í hött en gefur til kynna að eitt-
hvað hafi verið rætt um samstarf á
sviði jarðhitamála. Svo að eitthvað
hefur verið ofmælt hjá Írönum um
virkjanaframkvæmdir.
Þá stendur eftir að ráðuneyt-isstjórinn ræddi augljóslega um
framboð Íslands til öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna við utanrík-
isráðherra Írans. Það getur ekki
verið neitt bann við því.
Hins vegar er spurning hvort sam-tal um þetta efni við utanrík-
isráðherra Írans hefur orðið fram-
boði Íslands til framdráttar í augum
sumra annarra þjóða.
Það er mikil spenna í samskiptumÍrans og Vesturlanda eins og
menn vita og umtalsverðar vanga-
veltur á undanförnum misserum,
hvort Bandaríkjamenn eða Ísraelar
muni gera skyndiárásir á kjarn-
orkustöðvar í Íran.
Er hugsanlegt að leit eftir stuðn-ingi Írans við framboð okkar til
öryggisráðsins verði til þess að fæla
aðra frá stuðningi við okkur?
STAKSTEINAR
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Til framdráttar eða …?
SIGMUND
!
"
#$
%&'
( )
* (!
+ ,-
. / 0
+ -
!
""
#
$
"%"&$
12
1
3
4
2-2
* -
5 1
%
6!
(78
9 4 $ (
:
3'45;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@).?
' !' '
'
'
'
'
'
!' !
!' ' !
'
*$BCD ""
!" # $%
&
%
*!
$$
B *!
( ) * "
") "&
+
<2
<! <2
<! <2
(*
",
$
-"./
87
$
'
(
%)
#"
2
*
+
(
#$%
&
%
B
$
,
!" - %
) *
# %
01" "22
" "3&
",
$
"4%
'"
"
'"' Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Atli Rúnar Halldórsson | 8. mars 2008
Eyþór Ingi
á beinni braut
Dalvíkingurinn Eyþór
Ingi fór í gegnum Band-
ið hans Bubba á Stöð
tvö í kvöld eins og að
drekka vatn. Spáin við
eldhúsborðið í Álfta-
landi er að hann mæti
Thelmu í úrslitum. Hún var drulluflott
og söng gamla Flowers-slagarann
Slappaðu af af mikilli innlifun og ör-
yggi. Ég sá Flowers einu sinni á sviði í
gamla daga og fannst bandið rífandi
gott.
Meira: attilla.blog.is
Hallur Magnússon | 8. mars 2008
Hlynntir aðild að ESB
Málið er nefnilega að
þótt vinur minn Bjarni
Harðarson hafi komið
því inn í kollinn á Íslend-
ingum að Framsókn-
arflokkurinn sé á móti
inngöngu í Evrópusam-
bandið, þá er það einfaldlega rangt!
Þótt Bjarni Harðarson sé holdgerv-
ingur andstöðunnar gegn Evrópusam-
bandinu – þá er fjarri því að afstaða
hans sé lýsandi fyrir Framsóknarflokk-
inn! Bjarni er talsmaður minnihluta
framsóknarmanna.
Meira: hallurmagg.blog.is
Einar Sveinbjörnsson | 7. mars 2008
Ekki hefði verið hægt
að lenda á Hólmsheiði
Þessa dagana hefur
veðráttan verið með
þeim einkennum að ef
flugvöllur hefði verið
kominn á Hólmsheiði
hefði hann meira og
minna verið lokaður
vegna veðurs síðustu þrjá til fjóra
dagana. Fyrirhugað flugvallarstæði er
í um 130 metra hæð yfir sjávarmáli
og áhrif þeirrar hæðar miðað við
Reykjavíkurflugvöll koma fram af full-
um þunga á dögum þegar hitinn er
rétt ofan frostmarks í Reykjavík. Ein-
mitt þannig hefur veðráttan verið að
undanförnu. Í gærmorgun gengu til
að mynda skil yfir með slyddu í
Reykjavík og +2°C á sama tíma var
hitinn lægri á Hólmsheiði eða 0°C og
þar snjókoma með mun verra skyggni
svo ekki sé talað um bremsu-
skilyrðin.
Meira: esv.blog.is
Andrea Ólafsdóttir | 8. mars 2008
Lögbrot án afleiðinga
„Mýtan um að jafnrétti
sé náð kemur í veg fyrir
frekari framfarir,“ segir
Ingunn Yssen, formaður
miðstöðvar jafnrétt-
ismála í Noregi. Ég er
henni sammála og tel
að við þurfum að varast að falla í þá
gryfju að trúa þeirri mýtu. Tölurnar
sýna okkur svart á hvítu að jafnrétti
hefur ekki verið náð, þótt við stöndum
mörgum öðrum framar.
Þrátt fyrir mikla sigra síðustu aldar
og miklar framfarir á sviði jafnrétt-
ismála, sem þakka má ötulum kven-
réttindakonum á árum áður, er enn
langt í land að fullkomnara jafnrétt-
issamfélagi. Vissulega er Ísland fram-
arlega á þessu sviði miðað við mörg
önnur lönd – en maður á aldrei að
miða sig við þá sem standa sig illa,
heldur þá sem standa sig allra best
og eigin væntingar. Ég ætla því hvorki
að hafa fleiri orð um þann árangur
sem náðst hefur né hvort ekki þurfi
einnig að berjast fyrir réttindum
kvenna í öðrum löndum. Ég ætla að
beina augum að því hvers vegna ekki
hefur náðst meiri árangur á vinnu-
markaðinum en raun ber vitni á síð-
ustu áratugum á Íslandi.
Á fyrstu kvennaráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna, árið 1975, voru sam-
þykkt tilmæli um að þörf væri á laga-
setningu varðandi jafnréttismál víða
um heim. Hér á landi hafa síðan verið
sett lög um jafnrétti karla og kvenna.
Lagasetning ein og sér tryggir þó ekki
að þeim sé framfylgt. Enn er langt í
land varðandi stöðu kvenna á vinnu-
markaði. Konur njóta ekki jafnréttis
hvað varðar laun, hlutfall í stjórnum
eða sem stjórnendur, hvorki í einka-
geiranum né hjá hinu opinbera. Fyrir
sumum virðist einkageirinn eiga að
njóta einhvers konar friðhelgi fyrir lög-
um í landinu að þessu leyti og eru
margir tregir við að fylgja þeim eftir.
Meira: andreaolafs.blog.is
BLOG.IS
Kattasýning
Höllin er opin frá kl.10 - 17.30 báða dagana
Nánari uppl. á www.kynjakettir.is
M
ar
gr
ét
G
ís
la
dó
tt
ir
,
A
lio
sh
a
Ro
m
er
o
Eyvor Andersson
Danmörk
Kristina Rautio
Finland
Lone Lund
Svíþjóð
Sýningin verður haldin
8. og 9. mars 2008
í Reiðhöll Gusts, Álalind,
Kópavogi
Dómarar eru:
Baldur Kristjánsson | 7. mars 2008
Burt með tóbak úr
matvöruverslunum
Það er í raun kjánalegt
og út í hött að selja tób-
ak í matvöruverslunum.
Í því felast röng skila-
boð. Epli, appelsínur,
mjólk … tóbak …? Það
er líka kjánalegt að
selja tóbak á bensínstöðvum – þar
sem má alls ekki kveikja eld og ekki
reykja undir stýri. Tóbak á að selja í
sérstökum verslunum. Helst sem
óvíðast. Tóbak er alveg sérstakt,
hættulegt, uppáþrengjandi, vanabind-
andi eitur og það á ekki að vera hægt
að fá það hvar sem er.
Meira: baldurkr.blog.is