Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 43 Mjög gott 180,4 fm einbýlishús á einni hæð með 36,4 fm bílskúr á þessum friðsæla stað í Garðabæ. Komið er inn í forstofu með gestasnyrtingu. Þaðan er gengið inn í hol. Það er rúmgott með herbergjagangi á vinstri hönd og sjónvarpsholi inn af þar sem er útgengi út á verönd og garð. Úr holinu er einnig gengið inn í stóra stofu og eldhús. Á herbergjagangi eru þrjú stefnh., baðh., þvottah. og geymsla. LINDARFLÖT 7 MILLI 14:00 OG 14:45 Um er að ræða mjög gott 237 fm raðhús á tveimur hæðum með u.þ.b. 22 fm bílskúr í rótgrónu hverfivið litla botnlangagötu þar sem eingöngu eru fjögur húsnúmer. Það skiptist í dag í 7 svefnherbergi, stóra stofu með opnu eldhúsi og baðherbergi á báðum hæðum. Lóð hússins er falleg með grónum garði sunnan við húsið en hita í stéttum að framan.Mjög barnvænt hverfi þar sem stutt er í skóla, leikskóla og alla þjónustu. Auðvelt er að hafa 2 íbúðir í húsinu. LITLIHJALLI 5 MILLI 14:00 OG 14:45 49,9 Halldór Ingi Andrésson halldor@husakaup.is s. 617 1802 Falleg, björt og rúmgóð 3ja herbergja, 115 fm, íbúð með stórum suðursvölum og stæði í bílageymslu í Hafnarfirði. Húsið er allt nýlega viðgert og málað auk þess sem sameign er mjög snyrtileg og vel umgengin.Stæði í bílageymslu fylgir húsinu. Á íbúðinni hvíla 3 lán frá Íbúðalánasjóði sem eru yfirtakanleg. Standa þau í rétt tæpum 12 milljónum. HVAMMABRAUT 4 MILLI 14:00 OG 14:45 23,9 Jón Gretar Jónsson jon@husakaup.is s. 617 1800 Sérlega góð, björt og vel skipulögð 6 herbergja 181 fm íbúð á tveimur hæðum í fallegu húsi í Setberginu. Húsið er fallegt með vel hirtri lóð. Sameignin er snyrtileg með þvottahúsi og sameiginlegu þvottahúsi í kjallara. Rólegt og barnvænt hverfi. Stutt í skóla, leikskóla, íþróttir og alla þjónustu. Um er að ræða tvær íbúðir sem voru sameinaðar í eina strax í upphafi. Með einföldum hætti má skipta íbúðinni aftur í tvær eignir enda tveir inngangar. DOFRABERG 11 MILLI 15:00 OG 15:45 39,9 104 fm íbúð sem er vel skipulögð með stórri stofu og eldhúsi í sameiginl. rými, herbergi eru einnig góð. Allar innré. eru úr eik og þá eru flísar og eikarparket á gólfi. Stórglæsileg 128 fm íbúð á efstu hæð með gluggum á þrjár hliðar og frábæru útsýni við Strand- veginn. Hvert smáatriði í þessari íbúð er útfært af natni og útsjónar- semi. Allt tréverk í íbúð er sér smíðað úr hnotu og gegnheil hnota á gólfum. Stæði í lokaðri bílageymslu fylgir báðum íbúðum. STRANDVEGUR 23 MILLI KLUKKAN 15:00 OG 15:45 (2 ÍBÚÐIR) Albert Lúðvígsson albert@husakaup.is s. 617 1818 OPIN HÚS Í DAG Björgvin Pétursson bjorgvin@husakaup.is s. 617 1811 Björgvin Pétursson bjorgvin@husakaup.is s. 617 1811 Glæsileg 101,8 fm íbúð í fallegu, fjögurra íbúða, lúxus fjölbýli. Eigninni fylg- ir stæði í læstri bílgeymslu. Eikarparket á gólfum utan baðherbergis sem er flísalagt. Tvö rúmgóð svefnherbergi, annað með fataskápum og útgengt á suðursvalir. Þvottahús innan íbúðar. V. 41,5 millj. Steinunn á bjöllu. Uppl. í síma 695-5520. 7785 Laugavegi 170, 2. hæð Opið virka daga kl. 8-17 Sími 552 1400 • Fax 552 1405 www.fold.is • fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401 Lindargata 31 Opið hús í dag á milli kl. 14-15 m bl .9 81 35 2 Í GREIN minni „Hvers vegna finnum við bragð af matnum?“ (Mbl. 28.2. 08) þóttist ég færa rök að því að merkingarmunur væri á orðasambönd- unum bragð er að e-u og finna bragð af e-u. Enn fremur tel ég að forsetning- arnar að og af myndi merkingar- andstæður með kerf- isbundnum hætti, þ.e. að (‘hvar’) : af (‘hvaðan’), t.d.: (1) Mér er ánægja að því að … – ég hef ánægju af því að … (2) Mikið/lítið gagn er að e-u – hafa mikið/lítið gagn af e-u (3) Skaði/skömm er að e-u – hljóta skaða/skömm af e-u (4) Vondur keimur er að e-u – e-ð ber keim af e-u (5) Gott bragð er að matnum – finna bragð af matnum Þá benti ég á að í dæmum með að væru notaðar sagnir sem vísa til kyrrstöðu, einkum sögnin vera, en í dæmum með af væru notaðar sagnir sem vísa til hreyf- ingar, t.d. sagnirnar hljóta og fá, enn fremur hafa og finna í yf- irfærðri merkingu. Með vísun til þessa tel ég mikilvægt að fjalla ekki aðeins um no. bragð og þær forsetningar sem með því eru notaðar heldur einnig um sagn- irnar og heildarsamhengið, þ.e. bragð er að e-u (‘hvar’) og finna bragð af e-u (‘hvaðan’). Mér hefur vísast ekki tekist sem skyldi að gera grein fyrir sjónarmiðum mínum því að nú hefur Baldur ritað aðra grein (Mbl. 5.3.08) þar sem hann kveðst hafa margt við skýringar mínar að athuga. Það sem okkur Baldur greinir á um virðist mér einkum vera það að hann telur að sögnin finna (í yfirfærðri merk- ingu ‘nema, greina, skynja’) breyti engu um forsetninganotk- un, enginn munur sé á bragð er að e-u og finna bragð af e-u, í báðum tilvikum skuli nota að. Í grein sinni bætir hann einni rök- semd við það sem hann hefur áð- ur sagt: „Ef það er bragð að matnum, þá finnum við bragð (vera) að matnum. Ef það er lykt af e-u, þá finnum við lykt (vera) af e-u. Ef það er fýla frá e-u þá finnum við fýlu frá e-u o.s.frv.“ Þetta geta ekki talist gild rök. Í dæmum Baldurs fela forsetning- arliðirnir með af og frá í sér hreyfimerk- ingu; lykt af e-u og fýla frá e-u vísa sem sé til þess að lykt eða fýla berist af eða frá e-u. Þetta skýrir hvers vegna unnt er að nota umrædda for- setningarliði með sögninni vera. Baldur bendir rétti- lega á að þegar notuð er sögnin finnast búi sögnin vera ávallt undir, t.d. Foreldr- unum finnst gaman að börnunum. Um þetta er enginn ágreiningur en það gagnast ekki sem röksemd fyrir því að sama máli gegni um sögnina finna. Um ágreining okkar Baldurs er ekki margt að segja, kannski er skynsamlegast að vísa til forns orðskviðar: Það er sem reynist. Fjölmörg traust dæmi sýna svo að ekki verður um villst að sagn- orð getur skorið úr um þann skilning sem lagður er í forsetn- ingarlið, t.d. getum við sagt hvort sem er láta e-ð (koma) í ljós eða láta e-ð (vera) í ljósi. Enn fremur getur túlkun eða skilningur for- setningarliða breyst, t.d. eru næg dæmi um bæði Fangs er von að frekum úlfi og Fangs er von af frekum úlfi. Ég tel að merking- armunur sé á forsetningarlið- unum í bragð er að e-u (‘hvar’) og finna bragð af e-u (‘hvaðan’) og að hliðstæðar merkingar- andstæður hafi verið virkar allt frá fornu máli. Þrátt fyrir frómar óskir Baldurs get ég alls ekki fundið bragð að matnum. Enn um bragð að matnum Jón G. Friðjónsson svarar grein Baldurs Jónssonar Jón G. Friðjónsson Höfundur prófessor í íslensku máli við HÍ. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.