Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Ísíðasta pistli vék ég að Erróannálnum mikla í samantektDaniellu Kvaran og skotumAðalsteins Ingólfssonar á höf-
und hennar í Fréttablaðinu nýverið.
Vildi koma fleiru að, helst vegna þess
að víða er pottur brotinn í þessum
efnum en pistillinn þegar orðin full-
langur. Einkum mega listsögufræð-
ingarnir að ósekju líta hér í eigin
barm. Eitt hið neyðarlegasta sem ég
man á augnablikinu var að þegar ritið
stóra í tilefni af hundrað ára afmæli
Listasafns Íslands kom út 1984
gleymdist Benedikt Gunnarsson full-
komlega hvað myndbirtingu snerti.
Hafði þó verið virkur og vel metinn
myndlistarmaður í áratugi, einkum
fyrir stærri verkefni svo sem hrif-
mikla litríka og vel unna kirkju-
glugga. Þetta afmælisrit, sem hefði
átt að marka tímamót, seldist upp á
nokkrum árum en hefur ekki verið
endurútgefið í endurbættu formi og
væri fróðlegt að fá skýringu hér á,
einnig af hverju Árbók safnsins hætti
að koma út, hvorutveggja þó ofarlega
ef ekki efst á skylduskrá hvers metn-
aðarfulls listasafns.
Íslensku listsögufræðingarnir virð-
ast öllum öðrum viðkvæmari varð-
andi rýni á störf sín og rjúka gjarnan
upp með látum þegar að þeim er
fundið, hringja jafnvel í ritstjóra við-
komandi blaðs sem telst að sjálfsögðu
að fara langt út fyrir siðrænan
ramma.
Þá mun öllum ljóst, sem á annað
borð eru innvígðir, að gera má at-
hugasemdir við syndaregistur þeirra
og má hér nefna hvernig þeir hafa
misnotað aðstöðu sína og áhrif um
leið og þeir leitast við að bregða fæti
fyrir alla þá sem leyfa sér að finna að
athöfnum þeirra og skrifum. Eru þar
öllu meira í takt við vinavæðing-
arhagsmuni og hentisemi en raun-
veruleikann. Þetta hefur gert að
verkum að listamenn þora ekki að
mótmæla vegna þess að völdin eru í
síauknum mæli að komast í hendur
þessarar stéttar á kostnað gerend-
anna sjálfra, landið lítið og afleiðing-
arnar eðlilega mun afdrifaríkari en
meðal hinna stærri þjóða.
Þetta með ókeypis á söfn ytra er
sem fyrr segir hálfur sannleikur þar
sem í þeim tilvikum gildir einungis
um safneignina á hverjum stað en
ekki utanaðkomandi sérsýningar. Ég
hef einnig endurtekið vísað til hætt-
unnar á algjöru frjálsræði í þessum
efnum vegna þess að um leið hefur
slakað á öryggisgæslu og boðið hætt-
unni heim um óæskilegar heimsóknir,
skemmdarverk og þjófnaði. Þetta til
að mynda mjög áberandi á Tate Mill-
bank og Þjóðlistasafninu við Trafalg-
artorg, í fyrra fallinu hefur aðsókn
minnkað stórlega nema þegar um
mikilsháttar sérsýningar er að ræða,
og inn á þær kemst enginn almennur
gestur nema að greiða aðgangseyri.
Hvað Þjóðlistasafnið snertir þurfti
enginn að kvarta um aðsókn sem var
og er gríðarleg og ekki sýnist mér
hún hafa aukist eftir að aðgangseyrir
var felldur niður. Í Bandaríkjunum,
þar sem söfnin halda vel utan um
sína, held ég að menn séu ekki einu
sinni farnir að hugleiða svona lagað
ennþá. Hvarvetna streymir fólk inn á
mikils háttar söfn og þau verða helst
að standa undir kostnaði enda mörg
einkarekin, safnstjórar allt eins við-
skiptafræðingar með lágmarksþekk-
ingu á listum en hámarks þekkingu á
rekstri fyrirtækja.
Það voru þrjár konur sem stóðuað baki stofnun MoMA, LillieP. Bliss og eiginkonur Cor-
neliusar J. Sullivans og Johns D.
Rockefellers, Jr. Örlög van Gogh
skar svo í hjörtu þeirra, og ennþá er
Rockefeller-ættin styrktaraðili. Og
hópur málsmetandi manna sem annt
var um ris Bandaríkjanna, sem skyldi
helst ekki verða minna en í Evrópu,
stofnaði Metropolitan-safnið. Snill-
ingurinn Philippe de Montebello hef-
ur verið forstöðumaður þess í 17 ár
og komst í heimsfréttirnar fyrir
nokkrum árum þegar þetta mikla
safn, eitt hið stærsta í heimi, var rek-
ið með hagnaði! Montebello er átt-
undi í röð forstöðumanna safnsins og
hefur verið tengdur því í rúm 30 ár.
Jafnframt höfuð þess lengur en nokk-
ur annar, en hyggst nú að láta af
störfum 71 árs að aldri, er þó vel á sig
kominn og ekki endilega að leggja ár-
ar í bát heldur áætlar að starfa áfram
á vettvangi safnamála. Hann segist
ekki munu koma nálægt valinu á eft-
irmanni sínum, og aðspurður hyggst
hann ekki heldur hafa áhuga á að
skrifa endurminningar sínar. Þar sé
allt komið í hús „Everyona is save“.
Skrifaði ég stórar greinar um bæði
söfnin fyrir meira en tuttugu árum …
Þegar maður svo lítur til þróunar
mála vestanhafs og horfir til Íslands
og hinna Norðurlandaþjóðanna sér
maður mikinn mun sem byggist
meira á viðhorfum en hausafjölda.
Það er metnaður um staðbundið ris
sem knýr menn áfram vestra en að
stórum hluta marxískur strúktúral-
ismi eða formgerðarhyggja hjá okkur
í norðrinu. Vestra hafa þeir komið
upp einhverri rammgerðustu menn-
ingarlandhelgi sem sögur fara af og
henni fylgdi mikill uppgangur. Varð
svo til þess að þeir hrifsuðu til sín
frumkvæðið af Parísarskólanum,
skeði á sjöunda áratug síðustu aldar.
Sama þróun átti sér einnig stað í
Þýskalandi, sem þar áður var mjög
háð menningarstraumum frá Frans,
eins og fleiri Evrópuþjóðir. Parísar-
skólinn er þannig ekki lengur yf-
irgnæfandi miðja heldur færðist hún
fyrst til New York og síðustu áratugi
einnig til Lundúna, Berlínar, og á
allra síðustu árum er Vínarborg kom-
in í hópinn ásamt því að risarnir í
austri eru farnir að ræskja sig svo um
munar. Miðjan er þannig hvergi núna
heldur um að ræða margar eyjur eins
og orða má það.
Um leið og þetta gerist eru Norð-
urlönd í sömu sporum og fyrrum, sem
auðmjúkir taglhnýtingar stóru þjóð-
anna, í stað þess að fara að dæmi
þeirra um að rækta eigin garð og slá
á borðið. Þvert á móti hefur hugtakið
útrás verið þeim hugleikið stutt af
misvitrum stjórnmálamönnum, með
þeim árangri að setja má samasem-
merki við núlistir dagsins og hinna
svonefndu Salona í París á seinni
hluta nítjándu aldar. Á opnanir salon-
anna flykktust yfirstéttirnar og þo-
tulið tímanna og enginn þótti maður
með mönnum nema hann væri inni í
hitanum. En þessi einhæfu og mið-
stýrðu stefnumörk buðu úrkynjun og
einsleitni heim og það var einungis fá-
mennur hópur manna sem þrjósk-
aðist við og fór eigin leiðir og meðal
þeirra var einmitt van Gogh, sem
þakka má tilorðningu núlistasafna
heimsins, því MoMA var hið fyrsta
þeirra og mikilsverðasta. Alfred H.
Barr sem byggði safneignina upp
fyrstu áratugina gerði sér ljósa grein
fyrir því að ekki mæti líta niður til
fjöldans, og að fjölbreytni og víðsýni
ætti að ráða för. Tók því kvikmyndir,
ljósmyndir, hönnun og arkitektúr á
dagskrána. Hann var þar iðulega í
andstöðu við róttæka núlistapáfa eins
og þegar hann festi kaup á málverk-
inu „Heimur Kristínar“ eftir Andrew
Wyeth 1948, og hneykslaði þá marga.
En verkið hefur ekki einasta og allar
götur síðan verið eitt vinsælasta mál-
verk safnsins, heldur fært því marg-
faldar tekjur litið til kaupverðsins,
ekki síst hvað póstkortasölu snertir.
Ásíðasta ári lauk útrásaræv-intýri róttækra danskra nú-listamanna í New York, skeði
einmitt á 10 ára afmæli þess, þó lítil
ástæða til hátíðarhalda, mikill pen-
ingur skattgreiðenda farinn í vaskinn
en ávinningur hverfandi. Minni á
þetta vegna þess að Íslendingar telja
sig geta fetað í fótspor Dana með
betri árangri án þess að hafa haldið
um sín mál af sama viti og metnaði á
heimaslóðum. Hvergi hægt að nálg-
ast tæmandi yfirlit íslenskrar listar í
höfuðborginni né iðka samanburð-
arfræði á árvissum stórviðburðum. Á
sama tíma er peningum ausið í
Tvíæringinn í Feneyjum þótt áhöld
séu um árangurinn, jafnvel þótt ein-
sýnir markaðsstjórar og áhangendur
framkvæmdarinnar séu að venju yfir
sig ánægðir með árangur sinna
manna. Dómar virtra erlendra list-
rýna rata þó sjaldnast hingað og ekki
að ófyrirsynju að vísa til að Politiken
gefur sýningu síðasta þátttakanda
þrjú prik af sex varðandi sýningu
hluta framkvæmdarinnar á Norður-
bryggju í Kaupmannahöfn um þessar
mundir, að auki er umsögnin stutt og
klisjukennd.
Tel mun sterkari leik til útrásar að
huga að inniviðum íslenskrar mynd-
listar, vísa til og minni á að í Hafn-
arhúsi er fullkomið grafíkverkstæði
sem er nær óstarfhæft þar sem ekki
er til peningur til ráðningar vel
menntaðs fagmanns um daglegan
rekstur og umsjón, sem er hverju
slíku verkstæði lífsnauðsyn. Þarf
engar 50 milljónir til þess, en gæti á
vissan hátt og ef rétt er staðið að mál-
um gerbreytt listumhverfinu hér í
borg og landinu öllu. Einnig minni ég
á að 1906 voru hundrað ár frá fæð-
ingu Þorvaldar Skúlasonar, en fór
hljótt hjá, á síðasta ári skeði sama um
afmæli Jóhanns Briem og í ár er röð-
in komin að Jóni Engilberts og Sig-
urjóni Ólafssyni, og veit ég einungis
um líf í kringum minningu hins síð-
astnefnda.
Háalvarlegt ræktarleysi á ferð og
hér verða einhverjir að lifa með þá
skömm ævina á enda, en þetta gerist
þá blindur leiðir blinda…
Augnalokin upp
Atgervismaður Philippe de Montebello hefur verið höfuð Metropolitan-
listasafnsins, New York, í 17 ár, en lætur nú senn af störfum. Það vakti
heimsathygli fyrir nokkrum árum þá hið mikla safn skilaði beinum hagn-
aði, sem þó er einungis brot af hinum óbeina.
Bragi Ásgeirsson
Nöfn
fermingarbarna á
mbl.is
FERMINGAR
2008
NÝTT Á
mbl.is
• Meðeigandi óskast að þekktri ráðningarþjónustu.
• Framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 300 mkr. Góður rekstur í stöðugum
vexti.
• Bílaumboð. Miklir möguleikar.
• Innflutningsfyrirtæki, að hluta með eigin framleiðslu erlendis. Ársvelta 450 mkr.
• Réttingaverkstæði-sprautun í nágrenni Reykjavíkur. Gott húsnæði og vel tækjum
búið. Ársvelta 50 mkr. Góð afkoma.
• Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir í
veflægum lausnum. Ársvelta 180 mkr. EBITDA 35 mkr.
• Lítil verslun í Kringlunni. Ársvelta 50 mkr.
• Innflutninsfyrirtæki með byggingavörur. Ársvelta 150 mkr. EBITDA 22 mkr.
• Fjármálastjóri-meðeigandi óskast að matvælaverksmiðju, ársvelta 200mkr.
• Lítið fyrirtæki í ullariðnaði. Eftirsóttar vörur og góðir vaxtamöguleikar.
• Sérhæft lítið þjónustufyrirtæki í heilbrigðisgeiranum, velta 30mkr, miklir möguleikar.
• Meðalstórt þjónustufyrirtæki í málmiðnaði. Ársvelta 250 mkr.
• Sterkt lítið hugbúnaðarfyrirtæki. Mögulegt sameiningardæmi.
• Heildverslun með sérvörur fyrir apótek. Ársvelta 80 mkr.
• Innflutnings- og verslunarfyrirtæki með fatnað á góðum verslunarstað.
• Lítið innflutnings- og iðnfyrirtæki með plexigler. Ársvelta 70 mkr.
• Heildverslun með tæknivörur. Ársvelta 320 mkr.
• Innflutnings- og þjónustufyrirtæki sem er í föstum viðskiptum við opinberar stofnanir.
Ársvelta 280 mkr. Góður hagnaður.
• Iðnfyrirtæki með byggingavörur. Ársvelta 150 mkr.
• Vélsmiðja með langa og góða sögu. Ársvelta 120 mkr.
• Stórt þjónustu- og innflutningsfyrirtæki með sérhæfðar tæknivörur.
• Lítil heildverslun með þekktar gjafavörur. Ársvelta 40 mkr.
• Meðalstórt kæliþjónustufyrirtæki. Ársvelta 100 mkr.
• Stór sérverslun með barnavörur.
Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is
Ragnar Marteinsson fyrirtækjaráðgjafi, ragnar@kontakt.is
Höskuldur Frímannsson rekstrarhagfræðingur, hoskuldur@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson hdl. lögg. fasteignasali, sigurdur@kontakt.is
Eva Gunnarsdóttir skrifstofustjóri, eva@kontakt.is
sjónspegill