Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 31
hugsað upphátt MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 31 Þ egar ég rumskaði í morg- un þóttist ég nokkuð viss um hvað ég ætlaði að skrifa um. Pistillinn birtist mér í draumi fullskrifaður, myndskreyttur og tilbúinn til útgáfu. Raunin reyndist önnur þegar ég settist niður við skriftir til að rifja upp þessa snilld sem hafði legið svo ljós fyrir í þessu undarlega ástandi sem kallast að vera milli svefns og vöku. Ég mundi ekki neitt, nema að ég hafði eitthvað verið að úttala mig um stjórnmál á Íslandi sem ég nota bene hef lítið fylgst með að undanförnu. Til þess eru bandarísku forseta- kosningarnar alltof spennandi og munu koma til með að hafa áhrif á alla heimsbyggðina. Ég held að heimsbyggðinni sé til dæmis slétt sama hvort áfram situr borgarstjóri í Reykjavík með kofa- friðunaráráttu eða ekki. Í andleysi mínu ákvað ég að kíkja inn á Vísisvefinn mér til fróðleiks, en þar kennir oft ýmissa grasa. Það er ekki einleikið hversu ólánleg umræða fer þar oft fram. Ég held reyndar að það sé ekki vísvitandi stefna ritstjóra að sjá fólki fyrir álappalegum fréttaflutningi því ég tel fullvíst að ritstjórar vefjarins telji að þar fari beinskeytt og upplýs- andi veffréttamennska af bestu gerð. Mest lesnu fréttir dagsins eru allt- af mjög athyglisverðar og sér í lagi þar sem þær eru óskeikull vitn- isburður um áhugasvið lesenda. Lítum á eina fyrirsögn: „Þvagleggskonan missti prófið“. Hvað í ósköpunum er þvagleggs- kona? Hvers konar kvenmaður er það eiginlega? Ég hef heyrt talað um kvenrétt- indakonur, kjarnakonur, söngkonur, leikkonur og jafnvel karlkonur en aldrei þvagleggskonur. Íslendingar eru ókrýndir heims- meistarar í meinlegum uppnefnum og því bagalegt að það skuli ekki vera keppt í þessari þjóðlegu íþrótt á al- þjóðavettvangi því þar ættum við örugglega tryggan sigurvegara. Fréttin skýrði sig ofurlítið þegar ég las áfram og komst að því að ný- verið hefði fallið dómur í Hæstarétti Suðurlands í „svokölluðu þvagleggs- máli“. Kona nokkur hafði verið gripin og vænd um ölvunarakstur og af því til- efni tekin af henni þvagprufa með þvaglegg. Lögreglan á Selfossi hefur nú löngum sætt ákúrum fyrir þjösnagang og handtökur úr launsátri og því kom ekki á óvart að þeir hefðu litið svo á að það væri hentugast að klæða kvenmanninn úr nærbuxunum og setja upp hjá henni „legg“ eins og það kallast á spítalamáli í stað þess að fara út í þá vandasömu og niðurlægjandi aðferð að taka af henni óyggjandi blóðprufu. Að setja upp „legg“ er hins vegar svo létt og löðurmannlegt verk að það ætti að kenna í heilsufræði í barnaskóla og þá sérstaklega halda að börnum sem langar til að verða skeleggar löggur. „Leggur og skel 101“ gæti sá áfangi kallast og skýrir nafngiftin sig sjálf. En svo kann að fara að læknir og hjúkrunarkona sem liðsinntu lögreglu við sýnatökuna hafi hreinlega ekki kunnað að draga blóð enda blóðdráttur vísast orðinn sérnám. Því hefur blóðprufa væntanlega ekki þótt fýsilegur kostur og ætla má að Selfosslöggan hafi síður viljað vega að kvenleika vesalings konunnar og persónu hennar allri með slíkum aðförum. Reyndar þurfti að beita valdi við sýnatökuna sem er furðulegt ef litið er til þess hversu sjálfsagt það ætti að vera að láta ofurlítið þvag af hendi. Fyrir velgjörðirnar mátti konan borga 350.000 krónur enda komst dómari að því samkvæmt fréttinni á Vísi „að með hótunum hefði konan brotið gegn valdstjórninni“. Lái henni hver sem vill. Næsta frétt fjallaði um „sundlaugarperrann“ svokallaða en þar var eftirfarandi haft eftir móður fórnarlambsins um þennan óþokka: „Dóttir mín lenti í þessum manni í janúar og þá kærðum við. Sundlaugin hefur því vitað af honum í rúman mánuð.“ Þetta þóttu mér fréttir því mér hafði ekki verið kunnugt um að sundlaugar hefðu vitund, hvað þá tímaskyn. Ég held að borgarstjóri verði nú í ljósi þessara nýfengnu upplýsinga að friða allar sundlaugar landsins og þá vitund þeirra í leiðinni. Áfram var haft eftir móðurinni sem hafði eftirfarandi um þessa ömurlegu reynslu stúlkunnar að segja: „Hún segist ekki vilja fara nema það komi einhver fullorðinn með, þetta er stelpa sem var nánast komin með sporð.“ Ha? Með sporð? Ég þykist vita hvað móðirin átti við en er það ekki starf blaðamanna að koma frásögnum fólks sem kannski er í uppnámi á mannamál? Hélt blaðamaður að hann væri að gera móður og þá sér í lagi barninu einhvern greiða með þessu? Hefði ekki verið eðlilegra að segja að barnið hefði af þessum sökum ekki viljað fara í sund sem væri miður, þar sem hún hefði fram að þessu andstyggilega athæfi mannsins haft mikið yndi af sundferðum. Eða hver er tilgangurinn? Er hann í báðum þessum fréttum sá að hæðast að þessum tveimur óskyldu fórnarlömbum? Liggur blaðamönnum Vísis virkilega ekkert á hjarta? Þeir segja víst ráðamönnum þjóðarinnar og „valdstjórninni“ bara til syndanna í draumsvefni eins og ég. Leggur og skel Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.