Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
samhliða með eins háa greiðslubyrði og dýra
vexti og ég glími við núna.“
Þórdís segist hafa ætlað að fá bankana til að
skuldbreyta, en hún hafi nánast komið að lok-
uðum dyrum. „Annars hefði ég aldrei leitað til
Ráðgjafastofunnar. Svo er annað, að ég var sjálf-
stætt starfandi í tæp tíu ár, með lítinn rekstur, í
eigin nafni. Ég bjó ekki til nýjar kennitölur eða
hlutafélög eins og margir gera, var ábyrg fyrir
öllu sjálf, borgaði vexti og vaxtavexti eins og mér
bar. Ég reddaði því með veðsetningu á eigninni
minni ef á þurfti að halda. Þess vegna finnst mér
bankarnir nokkuð ósveigjanlegir í dag. Ég hefði
gjarnan viljað taka erlent lán núna til að lækka
afborganir, en bankarnir hafa spyrnt við fótum,
kannski af því að ég hef stundum verið þeim erf-
ið. Þeir ráðlögðu mér til dæmis að selja íbúðina
fyrir margt löngu, en ég hafnaði því og það er
mögulega ástæðan fyrir því að ég á enn eignir
umfram skuldir. Ég endurfjármagnaði hinsvegar
fyrir þremur árum þegar vextirnir voru 4,15%.“
Þórdís gerir sér grein fyrir að það er óvissu-
ástand á fasteignamarkaðnum, en segist þó sofa
þokkalega á nóttunni. „En maður þarf ákveðinn
tíma til að venjast tilhugsuninni um að selja og
flytja. Sumir hafa bara gaman af því á meðan
öðrum vex það í augum. Þó að ég sé almennt
sveigjanleg, þá held ég að maður tengi sig
kannski aðeins of fast við fortíðina. Ég er ekki
lengur neinn unglingur, þeir geta flutt inn í hús-
næði ef það er bara einn gluggi og ljós í loftinu.
Þegar maður nálgast miðjan aldur gerir maður
aðeins meiri kröfur,“ segir hún og hlær. „En ég
er með augun opin og lít í kringum mig.“
Ástandið hlýtur þó að vera miklu verra hjá
mörgum, segir Þórdís, enda er dóttir hennar nú
flutt að heiman. „Ég hef þó valkost í stöðunni –
ennþá. Ég get farið í ódýrara húsnæði, en þá
kemur óvissan um hvenær íbúðin mín selst. Ég
bý reyndar á ágætum stað í fremur eftirsóttu
hverfi. En staða margra og trúlega fjöl-
skyldufólks líka er dálítið tvísýn.“
Það kemur Þórdísi ekki á óvart að einhleypir
leiti mest til Ráðgjafastofunnar, ekki síst for-
eldrar. „Tryggingafélög og ýmsir aðrir mættu
hugleiða hversu fáránlegt það er að ein-
staklingur borgi nánast sama verð fyrir allt og
fimm manna fjölskyldur, áhættan við að tryggja
þær hlýtur að vera meiri. Fyrir vikið er oft erf-
iðara fyrir einstaklinga að láta enda ná saman.
En ég hef ekkert spennt bogann óþarflega mikið
í gegnum tíðina. Það hefur aldrei króna verið af-
skrifuð eftir mig nokkurs staðar og verður von-
andi aldrei. Ég rek bíl sem er sparneytinn og vil
meina að ég sé fremur skynsöm! Enda bý ég ekki
í neinum lúxus. Gestkomandi sagði við mig um
daginn: „Er ekki bráðum kominn tími til að
henda út og endurnýja?“ Ég er með 17 ára gamla
eldhúsinnréttingu og fólk lætur eins og ég sé
með útibú frá Árbæjarsafni heima hjá mér! Ég
bara hlæ að þessu – þetta er Ísland í dag.“
að selja. Enda geta dráttarvextir ver-
ið háir ef fólk stendur ekki í skilum.
Sá háttur er gjarnan hafður á að
fólk fær sex mánuði til að fjármagna
húsnæðiskaup með því að selja
gömlu íbúðina. En nú er staðan
þannig að ef gamla íbúðin selst ekki á
þeim tíma hefur staðið á bönkum að
brúa það bil með láni. Í sumum til-
fellum þurfa kaupendur því að semja
á ný við seljandann, lengja greiðslu-
tímann, greiða vexti eða fá lán hjá
seljandanum.
„Þetta er vandamál sem er nýtil-
komið upp og ekki hefur fengist botn
í hvernig megi leysa það,“ sagði fast-
eignasali sem rætt var við. „Svo vilja
þeir sem eru búnir að selja endilega
halda kaupendum við kaupin því ef
þeir rifta samningnum er ekkert víst
að þeir geti selt aftur á sama verði.
Markaðurinn er verulega rólegur.“
Þeir fjölmörgu sem rætt var við
voru sammála um að skynsamlegt
væri að selja fyrst eða huga að öðrum
fjármögnunarleiðum áður en farið
væri „út í djúpu laugina“. Og
lántökugjaldi, greiðir 0,30% til bank-
ans. Það kostar því 1,05% að breyta
láni.
Bankar á bremsunni
Þó að 31% meiri umsvif hafi verið á
fasteignamarkaðnum í febrúar en í
janúar var samdrátturinn 40% frá
því á sama tíma í fyrra, að sögn Grét-
ars Jónassonar, framkvæmdastjóra
Félags fasteignasala.
Hann segir nokkuð um að fólk eigi
erfitt með að losna við húsnæði en
það sé ekki aðeins vegna minni eft-
irspurnar. Mörg dæmi séu um að
samningar hafi tekist á milli kaup-
enda og seljenda en ekki fáist fjár-
mögnun frá bönkunum.
Skýringin á því að dregið hefur úr
fjármögnun bankanna er að hluta til
sú að bankar hafa ekki aðgang að
fjármagni á jafngóðum kjörum og áð-
ur, eru á bremsunni, íhaldssamir á
veðhlutfall og velja úr fýsilegustu
verkefnin. En eftirspurn eftir hús-
næðislánum hefur einnig minnkað.
Ekki aðeins eru vextir hærri en áður
og því kannski eðlilegt að sumir vilji
bíða, heldur er beðið eftir lækkun
stimpilgjalda og mögulegri
lækkun á fasteignaverði.
Nýtt vandamál
Það má heyra á fast-
eignasölum að það kemur illa
niður á sumum einstaklingum
og fjölskyldum hversu kólnað
hefur á markaðnum, ekki síst þeim
sem þegar hafa fest sér nýtt hús-
næði en eiga í erfiðleikum með
2009 eiga þeir sem greiddu upp lánin
hjá Íbúðalánasjóði ekki afturkvæmt
þangað því þar fást aðeins lán þegar
fasteignaviðskipti fara fram. Í því
fólst nýbreytni bankanna að bjóða
upp á endurfjármögnun. En þeir
geta skoðað aðra kosti enda fellur 2%
uppgreiðslugjald niður á þessum
tímamótum.
Samkvæmt upplýsingum frá Glitni
er raunar almennt ekki rukkað upp-
greiðslugjald ef fólk kýs að breyta
lánsfyrirkomulagi, til dæmis með því
að flytja lánið yfir í erlendan gjald-
miðil, svo lengi sem það er áfram í
viðskiptum við bankann. En fólk þarf
hinsvegar að greiða hálft stimp-
ilgjald, 0,75%, sem rennur til ríkisins,
og fær síðan afslátt af
með endurskoðunarákvæðum en
ekki fékkst uppgefið hjá bönkunum
hversu mikið kemur til endurskoð-
unar á næsta ári.
En ljóst er að vextir á íbúðalánum
hafa hækkað verulega í bönkunum
síðan árið 2004 og farið úr 4,15% í
lægst 6,3% á lánum án endurskoð-
unar og upp í tæplega 7,8% vexti á
lánum með endurskoðunarákvæðum.
Kveðið er á um að notaðar verði
sömu viðmiðanir og á öðrum íbúða-
lánum við endurskoðun vaxtakjara í
lok hvers fimm ára tímabils. Það þýð-
ir að ef slík endurskoðun hefði komið
til framkvæmda nú hefðu vextir
hækkað verulega.
En óvíst er hver staðan verður
haustið 2009. „Menn taka þessi lán í
þeirri trú að til lengri tíma lækki
vextir,“ segir Anna Bjarney Sigurð-
ardóttir, framkvæmdastjóri úti-
búaþróunar og einstaklingssviðs
Landsbankans. „Jafnvel þótt það
verði ekki raunin fyrstu fimm árin
horfa menn til þess að það eigi eftir
að gerast eftir önnur fimm ár.“
Hækka vextir eða lækka?
Og sumir vilja meina að vextir geti
lækkað hratt ef samdráttarskeið er
framundan. Um leið og útlán bank-
anna minnki hægi verulega efna-
hagslífinu sem þýði að eftirspurn eft-
ir fasteignalánum og öðrum lánum
dragist saman. Þeir sem þurfi að
koma sínum fjármunum í umferð, til
dæmis lífeyrissjóðir, geri þá lægri
ávöxtunarkröfu.
„Þau kjör sem bankarnir bjóða nú
endurspegla dýra fjármögnun
þeirra, m.a. vegna ástandsins á er-
lendum mörkuðum,“ segir Hörður
Garðarsson, hagfræðingur hjá grein-
ingu Glitnis. „Mikið má ganga á ef
það ástand lagast ekki að verulegu
leyti fyrir þann tíma [haustið 2009 og
2010]. Í öðru lagi má ætla að inn-
lendir langtímavextir verði umtals-
vert lægri 2009 og 2010 en þeir eru
nú.“
Einnig hefur því verið teflt fram
sem röksemd hversu þeir lágu íbúða-
lánavextir sem menn bjuggu við árið
2005 eru háir í alþjóðlegum sam-
anburði, þess vegna sé óráðlegt að
binda sig við þá til 40 ára. Enda geti
vextir lækkað varanlega á tímabilinu,
til dæmis með upptöku evru.
En verði vextir enn hærri en 4,15%
þegar kemur að endurskoðun haustið
ÓVISSA Á FASTEIGNAMARKAÐI
É
g geri mér fulla grein fyrir því að staða
mín er eflaust ekki slæm miðað við hjá
mörgum öðrum, ég hef þó menntun,“
segir Þórdís Leifsdóttir rekstrarfræð-
ingur, sem lauk leiðsögunámi í fyrra,
en hún er ein margra sem hefur nýlega fengið
ráðgjöf hjá Ráðgjafastofu í fjármálum heim-
ilanna og er það í fyrsta sinn sem hún leitar
þangað.
„Ég vil eindregið hvetja fólk til að leita þangað
áður en í óefni er komið því mér skilst að margir
komi þangað allt of seint. Ekkert að óttast þar,
ég fékk bæði hlýlegar móttökur og mjög góða
þjónustu. Ég vann sjálf við fjármál á árum áður
og hafði svo sem komist að svipaðri niðurstöðu
og Ráðgjafarstofan. Ég hef að mínu mati tvo
möguleika til að leysa minn vanda, annarsvegar
skuldbreytingu og töluverða hagræðingu, sem
hefur reyndar verið torsótt, og hinsvegar að
minnka við mig. Ég bý ekkert stórt, á þriggja
herbergja íbúð, en hún kallast góð og er mið-
svæðis.“
Þórdís segist hafa átt eigið húsnæði síðan hún
var tvítug. „Ég var í sambúð og við keyptum 2-3
berbergja íbúð. Eftir að sambúð okkar lauk bjó
ég með dóttur minni í húsnæði í eigu ættingja á
meðan ég var í námi. Í kjölfarið á því, fyrir tæp-
um tuttugu árum, keypti ég íbúð og hef verið bú-
sett þar síðan. Kosturinn við það er sá að dóttir
mín hefur verið tengd sínum vinkonum sínum og
skólafélögum úr hverfinu frá sjö ára aldri. Það
fannst mér alltaf mjög mikilvægt. Og þetta svona
bjargaðist fyrir horn.“
Þórdís hefur alltaf verið reyklaus og reglusöm,
en hún segist þó ekkert heilög. „Ég hef leyft mér
ferðalög í gegnum tíðina, farið utan eins og aðrir
Íslendingar, annars hefði ég sjálfsagt gengið af
vitinu. Þetta eru engar siglingar á Karabíska
hafinu sem ég hef farið en maður grípur ferðalög
á Netinu. Ég skal þó viðurkenna að ég setti
spennandi ferð á frest, sem ég hefði viljað fara
með vinum í vor. Ég ætla að bíða með það. En
ætli ég verði ekki fljót að bæta mér það upp með
ódýrri netferð þar sem ég fæ fría gistingu,“ segir
hún og hlær.
Hún segir það hafa haft áhrif á sín fjármál, að
ef henni hafi þótt tilefni til að gera breytingar á
sínu starfi, þá hafi hún látið verða af því. „Ég er
sjálfstæð og réttsýn“ segir hún brosandi. „Það
fer misvel í vinnuveitendur og það hefur auðvit-
að áhrif á fjármálin þegar maður býr einn. Ég er
ekki manneskja sem ligg á kerfinu eða hef gert
það í gegnum tíðina. En ég hef þó skráð mig á at-
vinnuleysisskrá í tvígang en reynt að komast
þaðan aftur eins fljótt og auðið var. Það tók mán-
uð í fyrra og ég ætla að gefa mér smátíma núna
en var þó svo heppin að fá hlutastarf hjá góðu
fyrirtæki sem ég hef unnið fyrir áður. Ég vil helst
vinna við skapandi störf og kvíði engu, því ég hef
ágæta menntun og víðtæka reynslu á vinnumark-
aðnum. En það er varla hægt að reka heimili
ÞETTA ER ÍSLAND Í DAG
asfdadf
Morgunblaðið/Golli
» Þeir fjölmörgu semrætt var við voru sam-
mála um að skynsamlegt
væri að selja fyrst eða
huga að öðrum fjármögn-
unarleiðum áður en farið
væri „út í djúpu laugina“.
Hættan er meiri hjá þeim
sem eru að fara úr
stórum eignum því þar er
sölutregðan meiri. En á móti er bent á að mikil
hækkun á fasteignaverði undanfarin ár þýði að í
mörgum tilvikum hafa menn svigrúm til lækkunar
án þess „að gefa eignirnar“.