Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ STEFNUMARKANDI UMRÆÐUR Það er því miður fátítt að alþing-ismenn og jafnvel ráðherrarflytji stefnumarkandi ræður um þau mál, sem hæst ber í þjóð- félagsumræðum hverju sinni. Slíka ræðu flutti Illugi Gunnarsson alþing- ismaður hins vegar á Iðnþingi á dög- unum um Ísland og Evrópusamband- ið og skipaði sér þar með í forystuhóp þeirra stjórnmálamanna, sem telja, að aðild að ESB sé ekki eitt af helztu hagsmunamálum Íslendinga. Í ræðu sinni sagði Illugi Gunnars- son m.a.: „Þegar vel hefur árað ber lítið á umræðu um inngöngu í ESB. Þá virð- ast flestir vera fullir sjálfstrausts og sannfærðir um, að Ísland hafi lítið að sækja til skrifræðisins í Brussel. En þegar á móti blæs gýs umræðan upp. Þá breytist reglufarganið í Brussel í örugga höfn, sem býður upp á lausn á hverjum þeim vanda, sem steðjar að atvinnulífi þjóðarinnar. Þetta bendir til þess að nokkuð langt sé í land, þeg- ar kemur að því að ræða til hlítar um stöðu Íslands gagnvart ESB. Það segir sig sjálft að slíkt stórmál verður ekki til lykta leitt á grundvelli ein- hverra tímabundinna vandræða í efnahagsstarfseminni.“ Þetta er auðvitað alveg rétt. Við getum ekki litið á aðild að ESB eins og einhvern björgunarhring, þegar illa árar, heldur hljótum við að taka afstöðu til þess máls á sjálfstæðum, efnislegum forsendum. Í ræðunni vék þingmaðurinn að Evrópska efnahagssvæðinu og sagði: „Augljóst er að samningurinn um evrópska efnahagssvæðið hefur heppnast einstaklega vel til þessa. Ég er ekki að ljóstra upp neinum leyndarmálum, þegar ég segi hér, að á fundum forsætisráðherra með nokkrum forystumönnum ESB kom fram hjá þeim öllum, að EES-samn- ingurinn gengi mjög vel og engin vandamál væru uppi vegna hans. Enda hefur samningurinn varið þá hagsmuni, sem honum var ætlað að verja, og þeir, sem mest hafa talað fyrir því að hann væri að veikjast, hafa átt erfitt að nefna dæmi um at- vik, þar sem hann hefur ekki þjónað hlutverki sínu.“ Þessi ummæli eru ekki sízt athygl- isverð í ljósi þeirra umræðna, sem fóru fram hér fyrir nokkrum árum þess efnis, að EES-samningurinn væri að renna sitt skeið á enda. Síðan sagði þingmaðurinn: „En mikilvægasti kosturinn við ESB er aðgangur að innri markaðn- um, ekkert er jafn mikilvægt, þegar kemur að því að meta kosti og galla aðildar. Mögulegir fríverzlunar- samningar við önnur ríki vega ekki þungt miðað við frjálsan aðgang okk- ar að innri markaðnum. Ef við hefð- um ekki EES-samninginn þá væri ég væntanlega í hópi þeirra, sem legðu til aðild að sambandinu. En við höfum EES-samninginn, við höfum aðgang að innri markaðnum og njótum því þess besta, sem ESB hefur upp á að bjóða nú þegar.“ Illugi vék síðan að evrunni og sagði: „Mér finnst sú skoðun allrar at- hygli verð, að þar sem evran er mynt innri markaðarins hefði EFTA-þjóð- unum í EES-samstarfinu átt að standa til boða frá upphafi að taka þátt í myntsamstarfinu. Ísland og Noregur gætu til dæmis vel haldið því fram, að þar sem þjóðunum sé ætlað að taka upp reglur, sem lúta að innri markaðnum til þess að tryggt sé að aðilir sitji við sama borð, ætti þjóð- unum að standa til boða að nýta sér hina sameiginlegu mynt. Þessi skoð- un hreyfir þó ekki við þeim rökum, sem ég hef fært fyrir því að við eigum að standa fyrir utan ESB og að kostir við evruna séu ekki nægir til að vega upp á móti þeim ókostum að ganga í sambandið og þeim hagstjórnar- vanda, sem evran hefur í för með sér.“ Með ræðu þessari hefur Illugi Gunnarsson lagt endurnýjaðan mál- efnagrunn að málflutningi þeirra, sem andvígir eru aðild að ESB. Þ að hefur verið Morgunblaðinu mikill styrkur frá upphafi að vera í góðum tengslum við fólk um allt land. Mik- ilvægur þáttur í því er sambandið við fréttaritara blaðsins á landsbyggð- inni. Árni Helgason í Stykkishólmi er einn af þeim fréttariturum sem lengst hafa þjón- að blaðinu og byggðinni sinni sem fréttaritari. Árni andaðist miðvikudaginn 27. febrúar sl. á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi. Hann verð- ur jarðsettur frá Stykkishólmskirkju í dag, laug- ardag. Árni kynntist Morgunblaðinu á uppvaxtarárum sínum á Eskifirði og fljótlega eftir að hann fluttist til Stykkishólms var hann fenginn til að vera frétta- ritari blaðsins. Það mun hafa verið í júní 1943 og sagði Árni frá því að það hefði verið fyrir tilstilli Ív- ars Guðmundssonar. Árni var fréttaritari til ársins 1996 að hann kaus að hætta og fól starfið alveg Gunnlaugi, syni sínum, sem hafði unnið með honum um tíma. Vann hann því að þessu verkefni í 53 ár og var í hópi þeirra fréttaritara blaðsins sem lengst hafa starfað. Sigurður Pétur Björnsson – Silli á Húsavík – átti samleið með Morgunblaðinu í sjötíu ár og Björn Jónsson í Bæ á Höfðaströnd í hálfan sjötta áratug. Það var ávallt ofarlega í huga Árna Helgasonar að vinna bænum sínum sem best og koma honum áfram. Fréttaskrifin í Morgunblaðið voru mikil- vægur liður í því. Árni skrifaði margar fréttir úr atvinnu- og fé- lagslífi og um hversdagslega viðburði í bæjarlífinu. Viðhorf hans til fréttaskrifanna koma vel fram í æviþáttum Árna, „Árni í Hólminum – Engum lík- ur!“ sem Eðvarð Ingólfsson skráði og út komu 1989: „Ég hef ekki sama fréttamat og flestir blaða- menn. Mér finnst ekki að eitthvað stórkostlegt þurfi að eiga sér stað til að það teljist fréttnæmt. Mínar fréttir eru af lífinu í Hólminum, eins og það kemur mér fyrir sjónir. Ég reyni ætíð að sjá það já- kvæða við mannlífið. Ekki veitir af að reyna að opna augu fólks fyrir því sem byggir upp og bætir sál. Ég veit að þeir eru margir sem kunna að meta þessa fréttapistla mína.“ Auk frétta skrifaði Árni fjölda greina um hugð- arefni sín í Morgunblaðið, ekki síst bindindismál, og hann kvaddi marga samferðamenn í minningar- greinum. Hann var alla tíð í lifandi sambandi við starfsfólk Morgunblaðsins og heimsótti ritstjórnarskrifstof- urnar reglulega fram undir það síðasta. Starfsfólk Morgunblaðsins hafði ánægju af þessum heimsókn- um Árna og annarra fréttaritara enda eru þær liður í jarðsambandi blaðsins, ef svo má að orði komast. Það kom fram í viðtali við Árna sem birtist í Morgunblaðinu 4. júlí 1995 að honum þótti frétta- ritarastarfið skemmtilegt og vænt um samstarfið við Morgunblaðið. „Stundum hef ég verið of harður við þá en oft er betra að segja sína meiningu,“ sagði Árni. Árni tók þátt í stofnun Okkar manna, félags fréttaritara Morgunblaðsins, 1985, og var virkur í starfsemi þess á meðan hann var fréttaritari. Árni var gerður að heiðursfélaga Okkar manna á árinu 1989. Að leiðarlokum þakkar ritstjórn Morgunblaðsins Árna Helgasyni fyrir vel unnin störf í þágu blaðsins og mikla og trausta vináttu alla tíð. Á hvaða leið er Rússland? H eillaóskum hefur rignt yfir Dí- mítrí Medvedev, nýkjörinn for- seta Rússlands, eftir að hann bar sigur úr býtum í forsetakosning- unum fyrir viku, þar á meðal frá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Í kveðju sinni sagði forsetinn að bæði rúss- neska þjóðin og veröldin öll væntu mikils af störfum hins nýja forseta enda framlag Rússlands við lausn- ir á vandamálum mannkyns afar brýnt svo sem í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og fyrir friði og farsælli sambúð allra ríkja. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræðir í dag, laugardag, við Medvedev í Moskvu. Samband Þjóð- verja við Rússa hefur verið gott undanfarin ár. Reyndar var það sérlega náið í stjórnartíð Ger- hards Schröders, fyrrverandi kanslara, en hefur ekki verið alveg jafn innilegt eftir að Merkel tók við stjórnartaumunum. Forsetakosningarnar í Rússlandi voru meingall- aðar eins og fram hefur komið en svo virðist sem ríki heims séu farin að taka því sem gefnum hlut að ekki sé hægt að koma á lýðræði í Rússlandi. Því ber vitni máttlaus gagnrýni Þjóðverja. Tals- maður Merkels sagði á mánudag að „ekki hefði allt- af verið farið eftir grundvallaratriðum lýðræðisins og réttarríkisins í kosningabaráttunni“ og stjórn- völdum í Berlín þætti „miður“ að alþjóðlegir eft- irlitsmenn hefðu ekki getað verið á vettvangi til fulls. Hins vegar bæru úrslitin í kosningunum „ósk- um rússnesku þjóðarinnar um samfellu og stöð- ugleika“ vitni. Reyndar var kosið um eftirmann Pútíns af einni ástæðu. Hann mátti samkvæmt stjórnarskrá ekki gefa kost á sér aftur í embætti forseta. Hann hefur hins vegar komið því þannig fyrir að nú sest hann í stól forsætisráðherra. Völdin eru því áfram hans. Kosningarnar fyrir viku voru tómt sjónarspil og alltaf ljóst að Medvedev myndi sigra. Í raun skipti aðeins eitt atkvæði máli í kjöri Medvedevs og það var atkvæði Pútíns sem féll í desember þegar fram- bjóðandinn var valinn. Pútín hefði nánast getað val- ið hvern sem er og gert hann að forseta. Þegar kjós- endur gengu að kjörborðinu 2. mars voru þeir að greiða Pútín atkvæði þótt á kjörseðlinum stæði nafn Medvedevs. Medvedev talaði um réttarríkið og frjálsa fjöl- miðla í kosningabaráttu sinni. Svo virðist sem margir haldi (eða voni) að honum muni fylgja breyt- ingar. Hann verði ekki jafn harður í málflutningi sínum í garð Vesturlanda og Pútín og samskiptin batni við Bandaríkjamenn. Margir virðast hallast að því að „rússnesk þjóð- arsál“ og lýðræði fari ekki saman. Það er vitaskuld mjög hentug skýring fyrir þá, sem vilja ótrauðir og gagnrýnislaust njóta góðs af tengslum og viðskipt- um við hið nýja Rússland. Hins vegar væri kannski nær að líta svo á að eftir hrunið, sem varð á lífs- kjörum þegar vestrænum hagfræðihugmyndum var dembt yfir þjóðina í kjölfar þess að Sovétríkin leystust upp, séu vestrænar hugmyndir litnar horn- auga í Rússlandi. Í Sovétríkjunum bjó almenningur við tiltekið öryggi, þótt því fylgdi ógnarstjórn og gúlag en í upplausninni hjá Bórís Jeltsín misstu margir allt sitt lífsviðurværi, ellilífeyrisþegar löptu dauðann úr skel og hermenn voru betlandi á götum úti. Áhrifum hinna vestrænu sérfræðinga fylgdu ekki vestræn lífskjör, heldur eymd, volæði og nið- urlæging. Í þokkabót hafa þeir frambjóðendur, sem boða frjálslyndi og opið samfélag, ekki verið sterkir auk þess sem þeir hafa átt í verulegum vandræðum með að koma boðskap sínum á framfæri. Sovétríkin voru komin að fótum fram þegar þau hrundu og sennilega hefði komið skellur hvaða leið sem hefði verið farin. En kannski er ein ástæðan fyrir því hvað auðvelt er að kynda undir andúð á Vesturlöndum í Rússlandi að eftir allt áróðursstríð- ið á tímum járntjaldsins áttu Rússar von á meiri að- stoð vestursins, ekki bara hugmyndafræði. Það virðist í það minnsta ljóst að yngri kynslóðirnar í Rússlandi líti svo á að Pútín sé ávísun á velmegun – þær kusu stöðugleikann. Hörð gagnrýni Vaclavs Havels E n ekki eru allir jafn mjúkmálir í garð Rússa um þessar mundir og þeir sem senda Medvedev ham- ingjuóskir. Vaclav Havel, fyrrver- andi forseti Tékklands, flutti fyrir nokkru ávarp á fundi hjá Atlants- hafsbandalaginu þar sem hann gerði Rússland meðal annars að umræðuefni: „NATO var upprunalega stofnað til að vera brjóstvörn gegn útþenslu Stalíns til vesturs. Mér finnst mjög sorglegt að í dag, nánast sextíu árum síðar og eftir hrun járntjaldsins og endalok skipt- ingar heimsins í tvo póla, skuli Rússar á ný vera farnir að veita okkur tilefni til að hafa áhyggjur. Og það væri nánast glapræði að ímynda sér að faðmlög forseta á bandarísku bóndabýli eða í rússneskum sumarbústað muni laga allt. Sú er því miður ekki raunin. Án þess að mikið bæri á en samt án þess að það fengist stöðvað, hefur einræði af nokkuð nýrri gerð rutt sér til rúms austur af því svæði, sem er undir verndarvæng NATO. Öll mannréttindi og borgara- leg réttindi eru hljóðlega kæfð undir fána umsát- urshugmyndafræði þess efnis að allir hafi rangt við gagnvart Rússum eða allir séu óvinir á laun. Verið er að endurverkja kerfi formlegs lýðræðis og veldis eins flokks sem er kunnuglegt frá tíma kommún- ismans. Leynilögreglan er á ný að verða alvöld. Hin gríðarlegu auðæfi þjóðarinnar hafna í höndum hinna voldugu og vina þeirra. Gangast verður við því að í skaðlausum jaðri samfélagsins er fólk, sam- tök, stjórnmálaflokkar eða fjölmiðlar sem eru um- bornir og starfa frjálst eða eru gagnrýnir í garð stjórnmála. Á hinn bóginn er allt sem er frjálst og hefur teljandi áhrif eyðilagt með útsmognum hætti. Mikilvæg, alþjóðleg mannúðarsamtök eru þvinguð til að yfirgefa landið. Bestu blaðamennirnir hverfa úr fjölmiðlum. Fólk, sem er til vandræða, hverfur með dularfullum hætti eða er myrt. Pólitísk morð og jafnvel stór hryðjuverk eru aldrei rannsökuð al- mennilega. Dómsvaldið er orðið að armi fram- kvæmdavaldsins. Risavaxin þjóð með gríðarlegt landsvæði er að hverfa í sinnuleysi og laga sig að óbreyttu ástandi. Hún sættir sig við áróðursknúna Laugardagur 8. mars Reykjavíkur 5. mars 1978: „Ef þær að- gerðir, sem nokkrir for- ystumenn ASÍ og BSRS stóðu að um mánaðamótin hefðu tekizt, hefði það leitt til stórkostlegrar sundrungar og mikilla átaka í samfélagi okkar. Þá hefðu erfiðir tímar verið framundan og hrikt í stoðum þjóðfélagsbygging- arinnar. Þessar aðgerðir tók- ust ekki. Fólkið sjálft tók í taumana og kom í veg fyrir að mistök forystumanna nokkurra launþegasamtaka leiddu til þeirrar úlfúðar sem ella hefði orðið. Þegar efnt er til slíkrar sundrunariðju er alltaf hætta á því að einhver beiskja standi eftir, sem eitri andrúmsloftið og valdi erf- iðleikum í samskiptum manna, ekki sízt af hálfu þeirra, sem verða að horfast í augu við að áform þeirra hafa mistekizt. Til þess má hins vegar ekki koma, að þessi til- raun til ólöglegra verkfalls- aðgerða hafi til frambúðar neikvæð áhrif á andrúms- loftið í þjóðfélaginu. Við verð- um að horfa fram á við en ekki til baka.“ . . . . . . . . . . 6. mars 1988: „Svo sem kunn- ugt er, hefur Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráð- herra sent siðanefnd Blaðamannafélags Íslands bréf, þar sem óskað er úr- skurðar siðanefndar um frétt í Þjóðviljanum hinn 25. febr- úar sl. Fréttin er byggð á „heimildum Þjóðviljans í fé- lagsmálaráðuneytinu“. Í bréfi ráðherrann segir m.a. : „Óviðunandi er gagnvart starfsfólki ráðuneytisins, sem engan hlut á að máli, að geta um heimildarmann innan ráðuneytisins án þess að skýra nánar frá því í frétt- inni, hver hann er. Hefur framsetning blaðamannsins á heimildarmanni í fréttinni vakið mikla reiði meðal starfsfólks. Á það ber að líta í þessu sambandi, að á op- inberum starfsmönnum hvílir rík trúnaðarskylda og liggur refsins við, sé hún brotinn“.“ . . . . . . . . . . 8. mars 1998: „Fyrir nokkr- um áratugum var farið með meint mistök lækna sem feimnismál. A.m.k. var ljóst, að sjúklingum eða aðstand- endum þeirra kom ekki til hugar að hefja málaferla á hendur læknum vegna mis- taka eða gera yfirleitt kröfur af nokkru tagi, þótt um aug- ljósar kröfur væri að ræða. Á þessu hefur orðið veruleg breyting á síðasta áratug a.m.k. og þeim fjölgar nú málunum, sem hafin eru á hendur læknum vegna mis- taka þeirra. Fólk er jafnvel í sumum tilvikum tilbúið að tjá sig opinberlega um slík mál og afleiðingar þeirra. Úr gömlum l e iðurum 9 . mars Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.