Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 49 Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, HANNESAR INGVARSSONAR frá Skipum, Grænumörk 5, Selfossi. Sigtryggur Ingvarsson og systkini. ✝ Kæru ættingjar og vinir. Hjartans þakkir fyrir sýnda vináttu, samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, TÓMASAR ÞÓRS HJALTASONAR, Strandgötu 3b, Eskifirði. Ragnheiður Björg Sigurðardóttir, Elísabet Tómasdóttir, Tómas Örn Kristinsson, Nanna Herborg Tómasdóttir, Bjarni Halldór Kristjánsson, Þórhildur Tómasdóttir, Andrés Einar Guðjónsson, Tómas Þórir, Ragnar Björgvin og Christa Björg. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför systur okkar, ÓSKAR F. ÞÓRSDÓTTUR frá Bakka í Svarfaðardal. Guð blessi ykkur öll. Kristín, Eva, Helga, Vilhjálmur og fjölskyldur. Ég vil þakka öllum sem hafa sýnt mér hlýhug við andlát elskulegs eiginmanns míns, FRIÐÞJÓFS ÞORKELSSONAR, Bugðutanga 40, Mosfellsbæ. Louise Anna Schilt (Loekie). ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, HÓLMFRÍÐAR STEFÁNSDÓTTUR, Skarðshlíð 29d, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólksins í Kjarnalundi og dvalarheimilinu Hlíð fyrir góða umönnun. Kristján Árnason, Anna Lillý Daníelsdóttir, Böðvar Árnason, Stefán Árnason, Hólmfríður Davíðsdóttir, Elínborg S. Árnadóttir, Þormóður J. Einarsson, Bjarki Árnason, Bergljót Sigurðardóttir og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, systur og mágkonu, JÓNÍNU SNORRADÓTTUR, Fögrusíðu 11c, Akureyri. Sérstakar þakkir til heimahlynningar á Akureyri. Arngrímur Ævar Ármannsson, Daníel Snorri Jónsson, Hulda Dagmar Reynisdóttir, Sigurbjörg Jónsdóttir, Stefán Steinarsson, Ármann Pétur Ævarsson, Rakel Hinriksdóttir, Sandra Björk Ævarsdóttir, Þórir Snorrason, Guðrún Ingimundardóttir, Lovísa Snorradóttir, Hilmir Helgason, Unnur Björk Snorradóttir, Jónas Marinósson. ✝ Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNASAR REYNIS JÓNSSONAR frá Melum, Sólheimum 23, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjartadeildar 14G, Landspítalanum og líknardeildar á Landakoti. Elín Þórdís Þórhallsdóttir, Elsa Jónasdóttir, Gunnar Guðjónsson, Ína H. Jónasdóttir, Eggert Sv. Jónsson, Þóra Jónasdóttir, Birna Jónasdóttir, Gunnar F. Vignisson, barnabörn og fjölskyldur. Dökk skýin þramma inn flóann í langri lest. Sundin eru dökk. Snjótittlingarnir leita skjóls fyrir vindum. Köld gröfin tók yndið mitt. Ég skjögra burt. Harðsporin skrafa undir fótum. Vindurinn bítur í kinnar. Degi hallar. Stök stjarna í skýjarofi Er vonin farin? Er gleðin farin? Er þráin farin? Nei ekki fyrir fullt og allt. Stjarna blikar í skýjarofi. Élin bæla sig. Bliki slær á voga. Snjótittlingarnir breytast í sólskríkjur. Kostaðu huginn að herða. Gröfin er ekki köld, hún er skaut fósturjarðarinnar og það er hlýtt og minningin um yndið mitt mun lifa. Oddbergur Eiríksson. Vinkona mín Fjóla Bjarnadóttir lést hinn 3. febrúar síðastliðinn. Hún hafði lengi átt við þverrandi heilsu að stríða og að því leyti átti andláts- fregn hennar ekki að koma á óvart en söknuðurinn eftir þessa einstöku konu og eftir því sem áður var er þó grípandi og á ekki eftir að yfirgefa mann um ókomna tíð. Fyrir um 40 árum gerðumst við hjónin kennarar í Keflavík. Það gat vart heitið að þá þekkti maður nokk- urn lifandi mann hér um slóðir og þar sem við vorum nú bara einmana unglingsskjátur leituðum við ákaft eftir einhverjum félagsskap hér. Ekki leið á löngu þar til við sáum auglýstan félagsfund í Alþýðu- bandalaginu á staðnum, sem ekki var á þeim árum mjög burðugur fé- lagsskapur. Þegar fundinum var lok- ið vatt sér að okkur afar myndarleg- ur maður, sagðist heita Oddbergur Eiríksson og hvort við værum ekki til í að koma heim með honum í kaffi. Og þetta kvöld hittum við hana Fjólu mína í fyrsta sinn og fengum engar smá móttökur, allt það besta sem til var var borið á borð og fram á rauða nótt áttum við svo afar skemmtilegar samræður um lands- ins gagn og nauðsynjar, bókmenntir og allt sem lá manni á hjarta í þann tíð og það var nú býsna margt. Slík kvöld urðu mörg á þeim ára- tugum sem í hönd fóru og alltaf var okkur tekið af sama höfðingsskapn- um, eins og okkar hefði lengi verið beðið. Þó vissum við að auk okkar voru ótalmargir sem áttu leið í hús þeirra hjóna. Auk þess voru mjög oft barnabörn þeirra í heimsókn sem nutu mikils ástríkis afa og ömmu. Við fórum einnig nokkrum sinn- um saman í ferðalög sem var einstök upplifun því þau voru miklir nátt- úruunnendur og kunnu auk þess að njóta augnabliksins. Mér eru minn- isstæðar hvíldarstundir í ferð sem við fórum saman og við Fjóla feng- um okkur sígarettu. Hún dró upp lít- inn silfurbúinn öskubakka. Ekki mátti saurga umhverfið með sígar- ettuösku þó maður væri úti í óbyggðum. Fjóla viðhafði aðgát í nærveru alls, náttúrunnar að ég tali nú ekki um það fólk sem átti í sam- skiptum við hana. Það sem vakti sérstaka athygli við fyrstu kynni mín af Fjólu Bjarna- dóttur, er ég hitti hana fyrir hart- nær 40 árum, var hversu einstaklega Fjóla Bjarnadóttir ✝ Fjóla Bjarna-dóttir fæddist á Grund á Kjalarnesi 9. mars 1921. Hún lést á St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði 3. febrúar síðastliðinn og var jarðsungin frá Ytri-Njarðvík- urkirkju 11. febr- úar. glæsileg hún var í út- liti og öllu fasi. Maður gat haldið að þar færi kona sem hefði alist upp meðal þjóðhöfð- ingja en hjá Fjólu hygg ég að þetta hafi fyrst og fremst verið meðfætt. Jóhannes Jósefsson naut starfs- krafta hennar sem einkaritara á Hótel Borg og mikið held ég að mín ágæta vinkona hafi sómt sér vel sem móttökustjóri á þessu fínasta hóteli landsins í þann tíð enda minntist hún þessara tíma með mikilli virðingu og þakklæti. Það var líka á þeim árum sem hún hitti Odd- berg sinn og það mun hafa verið ást við fyrstu sýn. Mikill er missir hans þegar hún Fjóla hefur nú kvatt. En einhvers staðar „yfir regnbogans gliti“ munu þau vonandi hittast á ný. Við vottum honum og börnum þeirra hjóna og barnabörnum okkar innilegustu samúð og þökkum Fjólu Bjarnadótt- ur fyrir samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Jóhannesdóttir og Ásgeir Árnason. „Hvernig er það, á að fara að rækta þetta?“ spyr nágrannakonan mig svolítið hrjúfri röddu, þar sem ég stend og spekúlera í blómabeði framan við stofugluggann á Grund- arveginum. Konan var hún Fjóla Bjarnadóttir, kankvís á svip, en „blómið“ var sóley, sem þykir víst versti skaðvaldur í görðum! Þetta voru nánast okkar fyrstu samskipti á Grundarvegi 17, ég kom þarna upp um mína fávísi í garðyrkju, en hún hló dátt að öllu saman. Þeir skipta sennilega þúsundum kaffibollarnir sem ég þáði við eldhúsborðið hjá henni gegnum árin, strákarnir okk- ar litu á þau hjón sem afa og ömmu, einn þeirra sagði, þá 4 ára gamall: „Ömmur eru eins og Fjóla“, og þar með hafði hann eignast þriðju ömm- una. Í þau 15 ár sem við bjuggum hlið við hlið á Grundarveginum bar aldrei skugga á samstarfið milli þessa tveggja heimila, hvort sem verið var að dútla í garðinum, setja upp heitan pott, smíða garðhús eða mála. Kisan okkar leit á allt húsið sem sitt heimili, flúði alltaf yfir til hennar Fjólu, ef of margir krakkar voru að ærslast okkar megin. Þær voru ótal sögurnar, sem hún sagði mér frá ævi sinni, og mér varð fljótlega ljóst að Fjóla hafði upplifað ýmislegt, sem ekkert var sjálfgefið að konur af hennar kynslóð gerðu. Að kona yrði aðstoðarhótelstjóri á fínasta hóteli Reykjavíkur á þessum árum hlýtur t.d. að hafa verið óvenjulegt. Mig langar svo að lokum að þakka henni Fjólu minni fyrir allt sem hún var okkur í öll þessi ár, hún hefur ábyggilega ekki haft hugmynd um hvað það var mér mikils virði að geta skotist úr daglega amstrinu yf- ir til þeirra hjóna þar sem rólegheit- in ríktu, Fjóla að leggja kapal við eldhúsborðið, Oddbergur að lesa blaðið inni í stofu, og eini hávaðinn var tifið í klukkunni. Farðu í friði Fjóla mín. Ég votta Oddbergi og öll- um þeirra afkomendum innilega samúð okkar á Grundarvegi 17 í norðurendanum. Þórdís Þorvaldsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.