Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 55
FRÉTTIR
TAUGASÁLFRÆÐIFÉLAG Ís-
lands (Icelandic Neuropsychological
Society) var nýlega stofnað í Reykja-
vík. Stofnfélagar eru 12.
Í fréttatilkynningu kemur fram að
tilgangur félagsins er að stuðla að
framgangi hagnýtrar (klínískrar) og
fræðilegrar taugasálfræði á Íslandi.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með
faglegri umræðu og samstarfi meðal
þeirra sem stunda klíníska og fræði-
lega taugasálfræði og skyldar greinar
hérlendis. Einnig er á stefnuskrá fé-
lagsins að stuðla að fræðslu um
taugasálfræðileg málefni meðal al-
mennings og efla samvinnu við tauga-
sálfræðifélög í öðrum löndum.
Formaður félagsins, kosinn á
stofnfundi, er Sólveig Jónsdóttir.
Aðrir í stjórn eru: Claudia Ósk H.
Georgsdóttir, Jónas G. Halldórsson,
María K. Jónsdóttir og Smári Páls-
son.
Taugasálfræði er sú fræðigrein,
sem fjallar um starfsemi heilans og
þau áhrif sem sjúkdómar, áverkar og
taugaþroskaraskanir geta haft á vits-
munastarf, tilfinningalíf og hegðun.
Stór þáttur í starfi taugasálfræðinga
er því að meta hugræna starfsemi
með til þess gerðum sálfræðilegum
prófum, til að skoða hugsanlegar af-
leiðingar sjúkdóma, afbrigðilegs
taugaþroska eða áverka og til að
fylgjast með framförum og meta
horfur. Taugasálfræðingar sinna
einnig ráðgjöf og taugasálfræðilegri
endurhæfingu. Algengar tauga-
þroskaraskanir, sem taugasálfræð-
ingar fást við, eru til dæmis athygl-
isbrestur með ofvirkni (ADHD),
málþroskaröskun, lesröskun (deve-
lopmental dyslexia) og einhverfa.
Meðal fullorðinna hafa ýmsir sjúk-
dómar alloft í för með sér breytingar
á vitsmunastarfi, tilfinningalífi og
hegðun og þá getur taugasálfræðilegt
mat skipt miklu máli. Hér má til
dæmis nefna heilaslag (stroke), alz-
heimerssjúkdóm, parkinsonveiki og
MS. Síðast en ekki síst starfa tauga-
sálfræðingar mikið með þeim ein-
staklingum sem hljóta heilaáverka í
slysum. Hér á landi eru taugasál-
fræðingar einkum starfandi á tauga-
deildum, endurhæfingardeildum,
öldrunardeildum, geðdeildum og
barnadeildum sjúkrahúsa og á stofn-
unum þar sem fram fer greining á
börnum og unglingum. Auk þess að
sinna klínískum störfum, svo sem
greiningu, ráðgjöf og endurhæfingu,
leggja taugasálfræðingar stund á
fjölbreyttar rannsóknir. Nokkrir eru
sjálfstætt starfandi og taka að sér
verkefni á ýmsum vettvangi, þar á
meðal vinnu fyrir dómstóla.
Stofnun Taugasál-
fræðifélags Íslands
Flettu upp nafni
fermingarbarnsins
mbl.is
FERMINGAR
2008
NÝTT Á mbl.is