Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 55 FRÉTTIR TAUGASÁLFRÆÐIFÉLAG Ís- lands (Icelandic Neuropsychological Society) var nýlega stofnað í Reykja- vík. Stofnfélagar eru 12. Í fréttatilkynningu kemur fram að tilgangur félagsins er að stuðla að framgangi hagnýtrar (klínískrar) og fræðilegrar taugasálfræði á Íslandi. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með faglegri umræðu og samstarfi meðal þeirra sem stunda klíníska og fræði- lega taugasálfræði og skyldar greinar hérlendis. Einnig er á stefnuskrá fé- lagsins að stuðla að fræðslu um taugasálfræðileg málefni meðal al- mennings og efla samvinnu við tauga- sálfræðifélög í öðrum löndum. Formaður félagsins, kosinn á stofnfundi, er Sólveig Jónsdóttir. Aðrir í stjórn eru: Claudia Ósk H. Georgsdóttir, Jónas G. Halldórsson, María K. Jónsdóttir og Smári Páls- son. Taugasálfræði er sú fræðigrein, sem fjallar um starfsemi heilans og þau áhrif sem sjúkdómar, áverkar og taugaþroskaraskanir geta haft á vits- munastarf, tilfinningalíf og hegðun. Stór þáttur í starfi taugasálfræðinga er því að meta hugræna starfsemi með til þess gerðum sálfræðilegum prófum, til að skoða hugsanlegar af- leiðingar sjúkdóma, afbrigðilegs taugaþroska eða áverka og til að fylgjast með framförum og meta horfur. Taugasálfræðingar sinna einnig ráðgjöf og taugasálfræðilegri endurhæfingu. Algengar tauga- þroskaraskanir, sem taugasálfræð- ingar fást við, eru til dæmis athygl- isbrestur með ofvirkni (ADHD), málþroskaröskun, lesröskun (deve- lopmental dyslexia) og einhverfa. Meðal fullorðinna hafa ýmsir sjúk- dómar alloft í för með sér breytingar á vitsmunastarfi, tilfinningalífi og hegðun og þá getur taugasálfræðilegt mat skipt miklu máli. Hér má til dæmis nefna heilaslag (stroke), alz- heimerssjúkdóm, parkinsonveiki og MS. Síðast en ekki síst starfa tauga- sálfræðingar mikið með þeim ein- staklingum sem hljóta heilaáverka í slysum. Hér á landi eru taugasál- fræðingar einkum starfandi á tauga- deildum, endurhæfingardeildum, öldrunardeildum, geðdeildum og barnadeildum sjúkrahúsa og á stofn- unum þar sem fram fer greining á börnum og unglingum. Auk þess að sinna klínískum störfum, svo sem greiningu, ráðgjöf og endurhæfingu, leggja taugasálfræðingar stund á fjölbreyttar rannsóknir. Nokkrir eru sjálfstætt starfandi og taka að sér verkefni á ýmsum vettvangi, þar á meðal vinnu fyrir dómstóla. Stofnun Taugasál- fræðifélags Íslands Flettu upp nafni fermingarbarnsins mbl.is FERMINGAR 2008 NÝTT Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.