Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR É g ók norður um síðustu helgi. Það var notalegt að vera einn í bílnum og láta hugann reika. Og gat ekki hjá því farið, að ég tæki að velta fyrir mér búsetu og byggð. Kjötvinnsla er að leggjast niður í Borgarnesi. Á Blönduósi hafa fjörutíu manns atvinnu af henni og um 300 á Akureyri. Slátrun og kjöt- vinnsla er snar þáttur í atvinnulífinu á fleiri stöðum nyrðra: Hvamms- tanga, Sauðárkróki, Húsavík, Kópa- skeri og Vopnafirði. Dregið hefur verið fram, að um 10 þúsund ársverk séu við framleiðslu og úrvinnslu land- búnaðarvara eða við afleidd störf í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi. Það var því ekki undarlegt að Að- alsteinn Baldursson á Húsavík og Björn Snæbjörnsson á Akureyri skyldu snupra Skúla Thoroddsen, framkvæmdastjóra Starfsgreina- sambandsins, fyrir kuldaleg orð til bænda í Blaðinu á fimmtudaginn. Kjötvinnslufólk um allt land hlaut einnig að taka þessa köldu kveðju til sín. En auðvitað er þetta gömul þula frá Alþýðuflokknum að sífra yfir bændum og unna þeim ekki að halda sínum hlut, sem hlýtur að lokum að bitna á fyrirtækjum í kjötvinnslu og starfsfólki þeirra. Það liggur fyrir, að innlendar búvörur hafa hækkað minna en matvörur almennt og sum- ar ekki neitt. Hækkun á aðföngum og 20% hækkun launa á næstu tveim ár- um hlýtur að taka sinn toll. Innflutningur á fersku kjöti verður leyfður að ári. Ég er tortrygginn á það. Með því er áhætta tekin að óþörfu. Auðvitað verða fyllstu heil- brigðiskröfur gerðar. Eftirlitið verð- ur strangt í byrjun, en síðan slaknar á því eins og gengur. Og ég ætla rétt að vona, að ekki verði á það fallist, að inn verði flutt kjöt af dýrum, sem gefin hafa verið vaxtarhormón. Ég þekki það frá árum mínum sem landbúnaðarráðherra, hversu hart stórmarkaðirnir geta gengið að fram- leiðendum, sem ekki höfðu sterka stöðu. Það kristallaðist í stríði KEA og Bónuss á Akureyri, sem lauk með því að Bónus kaus að hverfa á brott. Sumt var kátbroslegt í viðureign ris- anna tveggja eins og sú áhersla sem þeir lögðu á að selja kartöflur við lægra verði en hinn. Að síðustu dugði verðið ekki fyrir umbúðunum. Ég leitaði álits Samkeppnisstofnunar og fékk það svar, að ekkert væri at- hugavert við að selja vörur undir kostnaðarverði, sérstaklega ekki grænmeti og garðávexti! Und- irverðlagning af þessu tagi hefði ekki „skaðleg áhrif á samkeppnina“. Þarna er ég algjörlega á öndverðum meiði. Og tel raunar að öll þessi „til- boð“ og „tilboð við kassann“ séu til þess fallin að rugla neytendur í rím- inu og slæva verðskyn þeirra. Mér skilst að það sé regla en ekki undantekning, að stórmarkaðirnir beri hvorki flutnings- né fjármagns- kostnað af innlendri framleiðslu og alls ekki af kjöt- og mjólkurvörum. Auk þess áskilja þeir sér skilarétt ef varan selst ekki. Og loks eru dæmi um, að framleiðandinn verði að taka á sig rýrnun, sem verður af öðrum sökum. Þannig geta stórmarkaðir hagað sér gagnvart innlendum fram- leiðendum en þessa háttsemi geta þeir ekki sýnt erlendum framleið- endum. Þá verða þeir að borga flutn- ingskostnað og hvaðeina sem á vör- una fellur. Þeir verða að borga fjármagnskostnað og kostnað við birgðahald. Og þeir geta ekki sent PISTILL » Þess vegna mun inn- flutningurinn bjóða upp á endalausar útsölur og tilboð á „fersku kjöti“ sem farið er að slakna. Halldór Blöndal Bændur og kjötvinnsla þurfa að fá sitt vöruna til baka sér að kostn- aðarlausu, ef hún selst ekki. Þess vegna mun innflutningurinn bjóða upp á endalausar útsölur og tilboð á „fersku kjöti“ sem farið er að slakna. Og þá er ég kominn að kjarna málsins: Ekki er réttlætanlegt að leyfa innflutning á ferskum kjötvör- um nema Samkeppniseftirlitið taki sig á og leitist við að tryggja, að inn- lenda framleiðslan búi við heilbrigðan rekstrargrundvöll sem inniber að hún sæti ekki verri viðskiptakjörum en erlendir keppinautar hennar. Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Halldór Blöndal les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is FRÁ árinu 2004 hefur verið jafnt og þétt unnið að því að endurskipuleggja endurlífgunarmál á Landspítalanum. Meginþræðirnir í því verkefni hafa m.a. verið að bæta tækjakost og ein- falda og samræma búnað milli deilda, þjálfa og sérhæfa starfsfólk og efla endurlífgunarteymi sem eru bæði í Fossvogi og við Hringbraut. Á sama tíma hefur verið gert átak í að koma á virkri skráningu á þeim tilvikum sem endurlífgunar gerist þörf. Davíð O. Arnar yfirlæknir og Bylgja Kærnes- ted hjúkrunarfræðingur hafa verið í forsvari endurlífgunarmála. „Á stórri stofnun eins og Landspít- alanum getur ýmislegt komið upp á, þar á meðal að inniliggjandi sjúkling- ar fari í hjartastopp eða verði skyndi- lega bráðveikir og slíkt getur gerst hvar sem er á spítalanum,“ segir Davíð. „Deildir spítalans eru ekki all- ar jafn vel í stakk búnar til að fást við svoleiðis tilfelli og hefur end- urskipulagningin ekki síst miðað að því að bæta hæfni til að takast á við slíkt.“ Endurlífgunarteymi kölluð út Þegar hjartastopp koma upp hjá sjúklingum á spítalanum eru því sér- stök endurlífgunarteymi kölluð til, þó að starfsfólk á viðkomandi deild hefji þegar endurlífgun samkvæmt við- bragðsáætlun þar til teymið kemur á vettvang. Til að svo megi verða hefur þurft að endurskoða tækjabúnað á deildunum og koma upp stöðluðum búnaði til fyrstu hjálpar. Endurlífgunarteymi Landspít- alans eru samansett af sérhæfðu starfsfólki, jafnt læknum sem hjúkr- unarfræðingum, af ólíkum deildum spítalans sem eru stöðugt í við- bragðsstöðu. Hefur það yfir að ráða sérhæfðum tækjabúnaði sem nauð- synlegur er til verksins. „Við höfum farið í gegnum öll skref þessarar starfsemi,“ segir Davíð. „End- urskipulagning þessa málafloks hef- ur gengið nokkuð vel. Þetta var tals- vert stórt verkefni og við höfum nú fengið ákveðnar vísbendingar um ár- angurinn.“ 311 útköll Á árunum 2006 og 2007 voru end- urlífgunarteymin kölluð út 311 sinn- um og í 85 tilvikum var um hjarta- stopp að ræða. Er þá eingöngu miðað við þá sjúklinga sem fá hjartastopp eftir að þeir koma inn á spítalann, en ekki þá sem fóru í hjartastopp úti í bæ en síðar komið með inn á sjúkra- húsið. Þá eru heldur ekki taldir með þeir sem fá hjartastopp á gjörgæslu- deildum og skurðstofum þar sem starfsmenn þar sinna endurlífgun sjálfir, yfirleitt án aðkomu endurlíf- unarteymanna. Frumskoðun á nið- urstöðunum sýnir að í 58% tilfella var endurlífgun árangursrík, þ.e. sjúk- lingar voru lífgaðir við og í 44% til- fella náðu þeir það góðum bata að hægt var að útskrifa þá af sjúkrahús- inu. Talsvert hefur verið lagt í að reyna að efla skráningu á umfangi og ár- angri endurlífgunartilrauna á sjúkra- húsinu, m.a. í þeim tilgangi að bera saman árangur hér á landi og á sjúkrahúsum í nágrannalöndunum. Segja Davíð og Bylgja að frumnið- urstöður sýni að árangur LSH stand- ist samaburð við sjúkrahús í ná- grannalöndunum. Nauðsynlegt er þó að fara varlega í að draga of miklar ályktanir strax því um stutt tímabil sé að ræða. „Þetta staðfestir þó að við erum á réttri leið með þá aðferðafræði sem við beitum hér,“ segir Davíð. „Við er- um mjög sátt við þessar upphafsnið- urstöður en greina þarf fyrirliggjandi gögn betur, m.a. að skoða betur sam- setningu þess sjúklingahóps sem þarfnast endurlífgunar.“ Sérhæfð námskeið Stór þáttur í skipulagsvinnunni er að auka færni starfsfólks við endur- lífgun og hefur kennsla í þeim efnum verið efld verulega á síðustu árum. Námskeið í sérhæfðri endurlífgun eru samkvæmt ströngum stöðlum frá Evrópska endurlífgunarráðinu. Þess- ir staðlar hafa m.a. kveðið á um end- urmenntun allra kennara Landspít- alans í endurlífgun. Fjöldi starfsmanna Landspítalans hefur sótt námskeið í sérhæfðri endur- lífgun og enn fleiri hafa farið á nám- skeið í grunnendurlífgun og við- brögðum við bráðum uppákomum „Þessu fræðsluverkefni er aldrei lok- ið,“ segir Bylgja. Eins og gefur að skilja skiptir við- bragðstími endurlífgunarteymisins miklu og samkvæmt æfingum sem haldnar hafa verið er hann alls staðar á sjúkrahúsinu innan við þrjár mín- útur. Á slíkum æfingum, þar sem líkt er eftir hjartastoppi með sérhæfðum hermi, er einnig lögð áhersla á að skipuleggja verkaskiptingu og þátt- töku annarra starfsmanna en endur- lífgunarteymisins. „Það þarf stöðugt að vera að mennta og þjálfa fólk og hafa eftirlit með tækjabúnaði,“ segir Davíð um framtíðina. „Það er mjög mikilvægt að halda gæðaeftirlitinu áfram og efla skráninguna enn frekar.“ Endurlífgunarteymi eflt Endurlífgun Brynja Kærnested og Davíð Ó. Arnar við „bráðavagninn“ sem endurlífgunarteymi LSH notar. EKKI hefur farið mikið fyrir umræðu um takmark- anir á meðferð mikið veikra sjúklinga á Íslandi. Tak- mörkun á meðferð getur m.a. verið á þann veg að sjúklingur þiggi alla þá meðferð sem völ er á en fari hann í hjartastopp sé endurlífgun ekki reynd. Davíð O. Arnar, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala, segir þörf á meiri umræðu um þennan málaflokk. Um- ræðan er lengra á veg komin í mörgum nágranna- löndum okkar. Hann segir, að að mörgu þurfi að huga áður en ákvarðanir um slíkt séu teknar. Það sé til að mynda spurning hvenær best sé að ræða slík mál við sjúklinga. „Kannski er ekki best að ræða takmarkanir á meðferð þegar sjúklingur kemur bráðveikur inn á sjúkrahús. Æskilegt er að slíkar ákvarðanir séu rædd- ar með góðum fyrirvara, til dæmis ef langvinnur sjúk- dómur er til staðar. Þannig geti óskir sjúklings komið skýrar fram en lykilatriði er að ákvörðun um tak- mörkun á meðferð sé tekin í samráði við sjúkling og aðstandendur.“ Davíð bendir á að lífsgæði sjúklinga sem hafi átt við langvinn veikindi að stríða geti verið takmörkuð eftir bráða uppákomu eins og hjartastopp. Vissulega geti oft verið erfitt að meta lífsgæði í hverju tilfelli fyrir sig en það er ekki endilega alltaf í þágu mikið veikra sjúklinga að framkvæma endurlífgun. Stund- um taki aðeins við löng dvöl á gjörgæsludeild í önd- unarvél og möguleg skerðing á færni vegna heila- skaða. Bylgja Kærnested hjúkrunarfræðingur tekur í sama streng og segir það sína reynslu að sjúklingar séu ekki viðkvæmir fyrir þessari umræðu. Hún segir umræðu um takmörkun á meðferð alls ekki þurfa að vera feimnismál. „Með vaxandi tækniframförum en um leið auknum kostnaði í heilbrigðiskerfinu er tímabært að opna um- ræðu um þessi mál,“ segir Davíð. „Það er mikilvægt að heilbrigðisstarfsfók ræði opinskátt við sjúklinga hversu langt þeir vilji láta ganga í meðferð sinni ef horfur þeirra eru slæmar. Þetta getur hjálpað sjúk- lingnum að hafa ákveðna stjórn á framtíð sinni.“ Takmörkun meðferðar rædd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.