Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 64
64 SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ öflugir bloggarar og alltítt að þeir hafi það að atvinnu að blogga þó að jafnan sé það í bland við önnur verk- efni. Bara vinsæl á vefnum? Tónlistarbloggin og -vefritin eiga það til að hefja hátt hljómsveitir sem ná eiginlega ekkert lengra, verða aldrei vinsælar nema á vefnum, selja lítið af plötum og heilla fáa tónleika- gesti, en oftar er það nú svo að fínir listamenn ná eyrum tónlistarunn- enda fyrir tilstilli bloggara, til að mynda gæðasveitin Beach House. Tónlist Beach House er draum- kennt nýbylgjupopp sem byggist mikið á hljómborðum og ómþýðum söng frönsku söngkonunnar Victoria Legrand sem stofnaði sveitina með Alex Scally. Hún flutti til Baltimore í Maryland-ríki og fór fljótlega að spila með hljómsveit. Sú sveit leitaði eitt sinn að bassaleikara og fann Scally. Þegar hljómsveitina þraut örendi ákváðu þau Legrand og Scally að rugla saman tónlistarreytum og tóku Þær hræringar snúast þó ekkibara um dreifingu á tónlistþví kynning á henni er ger-breytt og þá ekki bara fyrir það nú geta menn hlustað á allt sem þeir vilja áður en þeir kaupa (eða kaupa ekki) heldur hefur umfjöllun um tónlist færst á netið að mestu leyti. Ýmis veftímarit fjalla um tónlist og viðlíka en mest gróska er þó í blogg- inu, bloggurum sem fjalla reglulega um tónlist, mæla með listamönnum, gefa kost á að sækja sýnishorn af verkum þeirra, birta viðtöl og greinar ýmiskonar. Þeir eru vitanlega eins misjafnir og þeir eru margir, en ýms- ir þjálfaðir og góðir pennar eru orðnir upp breiðskífu í kjallaranum heima hjá Scally. Þessi fyrsta skífa samnefnd sveit- inni kom svo út 2006 og eins og getið er fékk hún fínar viðtökur hjá vefrit- um og bloggurum, aukinheldur sem prentmiðlar tóku henni líka vel. Platan var unnin á miklum hraða, tekin upp á tveimur dögum og hljóð- blönduð á viku. Það kemur því varla á óvart hve hrá hún er en það heyrist líka vel að þau Legrand og Scally hafa gætt að því að hafa hljóðfæra- leikinn hæfilega einfaldan og jafnvel viðvaningslegan á köflum. Ný plata, Devotion, kom svo út í lok febrúar sl. Á henni er annað uppi á teningnum, meira lagt í hljóminn og nostrað við hlutina og enn meira um hljómborð en nokkru sinni; á skífunni eru að minnsta kosti átta orgel ólíkr- ar gerðar. Það segir sitt að nýja plat- an var talsvert lengur í smíðum en sú fyrsta þó ekki hafi það verið nema þrefalt lengri tími eða þar um bil – þau voru ekki nema mánuð í hljóð- verinu þegar upp var staðið. Allt á bandi Þau eru þó enn með sína þrá- hyggju varðandi stafrænar upp- tökuaðferðir, taka helst ekki upp nema á segulband, og þó að hlutar af Devotion séu unnir með aðstoð tölv- unnar þá var frumeintakið unnið á segulband til að ná réttu stemning- unni – „segulbandið skilað fjarlægð og aldri sem er mjög mannlegt og gallað“ sagði Scally í viðtali fyrir stuttu. Eins og getið er hefur netið verið Beach House lyftistöng, en tilfinn- ingar þeirra Legrand og Scally eru blendnar, ekki síst þegar breiðskífur leka á netið áður en þær koma út: „Það er alltaf óþægilegt þegar plata er komin á netið áður en hún kemur út, er vegin og metin af hverjum sem er. Það er ósanngjarnt finnst manni, en svona er lífið,“ sagði Legrand í við- tali fyrir skemmstu, en bæði hún og Scally hafa tekið undir það að þau eiga netinu og netverjum sitthvað upp að unna þrátt fyrir allt. Draumkennt nýbylgjupopp Orgel Bandarísk-franska tvíeykið Beach House. Netvæðingin hefur haft mikil áhrif á tónlistar- iðnaðinn og sér ekki fyrir endann á þeim umhleypingum sem það hefur hrint af stað. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI UNDRAHUNDURINN ER BESTI VINUR MANNSINS FRÁBÆR FJÖLSKYLDUMYND FRÁ WALT DISNEY. DARK FLOORS kl. 10:30 B.i.14 ára UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ STEP UP 2 kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i.7 ára P.S. I LOVE YOU kl. 8 LEYFÐ MR. MAGORIUMS ... kl. 2 - 4 LEYFÐ BÝFLUGUMYNDIN m/ísl tali kl. 1:30 - 3:30 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK THE BUCKET LIST kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára DIGITAL AUGUST RUSH kl. 5:30 - 8 B.i.16 ára NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára LÚXUS VIP THERE WILL BE BLOOD kl. 10:30 B.i.16 ára THERE WILL BE BLOOD kl. 2 B.i.16 ára LÚXUS VIP SÝND Á SELFOSSI THE BUCKET LIST kl. 6:10 - 8:20 - 10.30 B.i. 7 ára JUNO kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 2:10 - 4:10 - 6:10 LEYFÐ STEP UP 2 kl. 2 - 4 - 8:20 - 10:30 B.i. 7 ára TÖFRAPRINSESSAN m/ísl tali kl. 2 LEYFÐ SPARBÍÓ 450kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMB SÝND Í ÁLFABAKKA ÚR BÝFLUGNABÚINU Í BULLANDI VANDRÆÐI ATH. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALISÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KRINGLUNNI eee - S.V. FRÉTTABLAÐIÐ SÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI OG KEFLAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.