Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 45
Stangarhyl 5, sími 567 0765
Ítarlegar upplýsingar um
eignirnar á www.motas.is
www.motas.is
Sími 565 5522 | www.fasteignastofan.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
O
T
4
10
44
0
2.
20
08 Söluaðili:
Sjón er sögu ríkari!
Sýningaríbúð á staðnum
Skoðið frágang á íbúðum hjá okkur og berið saman
> Yfir 20 ára reynsla
> Traustur byggingaraðili
• Innangengt úr bílskýli að lyftu.
• Glæsilegt útsýni.
• Granít á borðum og sólbekkjum.
• Ísskápur og uppþvottavél fylgja.
• Hús einangrað og klætt að utan
með álklæðningu.
• Íbúðir með sérinngangi af
svölum, ekki gengið framhjá
svefnherbergi.
• Eikar- eða hnotuspónn í inn-
réttingum.
3ja, 4ra og
5 herb. íbúðir
3ja herbergja íbúðir
með allt að 100% fjármögnun!
Glæsilegur frágangur - Hagstætt verð
Skipalón 25 - 27, Hvaleyrarholti, Hafnarfirði
Til afhendingar núna!
Verð frá 26.000.000 kr.
3ja herb. 101.6 m2 íbúð ásamt bílgeymslu
Verð íbúðar:
Lán Íbúðalánasj.
Lán Mótás hf
Afborgun
Vaxtabætur
Mánaðarleg greiðsla
26.000.000 kr. Afb. pr. Mán
18.000.000 kr. 40 ár 5,5% 92.914 kr.*
8.000.000 kr. 20 ár 6,3% 58.868 kr.*
151.782 kr.
- 23.364 kr.**
128.418 kr.*
* án tillits til verðbólgu.
** Vaxtabætur, 297.194 kr. pr ár, miðast við hjón/sambúð.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 45
NÝVERIÐ komst í fréttir að
fjármagn Svæðisskrifstofu mál-
efna fatlaðra á Reykjanesi til
stuðningsfjölskyldna fyrir fötluð
börn árið 2008 væri uppurið.
Vissulega hljómaði þessi frétt
undarlega í góubyrjun. Ástæða
þessa var sögð rekstur umfram
fjárheimildir á árinu 2007. Svæð-
isskrifstofa Reykjaness hefur ekki
það orð á sér að þar sé viðhöfð
óráðsía með opinbert fé svo líkleg-
asta skýringin á því ástandi sem
nú virðist hafa skapast er að ekki
hafi verið rétt gefið í upphafi til
að skrifstofan geti uppfyllt lög-
bundnar skyldur sínar. Samkvæmt
21. grein laga um málefni fatlaðra
„skulu fjölskyldur fatlaðra eiga
kost á stuðningsfjölskyldum eftir
þörfum“. Það er skylda svæð-
isskrifstofa að framkvæma þau
lög.
Sú ríkisstjórn sem nú situr setti
í forgang að auknu fjármagni
skyldi varið til fjölskyldna fatlaðra
og langveikra barna. Því ber að
fagna. Ein af aðgerðum stjórn-
valda til að uppfylla þau fyrirheit
var að leggja aukið fjármagn í að
greina fötlun barna fyrr. Til-
gangur slíkrar greiningar er ekki
síst að geta boðið barninu og fjöl-
skyldu þess þjónustu við hæfi. Til
þess þurfa þjónustuaðilar aukið
fjármagn.
Í málefnum fólks með þroska-
hömlun og fjölskyldna þess er
margt ógert. Það er af og frá að
þar hafi verið lyft þeim grett-
istökum að ástæða sé til að hægja
á frekari uppbyggingu þjónustu
eins og raunin hefur orðið. Ennþá
er löng bið eftir lögbundinni þjón-
ustu og margir búa við ófullnægj-
andi aðstæður. Á það bæði við um
fötluð börn og fullorðna. Ísland á
að setja sér það takmark að vera í
fremstu röð hvað varðar þjónustu
við fatlað fólk. Ekkert annað er
þjóðinni samboðið.
Gerður Aagot Árnadóttir og
Friðrik Sigurðsson skrifa um
málefni fatlaðra
Gerður Aagot Árnadóttir
» Fjárskortur tak-
markar lögbundna
þjónustu við fatlað fólk,
bæði börn og fullorðna.
Gerður er formaður og Friðrik fram-
kvæmdastjóri Landssamtakanna
Þroskahjálpar.
Friðrik Sigurðsson
Að
gefnu
tilefni