Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Lögga, læknir og lögfræðingur Kippan ÉG ER ORÐINN LEIÐUR Á ÞVÍ AÐ VERJA VANÞAKKLÁTA GLÆPAMENN! VEGNA ÞESS AÐ ÞEIR ERU VANÞAKKLÁTIR, EÐA VEGNA ÞESS AÐ ÞEIR ERU GLÆPAMENN? VEGNA ÞESS AÐ ÞEIR ERU SVO LENGI AÐ BORGA MÉR ÉG KALLA ÞETTA „FORSÖGULEGA SÚPU“ HVAÐ EIGUM VIÐ AÐ GERA NÚNA? PABBI MINN ER ÞUNNUR... ÞANNIG AÐ VIÐ GETUM FARIÐ OG HORFT Á HANN SKIPTA UM LIT! DÓTTIR MÍN ER MEÐ ÓSÝNILEGA MANNINUM... ÉG VEIT EKKI HVAÐ HÚN SÉR VIÐ H ANN ÖKU- KENNSLA FYRST VERÐUR ÞÚ AÐ RÆSA BÍLINN... SÍÐAN GETUR ÞÚ FARIÐ AÐ GELTA Á HITT FÓLKIÐ Í UMFERÐINNI HVAÐ GERÐIR ÞÚ SKEMMTILEGT Í DAG? BARA ÞETTA VENJULEGA... BORÐA, SOFA, KLÓRA HÚSGÖGNIN, BORÐA, KLÓRA GARDÍNURNAR, SOFA, BORÐA, SETJA DAUÐA MÚS Á KODDANN, BORÐA OG SOFA AÐEINS MEIRA RÚNAR GAT ALDREI ORÐIÐ GÓÐUR DANSARI ÞVÍ HANN VAR MEÐ TVO VINSTRI FÆTUR dagbók|velvakandi Kápuskipti í jarðarför frá Grafarvogskirkju 26. febrúar tók einhver ranga kápu í jarðarför í Grafarvogskirkju. Tvær kápur alveg eins héngu í fatahenginu, önnur nr. 46 en hin nr. 50. Kápurnar eru dökkbrúnar, með brúnu fóðri og brúnum leðurbrydd- ingum að utanverðu. Kona hafði samband við okkur í Grafarvogskirkju og segist vera með of litla kápu nr. 46, þannig að ein- hver er með of stóra kápu eða nr. 50. Vinsamlega hafið samband við Grafarvogskirkju í síma 587-9070. Íslandspóstur - lakari þjónusta Íslandspóstur hagnaðist um 230 milljónir á síðasta ári. Það er gott, nema hvað þjónusta þeirra er miklu lakari, póstur borinn út seint og illa, jafnvel af útlendingum sem hvorki tala né skilja íslensku og skilja þar á meðal ekki utanáskrift á umslög. Nýjasta breytingin hjá þessu fyr- irtæki er að þeir eru hættir að keyra póstinn heim (allur pakkinn, eins og þeir hafa endalaust auglýst). Svarið sem kemur frá þjónustuverinu er að það séu sendar út tilkynningar um pakkann á næsta pósthúsi. Í Morgunblaðinu þann 6. mars á bls. 13 er birt auglýsing um að þeir sjái um það sem fyrirtækið þarf að senda. Ætla þeir núna að snúa sér að fyr- irtækum og láta einstaklingana eiga sig? Óánægður borgari. Mexíkó er í Norður-Ameríku Ég hef rekið mig á að í fjölmiðlum er Mexíkó oft talin til Suður- eða Mið- Ameríku, nú síðast í Morgunblaðinu sl. föstudag. Þar er sagt frá opin- berri heimsókn forsetans til Mexíkó, að það sé fyrsta heimsókn hans til Suður-Ameríku. Fréttaritarar þyrftu að kynna sér landafræðina betur. Margrét Thoroddsen. Umhverfissinnar borga en sóðarnir ekki Mig langar til að taka undir með Bjarna, sem spyr í Velvakanda fyrir skömmu hvernig standi á því að fólk þurfi að borga fyrir það að fá bláa tunnu. Það má velta því fyrir sér hvernig standi á því að fólk þurfi að borga fyrir að flokka og láta end- urvinna póst og blöð sem það hefur ekki beðið um. Mér finnst þetta verðugt umhugs- unarefni. Kristín. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is „HÉR gnæfir hin gotneska kirkja./ Hér ganga skáldin og yrkja...“ segir í kvæði Tómasar en ekkert skal um það sagt hvort þeir félagarnir, annar á tveimur en hinn á fjórum fótum, eru í mjög skáldlegum hugleiðingum. Morgunblaðið/Frikki. Á göngu á Landakotshæð FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Ungum jafnaðarmönnum í Reykjavík: „Ungir jafnaðarmenn í Reykja- vík lýsa yfir vonbrigðum með ákvörðun meirihluta borgar- stjórnar Reykjavíkur um að hefja heimgreiðslur til foreldra þeirra barna sem bíða eftir leik- skólaplássi. Borgaryfirvöld eiga að sjá sóma sinn í því að til séu næg leikskólapláss fyrir börnin í borg- inni og ekki víkja sér undan vand- anum með sýndarlausnum á borð við heimgreiðslur. Um er að ræða svo lágar greiðslur að þær bæta ekki á nokkurn hátt fyrir það vinnutap sem foreldrar verða fyrir á meðan börn þeirra eru á biðlista eftir leikskólaplássi. Grunnhugmyndin að baki greiðslunum er ennfremur var- hugaverð enda afturhvarf til löngu liðins tíma. Reynslan sýnir að í flestum tilvikum draga slíkar greiðslur úr atvinnuþátttöku kvenna og eru þær þannig skref aftur á bak í kvenréttindabarátt- unni og afar slæm leið til að leysa þann brýna vanda sem myndast hefur í leikskólamálum í Reykja- vík. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík skora á borgaryfirvöld að endur- skoða ákvörðunina hið fyrsta og beita sér frekar fyrir því að fæð- ingarorlof beggja foreldra verði lengt sem fyrst, í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar.“ Heimgreiðslurnar eru sýndarleikur Nöfn fermingarbarna á mbl.is FERMINGAR 2008 NÝTT Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.